Vísir - 26.11.1976, Síða 19
vism Fimmtudagur 25.
BÍLAVAL
auglýsir
Höfum til sölu m.a.
Volvo 144 De Luxe
Árgerð 1974 4ra dyra. tJtvarp
m. kas. Vetrard. Skipti
möguleg.
Mazda 929
4ra dyra árgerð 1975. Litið
ekinn.
Mercury Galanty árgerð
1967 8 cyl. sjálfsk. Pow-
erst. og bremsur.
Ekinn 20 þús. km. á vél. BIll i
sérflokki. Skipti möguleg.
Dodge Coronet
4ra dyra 6 cyl. beinskiptur
árg. 1968.
Ford Mustang árg. '71
8 cyl. sjáifskiptur. tJtvarp,
vetrardekk. Skipti á ödýrari
bil möguleg.
Ford Pinto St. árg. '73
tJtvarp m. kas. Ný dekk.
Skipti á ódýrari bil.
BÍLASKIPTI
Cortina 1300 árg. 1972. Vill
skipta á Evrópubfl á ca. 1300-
1600 þúsund.
Ford Torino 2ja dyra með
öllu árg. ’71. Vill skipa á
Mazda 929 eða Toyota árg.
'1974 1975 eða 1976. Stað-
greiðsla á milli.
Austin Mini árg. '1973. Vill
skipta á bil á ca. 1 miilj.
Staðgreiðsla á milli.
M. Benz 250 Automatic með
topplúgu árg. ’1970.1nnfluttur
1974. Vill skipta á Volvo helst
St. árg 1974 eða 1975.
Madza 818 1973. Vill skipta á
Mazda 929 coupé árg. 1975
eða 1976 Staðgreiðsla á milli.
BÍLAVAL -
Laugavegi 90-92
Símar 19092—19168
Við hliðina á
Stjörnubíói.
Sjónvarp klukkan 22.05:
STORFRÆG
MYND
Það er stórfræg mynd i sjón-
varpinu i kvöld. Margir munu
eflaust kannast við hana, en hún
var sýnd I Nýja Biói fyrir all-
mörgum árum.
Myndin þykir mjög áhrifa-
mikil og vel leikin, en Olivia de
Hvilland sem leikur aðalhlut-
verkið, fékk útnefningu til
óskarsverðlauna fyrir leik sinn
i myndinni.
Hún leikur unga konu,
Virginiu Cunningham, sem
dvelst á geðsjúkrahúsi. Hún
man ekkert frá fyrri tið og
þekkir ekki einu sinni eigin-
mann sinn lengur. Myndin ger-
ist eiginlega öll á sjúkrahúsinu,
og sagt er frá þvi þegar reynt er
að grafast fyrir um veikindi
hennar.
Mary Jane Ward er höfundur
sögunnar sem myndin er gerð
eftir, en hún er bandarisk frá
árinu 1949.
Leikstjóri er hinn rússnesk-
bandariski Anatole Litvak, sem
einkum fékkst við gerð sálfræði-
legra mynda. 1 hinum aðalhlut-
verkunum eru Mark Stevens og
Leo Genn.
—GA
Olivia de HaviIIand á geðveikrahælinu.
Sjónvarp klukkan 20.40:
Ríkisútvarpið
tekið rœkilega
fyrir í kvold
Kastljós i dag f jallar um þrjár
spurningar i sambandi við rikis-
útvarpið.
Sú fyrsta er um litasjónvarp:
Strax eða ekki strax? Önnur er
um Stereo útvarp: Strax eða
ekki strax? og sú þriðja er um
það hvort hér ætti að vera Rikis-
útvarp eða einkarekstur.
Um litasjónvarpsmálið
ræða þeir Pétur Guðfinnsson,
framkvæmdastjóri og Páll
Pétursson þingmaður. beir hafa
báðir látið sig þetta mál miklu
varða, enda sjálfsagt hluti af
þeirra atvinnu.
Þeir Ólafur Ragnar Grimsson
lektor og Þorsteinn Pálsson rit-
stjóri skiptast siöan á skoðunum
um hvort hér eigi að leyfa frjáls
an útvarpsrekstur.
Ómar Ragnarsson, sem er
umsjónarmaður Kastljóss og ólafur Ragnar Grimsson og
Reynir Hugason, munu siðan pétur Guðfinnsson koma báðir
fjalla um stereo-útvarp. —GA mikið við sögu i kastljósi i dag.
Útvarp í fyrramólið:
Sitt sýnist
hverium
Dagskráin á laugardags-
morgnum hefur tekið all nokkr-
um breytingum, eftir að Óska-
lög sjúkiinga voru færð fram um
einn dag. Mönnum sýnist sitt
hverjum um ágæti þessarar
breytingar og þó nokkuð hefur
borið á óánægju meö hana.
Ýmsar ástæður hafa verið
nefndar, þótt flestir hafi minnst
á að bæði þeir sem senda
kveðjurnar og þeir sem þær
eiga að fá, eigi i miklum erfið-
leikum með að heyra þær. Sjúk-;
lingar séu oft og iðulega i alls-'
konar aðgerðum og myndatök-
um á föstudagsmorgnum, og þá
eru einnig allflestir landsmenn i
vinnu.
Fátt hefur hinsvegar heyrst
um af hverju þessi breyting hafi
verið gerð. Virðist svo sem bara
hafi veriö að breyta einhverju,
til að lifga upp á lifið og tilver-
una!
1 fyrramálið, á þeim tlma sem
óskalögin voru eru tveir þættir,
Barnatimi I umsjá Hauks As-
gústssonar og Hildu Torfadótt-
ur, og Lif og Lög, rabb og tón-
listarþáttur i umsjá Guðmundar
Jónsssonar. —tia
Bragi Árnason
Leiðinleg mistök áttu sér stað
hér á siöunni i fyrradag. Með
grein um erindi Braga Árnason-
ar birtist mynd af Finni Birgis-
Finnur Birgisson.
syni, en hún var einnig annars-
staðar i blaðinu. Við biðjumst
velvirðingar á þessum mistök-
um.
Föstudagur
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Miðdegissagan:
„Löggan, sem hló” eftir
Maj Sjövall og Per Wahlöö
Ólafur Jónsson les þýðingu
sina (4).
15.00 Miðdegistónleikar. Mic-
hael Ponti leikur á pianó
Konsertfantasiu op. 20 eftir
Sigismund Thalberg.
Jacqueline Eymar, Gunter
Kehr, Werner Neuhaus,
Erich Sichermann og
Bernhard Brauholz leika
Kvintett i c-moll fyrir pianó
og strengi op. 115 eftir
Gabriel Fauré.
15.45 Lesin dagskrá næstu
viku
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popphorn
17.30 Ctvarpssaga barnanna:
„óli frá Skuld” eftir Stefán
Jónsson Gisli Halldórsson
leikari les (15).
17.50 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins 19.00 Fréttir.
Fréttaauki. Tilkynningar.
19.35 Þingjsá Umsjón: Kári
Jónasson.
20.00 Frá tónleikum Sinfóniu-
hljómsveitar tslands i
Bústaðakirkju i september.
Siðari hlut. Stjórnandi: Per
Brevig. a. „Providbami
dominum” eftir De Lassus.
b. Sónata Octavitoni eftir
Gabrieli. c. Serenaða op 7
eftir Strauss. d. „The
Exorcism” eftir Walter
Ross.
20.30 Myndlistarþáttur i
umsjá Hrafnhildar Schram.
21.00 Dietrich Fischer-
Dieskau syngur lög eftir
Johann Friedrich
Reichardt, Karl Friedrich
Zelter og Onnu Mariu von
Sachsen-Weimar ■
21.30 Otvarpssagan: „Nýjar
raddir, nýir staðir” eftir
Truman Capote Atli
Magnússon les þýðingu sina
(10).
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir
Ljóðaþáttur Njörður P.
Njarðvik sér um þáttinn.
22.40 Afangar Tónlisarþáttur
sem Asmundur Jónsson og
Guöni Rúnar Agnarsson
stjórna.
23.30 Fréttir. Dagskrálok.
Föstuaagur
26. nóvember
20.00 Fréttir og veður
20.30 Auglýsingar og dagskrá
20.40 Kastljós. Þáttur um inn-
lend málefni. Umsjónar-
maöur ómar Ragnarsson.
21.40 Brúöu-leikararnir (The
Muppet Show) Nýr flokkur
skemmtiþátta, þar sem
leikbrúðuflokkur Jim Hen-
sons heldur uppi fjörinu.
Gestur i fyrsta þætti ér
söngvarinn og leikarinn
Joel Grey. Þýöandi Þrándur
Thoroddsen.
22.05 Ormagryfjan. (The
Snake Pit) Bandarisk bió-
mynd frá árinu 1949, byggð
á skáldsögu eftir Mary Jane
Ward. Leikstjóri Anatole
Litvak. Aðalhlutverk Olivia
de Havilland, Mark Stevpns
og Leo Genn. Myndin gerist
að mestu á geðsjúkrahúsi
þar sem Virginia Cunning-
ham dvelst, en hún man
ekkert frá fyrri tið og þekkir
ekki lengur eiginmann sinn.
Þýðandi Heba Júliusdóttir.
23.50 Dagskrárlok.