Vísir - 04.03.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 04.03.1977, Blaðsíða 10
10 Föstudagur 4. mars 1977 vism VÍSIR l ... • - -- * . . - / L'tgrfandi :Keykjaprent hí. \ KramkvæmdastjóriíDavfft Guömundsson Ritstjórar:Þorsteinn Pálssondbm. . ólafur Ragnarsson Kitstjórnarfulltrúi: Brági Guftmandsson.* Fréttastjóri erlendra frétta-.Guömundur Pétursson. Umsjón meft hclgarblafti: Arni Þórarinsson. Blaftamenn: Edda Andrésdóttir, Einar Guöfinnsson, Elias Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guöjón Arngrlmsson, Kjartan L. Pálsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guövinsson, Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjónsson. Akureyrarritstjórn: Anders Hansen. (Jtlitsteiknun: Jón óskar Hafsteinsson og Magntls Olafsson. Ljósmyndir: Jens Alex- andersson, Loftur Asgeirsson, Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurösson. Dreifingarstjóri: Siguröur R. Pétursson. Auglýsingar: Siftumúla 8. Simar 11660, 86611. Askriftaxgjald kr. 1100 á mánufti innanlands. Afgreiftsla: Hverfisgata 44. Simi 86611 < Verft I lausasölu kr. 60 eintakiö. Ritstjórn: Slftumúla 14. Sfmi 86611, 7 lfnur Prentun: Blaftaprent hf. Akureyri. Slmi 96-19806. Hólfrar aldar gamlar söluaðferðir Augu mann hafa smám saman verið að opnast fyrir nauðsyn umbóta í landbúnaðarmálum vegna mikil- vægis atvinnugreinarinnar. Afurðasalan hefur sætt vaxandi gagnrýni og bændur hafa í vetur efnt til upp- reisnarfunda gegn kerfinu/ sem á margan hátt heldur þeim í f jötrum. Þær gífurlegu f járhæðir, sem varið er til uppbóta á útfluttar iandbúnaðarafurðir/ sýna einnig, að pottur er viða brótinn í þessum efnum. Samvinnuhringurinn annast útflutning á búvöru og fær lögum samkvæmt greidd sölulaun af útflutnings- uppbótum rikissjóðs. Fyrir samvinnuhringinn gild- ir þvi einu hvort hagstætt verð fæst fyrir vöruna erlendis eða ekki, það hefur engin áhrif á sölulaunin. Þetta fyrirkomulag er beinlínis hvatning til að selja vörur úr landí á óhagstæðu verði. Sveinn Jónsson stórbóndi á Egilsstöðum ræðir um þessi málefni í byggðablaði Vísis i gær. Hann segir þar, að samkepnni við ódýrt dilkakjöt frá Nýja Sjá- landi og Ástralíu sé ekki ástæðan fyrir því, hversu örðugt hefur verið að koma íslenska kjötinu á markað erlendis. Meginástæðuna segir hann hins vegar vera þá, að kjötið er sent héðan i heilum skrokkum með hálfrar aldar gömlum aðferðum að því er frágang varðar. Vitaskuld er það stórlega ámælisvert að ekki skuli í alvöru hafa verið reynt að beita nútima söluaðferðum á þessu sviði. Sveinn á Egiisstöðum segir, að könnun og markaðsleit fyrir dilkakjöt í nútímalegum neyt- endapakkningum hafi aldrei farið fram, þrátt fyrir itrekaðar áskoranir bænda þar um. Hann segir enn- fremur og með réttu, að þetta kjöt eigi aðeins að selja sem lúxusvöru. útflutningsuppbæturnar bera að nokkru leyti vott um virðingarleysi einokunarhrings fyrir land- búnaðarframleiðslunni. Það er hneyskli, að útflutn- ingsaðilar fái greidd sölulaun af uppbótum greiddum úr ríkissjóði. Það kemur i veg fyrir allar framfarir. Engin skynsamleg rök hniga að því, að einokunar- hringur eins og Sambandið taki ákveðið hlutfall af uppbótargreiðslum ríkissjóðs. útf lutningsuppbætur ættu að réttu lagi ekki að vera til. Og þvi marki er unnt að ná með skynsamlegum umbótum i landbúnaði og markvissri sölustarfsemi. Það er rétt, sem Sveinn á Egilsstöðum segir, að að þvi hljóti að koma fyrr en seinna, að sölu landbúnaðar- vara til útlanda verði sinnt af álíka manndómi og nú er með allar sjávarafurðir. En það liggur í augum uppi, ef þetta á að verða, að koma verður í veg fyrir, að einokunarhringur á sviði vinnsluog sölu landbúnaðarafurða fái sölulaun af út- flutningsuppbótum ríkissjóðs. Engar líkur eru til þess, að hringurinn hverfi frá 50 til 60 ára gömlum viðskiptaháttum meðan þessu fyrirkomulagi er haldið óbreyttu. Einokunaraðstaða samvinnuhringsins stendur á margan hátt i vegi fyrir framförum og umbótum I landbúnaði. Hann heldur stórum hópi bænda í skulda- f jötrum og hefur komið í veg fyrir eðlilega samkeppni og notað pólitíska valdaaðstöðu sína I þvl skyni eins og gleggst kom fram þegar koma átti í veg fyrir, að bændur i Skagafirði gætu slátrað annars staðar sl. haust en hjá Kaupfélaginu. Samvinnuhringurinn seldi eigi alls fyrir löngu úr landi feiti og fékk sölulaun af útflutningsuppbótun- um. Graskögglaverksmiðjan í Brautarholti á Kjalar- nesi, sem er í eigu tveggja bænda, gat hins vegar ekki fengið þetta hráefni keypt á sama verði og danska verksmiðjan, sem samvinnuhringurinn skiptir við. Þannig er kerfið öfugsnúið og andstætt hagsmunum bændastéttarinnar. Mengun, otvinnusj Ég tel mig neyddan til að taka penna I hönd, vegna skýrslu um hreinlæti, mengun og öryggi hjá ISAL, sem fram kom i frétt um i útvarpi þann 1. mars s.l. 1 fyrrnefndri skýrslu eru bornar á borð allt of margar dylgjur, óskýröar og hrein ósannindi, að ekki er hægt annað en að svara. Margar þær fullyrðingar sem bornar voru á borð eru opinberum aðilum sjálfum um aðkenna, sem eiga að sjá um þessa hluti, vegna kunnáttuleysis og vöntunar á reglugerðum og ákveðnari upp- lýsingum. Ég ætla að taka fyrir hvern liö fyrir sig, sem kom fram i skýrsl- unni. Atta veikindatíIfelli Þegar reglugerð var gefin út árið 1972 um eiturefni og fleira var i fyrstu erfitt að fá hana. Fólki er kunnugt um að árið 1975 var sérstaklega tekiö fyrir I sjón- varpsþætti hve litið væri gert til að framfylgja reglugerðinni og hún sáralitið kynnt. Fórum við ekki varhluta af þvi hjá ISAL. En aðalatriöiö i þessu máli er að hjá öllum Evrópuþjóðum eru fastir staðlar um hve mikið magn af efni megi vera I hverjum rúm- metra andrúmslofts, þar sem starfsfólk má vinna. Það er kald- hæðnislegt og alveg óafsakanlegt i þjóðfélagi sem framleiðir mat- væli að hafa ekki einu sinni gerla- stuðul svo fólk sem framleiðir mat geti vitað við hvað eigi að miða. Eins er þetta um loft- mengun á vinnustöðum. Engar reglugerðir,engir ákveðnir staðl ar sem hægt er að vinna eftir. Síðan Alverið hóf starfsemi slna hafa komið upp átta veikinda- tilfelli, sem rekja má til vinnunn- ar. Af þessum átta veikinda- tilfellum kom i ljós að I sex tilfell- um var um að ræða ofnæmis- sjúkdóma sem viðkomandi var með áður en hann hóf störf hjá ISAL. Til að lýsa ástandi þessara mála af hendi opinberra aðila, tek ég eftirfarandi dæmi.: Stórhætta í mörgum smáfyrirtækjum Stærsti og útbreiddasti atvinnu- sjúkdómur á landinu er heymæði. Margir bændur þjást af þessum sjúkdómi en hafa fengið litla hjálp til varnar, en nokkrir leit- uðu til ISAL um upplýsingar og gátum við veitt þeim aðstoð og Orö öryggismálastjóra voru þau að fáir vinnustaöir framfylgdu öryggisreglum eins vel og isal. NEÐANMALS - NEÐANM4LS - NEÐANP'IÍLS - EITRAÐ FYRIR ORKUSOLU A mjög skömmum tima hafa þær breytingar orðið, aö ekki er ráðist i neina framkvæmd á jörðu eða i vatni, öðruvisi en á undan fari ýtarleg rannsókn, sem bein- ist að hugsanlegum breytingum á þvi, sem gefið hefur verið hið háa nafn: Lifriki. A sama tima, svo dæmi séu tekin, og vegir eru lagð- ir yfir tún án sérstakra tilvika annarra en bóta, dettur engum I hug að leggja veg yfir f jarðarbotn öðru visi en skoða áður lifrikl marfióa og krabba og kanna strauma og flæði. Þannig hefur a.m.k. verið unnið f Hvalfirði á tveimur stöðum, viö ósa Brynju- dalsár og Botnsár. Leiddi rann- sóknin á lifrikinu til þess að vegurinn um Brynjudalsvog var færður litillega frá upphaflegri ætlan. Allt kemur þetta heim og saman við stefnu tiðarinnar og þau sjónarmið, sem uppi eru, að maðurinn megi ekki spilla jörð- inni. Sums staðar hefur þessi stefna verið of seint á ferðinni, en nokkur von er til þess, að hér á landi takist aö koma i veg fyrir stór spjöll af völdum mengunar og mannvirkja af þvi varnaöar- oröin voru uppi með öðrum þjóö- um áður en við hugsuöum okkur til hreyfings að nokkru ráði i stór- framkvæmdum. e Indriöi G. Þorsteinsson skrifar: J andstöðu en ekki þá, sem er af pólitiskum toga. Auðvitaö er al- veg ástæðulaust að standa þannig að þessum málum, að þau veki ugg fólks um aukna mengun og hækkandi rafmagnsverð til heimilanna. Það er að visu vitaö að orka til stóriðju selst ekki á dagprisum, en það er litiö gagn að henni þurfi heimilin að niður- greiða hana I stórum stil. Jafn- framt er vert að hafa I huga, að röskleiki og ákveðni I mengunar- vörnum viö álveriö I Straumsvlk getur ráðið úrslitum um frekari uppbyggingu orkufreks iðnaðar I landinu, sem okkur er nauðsyn- legur. Aö flytja orkuneytandann inn i landiö í formi stóriöju Þó hefur ekki tekist betur til en svo, að fyrsti vottur stóriðju I landinu, Alverksmiðjan við Straumsvik, hefur verið sett hér niður án þess aö séð yrði til þess að hún ylli ekki mengun. Á sínum tlma mætti þessi álverksmiöja m.ikilli andstöðu vegna þess að orka til hennar var ætluö á lægra verði en gekk og gerðist i landinu, og er svo enn. Minni áhersla var lögð á skilyrði, sem fólu I sér tækjabúnaö til að hindra mengun frá verksmiðjunni, og stendur þetta mál 1 þófi enn, ög hefur færst á alvarlegt stig áhættu og ásakana um atvinnusjúkdóma og trjádauða. Alverksmiðjan er fyrsta reynsla okkar af svo- nefndri stóriðju. Vegna erfiöleika á að nýta þá orku, sem hér er nóg af, hefur sú stefna verið uppi að flytja orkuneytandann inn I land- iö 1 mynd stóriðju. Hins vegar er lltið gagn I stóriðju, ef hún þýðir hærra orkuverð fyrir heimilin i landinu, og þann rekstur sem fyr- ir er. Þess vegna var gagnrýnin á hið lága orkuverð til álversins I Straumsvik réttmæt á sinum tima, enda hefur sannast siðan, aö hún átti við rök að styðjast. Þegar svo við bætist, að ekkert hefur veriö gert til aö hindra mengun frá álverinu á sama tima og við erum farin að skrlða meö fjarðarbotnum til aö fullvissa okkur um ótrúflaö lifriki þótt leggja þurfi veg, er ekki að undra þótt nokkurrar andstöðu gæti viö frekari stóriðjuframkvæmdir — og er þá átt við hina almennu Hin nýja íhalds- semi kom svo i Ijós Þegar allt var komið I óefni meö svonefnda Grundartanga- verksmiðju viö Hvalfjörð, tókust samningar við norðmenn um byggingu hennar. Hin nýja ihaldssemi 'i landinu kom svo I ljós, þegar hópur fólks hélt á staö- inn og sáði grasfræi I jarðraks I og við grunninn, sem tekinn haföi verið áður en Union Carbide gekk úr skaftinu. Sllkar aögerðir hafa ætiö svolltinn keim af ofstopa og skapsmunastreitu, og sýna öðr- um þræði við hvers konar rök- semdir er að eiga, þegar stóriðja er annars vegar. Þær bera llka vott um það mikla vantraust, sem hvilir á stóriðjuframkvæmdum hér, og rekja verður að hluta til afskiptaleysis um framfylgd mengunarákvæða við álverið I Straumsvik. Norömenn eru mikl- ir náttúruverndarmenn og láta sér annt um, að stóriöja valdi ekki skemmdum á næsta ná- grenni slnu. Undirritaður átti þess kost að skoða einskonar Grundartangaverksmiðju við

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.