Vísir - 01.10.1976, Qupperneq 3
VISIB Föstudagur 1. október 1976
3
, i ■
Fersksfldin hér á landi
VERÐHÆKKUN UM ALLT AÐ
150 PRÓSENTUM
Verðmœti síldar upp úr sjó getur
orðið þúsund milljónir á þessari
vertíð
Lágmarksverö á síld til sölt-
unar, skiptaverö, hefur hækkaö
gffurlega mikiö frá þvi á vertiö-
inni í fyrra. Meö þvi aö bera
saman veröflokka 1 fyrra og
núna kemur i ljós aö hækkunin
nemur á milli 90 til 150 prósent.
Við siöustu verðákvöröun á
sild sem var 25. september
slöastliðinn var stærðarflokkun
breytt þannig aö flokkarnir eru
nú þrir. 1 haust og á seinna
verðtimabilinu I fyrra voru þeir
hins vegar tveir.
Sild sem veiddist á fyrra
verötimabilinu siöasta ár og var
styttri en 32 sentimetrar var
seld til söltunar á 14 krónur kiló-
ið. A fyrra verötimabilinu i ár er
verðsildar f sama stæröarflokki
35 krónur. Hækkunin er þvi um
150 prósent.
Verö sildar af lengdinni 32 til
34 sentimetrar var 30 krónur og
50 aurar á fyrra verötimabilinu
i fyrra. Veröið á sild sem var 32
sentimetrar og lengri var á
fyrra verötimabilinu 58 krónur
eða 90 prósent hærri. Þess skal
getiö til skýringar aö lltið veiö-
ist af sild sem er lengri en 34
sentimetrar.
Ofan á þetta verð greiöa
saltendur 10 prósent I Stofnfjár-
sjóö. Þá má áætla aö greitt sé I
formi útflutningsgjalda sem
svarar 8 til 10 krónur á hvert
ferskslldarkiló og rennur sú
upphæð aö mestu til fiskiskip-
anna.
Eins og Visir skýröi frá hafa
sildarbátarnir ekki þurft aö
veiöa mikiö til aö hlutur skip-
verja og útgeröar yröi góöur.
Má minna á dæmi sem nefnt var
i blaðinu um skip sem á einum
sólarhring aflaði fyrir á niundu
milljón króna þannig aö háseta-
hluturvará þriöja hundruö þús.
Heimilt er að veiða 10.500 tonn
i herpinót og er það um þriöj-
ungi meira en leyft var I fyrra.
Reknetaveiöar eru hins vegar
leyfðar án takmörkunar. Sam-
kvæmt þessu er ekki ótrúlegt aö
aflaverömæti upp úr sjó geti
oröið um þúsund milljónir
króna. —EKG
Ráðningu
for-
stöðumanns
frestað
A fundi I Æskulýðsráði i gær var
tekin sú ákvöröun aö ekki skyldi
ráða nýjan forstööumann fyrr en
1. desember næstkomandi. Taldi
fundurinn ráðlegt aö tilrauna-
starfsemin yröi undir umsjá
Ómars Einarssonar sem veriö
hefur forstöðumaður Tónabæjar.
ENGIN NÚLL OG EKKERT
HAPPDRÆTTI
t rúmlega 40 ár hefur kvennadeild slysavarnafélagsins i Reykja-
vík haldiö hlutaveltu árlega til ágóöa fyrir slysavarnastarfiö I
landinu. Þessar hlutaveltur eru orðnar afar vinsæiar hjá bæjarbú-
um, enda kappkosta félagskonur við að hafa þær myndarlegar og
góðar.
Þaö er geysimikið starf, sem liggur á bak viö svona stórar hluta-
veltur, og hafa félagskonur sýnt frábæran dugnað viö þetta starf, nú
eins og endranær. Þá hafa allir þeir, sem leitaö hefur verið til, sýnt
sérstakan velviija og áhuga, meö þvi aö gefa félagskonum alla þá
muni, sem á hlutaveltunni eru, e‘n þar eru margir góöir og eigulegir
munir.
Hlutaveltan veröur haldinn n.k. sunnudag 3. okt. I Iönaöarmanna-
húsinu viö Hallveigarstig og hefst klukkan 2 e.h. Númeriö kostar
kr. 100.00 og seldir veröa bögglar á 50.00.
Sýnikennsla í
hauststörfum
Skógræktarféiag Hafnarf jarðar
gengst fyrir sýnikennslu I haust-
störfum um og eftir helgina. Er
það framhald sýnikennslu frá þvi
I vor.
Kennslan fer fram I græöireit
félagsins við Hvaleyrarvatn, og
veröur þar einnig unniö sjálf-
boðaliðsstarf. Jón Magnússon
mun leiöbeina I þau þrjú skipti
sem sýnikennslan fer fram, en
það er laugardaginn 2. október
frá kl. 13.30-16.00, mánudaginn 4.
október frá kl. 17.00 til 19.00 og
þriðjudaginn 5. október á sama
tima. Ollum er heimil þátttaka.
OPNUÐUM í DAG!
AÐRA
BLÓMA- OG GJAFAVÖRUVERZLUN
í BANKASTRÆT111
f TILEFNI DAGSINS BJÓÐUM VIÐ
10% AFSLÁTT AF ÖLLUM VÖRUM
í BÁÐUM VERZLUNUM OKKAR í
HAFNARSTRÆTI OG BANKASTRÆTI
9 «>____
IHOMLAMXHH
HAFNARSTRÆTI 3 OG BANKASTRÆT111 SÍMAR 12717 OG 23317