Vísir - 16.10.1976, Síða 10
10
16. október 1976
VÍSIR
ttgefandi: Keykjaprent hf
Framkvæmdastjóri: DavfðGuömi ndssun.
Kitstjórar: Þorsteinn Pa.sson. dbm.
Ólafur Kagnarsson
Kitstjornarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra írétta: Guömundur Pétursson. Um-
sjón meö helgarblaói: Arni Þórarinsson Blaöamenn: Edda Andrósdóttir, Einar K. Guöfinnsson,
Guöjón Arngrimsson. Kjartan L Pálsson, Oli Tynes, Rafn Jónsson, Sigurveig Jónsdóttir. Akur-
eyrarritstjórn: Anders Hansen. Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Otlitsteiknun : Jón Osk-
ar Hafsteinsson. Þórarinn J. Magnússon. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson.
Augl>singastjóri: Þorsteinii Fr. Sigurösson Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson.
Auglýsingar: Hverfisguta 44.Sfmar 11660. H66I1
Afgreiösla : Hverfisgata 44. Sfmi 86611
Kitstjórn: Sföumúla 14. Sfmi 86611, 7 Hnur
Akureyri. Sfmi 96-19806
Askriftargjald kr. 1100 á mánuöi innanlands.
Veró I lausasölu kr. 60 einlakiö.
Prentun: Blaöaprent hf.
Rannsóknarverkefni
fyrir Alþingi
í stjórnarskránni er gert ráö fyrir, aö Alþingi geti
kosiö þingmannanefndir til þess aö rannsaka einstök
mikilvæg mál, sem almenning varöa. Þetta stjórnar-
skrárákvæöi hefur fram til þessa verið dauður
bókstafur, þvi að þingið hef ur ekki kosið að fara inn á
þá braut, sem þarna er opin.
Ugglaust eru f jölmargar ástæður fyrir því, að þing-
menn hafa ekki viljað nýta þessa heimild. Ýmis mál
hafa þó komið upp i gegnum tíðina, sem eðliiegt hefði
verið að rannsaka með þessum hætti. Þingið hefur
einfaldlega ekki viljað takast þetta vandasama verk-
efni á hendur.
Pólitískir hagsmunir ráða eflaust miklu þar um. I
mörgum tilvikum eru mál þau, sem helst kemur til
álita að rannsaka með þessum hætti, að einhverju
leyti tengd st jórnmálaöf lunum í landinu.
Rannsóknarnefndir af þessu tagi gætu þannig auð-
veldlega orðið f leinn i hold stjórnarsamvinnu á hverj-
um tima.
I annan stað hafa menn hér i rikum mæli lagt póli-
tiskt mat á siðferðileg viðfangsefni. Allt hefur þetta
leitttil þess, að Alþingi hefur ekki farið inn á þá braut
aö kjósa rannsóknarnefndir, þó að tilefni hafi e.t.v.
verið til.
En nú eru breyttir tímar. I fyrsta lagi er á það að
lita, að borgararnir gera nú miklu ríkari kröfur en
áður til siðferðislegs aðhalds í opinberri sýslu og f jár-
málalifi. I öðru lagi verður að hafa í huga, að þingið
verður i auknum mæli að láta slík mál til sin taka, ef
það ætlar að halda áhrifum sinum í þjóðfélaginu.
Þannig verður þingið að aðlaga sig breyttum þjóðlifs-
háttum.
Þrír þingmenn Alþýðuflokksins hafa nú í þingbyrj-
un f lutt tillögu til þingsályktunar um skipan sérstakr-
ar rannsóknarnefndar i því skyni að kanna gang og
framkvæmd ýmissa þátta dómsmála. Ráð er fyrir því
gert, að hver þingflokkur fái einn fulltrúa í nefnd
þessa.
Flutningsmenn gera ráð fyrir að þrjú atriði verði
sérstaklega könnuð i þessu sambandi. I fyrsta lagi
óska þeir eftir að athugað verði, hvernig staðið hefur
verið að rannsóknum sakamála og hvaða aðstöðu
embættin hafa til þess að sinna rannsóknarverkefn-
um. Jafnframt vilja þeir fá fram, hvort óviðkomandi
aðilar hafi haft áhrif á gang mála fyrir dómstólum.
I öðru lagi vilja flutningsmenn fá fram, hvort óeðli-
legur dráttur hafi verið á gangi einstakra mála. Loks
leggja þeir til að sérstaklega verði rannsökuð fram-
kvæmd refsidóma og eftir hvaða reglum sé farið
varðandi ákvarðanir um afplánun.
Engum vafa er undirorpið, að rannsóknarnefnd af
þessu tagi gæti dregið fram í dagsljósið ýmis þau at-
riði, sem mestum úlfaþyt hafa valdið á síðustu
mánuðum. Hér er leið fyrir þingiðtil aðtaka þessi mál
föstum tökum. Andrúmsloftið þarf að hreinsa; á því
leikur enginn vafi.
I umræðum um stöðu Alþingis hafa verið settar
fram hugmyndir um aukið rannsóknarstarf þess í því
skyni að veita aukið aðhald. Víst er, að vegur þingsins
og áhrifavald myndi aukasttil mikilla muna, ef horfið
yrði að þessu ráði.
Rannsóknarverkefni það, sem hér hefur veriö vikið
að, er athyglisvert fyrir margra hluta sakir. Eðlilegt *
er að taka það fyrir i Ijósi þeirra umræðna, sem fram
hafa farið á undanförnum mánuðum.
VÍSIB
ÞROSKUÐ GRAFÍK
Sýning Ragnheiðar Jónsdóttur
i Norrœna hósinu
Á köldum vetrarkvöldum fyr-
ir sjö árum var álitlegur hópur
samankominn i húsakynnum
Myndlista- og handiðaskóla is-
lands til aö nema málmgrafik.
Ein i þeim hópi var Kagnheiö-
ur Jónsdóttir, sem nú sýnir
grafikmyndir i kjallara Nor-
ræna hússins. Hún haföi þá mál-
aö og teiknaö i nokkur ár, en
heillaöist svo mjög af dul-
magnaöri tækni grafiklistarinn-
ar, að síðan hefur hún helgaö sig
henni einvörðungu.
Eins og sjá má á sýningunni i
elstu myndunum, þá hefur hrein
linuteiknun verið listakonunni
hugleikin, en eftir þvi sem á hef-
ur liðið verður akvatinta og
mjúkgrunns ætingar burðarás i
listsköpun Ragnheiðar. Oeigin-
gjarnt starf i ný endurreistu fé-
lagi grafíklistamanna var og
mikið. Ragnheiður Jónsdóttir á
þvi mikinn þátt i þvi að grafik-
list hefur öðlast þann sess i is-
lenskri myndlist, sem raun er
orðin á.
Einnig hefur Ragnheiður ver-
ið veröugur fulltrúi tslands á
þeim fjölda alþjóðlegra sýn-
inga, sem hún hefur tekið þátt i
viða um lönd.
Sýningin i Norræna húsinu
ber þvi vitni, að sterkur og ein-
beittur persónuleiki standi að
baki verkanna. Tæknilega er
um óaðfinnanleg vinnubrögð aö
ræða, hún hefur ekki mikinn á-
huga á þvi aö stæla oliumál-
verkið með litætingum, en vinn-
ur mun eðlari grafik.
Það er sennilega á kostnað
timabundinna vinsælda, en
heldur þegar á reynir.
Hér er ekki um neina verk-
smiðjugrafik að ræða, listakon-
an vinnur allt frá upphafi til
endanlegrar útkomu. Með þvi
rofnar ekki það beina samband,
er listamaðurinn á aö hafa við
efnið ög sem er nauðsynleg
þeim er viö það vinnur.
Verðlaunamyndirnar frá
Frechen, er taka á sig mynd
vanfærra kvenna eru hreint út
sagt frábærar.
Mengunin virðist listakonunni
hugleikið viðfangsefni og er það
kveikjan að mörgum verkanna
á sýningunni. Loftin frægu á
Kjarvalsstöðum hafa einnig of-
boöiö hinum finlega gráskala
Ragnheiðar, þvi hún hefur gert
röð af myndum um þaö og kall-
ar „Glundur”.
Fljúgandi koddar i rúmi virka
einnig vel, en þær skýrir hún
,,2007”, „2009”, og „2011”.
árafjölda að ná tökum á slikri
tækni og hér er um að ræða,
hvað þá að skilgreina i stuttri
umfjöllun. Til sýnis eru nokkrar
plötur, sem fólk getur skoðað.
„2008”.
Ég hef viljað i stuttu máli
vekja athygli á mjög vandaðri
og sterkri sýningu, sem sann-
færir mann um að grafiklist hef-
ur náð feikilangt á Islandi á að-
eins sjö árum. Þaö hefur tekist
vegna þess að fólk eins og Ragn-
heiður löðuðust að þessari list-
grein.
Ragnheiður Jónsdóttir hefur
að minu mati náð þvi með þess-
um áfanga, að standa i fremstu
„2009”
Myndirnar þrjár, sem Lista-
safnið hefur fest kaup á eru
mjög góðar, en ekki eins
persónulegur skapnaður og
margar aðrar myndir á sýning-
unni.
Ég held að það sé til litils að
fjalla um tæknilegu hliðina á
þessum myndum, það tekur
röð islenskra grafik lista-
manna. Það sannaðist best með
þvi að henni voru veitt 4. verð-
laun á alþjóðlegri sýningu
grafik listamanna nú nýverið i
Þýskalandi. Ég hvet sem flesta
til aö skoða sýninguna og óska
listakonunni til hamingju meö
mjög góða sýningu.
Einar Hákonarson
skrifar
^ 1 ....