Vísir - 24.09.1976, Blaðsíða 12

Vísir - 24.09.1976, Blaðsíða 12
12 c Föstudagur 24. september l!(7(i VISIR VISIR Föstudagur 24. september 1976 Umsjón: Björn Blöndal og Gylfi Kristjánsson 13 D Januz vill júgóslavana! Pólska landsliöiö í handknattléik sem átti aö koma hingaö i lok okt. kemur ekki fyrr en í lok janúar. Þessi breyting var nýlega til- kynnt stjórn HSl, og Janus Cherwincky, pólski landsliösþjálfarinn okkar, lagöi á- herslu á aö fá hingaö Istaöinn mjög sterkt lið. Þvi hefur stjórn HSÍ nú sett sig I samband viö Júgóslaviu, og er verið aö reyna aö fá lands- liö júgóslava hingaö I næsta mánuöi. Januz hefureinnig skrifaö júgóslövum vegna þessa máls. Um næstu mánaöamót er alþjóöaþing i Portúgal, og þar veröur gengiö frá samning- um víÖ júgósiva — eöa eitthvert annaö sterkt liö. gk. —. Ársþing Sund- sambandsins Arsþing Sundsambands íslands veröur haldiö á morgun og veröur þá nýr formaöur kosinn IstaöTorfa Tómassonar sem ákveöiö hefur aö gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Torfi hefur veriö formaöur Sundsambands tslands siöastliöin fimm ár, en alls hefur hann setiö I stjórn sambandsins I nlu ár. Auk annarra málefna sem veröa tekin fyrii á þinginu eru reglugerö um Bikarkeppnina i sundi, en þar er gert ráö fyrir aö keppt veröi i tveim deildum og breyttum tíma til félaga- skipta. Leiknismenn áttu aldrei möguleika Armenningar unnu auöveldan yfirburöa- sigur yfir Leikni I gærkvöldi, já, allt of auö- veldan sigur, miðaö viö aö þar voru tvö 2. deildarliö á feröinni. Leikur Armanns var á köflum mjög þokkalegur, en þess ber þó að geta aö mótstaöan var á köflum afar slök. Þaö var ekki nema fyrstu minútur leiksins sem Leiknir hélt í viö ármenninga, staöan var 5:5, en þá fóru ármenningar i gang og skoruðu hvert markið á fætur ööru..og i hálf- leik var staöan oröin 14:7. Sömu yfirburöir voru i siöari hálfleik. Ár- menningar skoruöu hvert markið á fætur öðru, og lokatölur uröu 26:14. Hjá Ármanni bar mest á þremur mönnum, þeim Herði Haraldssyni sem skoraöi mörg glæsileg mörk meö uppstökkum fyrir utan og þrumuskotum i markhorniö fjær og Pétri Ingólfssyni sem sótti sig mjög er á leikinn leiö. Siöast en ekki sist má geta ungs leik- manns, Þráins Asmundssonar, sem er mjög duglegur og útsjónarsamur á linunni. Ar- menningar verða örugglega i toppbaráttu 2. deildar I vetur. Það var greinilegt aö leiknismenn eru ekki komnir I neina æfingu ennþá, enda sumir leikmanna ennþá meö „björgunarbelti” um sig miðja. Finnbjörn Finnbjörnsson byrjaöi t.d. mjög vel og skoraöi hvert markið á fætur öðru, en sföan datt allt niöur hjá honum. Arni Jóhannsson, hinn knái linumaöur Leiknis, sýndi oft undratakta á linunni, en þjálfarinn, Asgeir Eliasson, hafði sig litiö i frammi, kom ekki inná fyrr en I sföari hálf- leik og haföi góö áhrif á liöið. Pétur Ingólfsson skoraöi 8 mörk fyrir Ár- mann, Hörður Haraldsson 7, Þráinn As- mundsson 4, Vilberg Sigtryggsson 3 og aðrir minna. Finnbjörn Finnbjörnsson var markahæstur leiknismanna með 4 mörk, Asmundur skoraöi 3. gk- Birgir Birgis til USA „Það eru talsverðar lik- ur á að ég fari til Banda- rikjanna og verði hjá hin- um fræga þjálfara Dean Smith sem þjálfar lið Uni- versity of N-Carolina," sagði Birgir örn Birgis Bay fœr ekki að keppa við Walker Rlkisstjórn Tanzanfu hefur hafnaö boöi um aö Filbert Bay keppi gegn John Walker frá Nýja-Sjálandi i borginni Brisbane i Astraliu i janúar n.k. Eins og kunnugt er þá hættu um 30 afrikuþjóöir þátttöku á Ólympiuleikunum I Montreal I mótmælaskyni viö aö Nýja-Sjá- land sem sent haföi Rugby liö til Suöur-Afriku, fengi aö vera meö á leikunum. Þar varö því ekkert úr keppni þeirra Bay og Walker sem flestir töldu aö yröi hlaup aldarinnar. Walker á heimsmetiö i milunni og 2000 m, en Bay á metiö I 1500 m. 1 bréfinu sem frjálsiþróttasam- bandinu í Queensland barst frá stjorn Tanzaníu segir aö frjálsi- þróttamenn frá Tanzaníu muni ekki tak aþátt I neinu móti þar sem Iþróttamenn frá Nýja-Sjá- landi séu meöal keppenda. —BB þegar við ræddum við hann i gær. „Ég skrifaði út og spurðist fyrir um hvort ég gæti komið/ og þeir svör- uðu um hæl og sögðu að ég væri velkominn hvenær sem væri. Hvenær ég fer, er ekki ákveðið, en þetta er gott tilboð sem ég hef hug á að nýta mér." Þess má geta, að þessi Dean Smith er einhver þekktasti þjálf- ari i Bandarikjunum i dag. Hann var t.d. með bandariska ólympiu- liðið i Montreal, og hefur þjálfað lið University of N-Carolina undanfarin ár með stórkostlegum árangri. Lið hans hefur verið i toppbaráttunni við lið UCLA sem áður fyrr var nánast ósigrandi. —gk ( STAÐAN ) Staöan i lteykjavikurmótinu I handknattleik er nú þessi. Valur:lR 16:12 Ármann:Leiknir 26:14 Staðan i A-riðli: Vikingur 2 2 0 0 47:42 4 Armann 3 2 0 1 56:54 4 1R 2101 37:30 2 Valur 3 1 0 2 54:52 2 Leiknir 2 0 0 2 27:45 0 Staöan í B-riöli: Þróttur KR Fram Fylkir Næstu leikir 2 0 0 1 1 0 0 1 1 0 0 2 45:30 4 34:31 3 32:39 1 29:40 0 eru á laugardag. Þá leika Leiknir og ÍR og Ármann og Vikingur. 1 111 llllSiKI glliii ■- : 4 \ A ~ Jp:' ’ > .t.íS*-.... m ggj: g. V-kiV. mg I Valsmenn sýndu oftgoðan sóknarleik I gærkvöidi. Hér hafa þeiropnað vörn IR-inga, og Steindór Gunnarsson svifur inn og skorar. Ljósm. Einar. ÍR-ingar réðu ekki við Óla Ben. í markinu! — Hann var maðurinn á bak við 16:12 sigur Vals yfir ÍR í gœr „Þetta var miklu betra hjó okk- ur, þótt ég sé langt frá þvi aö vera ánægöur. Þaö vantar aö hugsa Rosemarie Ackermann frá Austur-Þýskalandi, heimsmethafi I hástökki, sést hér fella naumlega f til- raun sinni viö aösetja nýtt heimsmet 1.97 m á Óly mpiuleikunum f Montreal. Ackermann setti hinsvegar nýtt ólympiumet — stökk 1.93 m og hlaut gullverölaun. meira,” sagöi Hilmar Björnsson, þjálfari Vals, eftir aö liðið hans haföi unniö 16:12 sigur yfir tR-ingum I gærkvöldi, og þar meö vann Valur sinn fyrsta leik i mót- inu, en i fyrri leikjum haföi liöiö tapaö fyrir bæöi Vikingi og Ár- manni. Já, það var allt annað að sjá til valsliðsins i gærkvöldi, og mun- aöi þar mestu að Ólafur Bene- diktsson stóð nú aftur i markinu og varði eins og herforingi allan leikinn. Það kemst enginn mark- vörður okkar nálægt honum þeg- ar hann er i sinum besta ham eins og i gærkvöldi. Valsmenn tóku strax forustuna i leiknum og komust i 5:1. IR-ing- ar, með Agúst Svavarsson i far- arbroddi, minnkuöu muninn i 6:5, en i hálfleik hafði Valur forustu 9:5 og þessi kafli gerði raunar út um leikinn. Þegar staðan var orðin 12:6 fyrir Val i siðari hálfleik kom ein- hver deyfö yfir liðið, og IR-ingar skoruðu næstu þrjú mörk. Að ÍR-ingum tókst þá ekki að jafna leikinn geta valsmenn þakkað Ólafi Ben. i markinu. Hann varði þá hvert skotiö á fætur öðru og m.a. tvö vitaköst. Þótt ekki sé mikið að marka ennþá, hvernig liöin koma til með að veröa i vetur, er ljóst að vals- menn verða framarlega eins og ávallt áöur. Varnarleikur liðsins var á köflum mjög góöur, og i sókninni brá fyrir skemmtilegum fléttum þótt allt dytti niöur á milli. Valsliöið er skipað jöfnum leikmönnum, friskum ungum strákum i meirihluta. IR-ingar byggja hins vegar mjög mikið upp I kringum Agúst Svavarsson, hina hávöxnu vinstrihandarskyttu. Þegar komið var fram i miðjan siðari hálfleik haföi Ágúst skorað öll mörk IR nema tvö, sem Gunn- laugur Hjálmarsson skoraði I röö um miðjan fyrri hálfleik. Agúst og Jens Einarsson i markinu voru bestu menn IR, og framfarir Jens eru miklar. Þorbjörn Guðmundsson skoraði flest mörk Vals, 4, Jón Karlsson og Jóhannes Stefánsson 3 hvor, Bjarni Guðmundsson 2, og þeir Gunnsteinn Skúlason, Björn Björnsson, Steindór Gunnarsson og Jón P. Jónsson eitt mark hver. Agúst skoraði 5 mörk fyrir IR, Gunnlaugur og Brynjólfur Mark- ússon 2 hvor, Siguröur Svavars- son, Hörður Hákonarson og Bjarni Bessason eitt hver. gk—• Erfitt reynist að velja golfliðið — Stjórn Golfsambandsins hefur haldið tvo fundi til að velja liðið til Portúgalsferðarinnar en liðið er óvalið enn þrátt fyrir það Stjórn Golfsambands ís lands hélt fund í gærkvöldi, og var það annar fundur- inn i þessari viku þar sem rætt var um hvaða leik menn komi til með að fara til Portúgal og keppa þar fyrir Islands hönd í Eisen- hower-keppninni. Við hringdum í Pál Ásgeir Tryggvason, formann Golfsambandsins, í morg- un og hann hafði þetta um málið að segja: „Við erum ekki ánægðir með frammistöðu allra manna i Norðurlandamótinu á dögunum, en þrátt fyrir það ætlum við að reyna að taka þátt i mótinu i Portúgal.” — En var liðið ekki valið á fundinum i gær? Okkur var sagt að það yrði örugglega valið i vik- unni. „Nei það var ekki gengið endanlega frá þvi máli. Við þurf- um aö taka tillit til margra hluta, t.d. hvernig menn hafa staðið sig hér heima og erlendis að undan- förnu.og þá ekki sist hvernig full- trúar kylfingar okkar eru á er- lendri grund.” — Kom eitthvað fyrir i Noregs- ferðinni? „Um það vil ég ekki gefa neina skýrslu”. Þvi má bæta hér við að heyrst Bœtti í Maraþon- hlaupinu Högni óskarsson læknir, sem starfar við Strong Memorial Hospital.Universery of Rochester I Bandaríkjunum, bætti tslands- metið i maraþonhlaupi i keppni I Rochester nýlega. Högni hljóp vegalengdina sem eru rúmir 42 kilometrar á 2 klukkustundum 53.03 minútum. Eldra metiö sem var 3:05.37 klst. átti Högni sjálfur, sett i Buffalo. Þetta er I þriðja skiptið sem hann bætir metið. Hansen kærulausi Keppnistimabilið er næstum hálfnaö og Milford er I f jórða sæti, aðeins þrem stigum á eftir efsta liðinu. Milford leikur gegn Cole- orton á heimavelli og einn leikmanna Coleorton fellir annan bakvörö Mítford með ljótu bragði.... © Bull's (Ég er hræddur^ Viö megum illá' ^um að þetta sé I viö að missa Sam alvarlegt Alli! my,ég sæki hefur að bæði fararstjórar og leikmenn i Noregsferðinni hafi ekki staðið sig sem skyldi, og er þá ekki einungis átt við frammi- stöðu manna á keppnisvelli. —gk islandsmeistarinn i golfi þrjú s.l. ár, Björgvin Þorsteinsson frá Akur- eyri. Eflaust bíöur hann og fleiri kylfingar spenntir eftir þvi aö vita hverjir skipa landsliö tslands i Portúgal. mmjRifln BRdUT ikeifunni 11

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.