Vísir - 01.10.1976, Síða 4
Hjálpin bœrist
NATO of seint
NATO-æfingarnar miklu, sem nýlega fóru fram I Noröur-Atlantshafi og í Noregi, þóttu ljósta upp um
vanmátt Bandarikjanna til aö koma herliöi og hjálpargögnum til Evrópu, ef kæmi til strlös milli austurs
og vesturs.
Varnarsérfræöingar bæöi I Noregi og I aöalstöövum NATO I Brussel voru á einu máli um, aö flotaæf-
ingarnar sem kallaöar voru „Samvinna ’76”, heföu veriö til þess geröar aö sýna sovétmönnum fram á
pólitlskan vilja bandamanna til aö koma norömönnum til aöstoöar, ef sovétmenn geröu þar innrás.
Noregur þykir vera veikasti hlekkurinn I varnarkeöju NATO.
Um leiö var tilgangurinn sá, aö sýna vestrænum skattgreiöendum fram á hæfni flota, flughers og
landhers NATO.
1 þessum strlösleik tóku þátt rúmlega 80.000 menn, 275 herskip og 900 flugvélar, enda eru þetta ein-
hverjar umsvifamestu æfingar, sem fram hafa fariö í 27 ára sögu varnarbandalagsins. Þeim lauk I síö-
ustu viku eftir aö 7.500 bandarískir, breskir og hollenskir landgönguliöar höföu „ráöist á land I Miö-Nor-
egi og gjörsigraö þykjustu-hernámsliöiö”.
Vel má vera, aö æfingin hafi sannfært rússa um, aö Bandarlkin myndu ekki bregöast varnarsamn-
ingnum viö norömenn. Naumast hefur þeim þó þótt mikiö til um þetta sýnishorn á þvl, hvernig banda-
rlkjamönnum mundi ganga aökoma liösauka hiö snarasta til Noregs.
Hernaöarsérfræöingarnir benda á, aö æfingin fari fram viö allt ööruvísi aöstæöur, heldur en væru á
stríöstímum.
Ef til styrjaldar kæmi milli austurs og Vesturs má gera ráö fyrir, aö hinn mikli floti sovétmanna
(180-190kafbátar og lOOherskip, sem njóta stuönings fleiri hundruö flugvéla) heföi sprengt I Ioft upp all-
an innrásarflotann sem stefnt var til Noregs, löngu áöur en aö hann kæmi þar upp aö ströndum.
Einn af flotaforingjum Bandarlkjanna lét eftir sér hafa, aö þaö mundi taka þriggja til sex mánaöa
ákafar sjóorustur, áöur en NATO mundi drottna á Atlantshafinu og geta komiö liösauka og hergögnum
til Evrópu frá Bandarikjunum og Kanada.
Fyrr á þessu ári lýsti Donald Rumsfeld, varnarmálaráöherra Bandarlkjanna þvf yfir, aö sovéski flot-
inn gæti ógnaö siglingum bandamanna alvarlega á skipaleiöum N-Atlantshafsins. — Eru hernaöarsér-
fræöingarflestir þeirrar skoöunar, aö þaö væri algerlega óraunhæft aö halda, aö bandarlkjamenn gætu
komiö strax til hjálpár á meginlandinu, ef til styrjaldar kæmi.
NATO hefur nú viöurkennt þetta I verki sem staöreynd, og fariö þess á leit viö Bandaríkin, Bretland
og Kanada aö þau reyni aö stytta tlmann, sem þaö mundi taka þau aö koma hjálp yfir á meginland
Evrópu.
Þessi þrjú rlki gegna þvi hlutverki I varnarsamtökum Vestur-Evrópu, aö vera uppspretta varaliös og
hjálpargagna, sem komi til liös viö heri evrópurlkja, meöan hinir slöarnefndu eiga aö tefja fyrir sókn
austantjaldsherjanna vestur á bóginn.
Einn aöalvandinn er sá, aö bandamenn skortir flutningatæki, flugvélar og skip, til aö koma herliöi og
hergögnum til víglinunnar I Evrópu. Meöan á æfingunum stóö á dögunum þurftu vlkingasveitir breta aö
taka á leigu farþegaferjur norömanna til aö koma hermönnum á áfangastaöi. Bárp þeir sig þá undan
þvl, aö sllk skip væru óhæf til flutninga á þungavopnum, og væru auk þess óvopnuö og óvarin fyrir
hugsanlegum árásum óvinanna.
Alexander Haig, yfirhershöföingi herja NATO, heldur þvf fram, aö NATO veröi aö efla flug- og land-
her sinn I Evrópu, ef menn ætli aö treysta þvl, aö varnarkeöjan geti haldiö aftur af herjum Varsjár-
bandalagsins.
Sameiginlega herráöiö vinnur stööugt aö þvl aö bæta skipulag og yfirstjórn herja bandalagsríkjanna
og um leiö aö því, aö fullkomna viövörunarkerfi og samvinnu leyniþjónustu NATO-landanna.
Jafnframt er stefnt aö þvl, aö fullkomna þau hergögn, sem til staöar eru IEvrópu, og auka birgöir, þvi
aö Yom Kippur-strlöiö 1973 sýndi mönnum fram á, aö strlöstækni nýrri tlma bruölar meir meö skotfæri
og brynvagna, en gert var t.d. Islöariheimsstyrjöldinni.
Þeir I Saudi Arabfu hafa ákveö-
iö aö hlú betur aö Iþróttafólki
sinu og skapa þvi aöstööu, sem
um leið gæti gert þeim kleyft aö
halda óiympiuleika I Ryadh ef
verkast vildi. Breskir arkitekt-
ar hafa veriö fengnir til aö
teikna iþróttahöll, sem rúmaö
gæti 80.000 áhorfendur, en hér á
myndinni fyrir ofan sést likan af
þessu mannvirki, eins og arki-
tektarnir hugsa sér þaö.
íþróttahöll
Ólga á Spáni
Þúsundir verkamanna í
iðngreinum Madrid eru
boðaðir til verkfalls í dag
til að mótmæla uppgangi
hægrisinnaðra öfgahópa
sem vinstrimenn telja, að
njóti verndar lögregl-
unnar.
Vinstrimenn standa aö verk-
fallsboöuninni, sem er I tilefni af
þvl, aö ungur stúdent var skotinn
til bana I kröfugöngu á mánudag-
inn. Sjónarvottar segja, aö bana-
menn hans hafi hrópaö: „Lengi
lifi Kristur konungur!”
öfgasamtök hægrimanna sem
kalla sig skæruliöa Krists
konungs eru talin standa á bak
viö árásir, sem geröar hafa veriö
á mótmælagöngur stjórn-
arandstæöinga á undanförnum
mánuöum. — Enginn þessara of-
stækismanna hefur þurft aö svara
til saka fyrir meintar árásir
þeirra.
Verkfalliö mun I dag taka til
byggingarverkamanna, en unniö
veröur hjá opinberum fyrir-
tækjum eins og bönkum og
skólum. — Boöaö hefur veriö til
mótmælaaögeröa I miöborg
Madrid og minningarathafnar I
tilefni dauöa hins 21 árs gamla
stúdents.
Borgaryfirvöld hafa varaö viö
þvi, aö lögreglan muni þegar I
staö binda enda á hvers konar
óeiröir. — Beitti lögreglan kylfum
og reyksprengjum I gær til aö
dreifa mótmælahópum I háskóla-
hverfinu.
Fékk stuðning
flokksbrœðranna
Denis Healy fjármálaráöherra, sem hér sést á myndinni koma frá
þvi aö sækja um 3,5 millj. dollara lán til Alþjóöabankans, fékk á
þingi Verkamannaflokksins I Blackpool taliö flokksbræöur sina á
sitt band. Þykja þeir Callaghan forsætisráðherra standa styrkari
eftir þingiö.
••