Vísir - 04.03.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 04.03.1977, Blaðsíða 4
LURIE VERÐA OLL OLIUSKIPIN SETT í SIGLINGABANN? Milljónamæringurinn Ravi Tikkoo, sem réði sér hóp sjómanna frá Grimsby til þess að ráð- ast til uppgöngu á oliu- skipið Globtik Venus í höfninni í Le Havre, á nú á hættu að sjómannasam- tökin setji flota hans í bann. Leiötogar sjómannasamtak- anna sögBu i gær, að alþjóölegt bann yröi næsta skrefiö i til- raunum til þess aö knýja út- gerðina til aö greiöa filipps- eyingum, fyrri áhöfn skipsins, eftirstöövar launa, en sú upphæö nemur alls 141 þúsund sterlingspundum. Filippseyingarnir höföu kyrr- sett skipiö I Le Havre i 15 daga meö verkfalli sinu, þegar Tikkoo réöi stóran hóp grimsby- sjómanna, sem hann flutti til Le Havre. Geröu þeir herhlaup, vopnaðir öxum og bareflum, og rufu herkvi filippseyinga, sem reyndu ekki að hindra uppgöngu þeirra. — Filippseyingarnir voru sendir heim. Mannrétt- índanefnd S.þ. lœtur Uganda ekki til sín taka Bandarikjastjórn harmaði i gær, að mann- réttindanefnd Samein- uðu þjóðanna skyldi ekki samþykkja tiilögu breta um rannsóknir á meintum brotum gegn mannréttindum i Uganda. Fulltrúi Bandarlkjanna haföi stutt tillöguna, og ætlunin haföi veriö aö bera hann upp til al- mennrar umræöu á allsherjar- þinginu. Tillaga breta var lögö fram, eftir svipleg dauösföll Luwum erkibiskups I Uganda og tveggja ráöherra. Yfirvöld i Uganda höföu kært mennina þrjá fyrir landráð, en skýröu slöan frá þvf, aö þeir heföu farist I bifreiöaslysi. Kirkjunnar þjónar I Afrlku og fleiri halda þvl hins vegar fram, aö öryggissveitir Idi Amins for- seta hafi tekiö mennina af llfi. Litlifílahirðirinn Kate litla Roberts heyrir til einni stærstu fjölleikahúsfjöl- skyldunni I Bretlandi. Á sllkum heimilum veröa allir aö starfa eitthvaö, og þótt Kate sé ekki há I loftinu hefur hún sínum skyld- um aö gegna. Hún hiröir fils- ungann, Maureen, og er hérna aö hjálpa Maureen niöur af vagninum á sinn rétta staö. Flugvélin splundrað- ist á tind- inum 38 ungir kadettar ítalska flotans fórust í flugslysi i gærkvöldi ásamt yfir- manni sínum og fimm f lugliðsforingjum. Flutningavél flughersins, sem flutti þá, hrapaöi og rakst á fjalliö Monte Serra (918 metra hátt), sem er um 16 km austur af Pisa. Hrapaöi vélin skömmu eftir flug- tak af herflugvellinum I Pisa. ' Sjóliðsforingjaefnin voru i sinni fyrstu æfingaflugferð, þegar vélin rakst á tindinn á Monte Serra og splundraðist. Flugvélin var af gerðinni Hercules C-130, knúin fjórum túrbinuhreyflum. Björgunarsveitir leituöu I alla nótt innan um brakiö aö líkum hinna látnu, en enginn i vélinni liföi af slysiö. Varnarmálaráöuneytið I Róm heldur þvi fram i fréttatilkynri- ingu um slysið, aö skyggni hafi verið ágætt, þegar þaö bar að höndum. Landbúnaöarverka- menn viö rætur fjallsins sögöu, aö þoka heföi faliö tindinn. Sumir sjónarvottarsögöust hafa séö vél- ina hrapa. Einhverjir töldu sig hafa héyrt hreyfla vélarinnar sprengja óreglulega. Vito Lattanzio, varnarmála- ráöherra, sagöi að þetta væri versta slys Italska flughersins á friöartimum. Alls fórust 44 meö flugvélinni. Stjórnarkreppa í Belgíu i Belgiu biða menn nú átekta eftir þvi að sjá, hvort Leo Tindemann, forsætisráðherra, boði til nýrra kosninga, eða hvort hann hyggst stjórna i minnihluta. Tindeman vék úr ríkisstjórn- inni tveim ráöherrum RW-flokks- ins, þegar þingmenn RW greiddu ekki atkvæöi meö fjárlögunum. — Eftir sitja þá I samsteypustjórn- inni, kristilegir sóslalistar og frjálslyndir. Forsætisráöherrann sagöi neöri deild þingsins I gær, aö hann mundi gera frekar grein fyrir brottvlsuninni og fyrirætlunum slnum næstkomandi þriöjudag. I gærkvöldi átti Tindeman viöræöur viö aöra ráöherra stjórnarinnar og fékk slöan áheyrn hjá Baudouin konungi, en ekkert hefur veriö látiö uppi um, hvaö þeim fór á milli. RW (Rassemblement wallon) haföi hótaö þvi fyrr I vikunni aö sllta stjórnarsamstarfinu, ef ekki næöist samkomulag fyrir helgi um aukna sjálfstjórn til handa einstökum sveitarfélögum. — An stuönings RW ráöa kristilegir sóslalistar og frjálslyndir yfir aö- eins 105 þingsætum af 212 I neöri deildinni. Ránið á Paul Getty fyrir rétti í Róm ttalskir dómstólar taka nú fyrir áfrýjanir I máli nlu manna, sem ákæröir voru I fyrra fyrir aö hafa rænt Paul Getty III, afabarni milljónamæringsins, Paul Getty, sem talinn var rlkasti maöur heims, meðan hann var enn ofar moldu. Paul Getty III var fimm mán- uöi á valdi mannræningja uns þeir slepptu honum I desember 1973 gegn 1 milljón sterlings- punda lausnargjaldi. Tveir menn voru dæmdir I fyrra i sextán og átta ára fangelsi, en sjö voru sýknaöir af manhránsákærunum. Báöir hinir sakfelldu hafa áfryjaö og ákæru- valdið áfrýjaöi sýknudómunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.