Vísir - 26.11.1976, Side 4
/A.A
Föstudagur 26. nóvember 1976
VISIR
Kynt
undir
Rabin
Þótt ár sé til næstu
kosninga í ísrael, virðist
ætla að vella upp úr suðu-
potti stjórnmálanna þar
löngu áður, enda kraum-
ar í honum jafnt og þétt,
án þess að suðan detti
nokkra stund niður.
Gamlir flokkar eru
farnir að riðlast, flokks-
tengsl að nuddast sundur,
nýir áhrifahópar komnir
fram á sjónarsviðið og
uppreisnarseggir innan
hinna gamalgrónu flokka
virðast á góðri leið með
að bylta óstöðugri sam-
steypustjórn Yitzhak
Rabins, forsætisráð-
herra, til þess að þvinga
fram kosningar fyrr.
Raddir úr öllum
flokkum
Menahem Begin, þjóöernis-
sinni og leiötogi Likud-sam-
steypunnar i stjórnarandstöö-
unni, áréttaöi i siöustu viku
fyrri kröfur sinar um, aö kosn-
ingarnar yröu haldnar i mai
næsta vor I staöinn fyrir nóvem-
ber, eins og til stendur næsta
vetur.
Þótt þessi gamalreyndi
stjórnarandstæöingur heföi
áöur gert svipaöar kröfur og
jafnan fyrir daufum eyrum,
uröu margir þingfulltrúar til
þess aö taka undir þær aö þessu
sinni. Úr rööum klofningsflokka
hægrimanna og vinstrimanna
heyröust raddir taka undir, og
jafnvel ein og ein úr óháöa
frjálslynda flokknum (ILP) og
þjóöræknisflokknum (NRP),
sem báöir eru aöilar aö sam-
steypustjórninni.
Brotthlaup úr
stjórnarsamstarfi
Þetta nýja rót á stjórnmálun-
um i Israel hlaust af ákvörðun
fulltrúaráös ILP I siöustu viku,
um aö hætta stuðningi viö rikis-
stjórnina, sem kom eins og
þruma úr heiöskiru lofti.
Rétt eins og mosi gróinn viö
steininn hefur frjálslyndi flokk-
urinn átt aöild aö öllum rlkis-
stjórnum tsraels frá þvi 1948.
Þingmenn hans eru fjórir. — Af
120 þingsætum I Knesset ráöa
stjórnarflokkarnir yfir 67. Ef
miöstjórn ILP, sem tekur máliö
upp til lokaákvörðunar i byrjun
næsta mánaðar, leggur blessun
sina yfir ákvöröun fulltrúaráös-
ins, veröur verkamannaflokkur
Rabins háöari en hingaö til
þeim þremur þingmannsat-
kvæöum, sem arabisku fulltrú-
arnir ráöa yfir. Aö ekki sé
minnst á hve hlutur þjóðræknis-
flokksins mun vaxa i rikis-
stjórninni, en hann ræður yfir
tiu þingsætum.
Ekki þyrfti þá mikiö út af aö
bera i viökvæmum málum eins
og palestinuvandamálinu eöa
landnámsstefnu rikisstjórnar-
innar á hernumdu svæðunum til
þess aö sundur mundi skilja.
Þaö hefur ekki bætt úr skák
fyrir Rabin og verkamanna-
flokkinn aö vinstri fóstbróöir
þeirra, Mapam-flokkurinn, sem
lengi hefur fylgt stóra bróöur aö
málum, ákvaö að endurnýja
ekki kosningabandalag þeirra
tveggja fyrir næstu kosningar.
Þaö er enn óútkljáö innan Map-
am-flokksins, hvort hann segi
skiliö aö fullu viö stjórnina, áöur
en til kosninganna kemur.
Stefnumunur
Þótt flokksforkólfar Verka-
mannaflokksins liggi þessum
bandamönnum sinum á hálsi
fyrir liöhlaup á raunastundum
og kaupmang i pólitik, viöur-
kenna þeir samt aö stefnumun-
ur hafi verið nokkur.
Moshe Kol, leiötogi ILP og
feröamálaráöherra I rikis-
stjórninni, lét nýlega eftir sér
hafa I viötali, aö hann heföi
Rabin forsætisráöherra: A honum standa nú spjótin úr öllum áttum,
jafnt frá stjórnarandstööu sem eigin samherjum.
öfgasinnar marséra inn á her-
numdu svæöin til landnáms i
trássi viö bönn stjórnarinnar. —
Aögeröir þeirra kynda undir ó-
ánægjunni.
lengi veriö ósáttur við ákvarö-
anir samsteypustjórnarinnar
varðandi landnám á hernumdu
svæðunum og samskipti viö
verkalýösfélögin.
,,! okkar flokki finnst mönn-
um Rabin hafa tekiö alltof vægt
á öfgamönnunum, sem i trássi
viö boð mg bönn hafa reynt
landnám á vesturbakkanum og
öörum hernámssvæöum. Um
léiö hefur hann daufheyrst viö
tilmælum okkar um meiri sam-
ráö við verkalýðsfélögin til
lausnar á kjaramálum,” sagöi
Kol. Hann er meðal þeirra, sem
vilja flýta kosningunum.
Meir Talmi, leiötogi Mapam,
hefur lýst þvi yfir, aö flokkur
hans geröi þaö að frágangssök,
að forsætisráöherra skyldi láta
undir höfuö leggjast aö flytja ó-
löglega landnema meö valdi
burt af jörðum þeirra.
„Ennfremur erum viö and-
vigir þeirri efnahagsstefnu
stjórnarinnar aö leggja þyngsta
skattabyröi á launþega, en
hundsa tillögur um aukna
skatta á hagnað fyrirtækja og
tekjuháa aðila,” sagöi hann.
Kosningaskjálfti?
Meir Zarmi, framkvæmda-
stjóri Verkamannaflokksins,
visaöi þessum ágreiningsatriö-
um á bug, og kvaö þau aöeins
tylliástæður. „Þarna er skyndi-
lega fundinn stefnuágreiningur
á elleftu stundu, þegar komiö er
aö erfiöum og miöur þokkasæl-
um ákvöröunum á kosninga-
ári.”
Hitt er þó staðreynd, aö æ há-
værari gerast þær raddir sem
gagnrýna Rabin fyrir skort á
foringjahæfni og liggja honum á
hálsi sérstaklega fyrir lélega
stjórn efnahagsmála. Jafn-
framt er aö þvi fundiö við hann,
aö ekki skuli hafa verið mótuö
nein ný stefna til friöar þarna i
austurlöndum nær.
Skopteiknarar israelsku blaö-
anna gera sér óspart mat úr þvi
að útmála tsrael sem stjórn-
laust skip, sem veltist um i haf-
róti innanlandsmála og vand-
ræöa i utanrikissamskiptum.
Auövitaö er mannlaust við stýr-
iö.
Oeining andstöðunnar
Þaö hefur stundum veriö sagt
i grini, aö hvar sem sjáist tveir
gyðingar á tali, megi sjá tvo
menn i stælum. — Hvað sem
hæft er i þvi, þá er þetta besta
lýsingin á stjórnmálalifi tsraels
þessar vikurnar.
Auk svo þessarar andstööu
við rikisstjórnina, er svo hver
höndin upp á móti annarri innan
helstu stjórnarandstööuflokk-
anna sjálfra. Þannig er óánægja
innan annars stærsta flokks
Likudsambandsins, Herutflokks
Begins, út af fjármálum, þar
sem fjöldi flokksfélaga hafa
ekki fengið endurgreidd lán,
sem þeir lögöu til flokki sinum.
Ahrifahópar innan bæöi
frjálslynda flokksins, sem er i
Likudsambandinu og Herut-
flokksins sjálfs, róa aö þvi öllum
árum að vikja Begin úr forsæti
sambandsins, sem hann hefur
skipaö frá stofnun þess. En
þeim viröist ekki ætla aö veröa
kápan úr þvi klæðinu, eftir þvi
sem séð verður á viöbrögöum
Ariel Sharon, fyrrum hershöfö-
ingja, sem frægur varð af fram-
göngu sinni i Sinaíeyöimörkinni
og við Súezskurð i Yom Kippur-
striöinu. Hann hefur lýst þvi yfi-
ir, aö hann segi sig úr Likud-
sambandinu til aö stofna eigin
stjórnmálaflokk.
Sharon viröist fara I stjórn-
málunum eins og i hernaöi fyrir
utan flestar troðnar slóöir, og
kynokar sér hvergi við aö hafa
skoðanir sinar i hámæli. Hann
sagöi nýlega, aö þessir fyrri fé-
lagar sinir i stjórnarandstöö-
unni væru jafn óhæfir til að
stjórna landinu og rikisstjórnin
sjálf, og mundu raunar aldrei
vinna kosningar undir núver-
andi forystu.
Indíánar
í vígahug
Indiánaættbálkur einn
i frumskógum Amazon
hefur ráðist á eina af ut-
varðarstöðvum stjórn-
arinnar i skóginum eftir
þvi sem frést hefur
þaðan. Þeir munu
gramir landnámi hvitra
i veiðilendum þeirra.
Surui-indiánar ruddust inn i
eftirlitsstöð indiánamálastofnun-
arinnar, sem erskammt frá þorpi
þeirra, og skutu af rifflum sinum
upp i loftið. Drápu þeir búsmala
stöðvarinnar, kjúklinga og svin,
en tóku að herfangi byssur og
skotfæri.
Fjórir starfsmenn stofnun-
arinnar, umsjónarmenn stöðv-
arinnar, flúðu.
Það hefur verið grunnt á þvi
góða með Surui-indiánunum, sem
eruum 250talsins og landnemum
i nokkra mánuði, eða allt frá þvi
að fyrstu ólöglegu landnemarnir
tóku sér bólfestu á friðuðu landi
indiánanna.
Eftir tafir og vangaveltur gerði
stjórnin samkomulag við indián-
ana um aö merkja vel landamörk
þeirra. Kunnugir, sem verið hafa
á ferð á þessum slóðum, segja að
landamerkin hafi nú verið sett
upp nær þorpi indíánanna en gert
var ráð fyrir i samkomulaginu.
Ofan á þetta bættist svo harm-
leikur i siðustu viku, þegar einn
landneminn myrti indiána og
brenndi likið til aö hylma yfir
verknaðinn, en indiáni sá hafði
drepið son hans i deilu um ástir
stúlku einnar. — f hefndarskyni
hafa indíánar gert árásir á
nokkur býli landnemanna siðustu
vikuna.
Slapp í gegn-
um kúlnahríð
Fimmtán ára ung-
lingspiltur slapp i gegn-
um kúlnahrið landa-
inæravarða við
Berlinarmúrinn, og
komst yfir til Vestur-
Berlinar með þvi að
reisa stiga við múrinn
og klifra yfir.
Main töldu um 30 skot, sem
austur-þýski vörðurinn skaut af
hrfðskotabyssu sinni á eftir piltin-
um án þess að hæfa. — Eftir aö
pilturinn haföi komist yfir —
mátti sjá, hvar vöröur var efldur
á staðnum.
Berlinarmúrinn var reistur
1961 til þess að stemma stigu við
flótta austur-þjóðverja vestur yf-
ir. Meö árunum hefur hann verið
styrktur svo, að þaö var talið Uti-
lokað að komast yfir hann og ekki
i gegnum hann öðruvisi en aö
beitaþá brögöum, eins og að dylj-
ast i’ bifreið.
Heimsmeist-
ari í línudansi
Vestur-þýskur linu-
dansari, sem gengur á
stultum eftir linu i 14
metra hæð, án þess að
hafa öryggisnet undir,
fór með sigur af hólmi i
keppni linudansara á
heimsmeistaramóti fjöl-
leikahúsa, sem stendur
yfir þessa dagana i Lon-
don.
Manfred Doval átti þó ekki viö
neina aukvisa aö etja, þar sem
voru annars vegar snillingar á
borð viö frakkann, Atila, sem
dansar á brennandi linu.