Vísir - 10.02.1977, Síða 8
8
Fimmtudagur 10. febriiar 1977 VISIR
Helgi Skúlason fer úr gervi Hamm. Hann er eiginlega lfkaminn. Hann er lamaður á báðum fótum,
sjónlaus, húðin tveimur númerum of stór, útlifaður.
Guðbjörg Þorbjarnardóttir leikur Nell. móðurina i leiknum. Hún
býr i gamalli oliutunnu. Henni er svo lýst, að hún sé með skorpna
húð sem virðist vera að flagna af, vannærð, iangþjáð og slitin. Sem
sagt — sveitarómantikin sjálf þegar búið er að klæða hana úr spari-
fötunum.
í Endatafli er
byrjað á jiví
% ’ '. ■
Sterkur drykkur
„Við byrjuöum á sminkinu
núna, þótt venjulega sé það ekki
gert fyrr en rétt fyrir sýningu.
Þetta er vegna þess að ég hef
lagt persónulegan skilning i
verkið og við þá útfærslu eru
maskar mikið notaðir. Við urð-
um að sjá hvort leikararnir
þyldu þessa sterku maska áður
en við héldum lengra.
Þetta voru orð Hrafns Gunn-
laugssonar, en hann leikstýrir
nú leikritinu Endatafl eftir nób-
Eldri en eístu menn muna
Hrafn sagði að persónurnar
eigi að vera mjög gamlar. Nell
og Nagg, móðirin og faðirinn,
eru t.d. eldri en elstu menn
muna.
„Við reynum nú að ná þessum
ofsalega aldri i maskana og er-
um ákveðin i að láta þetta tak-
ast. En það þarf nokkurn undir-
búning þvi húð fólks er mismun-
andi sterk.
Eins og sést á myndunum hér
skipað sér sess meðal
klassiskra verka i leikhúsinu.
Nýtur sín í nálægð
„Andlitin ættu að geta notið
sin i þeirri nálægð sem er á Litla
sviðinu”, sagði Hrafn. „Beckett
er að lýsa sálarástandi ekki at-
burðarás. Þetta er lýsing innan
frá, ekki utan frá, i rauninni
gegnumlýsing.
Skilningurinn sem ég hef lagt
i þetta verk er að þarna sé hin
eilifa barátta milli likama og
sálar. Leikritið er I -senn grát-
hlægilegt, harmþrungið og fá-
ránlegt.
Það er gegnumgangandi I
verkum Beckets að hann er að
draga fram i sviðsljósið hug-
myndir sem við alla jafna ýtum
frá okkur. Til dæmis leggur
hann áherslu á að við lifum allt-
af á vitlausum timum. Þegar
við erum litil dreymir okkur um
að skjóta af alvöru rifflum, en
þegar við erum nógu stór til
þess, höfum við misst áhug-
I ann.”
Margrét Bogadóttir og Björn Björnsson leikiyyndateiknari flikka
upp á Arna. — Myndir JA
Þetta er Nagg (Arni Tryggvason). Hann er maður Nell. Eldri en
elstu menn muna, eins og Nell. Hann hefur misst lappirnar og er
geymdur I oliutunnu eins og Nell.
elskáldið Samuel Beckett, sem
verður frumsýnt á Litla sviði
Þjóðleikhússins i mars. Æfingar
eru nýbyrjaðar á leikritinu og
var fyrst lögð áhersla á að koma
réttum andlitum á leikarana.
á siðunni breytast leikararnir
mikið við sminkið. Hrafn sagði
að efnið og leikritið sjálft væri
ekki siður magnað en andlits-
gerfin. Enda væri það eitt ör-
fárra nútimaverka sem hefði
Samuel Beckett samdi Enda-
tafl á frönsku, vegna þess að
honum fannst enskan taka af
sér völdin, hún er honum of
töm. Með þvl að semja á
frönsku segist hann verða að
einbeita sér að þvi að koma orð-
um að hugsuninni, en ekki að
koma hugsun á orðaflaum. Sið-
an þýddi hann verkið á ensku.
„Þetta verður til þess að
hann verður knappur,” sagði
Hrafn. „Það er sterkur drykkur
;sem hann serverar”. —SJ
UNGLINGARNIR BERJAST
GEGN TÓBAKINU
„Það er ánægjulegt að fylgj-
ast með þvi hvað komin er upp
almenn hreyfing meðal ungl-
inga að berjast gegn tóbaks-
notkun,” sagði Hinrik Bjarna-
son formaður Æskulýösráðs
Reykjavikur I samtali við Visi.
Nú hefur starfshópur ungl-
inga i Breiðholtshverfi undirbú-
ið útkomu bæklings um skað-
semi reykinga og kemur hann
út á næstu dögum. Þetta starf
unnu þau i samvinnu við for-
stöðumann Fellahellis, Val Þór-
arinsson og Þorvarð örnólfsson
hjá Krabbameinsfélagi Islands.
Þessi starfshópur hefur að
undanförnu unnið á ýmsan hátt
gegn reykingum. Meðal annars
hafði hann forgöngu um að
samvinna náöist milli þeirra
sem sækja Fellahelli að tak-
marka meira hvar megi reykja
i félagsmiðstöðinni.
Bæklingurinn er 4. árgangur 4
Fellahellis, sem kemur út að
minnsta kosti tvisvar á ári og
hefur að geyma upplýsingar
um þá starfsemi sem boðið er
upp á I Fellahelli. I þetta sinn er
bæklingurinn eingöngu helgaö-
ur baráttunni gegn reykingum.
Kemur hann út i 4.000 eintökum
og verður borinn út I öil hús i
Breiöholtinu.
— SJ
„Indlandshreyfing"
stofnuð hér á landi
Hópur áhugamanna um
mannréttindamái hefur ákveðiö
að stofna samtök sem nefnast
munu „Indlandshreyfingin”.
Tilgangur hreyfingarinnar er
að berjast fyrir endurreisn
mannréttinda á Indlandi, vekja
athygli á ástandinu þar og
styðja þau samtök á Indlandi
sem berjast fyrir endurreisn
mannréttinda þar og afnámi
einræðisins.
Samstarf verður haft við
svipuð samtök annars staöar á
norðurlöndum.
Stofnfundur verður haldinn I
Norræna húsinu á morgun
föstudag klukkan 14.00. — GA