Vísir - 14.02.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 14.02.1977, Blaðsíða 3
3 VTSIR Mánudagur 14. febrúar 1977 um fimmtán sentimetrar i þver- mál. Þetta þættu ekki glæsileg húsakynni i dag. Innveggir voru steinhlaðnir og svefnbálk- arnir lika. Það var ekkert verið að hafa fyrir að klæða innvegg- ina.en hris var vist notaöur dá- litið á fletin. 3000 „steinar” i vegg- ina „Þetta hefur þó verið mjög vönduð verbúð, þvi að drengir gengu upp af skammbitum, en það var ekki nema i bestu búö- um.” (Drengir voru kallaðir burðarbitar sem stóðu upp úr skammbitum, upp i mæni). Verbúöir voru hlaðnar úr steini og þessi búö sem Axel er að smiöa virðist einnig vera það. Ef bankað er i kemur þó i ljós að þetta eru tréflögur sem hann hefur skorið ójöfnur i til þess að þær likist grjóti. Flög- urnar eru um 16 x 20 millimetr- ar og Axel þurfti að skera þrjú þúsund þeirra til að þekja vegg- ina að utan og innan. 1 „torfþakið” er svo notað grænt teppi. Inni i verbúðinni, vinstra megin við dyrnar verður svo ljós, þannig að fólk getur skoðað búðina að innan með þvi að gægjast inn um dyr eöa glugga. Gunnar Markússon, skóla- stjóri i Þorlákshöfn sagöi Visi að þegar haldið var upp á 25 ára afmæli byggðar i Þorlákshöfn i sumar, hafi orðiö afgangur af fé þvi sem átti að verja til hátið- arinnar. Tekin var ákvöröun um að nota það til að fá smiðað likan af verbúðinni. Gunnar sagði aö reyndar væri mikill áhugi á að endurreisa búðina sjálfa, en þaö væri dýrt fyrirtæki sem yröi að biða betri tima. En með lik- aninu væri lika geymd vitneskja um þessi hibýli sem ekki glat- ast. —öT m dyr búöarinnar. Svefnbálkarnir eru sitt hvorum megin gangsins. Eftir fa” þakið. — Vfsismyndir — JA Bera skertari hlut frá borði en aðrir Félag einstæðra foreldra segir að einstæðir foreldrar muni skv. nýja frumvarpinu um tekju- og eignaskatt i nánast öllum tilvik- um bera skaröari hlut frá borði en aðrir þegnar. Hefur FEF sent til Alþingis umsögn um frumvarpið oe seeir bar m.a.: „Félag einstæöra foreldra legg- ur höfuðáherslu á aö fellt veröi niöur þaö nýmæli i frumvarpinu að meðlag og barnalifeyrir verði talið til tekna hjá þvi foreldri sem við greiðslu tekur. Með- lag/barnalifeyrir er framlag þess foreldris sem ekki hefur barnið hjá sér til framfærslu þess. A móti kemur siðan framlag þess foreldris sem barnið hefur, og hefur það að sjálfsögöu greitt skatt af sinu framlagi. Eigi ein- hver að greiða skatta af hinum helmingnum, hlýtur að vera rök- rétt að það geri sá, sem þess fjár aflar. Ekkert réttlæti felst I , að það foreldri sem hefur barnið hjá sér greiöi einnig skatta af fram- lagi hins, eins og gert er ráö fyrir i frumvarpinu.” Þá er bent á að það sé að flestra dómi ósanngjarnt að skv. nýja frumvarpinu hækki heimili margfalt i sköttum þegar karl veröur ekkill. I öðru lagi telur FEF óeðlilegt aö auknar barna- bætur skuli háðar þvi, að einstætt foreldri hafiunnið i 12 vinnumán- uði á ári, enda að stæöur tiltekju- öflunar ákaflega misjafnar. t þriðja lagi telur FEF ný á- kvæöi um vexti og viðhaldskostn- að óraunhæf og muni bitna ó- þyrmilega á einstæðum foreldr- um. Borgarbúar kvefaðir Kvef var með meira móti seinni hluta siðasta mánaðar I Reykjavik, samkvæmt skýrsl- um lækna. Siðustu tvær vikur mánaðarins voru t.d. um 130 manns með kvefsótt hvora vik- una. Siðustu viku mánaöarins voru 57 með hálsbólgu 24 með lungnakvef og 23 með iðrakvef. Allar þessar tölur eru hærri en i byrjun mánaðarins en litið var um aörar farsóttir. ESJ Vinnuveitendur viljo viðrœður sem fyrst við launþega: „Sameiginlegur hagur að afstýra nýrri kollsteypu" „Kjarasamningarnir i vor verða að taka raunverulegt mið af efnahagshorfum. spám um þjóðarframleiðslu, þjóðartekjur og verðlagsþróun. Ákvörðun peningalauna sem ekki tæki mið af þessu myndi kalla yfir þjóð- ina i vaxandi mæli vixlhækk- anir verðlags óg kaupgjalds, aukinn viðskiptahalla og geng- islækkanir, rekstrarörðugleika atvinnufyrirtækja og óvissu i at- vinnumálum”, segir I sam- þykkt, sem framkvæmdastjórn Vinnuveitendasambands Is- lands gerði a fundi i gær. 1 samþykktinni er varaö við þeirri skoðun „aö öll bata merki i efnahagsmálum séu jafnframt tilefni til meiriháttar launahækkana” og þvi lýst að þessu sé ekki svo farið. Gerð er úttekt á stöðunni i efnahagsmálum og segir þar m.a. að enn sé um viöskipta- halla að ræða. Enn sé halli á fiskiflotanum og fisk- vinnslan standi i járnum. Þrátt fyrir hæsta afuröaverð hafi verðhækkanirnar varla haft viö þeim geysimiklu kostnaðar- hækkunum, sem oröiö hafi hér á landi. Veröbólgan hafi verið yíir 30% á siðastliönu ári. Löng er- lend lán hafi veriö um 39% af þjóðarframleiðslunni áriö 1976 um siðustu áramót og greiöslu- byrðin þeirra vegna sé áætluö rúmlega 18% á þessu ári. Við- skiptakjörin séu enn 17% lakari en þau voru á fyrsta ársfjórð- ungi 1974. „Af þessum staðreyndum verður að taka mið á næstu vikum og mánuöum þegar haf- ist veröur handa um launa- ákvarðanir” segir I ályktuninni og halda launahækkunum innan þeirra marka sem hækkun þjóöartekna setur”. Vinnuveitendasambandið býður i ályktuninni launþegum samstarf um viöræöur við rik- isstjórnina um úrbætur á ýms- um sviðum fyrir launþega og at- vinnureksturinn og telur æski- legt að viðræður aöila vinnu- markaðarins hefjist sem fyrst, m.a. um „ástand og horfur i efnahagsmálum og þann ramma, sem setja verður launaákvörðunum I vor, eigi að takast að varðveita og treysta þann efnahagsbata, sem hafinn er stuðla að frekara jafnvægi i þjóðarbúskapnum og vinna að raunverulegri kaupmáttar- aukningu. I þessum efnum eiga launþegar og vinnuveitendur óskilið mál. Það er þeirra sam- eiginlegir hagur og þjóöarinnar allrar að afstýra megi nýrri kollsteypu i efnahagsmálum”, segir i ályktuninni. — ESJ Útibússtjórar flytja um set Starf útibússtjóra Landsbank- ans á tsafirði hefur verið auglýst laust til umsóknar. Verulegar tilfærslur verða á nætunni á útibússtjórum i Lands- bankanum. Helgi Jónsson, sem verið hefur útibússtjóri á Isafirði, mun taka við stjóm útibúsins á Akranesi 1. júni n.k., en Sveinn Eliasson, sem verið hefur útibús- stjóri þar, mun fara til Hvolsvall- ar. Þar er Ari Jónsson útibús- stjóri, en hann mun taka við störfum i aöalbankanum i Reykjavik. Fleiri breytingar munu væntanlegar en útibússtjórar Landsbankans eru færöir til á þennan hátt á nokkurra ára fresti. — ESJ Ný sending komin í númerum 28-48 með loðfóðri og ófóðraðir Pantanir óskast sóttar sem fyrst Verð frá kr. 3.965.- Millibrúnir. Mjúkt og sterkt anilin skinn Með þykkum ekta hrágúmmisólum Egllsgötu 3, pósthóif 5050. Sfmi 18519.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.