Vísir - 26.11.1976, Qupperneq 11
visœ Föstudagur
26. nóvember 1976
\
11
Viðbrögð við viðtalinu um
galdra og satansdýrkun í
íslensku nútímaþjóðfélagi
„Ég trúi á Satan” var yfir-
skriftin á viðtaii, sem birtist
meðal efnis i Heigarbiaðinu,
sem fylgdi Visi á laugardaginn
var. Þar var ,,rætt viö ungan
satanista, galdramann og
m y nd lis ta r m an n , Ómar
Stefánsson”, eins og komist var
að orði i kynningu á viðtalinu.
Efni þessa viðtals hefur að
vonum vakið meiri athygli og
umtal en annað efni þessa tölu-
blaðs af Helgarblaði Visis, enda
ekki á hverjum degi sem rætt er
opinskátt um trúna á mátt hins
illa i islenskum fjölmiðium.
Aftur á móti hafa menn haft
spurnir af þvi að galdraiðkanir
og djöfladýrkun hafi orðiö eins
konar tiskufyrirbæri i ýmsum
nágrannalöndum okkar.
1 inngangi að viðtalinu i Helg-
arblaðinu sagði meðal annars:
,,Þeir, sem þetta samtal lesa
verða að vega það og meta það
samkvæmt eigin fordómum eða
fordómaleysi af opnum huga
eða efasemdum. Samtalið er
ekki áróður gegn eöa fyrir einu
eða neinu, heldur aðeins sam-
tal.”
En hvaða afstöðu hafa menn
tekið til þessa efnis? Visir leit-
aði tilguðfræðinga og bað þá að
gera grein fyrir sjónarmiðum
sinum varðandi viðtalið og efni
þess.
Svör tveggja birtast hér á sið-
unni. Þeir eru Þorvaldur BUa-
son, dósent við guðfræðideild
Háskóla Islands og séra Ragnar
Fjalar Lárusson, sóknarprestur
i Hallgrimsprestakalli. Væntan-
lega munu fleiri ræða þessi mál
hér i Visi næstu daga.
Viðtalið um Satansdýrkun i fslensku nútimaþjóðfeiagi i siðasta Helgarblaði Visis hefur vakið miklar
umræður og sýnist sitt hverjum eins og fram kemur hér á siðunni.
Hugmyndafrœði Ómars virðist
fyrst og fremst hindúistísk"
Visir hefur beðið mig um að
tjá mig um viðtal blaðamanns
viö Ómar Stefánsson i helgar-
blaði Visis 21. nóvember siðast-
liðinn.
Trúarskoðanir eru einkamál
manna. En þegar menn tjá þær
á opinberum vettvangi gefa þær
tækifæri til athugunar og flokk-
unar.
Samkvæmt viðtalinu hefur
Ómar tileinkað sér guðspeki.
„Guöspekin sem slik vilí ná
fram til vitneskju um guð og allt
i tilverunni fyrir tilstilli ihug-
unar, hugboðs, sérstakra opin-
berana eða „leyndra erfða-
geymda.”' Aherslan liggur á
þvi, að þekkingin, vitneskjan,
leysi vandamál mannsins”.
Þessi þekking er oft
„spekulativ” (byggð á vanga-
veltum), eða talin fást með ó-
mælisreynslu samsemdar við
hið guðdómlega Einkennandi er
einnig leitin að dulinni merk-
ingu allra hluta, ennfremur að
guðspekin sé þau sannindi, sem
mynda undirstöðu allra trúar-
bragða. Þó er leynileg fræðsla
oft tengd guðspeki.
Hindúisk hugmynda-
fræði og gyðingleg dul-
hugsjá
Það vekur athygli að hug-
myndafræði Ómars er sam-
kvæmt viðtaiinu fyrst og fremst
hinduistisk, sbr. hugmyndina
um endurholdgun, persónunnar
handan efnisins, tilveruna sem
blekkingu skaparans eða leik,
þátttöku mannsins i þessari
skapandi blekkingu, guðinn
Siva sem persónugerðan hruna
dans tilverunnar, hlutdeild
mannsins i hinu guðdómlega
valdi yfir efninu, m.a. láta hluti
birtast og hverfa (en það er
eiginleiki eignaður þeim, sem
náð hefur æðsta stigi Raja-
í Kristján ^ar: V \ Búason skrif-1
yoga), hugmyndina um upp-
vakningu ky nkraftarins
(Kúndalini), eyðingu tilver-
unnar (blekkingarinnar) sem er
jákvætt, við hugljómun eða
samsemd við Siva (Laya-yoga),
„Rituelt” kynlif (Hatha-yoga),
samkvæma einstaklingshyggju,
bölsýni gagnvart tilverunni,
sýndar- og sektarleysi o.s.frv.
Að hinni hindúisku hug-
myndafræði fellir Ómar tákn og
þætti úr gyöinglegri dulhyggju
úr hugmyndum gullgerðar- og
töframanna úr dulhyggju
egypta, ennfremur hugmynd-
ina um listsköpunina sem guð-
dómlegt atferli.
Þegar hann setur nafnið
Satan i stað Siva, þá breytirþað
litlu um innihald átrúnaöarins,
enaftur á móti notar hann heitið
Satan i allt annarri merkingu en
það hefur i huga flestra islend-
inga.
Afstaða trúar og töfra-
iðkana gjörólikar
Ómar notar ekki heitið Satan i
sömu merkingu og höfundur
Nýja testamentisins. Yfirskrift-
in yfir viötalinu : „Ég trúi á
Satan” vekur með flestum is-
lendingum rangar hugmyndir
um átrúnað þessa unga manns,
en hún er vel til þess fallin að
vekja athygli, hneyksla eða
hræða eftir atvikum.
Athygli skal vakin á þvi, að
afstaöa trúarog töfraiðkana eru
gjörólikar, en þær má finna hjá
einum og sama einstaklingnum.
1 trúarathöfnum telja menn sig
háða grundvallandi öflum til-
verunnar, en i töfrum leitast
menn við að ná valdi yfir
þessum öflum. Töfraathöfnin er
talin byggja á tilfinningabund-
inni óskhyggju.
Að lokum skal bent á, að það
samræmist illa „takmarka-
lausri þekkingaleit” hve litla
þekkingu Ómar virðist hafa á
Nýja testamentinu og kristin-
dómi.
„Sjónarmið unglings, sem grautað
hefur í erlendum sorpbókmenntum
— segir séra Ragnar Fjalar Lórusson
/I
Dagblaðið Visir hefir beðið
mig að segja álit mitt á viðtali,
sem birtist i siðasta helgarblaði
og ber yfirskriftina „Ég trúi á
Satan”. Viðtal þetta er allt meö
þeim endemum að naumast er
hægt að taka það alvarlega.
Næst er mér að halda að piltur-
inn sem telur sig trúa á Satan,
hafi tekið þetta ráð einungis til
þess að láta á sér bera, þvi að
vitað er, að eitt besta og ódýr-
asta ráðiö til þcss, er að vera
ööruvisi en aðrir og jafnvel
hneyksla aðra.
Mörgum finnst betra aö vera
frægir að endemum en að vera
óþekkt stærð. Þá kemur og i ljós
að hér á ferðinni upprennandi
myndlistarmaður, og er ekki
einmitt gott fyrir slika að hafa
þekkt nafn? Gullið tækifæri
bauðst þegar Visir bað um við-
tal.
Langt mál um
fáránlegt efni
Hér er dæmigert viðtal um
það hvernig blaðamanni getur
tekist að gera langt mál og með
köflum ekki ólæsilegt um fárán-
legt efni, þar sem uppi vaða
rangfærslur, mótsagnir og
óskiljanlegt bull, sums staðar
naumast prenthæft, eins og þar
sem talað er um kynorkuna sem
undirstöðu galdurs.
Annars finnst mér efni við-
talsins ekki þess virði að ræða
það frekar. Hér er greinilega á
ferðinni sjónarmið unglings,
sem grautað hefir i erlendum
sorpbókmenntum, sem best
væru komnar á haugana.
Hitt finnst mér furðulegra, að
Visir skuli gera sér siikan mat
úr jafn fáránlegu efni. Það er
eytt tveimur og hálfri siðu með
sex myndum þar af tveimur i
litum, i þetta makalausa viðtal.
Að visu eru myndirnar siður en
svo hneykslanlegar, þvi að þær
sýna góðlegan og geðslegan
ungling, sem litil merki ber
galdramanns eða satansdýrk-
ara.
SU hugsun læðist að, að hér
hafi blaðið eygt aukna sölu-
möguleika með forvitnilegu
efni, þvi að hvað er forvitnilegra
en galdur og galdramenn? Og
c
Ragnar Fjalar
Lárusson skrifar:
V
J
vist hafa þjóðspgur vorar
spunnið lopann um slikt efni og
gert Ur góð listaverk. En þvi er
ekki hér fyrir að fara. Og mfn
skoðun er sú, að ef efni i'blað er
af einhverjum ástæðum mjög
hæpið, sé betra fyrir blaðið og
framgang þess, að birta það
ekki.
Sjónarmið
minnihlutahópanna
Að visu hefir sú tilhneiging
verið rikjandi i hinum frjálsa
vestræna heimi, að minnihJuta-
hópar fengju tækifæri til þess að
láta sin sjónarmið koma fram,
jafnvel þótt þau fari i bága við
almennt rikjandi skoöanir. Er
sú stefna að vissu marki rétt.
En svo afkáralegar og jafnvel
hættulegargeta þessar skoðanir
verið, að þögnin geymi þær
best. Einnig má á það minna, að
ljós kristindómsins skin skærar,
ef svo dökkur bakgrunnur er
hafður, sem andinn i þessu við-
tali er. Það er ef til vill ljósasti
punkturinn, sem viðtalið gefur
tilefni til að skoða.
Ef við t.d. berum saman það
siðgæði sem kristindómurinn
boðar og það, sem satanisminn
ber á borð, þá finnum við hversu
dýrmætan fjársjóð við eigum i
kristinni trú.
,,Hvaða stælar eru
þetta i stráknum”
En þegar allt er athugað, tel
ég þó birtingu þessa viðtals
mjög hæpna, og getur hún
naumast við fljóta yfirsýn orðið
til annars en að hneyksla fróm-
ar sálir eða skaða óharðnaða
unglinga ef menn þá ekki bara
brosa, yppta öxlum og segja:
„Hvaða stælar eru þetta i
stráknum?”
Ef pilturinn er i alvöru að
reyna að gefa illum og eyðandi
öflum tilverunnar færi á sál
sinni, er hann á háskalegum
villigötum og þarfnast hjálpar
og fyrirbænar. Ég vona, að hann
sjái að sér, hver sem ástæðan er
fyrir þessu undarlega háttalagi,
og komist á rétta braut, þegar
meiri þroski og fleiri ár færast
yfir hann.
Ég held að það væri gott fyrir
hann og samtiðina, að hugleiða
þessi orð Jesús: „Þvi að hvað
stoöar það manninn, þótt hann
eignist allan heiminn, en fyrir-
gjöri sálu sinni? Eða hvaða
endurgjald mundi maður gefa
fyrir sálu sina?
Besta svarið við þessu viðtali
er annars að finna á næstu siðu
sama helgarblaðs, i greininni
sem ber heitið „Já, Jesús”, og á
Visir þakkir skildar fyrir þá
grein.