Vísir - 16.10.1976, Síða 11

Vísir - 16.10.1976, Síða 11
KIRKJAN OG KRISTIN ÁHRIF Þátttakendu!' i ráðstefnunni voru alls uni áttatlu, og skiptust I uiu ræðuhópa. Hér getur að lita einn þeirra. Um ekkert er nú meira rætt og ekkert mun hugsandi mönn- um i landinu meira áhyggjuefni heldur en þau margvislegu fjár- málamisferli, sem fjallað hefur verið uin hin siðustu misseri. Hvaðsem öllum bollalegging- um liður um þaö, hverju þetta sé að kenna, hverjir eigi orsök- ina, hverjir séu hinir raunveru- lega seku — hvað sem öllu þessu liður, þá þurfum við ekki aö fara neitt i felur með það hver er undirrótin. Hún er sá þáttur i manneðlinu sem nú virðist vera lögð svo mikil rækt við, ágirnd- in, áfergjan eftir fé, ekki til að nurla þvi saman og geyma það á nirfilslegan hátt eins og mörg- um var láð og hann lastaður fyr- ir i gamla dag a heldur til aö eyða þvi i nautnameðul, luxus og lifsþægindi, allskonar gerfi- þarfir, sem ekkert eiga skylt við venjulegar nauðþurftir. Enda þótt oft sé það orðað svo, að verið sé að tryggja mannsæmandi lifskjör, þegar hagsmunastreitan lætur sem hæst, þá vitum við það öll mæta vel, að næsta ólika merkingu leggjum við i þetta oröalag: mannsæmandi kjör. En hvað sem öllum kjörum og kröfum liður og hversu langt, sem við viljum ganga til að uppfylla þær, hversu vel sem við komum okkur fyrir i lifsþægindahúsi nútimans, þá er þó mest um hitt vert hvernig okkur liöur and- lega talað — hvernig okkur heilsast á sálinni. A þeysispretti i lifsgæðakapphlaupinu getur okkur aldrei liðið vel. Afergjan og ákafinn eftir veraldargæðum getur aldrei verið grundvöllur að heilbrigðu lifi — hvorki ein- staklinga né þjóðfélaga. Þetta virðist vera nokkuð al- menn skoðun. Sem dæmi um það hvernig hún er túlkuð má taka þessar linur úr sunnudags- leiðara Alþýðublaðsins eftir rit- stjórann Arna Gunnarsson: ...„islenskt þjóðfélag er sjúkt, jafnvel fársjúkt. Astæðan er augljós. Skefjalaus samkeppni um lifsþægindin, auð og völd, samhliða verðbólgu og hvers- konar óáran i efnahagslifi. Þjóðin hefur beðið tjón á sálu sinni. Hið eiginlega markmið er hulið sjónum manna á botni peningakistunnar.” Þetta er vel mælt. Þetta er bara sýnishorn úr ágætum leið- ara Alþýðublaðsins og færi bet- uref fleiri ritstjórar hefðu svip- aða sögu að segja i leiðurum blaða sinna. Hvað er svo til lækningar þessum alvarlega sjúkdómi? Með hverju getur þjóðin bætt sér það mikla tjón sem hún hef- ur beðið á sál sinni? Ritstjórinn kemur með svar við þvi. Það er þetta: Að auka áhrif kristindómsins i þjóðlif- inu. Ekki þurfum við að efast um það eitt augnablik, að þetta er hið rétta svar — og ég vil bæta við: Hið eina rétta svar.. En þá vaknar önnur spurning, svo alvörurik og mikilvæg, að hún brennir sig inn i hugann, vekur mann óhjákvæmilega til knýjandi svara. Og hún er þessi: Hvernig á að efla og auka áhrif kristinnar kenningar, kristinna hugsjóna i þjóðlifinu, fá mennina til að leggja eyrun við kristnum boðskap og til- einka sér kristna lifsskoðun? t kristnum löndum, þar sem boðunar- og kenningarfrelsi rik- ir, gefst mönnum tækifæri til að hlýða þessum boðskap á hverj- um helgidegi og taka þátt i kristnu samfélagi þar sem er guðsþjónustan i sóknarkirkj- unni. Þetta tækifæri nota menn — vægast sagt — mjög illa. Fólkið sefur og það vaknar ekki þó að klukkurnar kalli. Og ofter talað yfir tómum sætum. Þannig er þetta eins og viö vitum og þvi nær þessi boðskapur ekki eyrum fólksins, sem er þó svo lifsbrýnn fyrir andlega velferð þess og heili samfélagsins. Stundum heyrir maður setn- ingar eins og þessa: Úr þvi að fólkið kemur ekki til kirkjunnar þá verður kirkjan að koma til þess. Með þvi mun átt við það, að kirkjan verði að breyta boðunaraðferðum sinum og taka upp nýja starfshætti. Gott og vel. En hverja? Sjálfsagt má benda á ýmsa félagsstarfsemi og vissulega má nefna félög sem hafa áhrif á meðlimi sina (K.F.U.M. og K. o.fl.) ef þau starfa á kristilegum grundvelli. En hvað sem um það er, þá er hitt vist að höfuöuppistaðan i boðun og starfi kirkjunnar er kall hennar til fólksins um að koma til safnaðarguðsþjónust- unnar á helgum degi, hlýða þar á orð Guðs og útlegging þess, taka þátt i söngnum, helga huga sinn i tilbeiðslu og þökk til Guðs og sambæn með öðru safnaðar- fólki um að kærleikur Krists megi gagntaka hjörtun. Þessi höfuðþáttur i starfi kirkjunnar á að geta náð til hvers og eins. Enginn þarf að hafa neina afsökun til að vera ekki með. Þetta skyldi hver og einn gera sér ljóst, sem hefur áhyggjur af skuggalegu ástandi samtiðarinnar þar sem heims- byggjan erað gagntaka sálirnar og hernema hugina. Og ef hægt er að hamla gegn henni með eflingu kristinna áhrifa, þá getur hver og einn lagt þar fram sitt lið með þvi að vera með i kristilegu safnaðar- starfi eins og t.d. þvi að sækja kirkju á helgum degi. Þvi að kirkjan er oss kristnum móðir kristinn sérhver er oss bróðir Guðs og Krists vér erum ætt allir sem hún hefur fætt. Hún vill aðeins laða og leiða lýð, en ei með valdi neyða, býður frelsi boðar náð, birtir himneskt liknarráð. Níu prestar vígðir Sunnudaginn 3. október s.l. voru sex guðfræöikandidatar vigðir i Dómkirkjunni. Ekki mun það hafa skeð nema tvisvar sinnum áður, aö svo margir eða fleiri hafi tekið vigslu i einu i Reykjavikurdóm- kirkju. t fyrra sinnið var það 30. september 1888. I águst það ár höföu útskrifast 12 kandidatar frá Prestaskólanum. Tóku niu þeirra vigslu, flestir settir prestar i fjarlægum héruðum. Voru samt all mörg brauö prestalaus þrátt fyrir þessa miklu viökomu i stéttinni. Ýmsir nafnkunnir prestar tóku vigslu þennan dag, eins og t.d. sr.BjarniÞorsteinsson tónskáld á Siglufirði. Biskup var þá dr. Pétur Pétursson, orðinn háaldraður, þvi að hann fyllti 8. tuginn þrem dögum siðar. Munu ekki aðrir hafa setið eldri i biskupssæti nema Guð- brandur, sem sat Hólastól til dauðadags i 56 ár. Var þá orðinn hálfniræður og kominn i kör. Það var aftur á móti allt öðru- visi farið með Pétur biskup. Hann var hinn ernasti þrátt fyrir sinn háa aldur. Um það farast Isafold svo orð i sam- bandi við þessa miklu prests- vigslu: Dr. Pétur biskup er furðu ern maður enn. Kemur varla sá dagur árið um kring að hann hreyfi sig ekki út að ganga 1-2 sinnum á dag, hvernig sem viðrar. En 14-15 ár munu vera siðan hann hefur getað ferðast nokkurn hlut og hefur þvi engin biskupsvisitazia farið fram á þeim tima. Svo liöa 56 ár. Sól lýðveldisins er raunninn upp — 18. júni 1944. Og niu guðfræðingar skrýöast nýjum hempum sinum til aö taka vigslu i Reykjavikurdóm- kirkju. Þetta mun vera met i fjölda vigsluþega. Þetta var mjög hátiöleg athöfn og mikill fjöldi manna viðstaddur. Sr. Bjarni þjónaði fyriraltari, núverandi biskup lýsti vigslu, en einn hinna nývigöu presta steig i stólinn. Það var sr. Sveinbjörn Sveinbjörnsson sem vigðist að Hruna. „Þeir eru vöggugjöf kirkj- unnar til islenzku þjóöarinnar á morgni lýðveldisins”, sagði Kirkjublaðið, málgagn hr. Sig- urgeirs biskups um þennan fjöl- menna prestahóp. ,,Og betri göf getur hún ekki fengið en fá þá menn til starfa, sem h»lgaöir eru þvi sértaka köllunarstarfi að vera boðberar kristindóms- ins, sem i eldheitri trú vilja vinna að koma guðsriki hér á jörð”. Eftirprestsvigsluna 3. okt. s.l. er kirkjan nú svo vel sett með starfskrafta að ekki munu vera nema 2 brauð á landinu, sem þjónað er af nágrannaprestum (Árnes og Sauðlauksdalur). Hefur hér mikið um breytzt á skömmum tima, þvi að skemmst er að minnast, að hátt i tveir tugir prestakalla voru laus tii umsóknar. Þessi mynd átti að birtast á siðustu Kirkjusiðu (2. októ- ber). Hún er af höfundi ferðasögunnar á hér- aðsfund Skaftafells- prófastsdæmis á Kálfafellsstað, Eyjólfi Eyjólfssyni fyrrv. hreppstjóra á Hnaus- um i Meðallandi. Myndin er máluð af Jóhannesi Kjarval og er i eigu Eiriks Orms- sonar. --------J

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.