Vísir - 26.11.1976, Page 17
VTSIR
Föstudagur 26. nóvember 1976
17
Kristján Siggeirsson h.f.:
VERKSTÆÐINU
BREYTT í VERSLUN
Hjalti Geir viö opnun nýju
verslunarinnar.
„Okkur hefur skort aukið
rými til að sýna þá framleiðslu
sem við höfum að bjóða, en með
opnun þessa húsnæðis gjör-
breytist aðstaðan,” sagði Hjalti
Geir Kristjánsson fram-
kvæmdastjóri er hann kynnti
fréttamönnum nýja húsgagna-
verslun.
Fyrirtækið Kristján Siggeirs-
son hf. hefur opnað húsgagna-
verslun að Smiðjustig 4a og er
hún á tveimur hæðum. Húsið er
hið glæsilegasta jafnt að utan
sem innan,en það var um 30 ára
skeið bakhús og veittu fáir þvi
athygli. Aðkoma að húsinu er
sérlega vel gerð og skemmtileg.
A annarri hæð er sérdeild fyr-
ir skrifstofuhúsgögn og er þar
úrval skrifborða, skápa, fund-
arborða og stóla svo eitthvað sé
nefnt. Fyrirtækið er að hefja
framleiðslu á nýjum fundarstól,
sem Hjalti Geir hefur hannað og
er hann til sýnis i versluninni en
hún heitir K.S. 2.
A fyrstu hæð hefur verið opn-
uð ný deild sem selur svonefnd
„Innvator” húsgögn frá Svi-
þjóð. Hér er um nýjung að ræða
hérlendis, en þessi húsgögn eru
oftast nefnd pakkahúsgögn og
eru mun ódýrarien þau húsgögn
sem hér hafa fengist til þessa.
Sagði Hjalti að þau væru á boð-
stólum ekki sist vegna unga
fólksins sem hefði takmörkuð
fjárráð. Hægt er að fá húsgögn-
in keypt i pökkum og geta kaup-
Skrifborð og geymsluskápur sem Hjalti Geir Kristjánsson fram-
kvæmdastjóri og húsgagnaarkitekt hefur hannað.
endur siðan sett þau saman
sjálfir. Veittur er 5% afsláttur
ef húsgögnin eru keypt þannig.
Húsgagnaverslun og verk-
stæði Kristjáns Siggeirssonar
var stofnað árið 1919 og rekur nú
eigin verksmiðju að Lágmúla 7
þar sem vinna um 30 menn.
Meðal framleiðsluvara má
nefna VARIA skápa og hillu-
samstæðu, sem notið hefur gif-
urlegra vinsælda og hefur selst i
45 þúsund einingum, eða ein ein-
ing á hverja fjölskyldu i land-
inu. Verslunarstjóri að Smiðju-
stig 4 er Jón Helgason. —SG
Kirkjudagur á
Seltjarnarnesi
Fyrsti kirkjudagur Sel-
tjarnarnessóknar verður á
sunnudaginn, fyrsta sunnudag
i aðventu. Dagskráratriðin
fara öll fram i félagsheimili
Seltjarnarness og hefst dag-
skráinmeð guðsþjónustu kl. 11
árdegis.
Klukkan þrjú verður hald-
inn basar þar sem festa má
kaup á kökumog laufabrauði
til jólanna, marineraðri sild,
aðventukrönsum o.fl.
Um kvöldið verður aðventu-
kvöldvaka og hefst hún kl.
20:30. A kvöldvökunni verður
kórsöngur undir stjórn Sigur-
óla Geirssonar, einsöngur og
kórsöngur i umsjá Rut L.
Magnússon. Talað orð munu
þeir Jónas Gislason lektor og
Sigurður Pálsson skrrifststj.
flytja.
Akureyrarbœr
tekur lán
Atvinnuleysistrygginga-
sjóður hefur samþykkt að
veita Akureyrarkaupstað lán,
að upphæð fimm milljónir
króna.
Hefur bæjarráð veitt bæjar-
stjóra, Helga M. Bergs, fullt
umboð til að veita láninu
viðtöku, en þvi verður varið til
vatnsveituframkvæmda.
— AH, Akureyri.
Pyrif
bílQ/eljcfKlur
*Settu bílinn á söluskrá hjá okkur.
*Ef þú skilur bílinn eftir hjá okkur
selst hann fyrr.
t *Þú getur einnig haft bflinn inni í rúmgóöum
sal, þveginn og bónaðan, velútlítandi fyrir
kaupendur, sem ganga á milli bíla og skoða.
| *Eða fyrir utan, á bílastæðinu, þar sem menn
aka iðulega framhjá til að skoða bílaúrvalið
VERKSTÆÐISÞJÓNUSTA
|*Ef bíllinn þafnast viðgerðar, geturðu skilið
hann eftir og við sjáum um að hann
sé lagfærður á bflaverkstæði okkar.
| *Ef óskað er, verður hann yflrfarinn, skipt um
platínur, kerti og stilltur.
*Þú getur fengið vélina þjöppumælda, til að
sýna í hve góðu ástandi hún er.
*Og meðan við seljum bílinn fyrir þig, getur
þú leigt Blazer eða Scout jeppa hjá bílaleigu
okkar.
bílQcigendur
Þó þú ætlir ekki að selja bílinn þinn, viljum
við minna þig á að halda honum í sem
bestu ásigkomulagi til þess að halda verðgildi
hans. Það borgar sig upp á komandi
tíma, þegar þú vilt fara að selja hann, og við
tölum ekki um öryggið.
Komdu með hann á verkstæðið og láttu okkur^
sjá um að búa hann undir veturinn og
komandi tíma.
Þlónum
PVRIRÖIIU
BÍIASMA
DÍinSKIPTI
ÞAÐ FARA ALLIR ÁNÆGÐIR FRÁ OKKUR I
0
Pyrir
bílQkQupendur
*Við tökum vel á móti þér og sýnum
hina fjölbreyttu söluskrá okkar.
*Við höfum til sölu, allt frá minnstu
smábílum upp í stóra sendibíla
á öllum verðum, og ýmsum kjörum.
*Ef þú hefur augastað á einhverjum
sérstökum bíl, sýnum við þér hann og kynnum
þér ásigkomulag hans.
*Þú getur fengið vélina þjöppumælda,
til að sjá í hvaða ásigkomulagi hún er,
ef þjöppumæling er ekki fyrir hendi.
*Þú getur fengið bílinn skoðaðan
af fagmönnum, og heyrt þeirra álit.
*Þú getur verið viss um að rétt
sé gengið frá öllu í sambandi við bílakaupin.
bfllQU/Íf
Leigjum út Blazer og Scout
jeppa - Leigið góða bíla.
Opið mánudaga - föstudaga 9.00 - 20.00
laugardaga 10.00 - 18.00
Alltaf opið í hádeginu.
fÍLAÚ RfkV^
Traktorsgrafa
Traktorsgrafa til leigu. Getum
einnig f jarlægt uppgröft og út-
vegað efni til uppfyllingar.
Uppl. i síma 20776 eftir kl. 7.
Bílaleiga
Leigjum út jeppa.
Scout, Blazer.
Leigið góöa bila.
Gerum við allar tegundir bif-
reiða. Búum bílinn undir
, veturinn. Þjónusta er fyrir
' ollu.
BílaúrvallðBorgartúni 29 simar
“l,W 28488 og 28510.
Húsaviðgerðir
Sími 30767 - 71523
Tökum aö okkur alla viögeröir, utan
húss og innan.
Þéttum leka og sprungur, járnklæðum
þök.
Setjum upp innréttingar og breytum.
Setjum upp rennur. Einnig múrverk.
Sími 30767 — 71523.
Húsaviðgerðir —
Norðurmýri
Skiptum um eöa lagfærum járn og
flisalögö þök.
Allt viöhald og breytingar á gluggum.
Steypum upp og sprunguþéttum þak-
rennur og fi.
Gerum bindandi tilboö eöa tlmavinna.
Sköffum vinnupalla leigulausa.
Stefán Jósefsson
simi 22457 eftir kl. 19.
Þakrennuviðgerðir-
Sprunguviðgerðir
Gerum viö steyptar þakrennur og annaö
múrverk meö steypuefni sem þolir frost.
Þornar á 30 mfn. Þéttum sprungur I
steyptum veggjum. Fljót og örugg þjón-
usta.
Uppl. i sfma 51715.
■íom:I
Stimplagerö
Félagsprentsmiðjunnar hf.
Spílalastíg 10 — Sími 11640