Vísir - 24.09.1976, Blaðsíða 10
JO
Föstudagur 24. september 1976
VÍSIR
•
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæindastjóri: Daviö Guðmundsson
Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson, ábm.
ólafur Ragnarsson
Ritstjórnarfulltrúi: Rragi (mömundsson
Préttastj. erl. frétta: Guöinundur Pétursson
Blaðainenn: Anders Hansen, Anna Heiður Oddsdóttir, Edda Andrésdóttir,
Einar K. Guðfinnsson Jón Ormur Halldórsson, Kjartan L. Pálssort, Ölafur
Hauksson, Óli Tynes, Rafn Jónsson, Sigriður Egilsdóttir, Sigurveig Jóns-
dóttir, Þrúður G. Haraldsdóttir.
iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson.
útlitsteiknun: Jón Óskar Hafsteinsson
Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson.
Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurðsson.
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson.
Auglýsingar: llverfisgötu 44. Simar 11GG0 8(>G11
Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611
Ritstjórn: Siðuinúla 14. Simi 86611.7 línur
Askriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands.
i lausasölu 50 kr. eintakiö. Blaöaprent hf.
Framkoma kerfisins
Stöðuveitingar hafa lengi verið bitbein í okkar litla
þjóðfélagi. Valdhafar hafa meðréttu verið gagnrýndir
fyrir pólitískar embættisveitingar bæði fyrr og síðar.
Nú hefur hins vegar komið upp mál/ sem varpar Ijósi
á einstæðan þvergirðingshátt og ofstækisfulla
andstöðu stjórnanda menntamálaráðuneytisins við
tiltekinn einstakling.
Hér er um að ræða skipun í starf aðstoðarskóla-
stjóra Fjölbrautarskóla í Breiðholti. En málið snýst
engan veginn um þessa einu stöðuveitingu. Hún hef ur
á hinn bóginn orðið til þess að fylla mælinn og opna
augu manna fyrir ofsóknum stjórnanda menntamála-
ráðuneytisins gegn dr. Braga Jósefssyni.
Það er skoðun þessa blaðs, að menntamálaráðu-
neytið lúti í raun og veru embættislegri yfirstjórn þó
að þar sitji þingbundinn ráðherra. Með þessu er ekki
verið að draga úr ábyrgð ráðherrans. Aðeins er verið
að benda á alvarlega pólitíska staðreynd.
Dr. Bragi Jósefsson er einn þeirra einstaklinga,
sem lengi hefur verið ofsóttur af opinbera kerfinu og
einstökum stjórnmálaf lokkum. Sú saga er ágætt dæmi
um varnarleysi borgaranna og sýnir hversu misjafn-
lega menn eru settir eftir aðstöðu.
Fyrir allmörgum árum skipulagði Alþýðubanda-
lagið ofsóknarherferð gegn dr. Braga. Málgagn
f lokksins var dag eftir dag notað í því skyni. Ástæðan
var félagsfræðileg skoðanakönnun meðal fólks á Snæ-
fellsnesi.
Þessi stjórnmálaf lokkur og málgagn hans héldu því
fram, að athugun þessi færi fram á vegum leyni-
þjónustu Bandaríkjanna og skoðanakönnunin væri
gerð í þeim tilgangi að afla upplýsinga fyrir þá
stofnun um viðhorf þeirra íslendinga, sem svöruðu
spurningum í því sambandi.
Almennir borgarar standa að sjálfsögðu
berskjaldaðir gegn ofsóknarherferðum af þessu tagi.
Meðandr. Bragi Jósefsson var deildarstjóri í mennta-
málaráðuneytinu fór hann ekki dult með, að ýmislegt
væri bogið við stjórnun þess ráðuneytis. Leiddi það til
þess að honum var vikið úr starfi.
Á siðasta vetri ritaði Arnór Hannibalsson greinar-
flokk i Vísi, þar sem hann gerði glögga grein fyrir
ófremdarástandi því, sem ríkir í menntamálaráðu-
neytinu. Greinar þessar vöktu mikla athygli og
opnuðu augu margra fyrir því vandamáli, sem þarna
er á ferðinni.
Frá því að dr. Braga var vikið úr ráðuneytinu hefur
hann sótt um tólf störf á vegum hins opinbera og þar
af sjö innan fræðslukerfisins. Hér hefurekki verið um
að ræða meiriháttar embætti. Þegar litið er á um-
sóknir þessar í heild og afgreiðslu kerfisins á þeim
liggur iaugum uppi, að hér er um hreina útskúfunar-
stefnu að ræða.
Sannast sagna er það hálfbarnalegt, þegar mennta-
málaráðherra skýtur sér á bak við umsagnir
einstakra manna, sem ekki eru lögformlegir um-
sagnaraðilar í tilvikum sem þessum. Meginmáli
skiptir þó, að þetta síðasta mál er aðeins þáttur t
langri ofsóknarherferð.
Þannig getur kerf ið leyft sér að koma fram við ein-
staklinga, sem ekki hafa aðstöðu umfram þaö sem al-
mennir borgarar hafa.
■ ■
Engin iþróttaaðstaða er fyrir nemendur, en hins vegar fá þeir aö hreyfa sig við hina árlegu busavigslu
,Aðsókn sýnir
oð fólki Iflcar
áfongakerfið'
„Aösóknin sýnir að nem-
endum og kennurum likar vel
við áfangakerfið”, sögðu þeir
Guðmundur Arnlaugsson rektor
Menntaskólans I Hamrahlið og
Hjálmar ólafsson konrektor á
fundi með fréttamönnum i gær i
tilefni þess að nú eru 10 ár liðin
frá þvi að skóiinn tók til starfa.
Skólinn hefur frá þvi árið 1972
haft svokallað áfangakerfi sem
kunnugt er. Afangakerfið hefur
I för meö sér aukið valfrelsi
fyrir nemandann, þannig að
hann velur sér i upphafi annar
hvaða greinar hann hyggst
leggja stund á það timabil og
fær siðan punkta þegar hann
lýkur námi I greinunum.
Þetta hefur meðal annars I för
með sér að nemendur geta hag-
að námi sinu i samræmi við
vilja og getu meir en ella og
geta lokið stúdentsprófi á
skemmri eða lengri tima en
fjórum árum eins og algengast
er i öðrum menntaskólum.
„Verulegur hluti nemenda
hefur getað lokið námi sinu á
skemmra en fjórum árum”,
sögðu þeir Guðmundur og
Hjálmar. Frá þvi að áfanga-
kerfið var tekiö upp hafa tveir
lokiö stúdentsprófi á tveimur og
hálfu ári 73 á þremur árum 117 á
þremur og hálfu 106 á fjórum 10
á fjórum og hálfu og niu á fimm
árum.
Hámarkstimi sem nemandi
getur verið I skólanum er fimm
ár. Byggist það á þvi að á
hverri önn verður hann að hljóta
ákveöinn punktafjöida til að
mega halda ótrauður áfram.
Langur timi i
skólanum.
Eitt af þvi sem margir hafa
fundið áfangakerfinu til foráttu
er aðsá timi sem nemendur
þurfa að verja I skólanum er af-
ar langur. Eru nemendur I
skólanum frá átta á morgnana
fram til hálf fimm á daginn, en
hins vegar með mörgum og
misstórum hléum á milli.
i áfangakerfinu þarf að útbúa
sér stundatöflu fyrir hvern
nemanda og þaö þvi skiljanlega
mikið verk. Þar sem val nem-
anda er lika svo mikiö er óhjá-
kvæmilegt að stundatöflur verði
þannig aö göt myndist og skóla-
timi dragist fram eftir degi.
Hins vegar er I skólanum að-
staöa til lestrar .„Er vonast til
að nemendur séu búnir aö
mestu með heimaverkefni sin
þegar þeir fara heim á daginn.
Þó skólinn sé auðvitað það
þungur að þeir verði lika að
vinna eftir að þeir koma heim.
Sögðu Guðmundur og Hjálmar.
Kvennariki i öldunga-
deild
Guðmundur og Hjálmar upp-
lýstu fréttamenn um aö i
Oldungadeildinni svo kölluðu
væru konur i meirihluta. I
fyrstu heföi rikt jafnræði, en
með árunum hefði konurnar
orðiö fleiri. Núna sennilega
tvær á móti einum, eða vei
það.
Þeir sögðu að mikil aðsókn
væri i öldungadeildina.Nú I vet-
ur stunda 560 nemendur nám I
deildinni er að yngjast að sögn
þeirra Guðmundar og
Hjálmars. 60% nemenda er á
sldrinum 20 til 30 ára, 21% á
bilinu 30 til 40 ára, 40 til 50 ára
nemendur eru 15% og 3% nem-
enda eru eldri, en fimmtugir.
Getaekki kennt leikfimi.
„Ég tel það vera okkar höfuö-
vanda að hafa ekki leikfimi-
kennslu”, sagði Hjálmar ólafs-
son. Ekkert leikfimihús er til
þar sem nemendur M.H. geta
stundað Iþróttir.
Alþingi hefur samþykkt ein-
róma þingsályktun um að hafist
skyldi handa um smiði iþrótta-
húss. Ekkert bólar á þvi enn.
„Þótt framkvæmdir hafi orðið
að biöa lengi hjá riki og borg er
það áreiöanlega einsdæmi að
jafnstór hópur hafi oröið að biða
jafnlengi eftir aðstöðu til heilsu-
ræktar”, sögðu Guðmundur og
Hjálmar.
Skólinn hefur hvatt nemendur
sina mjög til að stunda likams-
rækt. Iþróttafélag skólans hef-
ur afnot af iþróttahúsnæði sem
nemendur hafa verið hvattir til
að nota. Einnig fá þeir ókeypis
aðgang að sundstöðum borgar-
innar.
Möguleiki á fjöl-
brautarskóla?
Guömundur Arnlaugsson var
að þvl spurður hvort hann teldi
koma til greina að breyta
Menntaskólanum við Hamra-
hlið I fjðlbrautarskóla.
„Það kæmi til greina,” sagöi
hann. „En til þess að svo mætti
veröa þyrfti að framkvæma
mjög miklar breytingar.
Skólinn þyrfti meiri búnað og
það þyrfti að gerbreyta
húsinu”.
Guömundur Arnlaugsson rektor til hægri og Hjálmar óiafsson kon-
rektor til vinstri.Ljósm. Visi Jens.
öldungadeildinni en alls eru
nemendur I M.H. 1420 til 1430.
Eina inntökuskilyrðið er að
nemandi sé orðinn 21 árs. Þaö
var samdóma álit Hjálmars og
Guömundar að öldungadeildin
væri sú nýbreitni er valdið heföi
mestri ánægju. Kennslu væri
hagað þannig að vinnandi fólk
gæti stundað nám og fer öll
kennsla fram eftir klukkan
fimm og svo mest alla laugar-
daga. Algjörlega sama náms-
efni er fyrir nemendur I
öldungadeild eins og hjá öörum
nemendum skólans. Hins vegar
eru kennslustundir helmingi
færri.
Aldurshópurinn i öldunga-
Hann taldi að ekki væri auð-
velt að taka upp samstöðu viö til
dæmis Iðnskólann I Reykjavlk
um rekstur fjölbrautarskóla þar
sem svo langt væri á milli skól-
anna.
Hann kvaöst álita aö nýjir
skólar sem risu út á landi yrðu
fjölbrautarskólar. Enda væri
það mjög hagkvæmt á smærri
stöðum aö hafa slikt fyrirkomu-
lag. Benti hann meðal annars á
i þvl sambandi að ef hægt væri
að reka þar fjölbrautarskóla
mætti koma i veg fyrir að börn
þyrftu að fara að heiman fyrr en
þau væru oröin sæmilega full-
orðin.
—EKG.