Vísir - 14.02.1977, Blaðsíða 13

Vísir - 14.02.1977, Blaðsíða 13
U\ IÍYMCII w N1 JA IVTNjLI pönum /y mí MAZDA 323 og Honda Accosd Japanskir bílar hafa selst grimmt vlöa um heim aö undan- förnu og mikill innflutningur á þeim hefur skapaö viöskiptaleg vandamái vlöa um lönd. Þaö, sem hefur selt þá jap- önsku er fyrst og fremst mikill og rikulega litilátinn útbúnaöur, góöur frágangur og vöruvönd- un, sem hefur komiö fram í á- gætu endursöluveröi. Hins veg- ar hefur obbinn af þessum bil- um ekki veriö neitt sérstakt til aö hrópa húrra fyrir, hvaö snertir hönnun, útsýni og nýting á rými hefur oft veriö léleg. En nú eru aö byrja aö koma á markaöinn nýir japanskir bilar, þar sem fram koma nýjar hug- myndir, þar sem leitast er viö aö fylgja eftir tæknilegri fram- þróun siöustu ára. Ef margir japanskir bilar i þessum dúr koma fram, mega sumir vest- rænir bilaframleiöendur biöja guö aö hjálpa sér. Nýi Honda-billinn, Honda Ac- cord, hefur fengiö mjög góöa dóma, og segja sumir bilasér- fræöingar, aö alveg eins og Dat- sun 100A hafvi veriö i fremstu röö áriö 1971, hvaö tæknilega gerö snerti, sé nýja Hondan nú i fremstu röö bila áriö 1977. Nýja Hondan er heldur stærri en Honda Civic, og kemur þaö rýminu mjög til góöa aö sögn, en sumir höföu horn i siöu þrengslanna aftur i Honda Civ- ic. Honda Accord er sjálfskiptur eins og Civic, og fá akstureigin- leikar Accord góöa umsögn, billinn er framdrifinn, vélin þverstæð, og likar bresku öku- þórunum mjög vel viö aö aka honum. Einu gallarnir voru bensineyösla, sem var nokkru Mazda 323: Fimm huröir og annaöIstll viötískuna IEvrópu. meirien ella, vegna þess aö bill- inn er sjálfskiptur, og eins þótti hann ekki nógu vel hljóöein- angraöur. En útlit, útbúnaöur, aksturs- eiginleikar, miöstöö, fjöörun og útsýni fær gott orö, og þykir bill- inn liklegur til vinsælda. /5^ómar Ragnarsson fls n kbi skrifar um bila ....— V " ) Mazda 323. Margir voru farnir aö halda, aö japanir ætluöu endalaust aö halda i bandarisku boglinurnar frá 1968-1972 meö litlu gluggun- um og uppbólgnu brettunum. En nú er útlit og hönnun jap- ananna aö breytast, og Mazda 323 er greinilega ætlaö aö keppa við VW Golf, Ford Fiesta og Chevette. A Mazda 323 má sjá svip meö Volvo 343 fremst, Chevette á hliö og VW Golf aö aftan. Lúga er að aftan og gluggar stórir, og á þriggja dyra bilnum eru huröir stærri en á Ford Mustang og mjög lagt upp úr þvi, aö auövelt sé aö setjast inn I bilinn. Rafkerfiö er þrefalt ein- faldara en á eldri bilum, mikiö er gert til þess aö gera bflinn hljóöan og koma i veg fyrir ryö- myndun. Vélar veröa tvær, 1000 rúm- sentimetravél, 45 nettóhestöfl, og 1300 rúmsentimetra vél, 60 hestöfl. Aö ööru leyti er Mazdan venjuleg aö byggingu, vél frammi i og drif að aftan, gorm- ar á öllum hjólum. Búist er við fyrstu bilunum af þessari gerö til Bretlands I vor. Hér á landi hafa vinsældir Mazda-bila farið vaxandi. Verö og varahlutaþjónusta þykir góö, og var Mazda mest seldi jap- anski bfllinn á siðasta ári. Honda Accord: tæknilega í fremstu röö aö viöbættum öörum japönskum kostum Tvœr vélar í einni Framundan er mikil bylting I gerö bila og bilvéla I Bandarlkj- unum. Fram til ársins 1985 veröa bandariskir bilaframleiö- endur skyldaöir til aö framleiöa sparneytnari og sparneytnari bila meö hverju ári, og meðal- eyöslan á bil áriö 1985 á aö vera aöeins helmingur þess, sem hún er nú, Þessa sér þegar stað I ýmsum nýjum bíltegundum vestra, eins og til dæmis meðal- stórum Chevrolet, sem veröur áriö 1977 nokkru minni en sam- svarandi Ford og Plymouth, án þess þó aö glata nokkru innan- rými. Einnig hefur þegar veriö gert mikiö til þess aö minnka eyöslu bilvélanna, en betur má ef duga skal. Vél, sem er þriggja strokka og sex strokka til skiptis Ford-verksmiöjurnar hafa nú gert tilraunir meö bilvél, sem er til skiptis þriggja strokka og sex strokka, eftir aðstæðum. Hér hefur tölvutæknin veriö tekin I þjónustu. Litil tölva stjórnar þvi, aö við tiltekin skilyröi er brennt bensini i þremur strokk- um af sex, um sprengirými þeirra leikur aðeins hreint loft, og hinir þrir strokkarnir sjá um aö knýja bilinn áfram. Tölvan sendir aöeins boö um aö stööva brennslu I strokkunum þremur, sé fimm skilyrðum fullnægt: vatnshitinn sé hærri en 80 stig, girkassi eöa sjálfskipting i hæsta hraðastigi, bensingjöf minni en 55 gráöur og hraöi bils- ins meiri en 70 kilómetrar á klukkustund. Siðasta skilyröið er sett, COMPUTER CONTROL SIGNALS SENSORS Hér sést verkaskiptingin á millistrokka. Tölvan er tengd við þrjá og hvllir þá, þegar sérstökum skilyrö- um, sem hún er mötuö á, er fullnægt. vegna þess, aö enn hefur vélinni ekki veriö breytt, þannig aö hún gangi jafnt á litlum hraöa. Þaö veröur hins vegar gert siöar, og tölvan sér um þaö, aö sé blllinn að hægja á sér, fara allir strokk- anir ekki i gang, fyrr en komið er niöur fyrir 40 kilómetra hraða. Að minnsta kosti 10% sparnaður I hinni opinberu bandarisku eyösluprófun (EPA-test), eyddi hin breytta vél 10% minna bensini en áður en henni var breytt, og meö ööru aksturslagi en notað er i akstri þessum, er hægt aö fá fram helmingi meiri sparnað. Talsmenn Ford-verk- smiðjanna segjast ekki vera i minnsta vafa um, aö sparnaöur- inn geti oröið enn meiri, þegar hið nýja fyrirkomulag hefur veriö fullkomnaö. Þeir búast viö, aö þaö veröi einkum fyrirtæki, sem eiga marga bila, sem sjá muni sér hag i þvi að kaupa bila meö hinni nýju vél. Aukakostnaöur- inn vegna tölubúnaðarins verður vart meiri en 30 þúsund krónur á bil, og það veröur fljótt aö vinnast upp i minni bensin- eyöslu. Einkum á þetta eftir aö reyn- ast drjúgur búhnykkur fyrir þá, sem aka langar vegalengdir eftir hraöbrautum. Audi 80 árgerð 1977 fyrirliggjandi Audi 80 árgerð 1977 er glæsilegur fólksbíll f nýjum búningi/ sem hefir að baki sér hina viðurkenndu vesturþýsku tæknikunnáttu og gæðaframleiðslu sem tryggir þægilegan/ öruggan og ódýran akst- ur. — Audi 80 bíður yðar nú í sýningarsal okkar. — Gjörið svo vel að lita inn og við munum gera okkar besta til að leysa úr spurningum yðar varðandi Audi 80. Verð á Audi LS ca. kr. 2.332 þúsund Verð á Audi GLS ca. kr. 2.435 þúsund HEKLA hf. Lðuqðvegi 1 —172 — S'rn. ? 1 240 Reglur um stöðugleika fiskiskipa í hrakningum: LOKS BIRTAR HEILU ÁRI EFTIR AÐ ÞÆR URÐU TIL Nýjar islenskar reglur un stöðugleika fiskiskipa vori loks birtar i Stjórnartiðind um heilu ári eftir að Sigl ingamálastofnunin hafði sent þær frá sér, vegna seinagangs i kerfinu. Hjálmar R. Báröarson, siglinga- málastjóri skýrir frá þessu i riti Siglingamálastofnunarinnar. Þar kemur fram, aö Siglingamála- stofnunin sendi samgönguráöherra til- lögur að nýjum islenskum reglum um þetta efni með bréfi 11 aprfl 1975. 1 bréfinu var bent á, aö eölilegt væri aö leita umsagnar samtaka sjómanna, en jafnframt væri rétt að gefa þeim til- tekinn frest, tvær vikur, tii aö gefa umsögn um reglurnar, en ef svar bær- ist ekki innan tilskilins tima skyldi ályktaö, að ekki væri um athugasemd- ir af þeirra hálfu aö ræöa. Þessi fram- gangsmáti var eðlilegur, aö dómi sigl- ingamálastjóra, vegna þess „aö brýn nauösyn er aö fá þær birtar nú þegar vegna öryggis fiskiskipa”. Ráðuneytiö sendi tiliögurnar til um- sagnar, en sýndi meira langlundargeö en siglingamálastjóri haföi lagt til. Þegar umsagnir höföu ekki enn borist eftir meira en sex mánúöi, skrifaöi siglingamálastjóri annaö bréf til ráöu- neytisins, þaö var 30. október 1975, og hvatti til þess að málinu yröi hraöaö. Enn leið einn mánuöur, og vel þaö, og enginn barst umsögnin, þannig aö 5. desember 1975 undirritaöi samgöngu- ráðherra reglurnar án þess aö um- sagnirnarheföu borist. Biöin var oröin 8 mánuðir. En björninn varsamt ekki unninn. Nú var ekki unnt aö birta reglurnar I Stjórnartiöindum strax, þvi rétt þótti aö safna meira efni i umrætt eintak Stjórnartiöinda. Birtust reglurnar þvi fyrst 9. aprfl 1976, þ.e. rúmum 4 mán- uðum eftir undirskrift ráöherra og ári eftir aö siglingamálastjóri sendi tillög- urnar frá sér. —ESJ. Hjálmar R. Báröarson, siglingamálastjóri. „fórnarstarf" kvenna, — segja hjúkrunarfrœðingar Hjúkrun er Fréttir Visis af kjaradeilu hjúkrun- arfræöinga viö borgaryfirvöld hafa oröiö tilefni til blaöaskrifa og fundar- samþykkta. Hjúkrunarfræöingar þeir, sem sagt hafa upp störfum komu sam- an á fund fyrir skömmu og samþykktu þar eftirfarandi yfirlýsingu: Um áramótin 1976-1977 voru 1458 fé- lagar i Hjúkrunarfélagi Islands, þar af voru 558 I fullu starfi, 266 I hálfu starfi eöa meira og 142 erlendis. . Námiö tekur 3 ár, þ.e. 4 skólaár, og er undirbúningsmenntun nú 2 ár fram yfir gagnfræöapróf eöa samsvarandi menntun og meiri. Núverandi laun hjúkrunarfræöinga ekki lengur eru sem hér segir: Nýútskrifaöir B-10 kr. 99.341.00, hjúkrunarfræöingar meö fulla starfs- reynslu B-ll kr. 106.486.00. Hjúkrunarfræöingar vinna allan ársins hring, jafnt helgar sem stórhá- tlðar. Um hátiöar fá þeir álag, sem er kr. 211.56 á klukkustund. Æösta embætti hjúkrunarfræðings á sjúkrastofnunum er staöa hjúkrunar- forstjóra (forstööukonu) á sjúkrahús- um meö yfir 200 rúmum. Fyrir þaö er greitt samkvæmt launaflokki B-21 kr. 152.367.00. Stétt hjúkrunarfræöinga er nú ein af fáum inni á sjúkrahúsum sem á I si- felldum erfiöleikum vegna skorts á starfsfólki og vinnuálag þvi oft óheyri- lega mikib. Hjúkrunarfræöingar sem sagt hafa upp störfum viö Borgarspitalann, Landakotsspitalann og Vifilsstaöa- spitalann álita, aö meö bættum kjör- um veröi talsverð bót ráöin á ofan- greindu ófremdarástandi. Mun þaö bæöi auka áhuga á hjúkrunarnámi og halda fólki betur I starfi. Löngum hefur veriö litiö á hjúkrun sem nokkurs konar fórnarstarf „kvenna” og ekki þótt viö hæfi aö gera kjarabaráttu aö oddamáli. Aöstæöur hafa breyst, hjúkrunarfræöingar þurfa aö vera færir um aö sjá fyrir sér og sinum. Ef tekiö er miö af hinum Noröur- löndunum er islensk hjúkrunarstétt ó- trúlega langt á eftir, bæbi hvaö varöar laun og önnur kjör. Krefjumst viö þess aö veröa metin aö verðleikum og væntum viö sann- gjarnra málaloka (samninga) og ab unnt veröi aö komast hjá neyöará- standi i sjúkrahúsum á höfuðborgar- svæbinu. Okkar þilplötugeymsla er upphituð Þilplötur eru auðvitað meðal alls þess byggingarefnis sem við bjóðum. En við geymum plöturnar í fullupphituðu hús- næði. Það meta þeir fagmenn mikils, sem úr þeim vinna. <S> BYGGINGAVÚRUVERZLUN K0PAV0GS NÝBÝIAVEGI8 SÍMI:41000

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.