Vísir - 25.11.1976, Blaðsíða 9
HLJÓMSVEIT GISSURAR
GEIRSS0NAR6 ÁRA
Hljómsveit Gissurar Geirs-
sonar á merkisafmæli nú um
helgina, en þá er hljómsveitin 6
ára gömul. Ekki hefur reyndar
veriö sama liðskipan frá upp-
hafi, Gissur reyndar sá eini sem
hefur verið'allan timann en hin-
ir liðsmennirnir eru þéir Skúli
Einarsson, trommuleikari og
Þór Nielsen, gitarleikari.
Þegar hljómsveitin var stofn-
uö fyrir sex árum voru auk
Gissurar þeir Sigfús Ólafsson á
gitar, sem leikur nú I Ásum, og
Jón Guöjónsson, trommuleik-
ari.
Þeir félagar hafa allir nokkr-
ar hljómsveitir aö baki. Gissur
er búinn aö leika 20 ára tlmabil,
hann hefur meöal annars leikið
með Tónabræðrum frá 1958 til
1961, en þá sungu systur Gissur-
ar I hljómsveitinni þær Úlfhild-
ur og Hjördfs, en Hjördls var
nokkuð vinsæl söngkona á sln-
um tlma, svo var hann með
hljómsveitinniCarol, en Hjördls
söng einnig með þeim. 1 Carol
var Gissur frá 1961 til 1963.
Þór Nielsen, sem er buinn að
vera I bransanum I 17 ár, kom
inn í hljómsveitina I september
slðastliðnum, þá ur Asum, sém
hann hafði leikið með 16 ár fast i
Skiphóli og Glæsibæ. Taldi hann
vera mikla tilbreytingu að vera
kominn I Hljómsveit Gissurar
þvi þeir hafa þann sið að laus-
ráða sig fremur en fastráða.
Þar utan var Þór I hljómsveit
Elfars Berg I 2 ár og var með
eigin hljómsveit um skeið,1
Þórsmenn, sem lék mest á
Keflavlkurflugvelli.
Skuli Einarsson er yngstur
þeirra félaga en hann er aðeins
21 árs (Þór er 36 og Gissur 37)
Skúli er hrútfirðingur og lék þar
með Gretti Björnssyni.en hann
langaði að leggja fyrir sig þá
þjóðlegu list söðlasmiði, svo
hann varð aö hafa sig til Selfoss,
en það er vlst eini staðurinn á
landinu þar sem sllkt er stund-
að.
Þeir félagar segjast vera með
yfir 150 lög I prógramminu og
segjast „leika allt fyrir alla".
Til dæmis hafi þeir um siðustu
helgi leikið fyrir „aðalinn aust-
anfjalls" á föstudagskvöldið og
á sveitaballi i Lyngbrekku á
laugardaginn og tekist mjög vel
I báðum tilvikum. .
Tónhornið óskar Hljómsveit
Gissurar Geirssonar til ham-
ingju með afmælið.
Góðar vörur qott verð
" • nír líilÉT ''*'
Fóðraðir
flauelisjakkar
með loðkraga,
kr. 13.680.00
Gallabuxur
(þvegnar),
krl 4.800.00
AAunið 10%
afslóttarkortin
sem gilda til
1 0. desember
DOMUS
Laugavegi 91
VIPFLYT.I
á morgun í nýt
húsnæðivið
Stnindgötuna
Önnumst alla almenna bankaþjónustu.
Höfum tryggingaumboó fyrir
Samvinnutryggingar g.t. og
Líftryggingafélagið Andvöku.
Opiö alla daga kl. 9.30—12.30 og
13.00—16.00 nema laugardaga.
Ennfremur á föstudögum kl.17,30—18.30
M\/rt QÍmíanijmpr-
¦ iy n vjii ¦ ii-ai lUI I IV-'I ¦
5-39-33
Samvinnubankíiin
STRANDGÖTU 33, HAFNARFIRÐI SIMI 53933
Auglýsingadeildin