Vísir - 04.03.1977, Blaðsíða 5

Vísir - 04.03.1977, Blaðsíða 5
Frœndfólk Indíru snýr baki við Kongressflokknum Fýkur í flest skjól fyrir japönskum fiskimönnum .VÍSIRíFöstudagur 4. mars 1977 Eitt af barnabörnum Mahatma Gandhis hefur nú sagt sig úr kongressflokk Indiru Gandhi og segist munu bjóða sig fram fyrir stjórnarandstöðuna i kosningunum i næsta mánuði. Frú Sumitra Kulkarni (47 ára) er fyrsti þingmaöur flokksins i Rajya Sabha (efri deild þingsins) sem segir sig ilr flokknum. Hún segir, aö flokkurinn hafi fjarlægst of fyrri hug- sjónir sinar og stefnur. Sumitra var spurö, hvernig hún teldi aö afi hennar, Gandhi, heföi brugöist við atbuöum undanfarinna ára en Gandhi, sem stundum hefur veriö nefndur faðir indversku þjóðar- innar, baröist fyrir sjálfstæöi Indlands undan bresku krúnunni. Spurningunni svaraöi frúin á þessa leið: „Hann hefði - vissulega ekki þolaö þessar ólýöræöis- legu aögerðir. Hann var fæddur lýöræöissinni.” Brotthlaup Sumitru er enn eitt áfalliö sem kongressflokkurinn hlýtur skömmu fyrir þingkosningar. Hún las upp fyrir blaðamenn bréf, sem hún sagðist mundu senda Indiru Gandhi, en þar sagöi meðal annars: „Mér skildist aö lokum aö leiðtogar flokksins láta sér á sama standa um hugsjónir okkar og myndast hefur breitt bil milli þess sem við boöum, og þess sem viö gerum.” Frændi Sumitru er Rajmohan Gandhi, sömuleiðis barnabarn Mahatma Gandi, en hann er ritstjóri bikublaös eins í Bombay, sem gagn- rýnt hefur harölega stjórn Indiru Gandhi. Onnur frænka Indiru, frú Vijay Lakshmi Pandit (76 ára) (systir Nehrús) hefur flutt ræður að undan- fömu á kosningafundum stjórnarand- stæöinga. S já varút vegs málar áðu- neyti Japan skýrði frá þvi i gær, að það væri um þessar mundir að afla sér upp- lýsinga hjá Frakklands- stjórn og Efnahagsbanda- lagi Evrópu um, hvað yrði um humarveiðar japana undan ströndum frönsku Guiana. Ráöuneytiö hefur tilkynnt um 110 japönskum humarbátum, sem staddir eru á miöum innan 200 milna lögsögu Guiana sem er Atlantshafsmegin við Suöur-Amerlku, aö þeir yröu aö stööva veiöarnar í bili, meöan kannaöar væru horfur fyrir veiöileyfi þeim til handa. Sendiráö Japans I París og Brussel hafa máliö til athugunar. Efnahagsbandalagiö og þar á meöal Frakkland hefur fært fiskveiöilögsögu slna út I 200 mllur. Franska Guiana fellur þar undir. A meöan hefur sjávarútvegsráðu- neytiö japanska sagt um 1.500 veiöi- skipum japana aöhalda áfram veiöum innan 200 milna fiskveiöilögsögunnar, sem Sovétmenn lýstu yfir I Noröur-Kyrrahafi. A mánudaginn og sunnudag flæmdu sovésk stmdgæsluskip japönsku fiski- i bátana út fyrir 200 mllurnar. Japans- stjórn segir, aö strandgæslan sovéska viröist ekki vita um loforö Moskvu- stjórnar þess efnis, aö japanir fái aö halda áfram veiðunum uns samningar hafi náöst milli rikisstjórna landanna. Viöræöur sem stóöu milli fiskimála- ráöherra rússa, Alexander Ishkov og Zenko Zuzuki, landbúnaöarráöherra Japans, strönduöu á mánudag, án þess aö nokkuö samkomulag næöist. En Japan sendir aöra sendinefnd til viöræöna I Moskvu þann 15. mars. Japanir hafa mótmælt þvf aö Sovét- menn draga fiskveiöilögsögu slna utan um eyjaklasa noröur af Japan, sem hernumdar voru I slöari heimsstyrj- öldinni af Sovétrikjunum. Hafa japanir gert tilkall til eyjanna. Jóhann Örn Sigurjónsson skýrir einvígisskákir Spasskys og Horts: SRASSKY VANN Meö sigri i æsispennandi skák tók Spassky forystuna i ein- viginu. Hann hóf taflið meö enska leiknum, byrjun sem fyrst var tefld af frönskum skákmeistara, Stanton aö nafni. Sá góöi maður notaöi þessa byrjun I landskeppni milli Eng- lands og Frakklands 1843, og siöan hefur enski leikurinn jafn- an vinsæll veriö. Spassky hefur þó litiö teflt þessa byrjun sjálfur á hvitt. Vera má aö nærvera Smyslovs hafi orðið honum hvatning, þvi Smyslov hefur miklar mætur á enska leiknum. Hitt er þó liklegra, að Spassky hafi undirbúið enska leikinn sem eitt af leynivopnum slnum gegn Hort, minnugur þess aö I heimsmeistarakeppn- inni 1972 setti Fischer hann sjálfan út af laginu meö þvi aö leika 1. c4. „Ég er kóngspeö”, sagöi Fischer eitt sinn og lék siöan C-peöinu, öllum til mikill- ar undrunar. Gegn þessu nýja vopni Spasskýs, valdi Hort nokkurs konar hollenska vörn. Hann fékk þrengra tafl, sem hann tefldi af sinni alkunnu þraut- segju, og lét sér nægja hæglátar tilfæringar. Sérstakt dálæti virtist Hort hafa á drottningar- riddara sinum, og lék honum óspart, bæöi inn á boröiö svo og út aftur. Viö þetta uröu menn hans drottningarmegin nokkuö afskiptir, og þar kom aö Spassky fórnaöi peöi, og hefur þá væntanlega treyst á hversu lengra hann var kominn meö liö sitt. Uppskeran varö vinningur, svo og stórskemmtileg skák. Hvitt: Spassky Svart: Hort 1. c4 2. Rc3 3. g3 gö 4. Bg2 Bg7 5. e3 d6 6. Rg-e2 f5 (Þar meö fær baráttan á sig hollenskan blæ. Afbrigði þetta þykir nokkuð tvieggjaö, og er ekki mikið teflt.) 7. d4 e4 8. b4 Rf6 (Ekki 8. ... Rxb4? 9. Da4 Rc6 10. d5 og vinnur.) 9. Hbl Re7 10. f3 (Nú fer hvitur aö grafa undan miöboröi svarts.) 10.... exf3 11. Bxf3 0-0 12.0-0 Kh8 13. b5 Re-g8 (Likt og i 1. skákinni byrjar Hort miklar tilfæringar aö baki viglinunnar, og bföur þess aö Spassky taki af skariö.) 14. Rf4 He8 15. Ilb2 RhC 16. Bg2 Rf7 17. Rf-d5 Rxd5 18. Bxd5 Dd7 19. Bg2 Rg5 1 JL E flp i 1 i it i i i i 4 i i £ i i i s JLi e5 Rc6 20. h4!? (Loks fer Spassky aö leiöast þófiö og lætur til skarar skriöa. Eftir þennan leik og hinn næsta fer allt i bál og brand, þannig aö raunverulega vissi enginn hver mátaði hvern I hildarleiknum.) 20.... Re6 (Ekki var gott aö opna f-lfnuna með 20. . . Re4 21. Rxe4 fxe4 22. Hb-f2 og menn svarts eru illi- lega út úr spilinu, þar sem þeir sitja inni á drottningarvæng.) 21. g4!? fxg4 22. Dxg4 X JL E fir iiiö JLi i i 4 i i i £> #i i iB „4 & A a C D 22... . 23. Dxd7 24. exd4 25. Hb-f2 E F G H Rxd4 Bxd7 Bxd4+ Bxc3 X iiii. X • i i i i i i JL i SJL & C D ~W~ F B- (Hvitur hefur fórnaö peöi og taflir sig I gegnum taktiskar flækjui'nar af aödáunarveröri útsjónarsemi. Þaö var athyglis- vert, aö Hort hugsaöi sig um nokkra stund áöur en hann drap riddarann á c3, eins og hann timdi ekki almennilega aö sleppa hróknum á f2 úr leppun- inni.) 26. Bxb7 Hb8 27. Hf7 Bd4+ 28. Kh2 (Ef 28. Khl? Be6 29. Hxc7 Hxb7 30. Hxb7 Bxc4 og siöan Bd5). 28... Bf5 29. Hxc7 He2 30. Hg3 Hxa2 31. BÍ4 Hd8 32. Bd5 "h5 33. He7 a5 34. bxa6 Hxa6 35. Bg5 Hb8 36. Hxf5! (Erfiöur leikur I timahrakinu.) 36... 37. Kf4 gxf5 Hf8? (Sjálfsagt far 37. . . Ha7 38. Bf6 Bxf6 39. Hxa7 Bxh4 40. Kxf5 og upp eru komnir mislitir biskup- ar og þar meö jafntefli.) 38. Bh6 39. Kxf5 Hg8 Hgl 40. Bg5 og hér féll Hort á tima. X • s E i i & JL JLl i JL i * s ■ 9 • s E i & i iJL i JS H m x

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.