Vísir - 26.11.1976, Síða 24
VISIB
Föstudagur 26. nóvember 1976
Allir
loðnubátarnir
með
fullfermi:
,Getur ekki
betra verið'
,,Það getur ekki betra verið
en að allir fylli sig” sagði
Andrés Finnbogason hjá
Loðnunefnd við Visi i morgun,
en nú eru aliir þeir átta bátar
sem voru á miðunum úti af
Vestfjörðum i nótt á leið í land
með fullfermi. Alls eru það um
þrjú þúsund tonn.
Bátarnir átta eru: Pétur
Jónasson með 550 tonn, Hrafn
400og Asberg 380. Þeir fóru til
Siglufjarðar. Eldborg fór með
530 tonn til Hafnarfjarðar, Ár-
sæll Sigurðsson 180 á Faxa-
flóahafnir, Bjarni Ölafsson
með 150 tonn til Akraness og
Helga II með 360 tonn og Svan-
ur 320 til Reykjavikur.
Enn er þróarrými fullt i
Bolungarvik, þangað sem
stvst er að sigla meðaflann.
—EKG
Bíldudalur:
Sveitar-
stjórinn rak
frystihúsið í
umboði
Byggðasjóðs
— Tók aðeins við
fyrirmœlum frá
sjóðnum, segir
hann
,,Ég tók við beinum fyrir-
mælum frá Byggðasjóði en
ekki sjálfstæðar ákvarðanir
varðandi reksturinn”, sagði
Theódór Bjarnason sveitar-
stjóri á Bildudal i samtali við
Visi i morgun. En hann hafði
prókúruumboð fyrir frystihús-
ið á staðnum þegar Byggða-
sjóður var rekstraraöili þess
sumarið 1975.
Theódór sagði að Byggða-
sjóður hefði .viljað meta það
meira að halda uppi atvinnu
en að stoppa rekstur frysti-
hússins.
Eyjólfur Þorkelsson fram-
kvæmdastjóri á Bildudal segir
að tap á rekstri frystihússins á
þessum sumarmánuðum hafi
enn ekki verið gefið uþp. en
hins vegar sé þvi fleygt manna
á meðal á Bildudal að það hafi
verið á milli 10 og 14 milljónir.
„Það var aðhald i rekstrin-
um eins og aðstæður framast
leyfðu”, sagði Theódór
Bjarnason sveitarstjóri.
„Hins vegr voru aðstæður
bæði þröngar og erfiðar.
Hann sagði að Hafrún, 200
tonna báturinn sem bilddæling
ar keyptu myndi væntanlega
komast á veiðar eftir helgi.
Frystihúsið á Bildudal er til-
búið að taka á móti fiski, að
öðru leyti þvi að ógreiddar
skuldir hvila á fyrirtækinu er
valda þvi að ekki er hægt aö
hefja vinnslu.
Skuldirnar, sagði Theódór,
að stöfuðu allar frá þeim tima
þegar unnið var að uppbygg-
ingu frystihússins- Helmingur
skuldanna er vinnulaun.
Framkvæmdastjóra Byggða-
sjóðs var falið að útvega fjár-
magn til að greiða skuldirnar,
en það hefur ekki f engist af þvi
niðurstaða, aö sögn Theódórs.
— EKG
ÆVARANDI SKOMM
ef við semjum við EBE um grœnlenska landhelgi — segir Pétur Guðjónsson
„Ég sé ekki að Efnahags- sett hvernig hún ráðstafi sinum við viðurkenndum nú rétt þeirra gerðina með alvarlí
bandalagið hafi rétt til að bjóða auðlindum. Grænlendingar lita til að fara eins með Grænland.” með góðum hgnaði.
„Ég sé ekki að Efnahags-
bandalagið hafi rétt til að bjóða
okkur eitt eða neitt við Græn-
land i skiptum fyrir veiðirétt-
indi i okkar fiskveiðilögsögu.
Allavega yrði það okkur til
ævarandi skammar ef við tækj-
um sliku tilboði”, sagði Pétur
Guðjónsson. formaður Félags
áhugamanna um sjávarútvegs-
mál. við Visi i tilefni af
samningaviðræðunum sem nú
fara fram hér i Reykjavik.
„Danska rikisstjórnin er ekki
búin að gefa EBE umboð til að
framselja auðlindir Grænlands.
Það stendur nú yfir deila um
þetta mál milli grænlendinga og
dana. Grænlendingar byggja á
samþykkt Sameinuðu þjóðanna
um að hverri þjóð sé i sjálfsvald
sett hvernig hún ráðstafi sinum
auðlindum. Grænlendingar lita
á sig sem sérstaka þjóð og vilja
viðurkenningu sem slikir. Þeir
telja þvi dani ekki hafa nokkunr
rétt til að semja um fiskveiði-
réttindi Grænlands.”
Fóru illa með island
„Og jafnvel þótt danir telji sig
eiga réttinn, getum við ekki ver-
ið þekktir fyrir að viðurkenna
hann. Arið 1901 sömdu danir við
englendinga um að opna is-
lensku landhelgina upp að 3 mil-
„Þannig stefndu þeir I hættu
lifshagsmunum fátækasta og
aumasta hluta Danaveldis. Það
yrði okkur til stórskammar ef
við viðurkenndum nú rétt þeirra
til að fara eins með Grænland.’
„Efnahagsbandalagið hefur
ekkert að bjóða okkur og við
höfum enga ástæðu til að gefa
þeim nokkuð. Arið 1976 veiða út-
lendingar 160 þúsund lestir af
bolfiski á Islandsmiðum.
Hefðu engir útlendingar verið
hefðum við getað skipt þessu til
helminga. Helminginn hefðum
við getað sett i friðun en hinn
helminginn hefðu okkar skip
getað veitt. Það hefði þýtt þús-
und tonna viðbótarafla á hvern
togara, sem aftur hefði þýtt 55
milljón króna verðmætisaukn-
ingu fyrir hvert skip. Það er
mismunurinn á þvi að reka út-
gerðina með alvarlegu tapi eða
með góðum hgnaði.”
Danir eiga réttinn
„Frá lagalegu sjónarmiði
hafa danir rétt til að semja um
fiskveiðar við Grænland,” sagði
dr. Gunnar G. Schram, prófess-
or við lagadeild Háskólans, þeg-
ar Visir bar þetta undir hann.
„Grænland er ekki nema amt
i Danmörku og vald heima-
stjórnarinner er hliðstætt valdi
sveitarstjórnar. Danir fara þvi
með utanrikis- og landhelgis-
mál. Hitterrétt hjá Pétri að það
felst nokkur söguleg hliðstæða i
yfirráðum þeirra yfir græn-
lensku landhelginni og landhelgi
Islands á sinum tima.”
— ÖT
Eimskip:
Óvissa um verkefni
ryðvarnarstöðvar
Ryðvarnarstöð sú sem Eim-
skip er að byggja við Borgartún
hefur verið nokkuð til umræðu
að undanförnu vegna frétta um
fýrirhuguð kaup bílainnflytj-
enda i bilferju. Eimskip leggur i
mikinn kostnað með byggingu
ryövarnastöðvarinnar, en ef
félagið missir af bilaflutningum
til landsins er óvist að hún komi
að unphaflegum notum.
Ætlunin var að þarna yrðu
ryðvarðir þeir bilar sem Eim-
skip flytur hingað til lands, en
félagið hefur lengi annast nær
allan bílaflutning tii landsins.
Ef að þvi verður að aðrir aðil-
ar en Eimskip taki að sér bíla-
flutninginn hlýtur sú spurning
að vakna hvort þeir byggi þá
aðra ryðvarnarstöð og hvaða
verkefni verði fyrir stöð Eim-
skips.
Aðilar málsins verjast allra
frétta enn sem komið er, en ekki
er óliklegt að einhverjar við-
ræður fari nú fram bak við
tjöldin. —-SG
Einhugur hjá kröfum
Mikil eining rikti á fundi full-
trúaráðs Alþýðuflokksfélag-
anna i Reykjavik I gærkvöldi.
Fulltrúaráð sem kosið var um
siðustu helgi kom saman og
kaus sér stjórn. Var slikur ein-
hugur að stjórnin var einróma
kosin.
Björgvin Guðmundsson var
kosinn formaður, Tryggvi Þór-
kallsson rafvirki, varaformað-
ur. Þá voru nokkrir sjálfskjörn-
ir, samkvæmt skipulagsreglum.
Það voru Þórunn Valdimars-
dóttir formaður verkakvenna-
félagsins Framsóknar, Skjöldur
Þorgrimsson fiskmatsmaður,
Bjarni Guðmundsson frá Félagi
ungra jafnaðarmanna Sigurður
E. Guðmundsson formaður Al-
þýðuflokksfélagsins og Kristin
Guðmundsdóttir formaður
Kvenfélags Alþýðuflokksins.
í varastjórn voru kjörin:
Elias Kristinsson mælingamað-
ur, Marias Sveinsson banka-
maður, Helga Guðmundsdóttir
verkakona og Jón Ágústsson.
—EKG
Húsnœðismálastjórnarlán:
Nauðungaruppboð
auglýst á 300
íbúðum í Reykjavík
Nauðungaruppboð var aug-
lýst I Lögbirtingablaðinu i gær á
300 ibúðum I Reykjavik vegna
vangoldinna húsnæðismála-
stjórnarlána.
Visir fékk þær upplýsingar
hjá Veðdeild Landsbanka is-
lands að hér væri um að ræða
lán sem féllu i gjalddaga i mai
sl. Þessi fjöldi væri ekki meiri
að tiltölu en venjulega. Yfirleitt
væru ibúðirnar auglýstar til
nauðungaruppboðs vegna um
4% lánanna. Hins vegar
kæmi ekki til uppboðs nema á
einum til tveim ibúðum á ári.
önnur lán væru greidd áður en
til þess kæmi. — SJ
Rally-braut við Sand-
fell að verða tilbúin
Þar verður háð keppni á bílum sem
rúnir hafa verið öllum ,skrautfjöðrum'
Nú er þess ekki langt að biða
að tekin verði i notkun „Rally-
Cross braut” á vegum hinnar
nýstofnuðu bifreiðaiþróttadeild-
ar Félags islenskra bifreiðaeig-
enda.
Unnið hefur verið að gerð
þessarar brautar að undan-
förnu, og er nú aðeins eftir að
grafa niöur til hálfs nokkur
hundruð hjólbarða, sem verða
meðfram brautinni.
Braut þessi er við Sandfell —
rétt við Þrengslaveg — og er
hringum um 900 metra langur.
Er brautin 10 metra breið en 15
metra breið I beygjum. Er þetta
malarbraut, og öll i dæídum og
hólum til að gera hana erfiðari
yfirferðar.
Þarna er fyrirhugað að hafa i
framtiðinni „Rally-Cross
keppni”, sem er mjög vinsæl
bilaiþrótt erlendis. Er „Rally
Cross” keppni.semmá flokka á
milli venjulegs Rallys á þjóð-
vegum og toríæruakstucs.
Ekið er á venjulegum bilum,
sem allir aukahlutir, sem
stuðarar, ljós, krómlistar og
annað hafa verið teknir af. I
staðinn eru bilarnir sérstaklega
styrktir, og i þá sett m.a. velti-
grind til að verja ökumanninn,
og sérstök gerö af öryggisbelt-
um.
Brautin er þannig úr garði
gerð að svo til vonlaust er að ná
miklum hraða á ökutækið, enda
er leikurinn ekki til þess gerður.
Mjög strangt verður tekið á
öllum reglum. Má meðal annars
benda á, að enginn fær að fara
inn á brautina til keppni fyrr en
hann hefur „löglega” útbúinn
bil, og hefur áunnið sér rétt til
aðkeppa.
Ekki er endanlega ákveðið
hvenær fyrsta keppnin fer fram,
en þess verður sjálfsagt ekki
langt að biða, þar sem brautin
er að verða tilbúin og sömuleiðis
nokkrir bilar, sem notaðir
verða.
— klp —