Vísir - 14.02.1977, Blaðsíða 24

Vísir - 14.02.1977, Blaðsíða 24
 _gL _ _ 1 visml Mánudagur ’l4. febrúar 1977 Loðnuaflinn orðinn svip- aður og órið 1974 Heildarloönuaflinn var á miðnætti orðinn 223 þúsund tonn og eru mörg skip á leið til lands með afla. 1 augnablikinu er það Guðmundur RE sem er aflahæstur með 9.400 tonn. A sama tima i fyrra var afl- inn aöeins 136 þúsund tonn, en árið 1975 var búiö aö veiöa mjög svipaö og nú eða 221 þús- und tonn. Samkvæmt upplýsingum loönunefndar I morgun hefur flotinn alltaf haldiö aftur i noröur, 60—70 milur, þegar hann hefur veriö kominn suöur aö Hvalbak. Þarna eru einar þrjár göngur sem standa djúpt og erfitt aö ná þeim. Sem fyrr segir er Guömundur aflahæstur þegar þetta er skrifaö, en Börkur, Grindvikingur og Siguröur koma næst, hafa allir fengiö yfir átta þúsund lestir. — SG ÚTKÖLLIN ORÐIN Á ANNAÐ HIJNDRAÐ — þar af ellefu útköll um helgina Slökkviliðiö i Reykjavik hafði nóg að starfa um helg- ina. Fyrir utan sjúkra- og slysafiutninga var slökkviliðið kallað ellefu sinnum út frá há- degi á föstudag þar til i morg- un. 1 flestum tilfellum var þarna um sinubruna aö ræöa, en mjög mikiö er um þaö að krakkar séu að k eikja i sinu þessa dagana. Er hver blettur notaöur, og jafnvel verið kveikt i sinu i húsagöröum niöiri i miðbæ. Frá þvi um áramótin hefur slökkviliðiö i Reykjavík verið kallaöút 102sinnum, og er þaö óvenju mikið á ekki lengri tima — eöa rétt einum og hálf- um mánuði. —KLP.— Hafnaði í gjótu Ungur maður var lagður inn á gjörgæsludeild eftir umferð- arslys á Reykjanesbraut á laugardagskvöldið. Bifreiö sem hann var i valt ofan I gjótu viö Þúfnabarö. í bilnum voru tveir farþegar auk ökumanns og slösuöust allir — einn þeirra þaö mikiö, aö hann var lagöur inn á gjör- gæsludeild. Þá slösuöust tveir piltar er bifreið sem þeir voru i var ek- iöá ljósastaurá Arnarnesholti á sunnudagsmorguninn. Mun ökumaöurinn hafa misst vald á bilnum og náöi ekki aö stööva hann fyrr en á staurn- um. —klp— Strandaði með fullfermi í innsiglingunm í Eyjum Þegar aflaskipift Siguröur RE 4 kom i annað sinn með full- fermi af loðnu tii Vestmanna- eyja á laugardaginn, tók það niðri I innsiglingunni og var strandað þar i þrjár klukku- stundir, en þá var komið nægi- legt flóð til að skipið losnaði af sjálfu sér. Siguröur hefur tvivegis komið með rúmlega 1300 lestir af loönu til Vestmannaeyja, i siöara skiptiö um sexleytiö á laugar- dag. Þá var fjara, og tók skipiö þviniðri i innsiglingunni. Um kl. 9 losnaði Siguröur og gat haldiö áfram aö hafnarbakkanum. Engin önnur loðnuskip voru strax á eftir Sigurði, og varö þvi ekki frekari töf vegna strands- ins. Kristbjörn Árnason var skip- stjóri á Sigurði I þessari ferö, en Haraldur Agústsson i Eyjum var mættur til að taka viö skip- stjórninni, þar sem þeir skiptast á aö fara með skipiö á loönu- veiöar. —ESJ. Sigurður RE 4 strandaður I innsiglingunni við nyrðri hafnargarð- inn. Ljósmyndir Guðmundur Sigfússon. Skipstjórarnir á Sigurði RE 4 i Vestmannaeyjum á laugardaginn. Haraldur Ágústsson (t.v.) var að taka við skipinu, sem Kristbjörn Árnason hafði siglt til Eyja þá um daginn. „HÆGT AÐ LJÚKA LAGNINGU HVALFJARÐARLÍNU í ÁR" sagði Halldór Jónatansson, settur framkvœmdastjóri Landsvirkjunar, í viðtali við Vísi í morgun „Það er mat verkfræðideildar Landsvirkjunar, að unnt sé að ljúka byggingu linunnar upp i Hvalfjörð á þessu ári, ef ákvörðun verður tekin um að stefna að siikum framkvæmda- hraða”, sagði Halldór Jóna- tansson, settur fram- kvæmdastjóriLandsvirkjunar, i viðtali við Visi i morgun. Eins og frá var skýrt i Visi fyrir helgina, er iönaöarráöu- neytiö aö kanna, hvort unnt reynist aö fá nægiíegt fjármagn til aö hraöa lagningu byggöa- linunnar svonefndu svo henni veröi lokiö 1. desember n.k. Siðustu útboðin næstu daga „Þaö er búiö aö kaupa allt stál i turnana fyrir linuna”, sagöi Halldór, „og veröur þaö afhent á timabilinu mars-júli, en þaö er nægilega snemma til þess aö unnt sé aö ljúka framkvæmdum viö li'nuna á þessu ári, ef vilji er fyrir hendi og ef annaö efni fæst i tima, Þá er veriö aö bjóöa út undir- stööur fyrir linuna, og veröa til- boö i þær opnuö 18 febrúar. Þvi útboöi er hagaö þannig, aö möguleiki er aö semja um framkvæmdahraöa viö undir- stööurnar, sem geri kleift aö ljúka lagningu linunnar I heild I desember. Aö ööru leyti ætlar Lands- virkjun aö bjóöa út næstu daga annaö efni i linuna, þ.e. ein- angra, leiöara og tengibúnaö, og reynt veröur aö haga þvi útboöi þannig, aö afgreiösla geti átt sér staö á þessu efni i tæka tiö til aö hægt sé aö ljúka verkinu fyrir árslok”, sagöi Halldór. Kostnaðurinn við linulögnina Til þess aö byggöalinan kom- ist aö fullu I gagniö þarf Lands- virkjun aö leggja 60 kilómetra linu frá Geithálsi aö Grundar- tanga, en Ragmagnsveitur rikisins um 23 km linu þaöan og að Andakil. Viö spuröum Halldór um kostnað viö linulögnina hjá Landsvirkjun. „Kostnaðurinn viölinuna upp i Hvalfjörö er áætlaður 743 milljónir króna, en þá er ekki reiknaö meö vöxtum á bygg- ingatima, tengibúnaöi viö Geit- háls, spennistöö i Hvalfiröi né kostnaöi viö aö flýta fram- kvæmdum miöaö viö verklok á þessu ári i staö hausts 1978”, sagöi hann. „En ef ákveöiö veröur að ljúka linunni á þessu ári, er ætlunin aö selja til aö byrja meö eingöngu á 130 kw, sem þýöirað ekki þarf aö leggja i kostnaö við tengibúnaö eöa spennistöö i Hvalfirði, fyrr en siðar þegar Járnblendiverk- smiðjan fer af staö. Sé hins vegar kostnaður viö tengibúnaöinn og hlut Lands- virkjunar i fyrirhugaðri spenni- stöö i Hvalfiröi á næsta ári tek- inn með, er hann alls áætlaöur 1000 milljónir. En þá eru sem fyrr undanskildir vextir á bygg- ingatimanum og kostnaður vegna flýtingar framkvæmda, sem ekki hefur veriö áætlaöur endanlega.” — ESJ LANDSLIÐINU FÆRÐAR GJAFIR Fyrir leik islenska landsliðsins i handknattieik við pólverja, sem fram fór á Akureyri sl. laugardag, afhenti bæjarstjóri Akureyrar liðinu 100.000 krónur að gjöf frá bæjarstjórninni. Við sama tækifæri voru liðinu færðar peningagjafir sem safnast höfðu með frjálsum framlögum áhugafólks. Hér afhendir Helgi Bergs bæjarstjóri Jóni Karlssyni fyrirliða Islenska landsliðsins gjöf bæjarstjórnar. Ljósm. Einar. SJÓNVARPSMENN RÆDDU DAGSKRÁ SAMN0RRÆNNAR SJÓNVARPSRÁSAR „Þessi fundur var haldinn til þess að menn gætu áttað sig á þvi hvernig samnorræn sjón- varpsrás myndi lfta út”, sagði Pétur Guðfinnsson fram- kvæmdastjóri Sjónvarpsins I samtali við Visi f morgun, en hann kom heim um helgina af fundi sem haldinn var með fulltrúum alira sjónvarpsstöðv- anna á Norðurlöndum. Pétur sagöi aö þessi fundur heföi veriö meö einni þeirri nefnda sem vinna að skýrslu um norræna gervihnöttinn en fyrir- hugaö er aö sá gervihnöttur geti oröiö aö veruleika eftir um þaö bil fimm ár. Þegar þar aö kemur geta öll Noröurlöndin tekiö á móti útsendingum hinna landanna. Aö sögn Péturs er þá gert ráö fyrir aö mögulegt sé aö koma á samnorrænni sjónvarpsrás, sem myndi senda út kannski fjóra tima á dag. E'r nú unniö aö þvi að athuga hvernig dagskrá slikrar rásar geti verið háttaö. — SJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.