Vísir - 26.11.1976, Side 8

Vísir - 26.11.1976, Side 8
8 33. þing fgp Alþýðusam- bands íslands verður sett i Háskólabíói mánudaginn 29. nóvember kl. 14.00. Þingí'ulltrúar eru beðnir að vitja aðgöngu- miða sinna á sknfstofu Alþýðusambands- ins, Laugavegi 18, á laugardag og sunnu- dag, en skrifstofan verður opin frá kl. 2-5 e.h. báða dagana. Allir velunnarar Alþýðusambandsins eru velkomnir á setningarfundinn i Háskóla- bíói kl. 14 á mánudaginn, meðan húsrúm leyfir og þurfa þeir ekki sérstaka aðgöngumiða. Samsæti til heiðurs prestshjónunum séra GARÐARI SVAVARSSYNI og konu hans verður haldið i Átthagasal Hótel Sögu sunnudaginn 28. nóv. kl. 15.00. Þátttakendur láti skrá sig hjá Þorsteini Ólafssyni simi 35457, Ástu Jónsdóttur, simi 32060, Ingólfi Bjarnasyni simi 38830 eigi siðar en föstudagskvöld. Sóknarnefnd Laugarnessóknar. Nauðungaruppboð setn auglýst var f 66., 67. og 69. tölubla&i Lögbirtingablaös- ins 1976 á eigninni Go&atúni 7, Garöakaupstaö, þinglesin eign Helgu Friöfinnsdóttur, fer fram eftir kröfu Bæjar- sjóös Garöakaupsta&ar, á eigninni sjálfri þri&judaginn 30. nóvember 1976 kl. 14.30. Bæjarfógetinn f Garöakaupstaö. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 66., 67. og 69. tölubla&i Lögbirtingablaös- ins 1976 á eigninni Baröaströnd 37, Seltjarnarnesi, þing- lesin eign Baidurs Ágústssonar, fer fram eftir kröfu ÍJt- vegsbanka tslands, á eigninni sjálfri þri&judaginn 30. nóvember 1976 kl. 11.00. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 66., 67. og 69. tölublaöi Lögbirtlngabla&s- ins 1976 á eigninni Lækjarfit 5 1. hæö, Garöakaupstaö, þinglesin eign Fri&björns Friöbjörnssonar, fer fram eftir kröfu Bæjarsjó&s Gar&akaupsta&ar, á eigninni sjálfri þriöjudaginn 30. nóvember 1976 kl. 15.00. Bæjarfógetinn f Gar&akaupstaö. Nauðungaruppboð sem auglýst var f 35., 37. og 38. tölublaöi Lögbirtingablaös- ins 1976 á eigninni Skógarlundur 5, Garöakaupstaö, þing- lesin eign Óskars Gu&nasonar, fer fram eftir kröfu Bæjar- sjó&s Garöakaupstaöar og Gjaldheimtunnar I Reykjavík, á eigninni sjálfri þri&judaginn 30. nóvember 1976 kl. 16.00. Bæjarfógetinn f Garöakaupstaö. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 68., 70. og 72. tbl. Lögbirtingablaös 1976 á hluta f Brautarholti 4, þingl. eign Polaris h .f. fer fram eftir kröfu Iönaöarbanka íslands h.f. á eigninni sjálfri mánu- dag 29. nóvember 1976 kl. 16.00. Borgarfógetaembættiö f Reykja vfk. c V Gagnrýnendur um Æskuvini: // Þeir eiga krðfu á að við tökum afstöðu // Flest verkefni Leikfélags Reykjavikur á þessu 80. leikári þess eru eftir islenska höfunda. Nýjasta verkiö, Æskuvinir eftir Svövu Jakobsdóttur, var frum- sýnt i lok siöasta mánaðar. Hér fara á eftir niðurlagsorö þriggja leikdóma dagblaöanna á þessu verki. Heimir Pálsson Visi: „Æsku- Harald G. Haralds, Steindór Hjörleifsson og Þorsteinn Gunnarsson I hlutverkum sfnum f Æskuvinum. vinir eru ekki liklegir til aö verða sigilt verk. Þeir eru of bundnir tima okkar til þess að svo megi verða.En þeireiga er- indi viö alla sem telja sig hugsa af alvöru um pólitik og mannlif liðandi stundar, og þeir eiga .kröfu á að við tökum afstöðu til boðskaparins”. Sverrir Hólmarsson, Þjóð- viljanum: „En hvaða skoðun sem menn nú hafa á listrænu ágæti þessarar sýningar, þá er hér á ferðinni athyglisvert verk, sem snertir málefni sem koma okkuröllum við ogfjalla um þau á þann hátt að menn hljóta að taka einhverja afstöðu með eða móti málefninu, með eða móti verkinu. Þess vegna er nauð- synlegt að sem allra flestir sjái þessa sýningu og tjái sig um hana, bæði i sinn hóp og opin- berlega”. Jóhann Hjálmarsson, Morg- unblaðinu: „Ég held ekki að Æskuvinir sé verk sem höfði til almennra leikhúsgesta. Til þess er verkið i heild sinni of þung- lamalegt, of alvörugefið i tákn- myndasmið sinni. En skoðana- bræður Svövu munu finna i þvi samhljóm og bókmenntafólk sem f ylgist af áhuga með hinum gáfaða höfundi mun njóta þess i verkinu sem vel er gert”. Vojtsek í síðasta sinn Sýningum Þjóðleikhússins á leikritinu Vojtsek eftir þýska skáldiö Georg Buchner lýkur I kvöld. Leikritið var frumsýnt 7. nóvember sl. og hefur þvi aöeins gengið i tæpar þrjár vikur. Verkið þykir merkilegt fyrir margra hluta sakir, en höfundur lést frá þvi ófullgerðu aðeins 23 ára að aldri árið 1836. Það var ekki leikið fyrr en tæpri öld sið- ar, en hefur á þessari öld verið eitt mest leikna verk þýskra bókmennta 19. aldarinnar og þótt verðugt viðfangsefni leik- húsa viða um heim. Leikritið er að nokkru byggt á frægu þýsku morðmáli frá dög- um höfundar. Leikstjóri sýning- arinnar er þjóðverjinn Rolf Hadrich, en með titilhlutverkið, Vojtsek fer Hákon Waage. Með hlutverk Mariu, unnustu Vojt- seks fer Kristbjörg Kjeld og meðal annarra leikenda eru Róbert Arnfinnsson, Baldvin Halldórsson, Gunnar Eyjólfs- son, Jón Gunnarsson og Rand- ver Þorláksson. Hvað segja gagn- rýnendur? Arni Johnsen, Morgunblað- inu, hóf umsögn sina um Vojt- sek á þessum orðum: „Vel gerð bókmennta „kynning” er leik- ritið Vojtsek sem Þjóðleikhúsið frumsýndi sl. sunnudag og það sem gerir þetta ófullgerða leik- húsverk eftirminnilegt er góður leikur i hlutverkum sem annars bjóða ekki upp á mikla mögu- leika og höfða litið til islenskrar reynslu”. Sverrir Hólmarsson sagöi m.a. i Þjóðviljanum: „Það er oft erfitt að meta orsakir mis- heppnaðrar sýningar, en i þessu tilviki virðast mér þær liggja nokkuð ljósar fyrir. Hér er það leikstjórinn sem hefur brugðist þvi hlutverki sinu að koma verkinu til skila”. Og Heimir Pálsson hafði þetta um leikritið að segja i Visi: „En það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur. Um frumsýninguna á byltingar- afmælinu 7. nóvember finn ég engin betur viðeigandi orð en spakmæli asnans i Bangsímon: „Alldapurt”. Á fjölunum: Þjóöleikhúsið: sýnir Vojtsek i siðasta sinn i kvöld kl. 20. A laugardags- og sunnudagskvöld verða sýningar á Sólarferð. Leikfélag Stykkishólms: frum- sýnir gamanleikinn „Hlauptu af þér hornin” á laugardag. Leikfélag Reykjavlkur: Skjald- hamrar verða sýndir á föstu- dagskvöld, Æskuvinir á laugar- dagskvöld og Stórlaxar á sunnu- dagskvöld i Iðnó. Þá er Leikfé- lagið með sýningu á Kjarnorku og kvenhylli i Austurbæjarbiói á laugardagskvöld kl. 23:30. Leikfélag Kópa vogs :sýnir Tony teiknar hest á laugardagskvöld og Glataða snillinga á sunnu- dagskvöld kl. 20:30. Fyrir börnin: 1 Þjóðleikhúsinu veröur siðasta sýning á Litla prinsinum á sunnudag kl. 15. Leikfélag Kópavogs sýnir barnaleikritið Rauðhettu kl. 16 á sunnudag. Leikfélag Hornafjarðar verður með sýningar á Kardemommu- bænum á Höfn i Hornafirði á laugardag kl. 15 og á sunnu- dagskvöld. Norræna húsiö: Ljósmyndara- félag tslands heldur sýningu i tilefni 50 ára afmælis félagsins. Sýningin er opin kl. 16-22, um helgar kl. 14-22. Listasafn ASl: Á sunnudaginn verður opnuð sögusýning á veg- um Sögusafns verkalýðshreyf- ingarinnar. Þar eru sýndar myndir, munir, fundargerðar- bækur, bæklingar og rit frá 60 ára starfi Alþýðusambands Is- lands. Alþýðuleikhúsiö: Skollaleikur verður sýndur i Lindarbæ á sunnudagskvöld kl. 20:30 og Krummagull i Félagsheimili stúdenta við Hringbrautá föstu- dagskvöld kl. 20:30. Leikfélag Akureyrar: sýnir Karlinn i kassanum i kvöld kl. 20:30. A sunnudagskvöld verður sýning á leikritinu Sabinu. Sýningar: Kjarvalsstaöir: í austursal og göngum hússins stendur nú yfir sýning á framtiðarskipulagi Reykjavikurborgar. Á laugar- daginn kl. 2 verður svo opnuð sýning á 100 grafikverkum eftir þýska myndlistarmenn. t kaffi- stofunni eru sýnishorn arm- enskrar alþýðulistar. Loftið:Sýning Þorvaldar Skúla- sonar hefur verið framlengd til laugardags. Hann sýnir þar 34 vatnslitamyndir. Sýningin er opin á verslunartima og til kl. 18 á laugardag. Mokka: Pétur Stefánsson sýnir 25 tússteikningar. Sýningin er opin til sunnudagskvölds. Aning, Mosfellssveit: Ragnar Lár sýnir 12 vatnslitamyndir. Akoges, Vestmannaeyjum: Guðmundur Sigfússon opnaði ljósmyndasýningu sl. miðviku- dag.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.