Vísir - 01.10.1976, Side 28
!
VISIR
Föstudagur 1. október 1976
Fjórir
yfir ó
rauðu
— en fó að greiða
sektina ó gamla verðinu
Fjórir ökumenn voru kæröir i
gær tyrir að aka yfir á rauðu
Ijósi fyrir framan slökkvistöð-
ina við Reykjanesbraut.
Keflvíkingar undrast meðferð móla kynferðisafbrotamanns:
Tekinn í áttunda sinn
fyrir að leita á börn
„Ég var rétt I þessu að heyra
um þessa kæru, og veit því ekk-
ert um málið, eða hvað gert
verður við manninn ef sannaö
þykir aö hann hafi verið þarna
að verki” sagði Guömundur
Kristjánsson. fulitrúi bæjar-
fógetaembættisins i Keflavlk, er
Vísir hringdi í hann I morgun til
að spyrjast fyrir um hvað gera
ætti við mann, sem að undan-
förnu hefur verið kærður hvað
eftir annað fyrir kynferðisleg
afbrot gagnvart smábörnum.
Þarna er um að ræða liðlega
tvitugan mann, sem undanfarin
ár hefur hvað eftir annað verið
kærður fyrir kynferðisbrot eða
dónalega framkomu við stúlkur
á aldrinum 5 til 10 ára.
1 fyrra var hann handtekinn
og það mál afgreitt með dóm-
sátt, en áður hafði hann verið
kærður fyrir samskonar brot. 1
vor var hann aftur kærður, og er
það mál nú I höndum rikissak-
sóknara.
Fyrir nokkrum dögum barst
enn ein kæra á manninn, en eftir
yfirheyrslu var honum sleppt. I
morgun var hann svo enn einu
sinni kærður fyrir kynferðislegt
afbrot og er hann nú i vörslu
lögreglunnar i Keflavik.
Ibúar Keflavikur undrast að
maðurinn skuli fá að ganga
laus, og að ekkert skuli vera
gert til að koma honum i geð-
rannsókn eða hafa hann I haldi.
Mun hann hafa verið kærður
sjö eða átta sinnum á undan-
förnum árum, en sleppt fljót-
lega aftur eftir yfirheyrslur.
Hefur hann i flestum tilfellum
viðurkennt brot sitt, en borið við
minnisleysi vegna ölvunar.
— klp —
Gefin var út tilkynning um
eld, og þaut slökkviliðið þar með
af stað. Um leið og merki er gef-
ið fyrir bilana að aka af stað,
kviknar rautt ljós á umferðar-
vitum báðu megin við slökkvi-
stöðina, og ber þá tökutækjum
sem þar eru á ferð að nema
staðar og biöa þar til slökkvilið-
ið er komið fram hjá.
í gær voru það fjórir ökumenn
sem ekki gegndu þessu og óku i
gegn þrátt fyrir blikkandi ljós
og sírenuvæl slökkvibilanna.
Númerin náðust á þessum fjór-
um bilum og þau send lögregl-
unni.
ökumenn þeirra geta búist
við að fá rukkun einhvern næstu
daga fyrir þetta umferðarbrot,
en sleppa sjálfsagt með að
greiða sektina „á gamla verð-
inu” þvi að „nýja verðið” —
fimmtán þúsund króna sekt fyr-
ir aö aka yfir á rauðu tekur ekki
gildi fyrr en i dag.
— klp —
Harður
árekstur á
Akureyri
Einn maður var fluttur á
sjúkrahús á Akureyri i gær-
kvöldi eftir harðan árekstur
sem varð á Tryggvabraut.
Þar var þrem bilum ekið I
röð i sömu áttina. ökumaður
fremsta bilsins þurfti að taka
beygju, en um leið ákvað öku-
maður aftasta bilsins að fara
fram úr.
Vissi hann ekki að bilarnir
voru tveir, sem voru fyrir
framan hann fyrr en um
seinan. Varð þarna hörku-
árekstur og skemmdust báðir
bilarnir, auk þess sem einn
maður var fluttur slasaður á
sjúkrahús.
-kip
Vandinn ekki leystur með
löggjöfinni einni saman"
— segir Guðrún
Erlendsdóttir
formaður
Jafnréttisráðs
// Við gerum okkur Ijóst
að vandinn verður ekki
leystur með löggjöf einni
saman. Hins vegar von-
umst við til að umræða um
lögin og kynning á þeim
breyti smám saman hugs-
unarhætti fólks varðandi
stöðu konunnar í þjóð-
félaginu'/ sagði Guðrún
Erlendsdóftir formaður
Jafnréttisráðs á blaða-
mannafundi í gær.
Sl. vor voru samþykkt á Al-
þingi lög um jafnrétti karla og
kvenna og jafnframt sett á stofn
sérstakt Jafnréttisráð sem
annast skal framkvæmd laganna.
Verkefni ráðsins er mjög fjölþætt,
þar sem þvi er ætlað að stuðla að
jafnrétti, ekki eingöngu I launa-
og atvinnumálum, heldur og á
öðrum sviðum, s.s. i mennta- og
skólamálum.
Jafnréttisráð er skipað 5 mönn-
um og hóf það störf um miðjan
júli. Framkvæmdarstjóri hefur
verið ráðin Bergþóra Sigmunds-
dóttir þjóðfélagsfræðingur.
Launamál.
A fundinum kom fram að
reynslan hefði sýnt að megin-
verkefni ráðsins verður i sam-
bandi við launamisrétti. Nú þegar
hafa 8 mál komið til kasta ráðsins
og að þeim eiga hlut svo til ein-
göngu konur. Aðeins einn karl
hefur hingað til leitað til ráðsins.
Jafnréttisráð leggur áherslu á
að við undirbúning kjarasamn-
inga verði flokkun starfa i launa-
stiga endurmetin.
Fræðsla og auglýsingar.
Jafnréttisráð mun hafa eftirlit
með þvi að konur og karlar hafi
sömu möguleika til menntunar,
og kennslubækur og tæki verði
þannig úr garði gerð, að kynjum
sé ekki mismunað. Einnig mun
ráðið fylgjast með þvi að i skólum
verði veitt fræðsla um jafnrétti
kvenna og karla.
í jafnréttislögunum segir að
starf sem auglýst sé laust til um-
sóknar skuli standa opið jafnt
konum sem körlum og hefur
Jafnréttisráð tekið upp eftirlit
með auglýsingum og verður þvi
fylgt fast eftir að störf sem séu
ekki kyngreind i þeim.
Kannanir.
Á vegum Jafnréttisráðs fara nú
fram rannsóknir á viðhorfi fólks
til útivinnu kvenna, svo og rann-
sókn á auglýsingum i dagblöðum.
Rannsóknir þessar hófust hjá
Jafnlaunaráði, en Jafnréttisráð
hefur nú tekið við störfum þess.
Guðrún Erlendsdóttir kvaðst
vonast til að Jafnréttisráð geti
orðið sameiningaraðili fyrir þá
sem starfa að jafnréttismálum.
Sagði hún að Jafnréttisráð vænti
þess að almenningur snúi sér til
þess með ábendingar og tillögur
um það sem betur mætti fara.
RIS YLRÆKTARVER
Á NORÐURLANDI?
Norðlendingar hafa
hug á að reisa ylrækt-
arver. Koma til greina
tveir staðir: Akureyri,
eftir að hitaveita kemst
þar i gagnið og Hvera-
vellir i Reykjahverfi,
en þar eru nú rekin
stærstu gróðurhús á
Norðurlandi.
„Ég tók þátt i viðræöum I
vetur fyrir hönd aöila hér og
siðan höfum við átt þess kost að
fá upplýsingar af frekari
viðræðum rikisins og
Reykjavikurborgar við hollend-
inga um hugsanlega byggingu
ylræktarvers hér á landi”, sagði
Valur Arnþórsson, kaupfélags-
stjóri og forseti bæjarstjórnar á
Akureyri, við Visi i morgun.
Ef af þvi yrði aö norðlending-
ar reistu ylræktarver yrði þaö
sjálfstætt fyrirtæki.
Valur Arnþórsson sagði að
búast mætti við þvi að það
skýrðist á næstunni hvort Garð-
yrkjufélagið I Reykjahverfi sem
rekur gróðurhúsin þar vill hefja
framkvæmdir eða biða og sjá
hvernig ganga muni með
ylræktarver fyrir sunnan.
Af framkvæmdum á Akureyri
yrði alla vega ekki fyrr en eftir
tvö til þrjú ár, þegar hitaveita
væri komin I gagniö.
— EKG
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hjálmar Torfason gullsmiöur
kemur að útstillingarkassa sinum svona. Hann hefur fengiö
þrjár eða fjórar sllkar heimsóknir áður.
Ljósm: Loftur
Sœkja enn í gluggana...
Gull og myndavélar heilluðu
Gull og myndavélar heilluðu
einhverja blræfna sem voru á
ferðinni i nótt. Brotnar voru
rúður á tveimur stöðum i borg-
inni, — I útstillingarkassa
Hjálmars Torfasonar gullsmiðs
við Laugaveg 26 og glugga i
versluninni Gevafoto i Austur-
stræti.
Niu gull- og silfurhringir voru
teknir úr útstillingakassanum.
Erfitt var að brjóta rúðuna og
náðu þjófarnir ekki meira. Gull-
hringur getur kostað um 20 þús-
und krónur og jafnvel meira.
Kassinn hefur þrisvar eða fjór-
um sinnum orðið fyrir barðinu á
þjófum áður.
Vaktmaður i Búnaðarbankan-
um i Austurstræti varð var við
tvo menn sem hlupu i burtu frá
Gevafoto um klukkan sex I
morgun. Náðu þeir að taka tvær
myndavélar af gerðinni
Olympus OM 1 og OM 2 með
linsum. Myndavélarnar kosta
um 240 þúsund krónur. Þjófun-
um tekst þó ekki auðveldlega að
selja vélarnar, þvi Helgi Helga-
son verslunarstjóri i Gevafoto
kvaðst hafa númerið á þeim.
Helgi kvað þetta I fjórða sinn á
þessu ári sem þjófar gera vart
við sig i versluninni. Þjófa-
varnarkerfi er þó til staðar.
Þeir sem stálu myndavélun-
um hafa liklega skorið sig, þvi
blóðdropa mátti sjá fyrir utan
verslunina.
— EA