Vísir - 16.10.1976, Síða 4
Þaö er engu likara en Margret Thatcher, leiötogi breska Ihalds-
flokksins, sé aö reyna aö skyggnast fram á veginn til þess aö sjá,
hvaðframtiöin ber i skauti sér fyrir flokk hennar og bresku þjóöina.
Raunveruleg ástæöa þessara tilburöa voru þó skær ljós sjón-
varpsmyndatökumanna á flokksþingi ihaldsmanna á dögunum i
Brighton.
0
Pundið fellur en
verslunin blómgast
Fátt er svo meö öllu illt, aö ekki
fylgi eitthvað gott, og þótt gengi
steriingspundsins hafi aldrei fyrr
veriö svo lágt, sem nú, þá hefur
þaö haft örvandi áhrif á verslun
breta. Eins og þessi mynd ber
með sér af ferðamönnum I
„Kaupfélaginu” á Oxfordstræti,
eins og islenskir ferðalangar i
London eru farnir aö kalla versl-
un „Marks and Spencer”.
Úttroðnar innkaupatöskur og
plastpokar tala sinu máli um
áhrifin.
Þessi mynd frá höfuðborg Libanons, Beirút, lýsir betur en nokkur orö, hvernig borgarastyrjöldin hefur
farið meö þennan miödepil feröastraumsins fyrir botni Miöjaröarhafsins. Þetta var eitt sinn fjölfarn-
asta verslunargatan i Beirút, kölluö „Púlsinn i Beirút”. Umferö fótgangandi var slik, aö þaö var ekki
viðlit að reyna aö koma vélknúnu farartæki þarna um yfir hádaginn. — En þær bera þaö ekki meö sér
núna, rústirnar.
* * • ".„.luAfcMÍ
Hatrið fylgir friðarkonunum
Konurnar, sem f ara fyrir friö-
arkrossferöinni á N-lrlandi,
hafa sætt sig viö tilhugsunina
um, aö dauðinn fylgi þeim nú
hvert fótmál. Þær hafa búiö sig
undir þaö, og meira aö segja
sagt fyrir um, hvernig jaröar-
förin skuli fara fram.
„Veröum viö að deyja fyrir
málstaöinn, þá það,” segir hin
33 ára Betty Williams. „En viö
viljum ekki að reynt verði að
gera dýrlinga úr okkur. Einföld
jarðarförl kyrrþey, takk fyrir.”
Þær hafa þegar sætt árás
tryllts skrils, sem klóraði, beit,
sparkaði og hálfæröi þær með
hatursöskrum. Þar voru á ferð-
inni kaþólskar kynsystur
þeirra, sem lita á friðarhreyf-
inguna sem undirlægjuhátt við
breska herinn og þvi föður-
landssvik.
Ofsinn i upphlaupi skrilsins
fyrir viku kom þeim Betty Willi-
ams og stöllu hennar Mairead
Corrigan á óvart. Þessar niu
vikur, sem krossferð þeirra
hefurstaðið, hafa þær vandlega
sneytt hjá þvi, að láta draga sig
i ákveöinn stjórnmáladilk. Boð-
skapur þeirra gengur einfald-
lega út á, að allir aðilar beiti sér
fyrir þvi að stöðva likamsmeið-
ingarnar og blóösúthellingarn-
ar.
Þessi fróma ósk hefur komið
öfgasinnum á báða bóga til þess
að froðufella. Leiðtogar Irska
lýðveldishersins hafa fengið á
friðarhreyfingunni sérstakt hat-
ur. Þeir lita á markmiö hennar
sem beina árás á skæruhernaö
þeirra gegn breskri stjórn
Norður-irlands.
Einkanlega varð þeim upp-
sigað viö för þeirra Williams og
Coi'rigans til Bandarikjanna,
þar sem konurnar hvöttu
bandarikjamenn til þess að
hætta f járframlögum, sem
stoiiurnar Betty Williams (t.v.) og Mairead Corrigan viö bifreiö þeirra sem skrill réöíst á og eyöilagöi.
Þær halda á grjóthnullungum, sem varpaö var aö bifreiöinni, meöan þær sjálfar voru á útifundi
skammt frá og sættu likamsmeiöingum trylitra kynsystra sinna.
kynnu að verða notuð til vopna-
kaupa.
Eftir þá heimsókn beið póli-
tiski armur IRA, Sinn Fein-
flokkurinn, ekki boðanna, held-
ur hóf þegar i stað ófrægingar-
herferð og hefur ekki linnt rógn-
um siðan.
Þær stöllur hafa þó ekki látið
hugfallast, heldur halda þær á-
fram baráttu sinni. — Betty
Williams, sem er fjögurra
barna móðir, fékk innblásturinn
að friðarherferðinni, þegar hún
hafði oröið áhorfandi að dauða
þriggja barna, sem urðu fyrir
bifreið IRA-hryðjuverkamanna
á flótta undan öryggis-
gæslumönnum. Mairead
Corrigan, 23 ára barnlaus hús-
móðir, var frænka barnanna.
Hún lagði einkaritarastarf sitt á
hiiluna til þess að geta helgað
sig friðarhreyfingunni.
Eitt enn ergir irska lýðveldis-
herinn alveg sérstaklega. Það
er sú staðreynd, að báðar kon-
urnar eru kaþólskar. Um nokk-
urra ára bil hefur Corrigan unn-
ið að félagsstörfum á vegum
kaþólskra safnaða.
Gagnrýnendur hennar halda
þvi fram, að hún gangi með
„Jóhönnu af örk”-komplex.
„Hún sér sýnir oftar en hún
snæðir sunnudagsmat,” hnuss-
aði einn stjórnmálamanna
kaþólskra á dögunum.
Eins og vænta mátti i þessu
samfélagi trúarofstækis og hat-
urs lita öfgasinnaðir mótmæl-
endur friðarhreyfinguna horn-
auga. Ctifundir hennar hafa
laðað að sér þúsundir mótmæl-
endakvenna sem i fyrsta skipti
siðan menn muna eftir sér hafa
tekið hönd i hönd við kaþólska
nágranna sina og sungið með
þeim sálma. — Einn öfgahópur
mótmælenda hefur hótað þvi að
gera áhlaup á slika útifundi, ef
þeir verða haldnir i' þeirra borg-
arhlutum.
Séra Ian Paisley, þessi kirkj-
unnar þjónn, sem er einhver
blóðþyrstasti talsmaður rót-
tækra mótmælenda, hefur skop-
ast aðfriðarhreyfingunniog lýst
hana gagnslausa. — „Það er að-
eins ein leið til að brjóta IRA á
bak aftur, og hún er hernaðar-
leg,” segir hann.
Friðarkonurnar eiga sér
bækistöð i óhreinum skrifstof-
um á annarri hæð i gömlu húsi
nærri miðborg Belfast. Aðstoð-
arfólk, aðdáendur og viðtalend-
ur renna þar upp og niður stig-
ann liðlangan daginn. Sim-
hringingum er svaraö með
kveðjunni: „Halló! Friðarfólkið
hér”.
En jafnvel þeir, sem óska
þessari hreyfingu alls góðs, eru
fullir efasemda um að hún muni
endast. Slik friðarsamt*k hafa
áður verið stofnuð, en hafa allar
verið brotnar á bak aftur, nán-
ast um leið og þær fóru af stað.
Ekkert þeirra hlaut eins mikla
athygli, eða entist eins lengi og
þessi.
Tilráðunautar konunum til að
stýra framhjá pólitiskum skerj-
um, er blaðamaður að nafni
Ciaran McKeown, sem lét af
starfi sinu við eitt dagblaða i
Dublin til þess að vera friðar-
hreyfingunni innan handar.
Eitt dæmið um það, hversu
vandratað er á milli hinna póli-
tisku fylkinga, sýndi sig i eftir-
málum skrilsárásarinnar á þær
stöllur. Konurnar, sem réðust á
þær, höfðu komið saman til
mótmælafundar, sem beindist
gegn breska hernum, eftir að
þrettán ára piltur hafði orðið
fyrir gúmmibyssukúlu i uppþoti
og beðið bana af.
Hatur þeirra beindist gegn
Betty og Mairead, sem voru
taldar útsendarar breska hers-
ins og svikarar við málstaö
hryðjuverkamanna IRA. —
Daginn eftir gáfu friðarkonurn-
ar út yfirlýsingu, þar sem þær
fordæmdu ofbeldisverk breskra
hermanna jafn hart og blóðsút-
hellingar öfgasamtakanna.
Þetta æsti til andstöðu mót-
mælendakonur, sem stutt höfðu
friöarhreyfinguna.
McKeown blaöamaður varð
að koma til skjalanna og semja
fyrir friöarkonurnar nýja yfir-
lýsingu.