Vísir


Vísir - 26.11.1976, Qupperneq 23

Vísir - 26.11.1976, Qupperneq 23
er nú það? Arnór Kagnarsson skrifar: I útvarpsþætti s.l. þriðjudag sem ber nafnið „Frá ýmsum hliðum” var fjallað um blöð og blaðamenn, prentara og allt það sem viðkemur útgáfu dag- blaðs. Voru þar fengnir „sérfróðir” menn i blaðamennsku og prent- list til að skýra út fyrir almenn- ing það sem raunverulega gerist þegar eitt dagblað veröur til. Er ég hafði hlustað á þátt- inn varö ég mjög vonsvikinn þar sem ég og minir samstarfsmenn þ.e. útlitsteiknarar voru nánast ekki á nafn nefndir og okkur finnst alltaf að við séum aðal- mennirnir i þvi að blaðiö komist út. Við megum að visu fara i sumarfrf á sumrin og alltaf kemur blaðið út þó að við séum lasnir en þó finnst mér alltaf að það þurfi okkar með og annars ágætur blaðamaður Kári Jónas- son sem rakti störf hins al- menna fréttablaðamanns gat- okkur ekki einu sinni! Úr þessu vil ég bæta og þvi er ég við ritvélina sestur. Á þvi blaði sem ég vinn eru handrita- lesarar sem taka við fréttum og öllu öðru efni sem birtast á i blaðinu — og finpússa málfar fréttablaðamannanna og annarra sem i blaöið skrifa. Að þvi loknu fer efniö inn i nýja deild sem að visu ekki er ennþá til á öllum dagblöðunum og hefir fengið hin ýmsu.nöfn. Má þar nefna Umbrotsherbergið, Lay-out-herbergið o.fl. o.fl. Ég vil i þessum fáu linum minum kalla þetta hjarta blaðs- ins, en það sem i þessari deild fer fram er það helst að allt efni sem birtist i blaðinu, allar myndir fara i gegn um hendur þeirra manna sem þar sitja. Þeir ákveða stærð mynda, fyrirsagna, stærð leturs og i samráði viö ráðamenn blaðsins hvar hvert efni kemur i blaöinu. Þetta gerist i hjartanu. Það er kannski eðlilegt að blaðamaðurinn, sem nú starfar hjá útvarpinu hafi ekki vitað um hjartað þar sem segja má að þessi deild sé svo til ný á dag- blöðunum — eöa frá þvi að þau notfærðu sér tæknina og fóru yfir i offsetprentun. En ég spyr hvað gerir mannslikaminn ef hjartað stöðvast? Það vita allir. í lokin langar mig að skjóta þvi til nýyrðasmiða — hvort þeir gætu ekki verið okkur I hjört- unum hjálplegir og smiðaö á okkur nafn, þvi við göngum undir ýmsum nöfnum og er það miður. Má þar nefna t.d. Lay-out-menn, umbrotsmenn, slðutogarar o.fl. o.fl. En við erum jafnt blaöamenn eins og handritalesarar eru blaðamenn, ljósmyndarar eru blaðamenn, fréttamenn eru blaðamenn. ÞRÆTUEPLIÐ ÆSKAN OG FELLAHELLIR Benedikt Viggósson Iðufelli 12 skrifar: Þann 22. nóvember sl. skrifar Stefán Gunnarsson um þrætu- epliþað.sem nefna mætti: Æsk- an-og Fellahellir. Hann kvaðst hafa farið sl. föstudagskvöld til að kynnast málinu af eigin raun: „Giska ég á að um 200 ung- menni hafi verið á ballinu og aö minnsta kosti helmingurinn á- berandi ölvaður”. Ekki vill undirritaður rengja orð Stefáns. Hinsvegar stangast þetta á við mina eigin reynslu er ég brá undir mig betri fætinum og fékk inngöngu I Fellahelli á föstudagskveldi ekki alls fyrir löngu, en þetta sama kvöld átti „Sæmi rokk” að skemmta. Ekki er hellirinn vistlegur og loftræsting léleg, en vin sá ég ekki á rokkglöðum gestum staöarins. Er leitað var álits tveggja við- staddra ungmenna staðhæfðu þau að ekki væri leyft að hafa ölvaða unglinga innan dyra. Stefán talar um að æfingar falli niður hjá iþróttafélaginu Leikni þegar eitthvaö spennandi sé i Hellinum og talar um sam- keppni milli Fellahellis og Leiknis. Undirritaöur yrði siðastur manna til að kasta rýrð á iþrótt- ir, enda eru bundnar hjá flest- um, ánægjulegar æskuminning- ar, við þá mjög svo göfgandi og heilbrigðu tómstunda iðkan, en „dansiböllin” eiga einnig sinar minningar hjá þeim sem komin eru af árganginum ”44... Þá var það Breiðfirðingabúð og þá ekki siður en nú voru vandamálin til staðar, þótt kannski sé heldur fréttnæmara nú á dögum. Væri ekki hægt að skipuleggja æfingar Leiknis þannig að þær stönguðust ekki á við dansleiki i Fellahelli sérstaklega kannski þá þegar eitthvað spennandi er á boðstólnum. Hvernig væri að koma á já- kvæðu samkomulagi milli Leiknis og Fellahellis. V æri ekki i áttina að forráðamenn þessara tveggja hópa ræddust við og gætu jafnvel ef viljinn er fyrir hendi, komið með lausn, sem báðir aðilar gætu sætt sig við. Hjarta dag- blaðs - hvað ÆTLAÐI AÐ SJA „SPILLINGUNA" EN SÁ ANNAÐ BV. skrifar: Það hefur verið talað um sukk og svinari i litrikum málskrúða af þeim sem hneykslast á æsk- unni. En hvað um þá fullorðnu sem fylla ungar stúlkur og draga þærá afvikinnstað eða herbergi til frekari „notkunar”. Það er talað um unglinga- vandamál eins og það sé eitt- hvað nýtt sem aldrei hafi gerst áður. Það ber að viðurkenna að það gerist æ umsvifameira og grófara. Astæðurnar eru m.a. þær að uppeldið er oft á tiðum i handaskolum og tengsl milli foreldra og kennara er ekki sem skyldi. Það þjónar engum tilgangi aö kennarinn þvoi hendur sinar, ábyrgðin er töluverð á öxlum þeirra. Satt og rétt er að best sé að þessir svokölluðu útlagar þjóð- félagsins samlagist fjölskyld- unni, þau virði hvert annað og sinni áhugamálum hvers ann- ars, en það virkar neikvætt að neyða skoðunum ungs fólks upp á „gamlingjana” og öfugt. Vegna skammdegisstreitu samfara fjárhagsáhyggjum kemur oft dýrið upp i mann- kindinni og einmitt þá ber að varpa ljósi skilnings og jafn- framt aðhalds i mótun ein- staklingsins, slik mótun eða vanmótun getur ráðið úrslitum um framtið unglingsins, hvort hann lendir i forarrennunni eða tekur jákvæða stefnu sem hent- ar félagslegum reglum kerfis- ins. En að rökræða um kerfið ætlar undirritaður að leiða hjá sér enda væri það efni i fram- haldssögu. Sá er þetta ritar brá sér ný- lega i Fellahelli til að sjá „spill- inguna”, en varð vitni að öðru. Rokkið dunaði og unga fólkið virtistskemmta sér hið besta þó kvartað væri um loftræstingu. Ekki sást vin á neinum og telpur sem undirritaður ræddi við kváðust að visu ekki koma oft en þær hefðu ekki orðið varar við að vin væri haft um hönd innan dyra. Já, vel á minnst innan dyra, en hvað tekur við i „part- ýum”? Þetta gefur hugmynda- fluginu byr undir báða vængi. Undirritaður hefði gaman af aðfáaðkikja ieittslikt „partý” og bera það saman við „gamla daga”. Það viröist sem svo að unga fólkið sé margt hvert búið að lýsa „frati” á uppalendur sina , enda komið fram i fréttum að fordæmi foreldranna er I alltof mörgum tilfellum þaö slæmt að það sé orðin áleitin spurning hvort það beri að ala uppal- endu-na upp á nýtt. Slik endurhæfing yrði máski ansi fámenn, og þeir sem mættu mundu gera það til þess eins að hella úr skálum reiði sinnar. Það er’eðlilegt að unga fólkið vilji hasar, það er ævintýra sinnað, en þó það vilji hasar þá er ekki þar með sagt að hassið sé eða eigi að vera þeirra neysluvarningur, en alltsem er forboöið vekur athygli og það er lagt hart að sér að kynnast þvi að eigin raun, en það getur orðið dýrt spaug. Trésmiðjan Víðir h.f. auglýsir: W Skattholin margeftirspurðu komin, TRESMIÐJAN 1 • tekk, ólmur, hnota og palesander. ■ . VIÐIR Gott verð og góðir greiðsluskilmólar. Laugavegi 166 Sími 22229

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.