Vísir - 16.10.1976, Side 2

Vísir - 16.10.1976, Side 2
 ( í Reykjavík j Ertu fylgjandi fegurðar- samkeppnum? Svavar Karlsson, rafllnumaður: — Ég ereindregið fylgjandi þeim. Ég við að bæði séu fegurðarsam- keppnir fyrir karla og konur. Ég veit ekki hvort ég myndi taka þátt ef mér væri boöið. Sigrún Birgisdóttir, er I skóla: — Ég er ekki fylgjandi hinum eigin- legu fegurðarsamkeppnum. Ég tel að i keppnum sem þessum eigi aö taka tillit til fleira en fegurðar. Það á lika að hafa hliösjón af per- sónuleika fólks. Kristján Sæmundsson, jaröfræö- ingur: — Þvl ekki það. Ég er ekk- ert mótfallinn feguröarsam- keppnum karla og kvenna ef fólk hefur gaman af þeim. Þórleifur Sigurösson, sjómaöur: — Já, ég er fylgjandi fegurðar- samkeppnum bæöi fyrir karla og konur, en ef ég væri hins vegar beðinn um aö taka þátt myndi ég neita. Hulda JensdóttirT vinnur viö heimahjúkrun: — Já, bæði fyrir karla og konur, og ég myndi ör- ugglega slá til ef mér byöist aö taka þátt i feguröarsamkeppni. Laugardagur 16. október 1976 VISIIi Merkur áfangi á langri leið" segir Björn Th. Björnsson um sýningu Einars Hákonarsonar sem hefst í dag Einar Hákonarson opnar i dag sina sjöttu einkasýningu i vestur- sal Kjarvalsstaða. þó merkur áfangi á ann i Gautaborg. Auk langri leið, þar sem bil- einkasýninga sinna ið milli myndkveikj- hefur hann tekið þátt i unnar og endaniegs fjölmörgum alþjóðleg- málverks sýnist hér um sýningum og sam- skemmra en fyrr... sýningum innanlands Einar stundaði nám og hann hefur hlotið við Myndlista- og verðlaun fyrir málverk handiðaskóla íslands og grafik erlendis. og Valands listaháskól- Hann starfar nú sem kennari við Myndlista- og handiðaskóla is- lands og skrifar um myndlist i Visi. Einar sýnir nú 88 oliumálverk, sem flest eru gerð á þessu ári. Elstu verkin eru frá ár- inu 1971. Mun sýningin standa fram til 25. október n.k. -^sj Einar Hákonarson Björn Th. Björnsson listfræðingur skrifar umsögn um sýningu Einars i sýningarskrá og segir þar m.a.: „Hann er teiknari og myndskipunarmaður : fyrst og fremst, agaður } af góðum skólum og löngu starfi að svart- : list, þar sem reynir í ekki sist á þá frumþætti myndgerðar sem hér er haldið til skila. Slikt er enda langt i frá ný- lunda i verki Einars, en „Hlustaö á skáldiö". Sagnarandi Jóns Sólness Þegar hverinn tók aö gjósa viö Kröflu og landsmenn stóöu á öndinni yfir þvi, aö nú væri aö hefjast gosiö sem beöiö haföi veriö eftir, náöi Vísir tali af Jóni Sólnes. „Þaö kemur ekkert fyrir Kröflu”, sagöi Jón viö þetta tækifæri, og vonandi veröur þaö orð aö sönnu. Þrátt fyrir full- vissu Jóns hefur veriö komiö upp miklu og vönduöu varnar- kerfi, svo hægt veröi að drifa starfsfólk af staönum áöur en þaö lendir undir hraun, ef...... Sá galli reyndist þó helstur á hinu mikla varnarkerfi aö þessu sinni, sem byggist á hnappi, aö viökomandi hnappur var læstur inni, svo vekja varö kokkinn, sem haföi lykil. Eftir þaö fóru menn aö drifa sig af staönum. Varnarkerfi stórþjóöa byggist á rauðum simum. Þaö er rauöur simi i skrifstofu þjóöhöföingja, rauöur slmi á boröi yfirhers- höföingjans og rauður simi hjá þeim, sem eiga aö styöja á hnappana. Viö Kröflu eru engir rauöir slmar, verkstjórinn hef- ur ekki rauðan slma og Jón Sól- nes viröist ekki hafa neinn slma, hvorki rauðan, svartan eöa grá- an ef dæma má eftir kvörtunum blaöamanna, sem telja sig aldrei geta náö slmasambandi viöhann. Aftur á móti hefur Jón mannskap á aö skipa, sem kann aö aflæsa hnöppum. Þótt Krafla sé oröin rlki I rlkinu jafnast hún ekki á viö stórv^ldi, ef marka má gildismat þaö, sem dregiö veröur af rauöum simum. Má þaö vera nokkur huggun þeim.sem óttast aö svo kunni aö fara aö stór hluti af þjóðartekj- um Islendinga fuöri upp þarna I grófinni undir Leirhjnúk. Annars er þ\i Ilkast aö Jón Sólnes hafi sagnaranda sér til aöstoðar. öryggi hans, þegar hann segir: Þaö kemur ekkert fyrir Kröflu, hlýtur aö byggjast á yfirnáttúrlegum samböndum. Fullvissan er svo smitandi, aö jafnvel vantrúarhundar eins og Svarthöföi er farinn aö trúa Jóni. Ekki er Ijóst hver sagnar- andinn er, eöa hvar Jón hefur komist i samband viö hann. Þingeyingar eru að visu margr- ar náttúru og eiga fulltrúa jafnt uppi sem niöri — þann frægasta i neöra sjálfan nafna Jóns kenndan viö Húsavfk, en þar sem Húsavikur-Jón er sagöur staösettur meö eina taöflögu fyrir neðan sjálfan kyndarann, fær hann sjálfsagt litlu ráöiö um eldvarp viö Kröflu. M ikiö nær er að álita að Jón Sólnes hafi samiö viö paura sjálfan i Japansferö- inni frægu og þaðan sé honum kominn sagnarandinn. Annars skyldu menn varast aö ætla Jóni Sólnes nokkuö annaö en gott eitt i Kröflumál- inu. Maöurinn er höföingi á alla lund og slikir hafa gjarnan lukk- una meö sér. Og mikill greiða- maöur var hann i stööu banka- stjóra Landsbankans á Akur- eyri, enda sdtti hann kraftinn til þingmennskunnar I þann starfa. Aftur á móti hefur hann fundiö til þess, aö minna þarf viö hann aö tala á Alþingi en I banka- stofnuninniá Akureyri, og völd- in hafa minnkaö i hlutfaili viö þaö. Þá er hans sárt saknað af ýmsum þeim, sem þóttr gott aö leita til hans um visdl og er visa Rósbergs G. Snædal gott vitni um þaö: Vildarmönnum vfxillán veitast út á fésiö, en sumir mega Sól(ar) án sigla fyrir nes(iö). A meöan Jón Sólnes treystir á sagnaranda sinn skjálfa undir- heimar. Gegn maöur, sem gengdi hægu starfi i banka og var góöur smælingjum, stendur nú mitt i þvi vanþakkláta starfi aö ábyrgjast Kröflu I ræöum og yfirlýsingum. Svo skylt telur hann sér aö vera í forsvari hvar sem Kröflu kynni aö bera á góma, aö hann sat jafnvel fund Framsóknarfé1aganna I Reykjavík á fimmtudags- kvöldiö þar sem ekki gaus á nokkrum manni. Svarthöföi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.