Vísir - 14.02.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 14.02.1977, Blaðsíða 11
Mánudagur 14. febrúar 1977 11 tekjuskattskerfinu (Arni Árnason rekstrar- hagfræðingur skrifar 1 Y grundvallast á þremur breyti- stæröum: (1) Tryggðum lágmarkstekjum, sem geta komiö i staö lifeyris og ýmissa greiöslna almanna- trygginga sem ekki eru venju- legar tryggingabætur heldur tekjuuppbót eöa tekjutrygg- ing. Tryggöar lágmarkstekjur yröu ákveöin upphæö breyti- leg eftir fjölskyldustærö i formi skattafsláttar sem kæmi til útborgunar i þeim mæli, sem þær eru hærri en reiknaöur skattur. (2) Skatthlutfalli, þar sem tekju- skattur, útsvar og sjúkra- tryggingagjald hefur veriö sameinaö i eitt skatthlutfall, sem er hiö sama fyrir allar tekjur og reiknaö eins af sama stofni án nokkurra undan- genginna frádráttarliöa. (3) Jafnvægistekjum þar sem skattur er jafn tryggöum lág- markstekjum. Hjá þeim, sem hafa engar tekjur koma tryggöar lágmarkstekjur aö fullu til útborgunar en sú út- borgun fer stighækkandi uns jafnvægistekjum er náö. Tek- ur þá skattgreiösla viö og fer hækkandi meö vaxandi tekj- um. Aðlögun Með þessu fyrirkomulagi má ákveöa jafnvægistekjur sem þær tekjur, sem undanþiggja á tekju- skatti. Tryggöar lágmarkstekjur eru hins vegar ákveönar meö hliösjón af þvi, i hve rikum mæli þetta nýja fyrirkomulag kemur i stað núverandi lifeyris- og tryggingakerfis. Þessi tekju- trygging ætti þó ekki aö virka letjandi á vinnuvilja manna, þar sem menn hafa ávallt hag af þvi að afla hærri tekna. Skatthlutfall- iö þarf hins vegar ekki aö koma nákvæmlega i staö gildandi skatt- hlutfalla, heldur ræöst hlutfalliö af kostnaöi kerfisins, en sveitar- félögin fengju þá ákveöna hlut- deild I greiddum frádrægum tekjuskatti. Þessi frádrægi tekjuskattur fellur vel aö núverandi greiöslu fyrirkomulagi tekjuskatts, en gerir einnig skattgreiöslu af tekj- um um leiö og þeirra er aflaö ■ mögulega, ef óskaö er. Bæöi gild- andi lög og skattfrumvarpiö gera ráð fyrir of flóknum útreikningi tekjuskatts, útsvars, sjúkrá- - tryggingargjalds og tengdra gjalda til þess að staögreiösla sé möguleg. Aö lokum mætti nefna, aö þetta kerfi má aðlaga óstööugu verölagi meö þvi aö breyta tryggöum lágmarkstekjum ávallt til samræmis viö verölags- breytingar, en þaö aö telja tryggöar lágmarkstekjur ekki til skattskyldra tekna, fremur en nú er um barnabætur, jafnar enn frekar tekjuskiptinguna i þjóö- félaginu. Skattur FRADRÆGUR TEKJUSKATTUR (í þús. króna) Frádrægur tekjuskattur i framkvæmd Á s.l. ári má telja aö lifeyrir fjögurra manna fjölskyldu, hióna með tvö börn hafi þurft að vera a.m.k. 78.000 á mánuöi eða 936.000 krónur á ári. Ef þessi upphæö er tekin sem tryggöar lágmarks- tekjur en skatthlutfallið ákveöiö sem samanlagt hæsta tekju- skattshlutfall, útfvarsprósenta og sjúkratryggingargjald veröa jafnvægistekjur fjögurra manna fjölskyldu við 1800.000 króna árs- tekjur eða 150.000 króna mánaðarlaun. Af þeim tekjum er ekki greiddur skattur. Sam- hengi þessara stæröa er þannig. Jafnvægistekjur: tryggöar lágmarkstekjur / skatt- hlutfall 936.000 / 52% = 1800.000 krónur Skattur: (Tekjur x skatthlutfall) — tryggðar lágmarkstekjur (1800.000 x 52%) — 936.000 936.000 — 936.000 skattur = 0 Á meöfylgjandi linuritum er sýnt hvemig samhengi þessara stærða er háttaö og hvernig stig- hækkun skattsins á sér staö. Á linuritinu yfir ráöstöfunartekjur sjást greinilega þau tekjujöfnun- aráhrif sem þetta nýja kerfi hef- ur. Hér aö ofan var gengiö út frá fjögurra manna fjölskyldu. Um aörar fjölskyldustæöir gilda hins vegar sömu lögmál. Þannig yröu jafnvægistekjur hjóna meö eitt barn við 1660.000 krónur en barn lausra hióna viö 1440.000 krónur. Hjá einstæöu foreldrí væri sanngjarnt aö leyía tekju- tryggingu vegna maka fyrir fyrsta barn o.s.frv. þannig aö jafnvægistekjur einstæös for- eldris meö eitt barn yröi 1440.000 krónur en 1660.000 krónur ef börn- in eru tvö. Jafnvægistekjur ein- staklings yröu hins vegar viö um 870.000 krónur. Meö þessu kerfi má einnig heimila sérsköttun séraflafjár, þannig aö hjón skipti á milli sin þeim tryggöu lág- markstekjum eöa skattafslætti sem þau njóta sameiginlega. Niðurlag Hér aö framan var útskýrt, hvernig frádrægur tekjuskattur getur komiö i staö núverandi tekjuskatts. Þær tölur, sem notaðar eru má ekki taka sem ákveöna tillögu, heldur eru þær einungis notaöar til útskýringar á hugtakinu.Ef sú skoðun öölast fylgi, aö æskilegt sé aö sameina núverandi tekjuskatt, útsvar og tryggingakerfi 1 slikum skatti, þarf aö sjálfsögöu aö fram- kvæma nákvæma athugun og út- reikninga, hvernig best væri aö útfæra breytinguna. Síðan hvenœr hefur veríð heim- ilt oð greiða opinber gjöld með veðskuldobréfum? x ÞaO er margt einkennileg sem kemur upp þegar f jármála viðskipti Guöbjarts Páissonar eru skoðuð. Hafi hann annast milligöngu um útvegun fjár- magns til einhverra aðila þá er eins og slikir pappirar hafi öði- ast einhverja gulitryggingu sem hvarvetna er hægt aö nota til greiðslu. Það gengur jafnvel svo langt, að skuldabréf sem Guð- bjartur hefur farið höndum um, má nota til greiösiu á opinber- um gjöldum, en slikt er nánast einsdæmi og kallar á skýringar. I stuttu máli langar mig til að greina frá einu máli þar sem ofangreind ummæli eru rök- studd nánar. Sú vitneskja sem fyrir liggur kom fram viö athuganir á fjármálaviðskipt- um Gunnars Jenssonar i Selási viö Guöbjart Pálsson. Svo virðist sem Guöbjartur hafi haft milligöngu um sölu Gunnars á nokkrum veöskulda- bréfum til Jóns E. Jakobssonar lögfræöings. Upphæö þessara bréfa nemur samtals 8,5 millj- ónum króna. Til aö byrja meö lær Gunnar vixla aö upphæö fimm milljónir króna sem milli- tryggingu. Vixlar þessir eru út- gefnir af kaupmanni I Keflavik. Skuldabréfin voru tryggö f eign- um Seláslanda. NU viröist Jón. E. Jakobsson hafa keypt þessi bréf með ca. 40% afföllum. Umrædd veö- skuldabréf uröu slðan eign Skipasmiöastöövar Njarövikur, sem notaöi þau siöan til aö greiöa upp i vangoldin opinber gjöld er þá námu ævintýralegri fjárhæö. Innheimtumaður rikis- sjóðs i Keflavik, Jón Eysteins- son bæjarfógeti, tók þessi bréf sem greiðslu, en þaöan voru þau C Kristján Pétursso deildarstjóri, skrifar. " y 3 siðan send til rlkisféhiröis þar sem þau eru nú til innheimtu. Hver gat heimildina? NU munu eflaust margir vilja spyrja hvort bæjarfógetinn I Keflavik hafi haft heimild til aö taka umrædd veöskuldabréf (aö upphæö8,5milljónir króna) sem greiöslu á opinberum gjöldum skipasmiðastöövarinnar og er svo er: hver gaf slika heimild? Þá hlýtur bæjarfógetinn aö hafa tekið viö bréfunum sem greiðslu á fullu nafnveröi eins og bankar gera. Eins og áöur hefurkomiö fram kaupir Jón E. Jakobsson þessi skuldabréf meö 40% afföllumm eða fyrir um fimm milljónir króna. Hver er þaö sem fær þá mismuninn á nafnverði bréfanna og söluveröi þeirra, en sá mismunur er um 3- 3,5 milljónir króna? A þessum tima var Jón E. Jakobsson ekkitalinn hafa mik- iö lausafé umleikis. Þvi vaknar sú spurning hvaöan honum komu peningar til aö standa i þessum milljónaviöskiptum. Vonandi skýrir hann frá jafn- einföldum viöskiptum sem þessum og veröur á þann hátt við tilmælum hins réttsýna rit- stjóra Timans, Þórarins Þórarinssonar, um aö foröast hálfkveönar visur og dylgjur, svo aö réttlætinu veröi fullnægt. Eiga aðrir rétt á svona fyrirgreiðslu? Hins vegar er fróölegt aö spyrja hvort almennir skatt- borgarar eigi kannski- kost á sömu fyrirgreiðslu og Skipa- smiöastöö Njarövikur fékk hjá bæjarfógetanum I Keflavik, þaö er aö segja: greiöa opinber gjöld meö veöskuldabréfum? Brýna nauðsyn ber til, aö skattborgarar fái skýr svör viö þessari spurningu hiö allra fyrsta frá bæjarfógetanum og fjármálaráöuneytinu. Þá fynd- ist manni ekki óeölilegt, aö skattayfirvöld könnuöu hvaö oröiö hefur af hugsanlegum hagnabi sem þessi viðskipti hafa haft i för meö sér.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.