Vísir - 16.10.1976, Blaðsíða 23

Vísir - 16.10.1976, Blaðsíða 23
23 Lögleysur Iðgreglubílsins Uilstjóri hringdi Núna er nýbúið að herða sekt- ir vegna umferðarlagabrota og mikil herferð er i gangi fyrir þvi að menn sýni gætni og varúð i umferðinni og hagi akstri eftir lögum og reglum. Ég hafði tækifæri til þess að fylgjast með akstri lögreglu- bilstjóra núna i vikunni, það var um kvöldmatarleytið þann dag. Ég var að keyra upp Laugar- veginn og ætlaöi að beygja upp Lönguhliðíria. Lögreglubill var á undan mér og þegar við komum • að . gatnamótunum stönsuðum við báöir á rauðu ljósi. En þegar grænt ljós kviknaði ók lögreglubillinn af stað. Þrátt fyrir að hann hefði ekkert stefnuljós gefið beygði hann til hægri og upp Lönguhliðina. Hann hélt áfram Lönguhlið. Ég ók á ef tir honum og mældi að hann hefði verið á 70 kflómetra hraða. Þegar við komum að gatnamótum Lönguhliðar og Miklubrautar var rautt ljós svo við stönsuðum að nýju. Þegar kom grænt ljós héldum við að stað af nýju, hann enn á undan. Fljótlega fórum við þó á sitt hvora akrein, ég á vinstri en hann á hægri. Þegar við komum að hring- torginu við Eskihlið var hann enn á ytri akrein. Ég hélt að hann myndi beygja inn i Eski- hlíðina. En öðru nær. Hann hélt hiklaust áfram hringinn án þess að gefa stefnuljós og það var ekki fyrr en hann kom aö Hamrahliðinni sem hann beygði út úr hringnum og auðvitað gaf hann ekki stefnuljós frekar en fyrri daginn. Hamrahliðina ók hann á 60 kilómetra hraða. Er hann kom að Stigahlið beygði hann til hægri og ekki heldur þá gaf hann stefnuljós. Það skal tekið fram að þessi bill var hvorki með blikandi ljós né sfrenur. Nú vil ég spyrja. Hvaö fengi venjulegur ökumaöur i sekt fyr- ir akstur eins og þennan? Aœtlað að fjölga götuvitum á Akureyri Ófeigur Eiríksson bæjarfógeti á Akureyri haföi samband við rit- stjórnarskrifstofu Visis á Akur- eyri: „Vegna lesendabréfs er birt- ist I VIsi fyrr I vikunni vegna tiðra umferöarslysa - á horni Glerárgötu og Þórunnarstrætis vil ég upplýsa eftirfarandi: Áætlanir um umferðarvita á umrædd gatnamót eru fyrir hendi, og uppdrættir að þeim hafa þegar verið geröir, svo ekki er um að ræða að yfirvöld umferöarmála á Akureyri hafi ekki áhuga á að settir veröi upp götuvitar. Málið er nú i höndum bæjarstjórnar, og munu götu- vitarnir þvl væntanlega verða settir upp er fjárveiting hefur fengist. Þá eru einnig uppi áætlanir um aö setja upp götuvita við gatnamótin aðeins norðar, þ.e. á mótum Glerárgötu og Tryggvabrautar". Geysistór sýningar- salur! Óþrjótandi útisvæði! ATH: Opio í hádeginu og laugardaga! Bílar í sal eru þjóf- og brunatryggoir!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.