Vísir - 04.03.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 04.03.1977, Blaðsíða 3
vism Föstudagur 4. mars 1977 3 Fagna //nýju" blaða- mennskunni Andlegt skran Alfreð Þorsteinsson, forstjóri Sölu varnarliðseigna, og Sigfús Jónsson, sölustjóri, skoða sig um i bilasölusalnum, þar sem mörg dollaragrinin fara i gegn. Mynd Loftur. upp við einstaka skot. Þaö þýðir ekki að hafa veikar taugar i þessu starfi.” „En hvað með fjölskyldu þina.. .eiginkonuna ? ’ ’ „Ég held að hún kippi sér ekki upp við þetta. Ég er ekki einu- sinni viss um hvort hún les það. Allavega gerði hún sér grein fyrir þvi i upphafi að þetta gæti orðið stormasamt, og hefur aldrei kvartað.” „En hvað er mikil alvara á bakvið pólitisk stóryrði og rifrildi? Menn skammast þar blóðugum skömmum, en eru hinir kumpánlegustu þegar þeir hitt- ast. Eru þetta allt látalæti? Sjónarspil fyrir almenning?” „Ég held nú að oftast nær sé töluverð alvara á bakviö deilurn- ar. En menn fá útrás i skrifum og á öðrum vettvangi, svosem i borgarstjórn og á Alþingi. Þess á milli geta þeir hinsvegar verið ágætir kunningjar.” Illskeytt síðasta árið „Mér finnst þetta eiginlega mjög eðlilegt og vildi ekki hafa það öðruvisi. Ég veit ekki um neitt hatur af þessum sökum, sem betur fer. Þótt menn séu ósam- mála um eitthað og deili um það, á það ekki að þurfa að koma i veg fyrir eðlileg mannleg samskipti.” „Ég verö þó að segja að mér hefur fundist pólitikin sérstak- lega illskeytt siðasta árið. Hún hefur verið óvenju persónuleg. Menn hafa hreinlega verið hund- eltir og ofsóttir. Pólitisk blaða- mennska hefur verið mun ill- vigari en áður.” „Ég hef lent i þvi að halda uppi vörnum fyrir Framsóknarflokk- inn, það hefur mætt töluvert á mér sem öðrum. Og ég held að þegar upp er staðið komi i ljós aö árásir á Framsóknarflokkinn, til dæmis i sambandi viö dómsmálin voru ekki á rökum reistar.” „Hvað finnst þér þá um það sem sumir kalla nýja blaða- mennsku?” „Sem „gamall” blaðamaöur fagna ég þessari breytingu að ■ mörguleyti. Það hlýtur aö vera öllum blaðamönnum fagnaðar- efni að losnar um pólitiskar viðj- ar. En ég held að þetta hafi i viss- um tilfellum gengið of hratt fyrir sig. Það hefur ekki orðiö eðlileg þróun.” „Breytingin hefur eiginlega komiö yfir sem bylting og sumir hafa hreinlega misst fótanna. Þá vilja menn ganga of langt og stundum hafa verið settar fram algerlega órökstuddar fullyröing- ar, sem alls ekki er hægt að flokka undir nýja og betri blaða- mennsku. En ég fagna hlutlausri og pólitiskt óháðri blaðamennsku. Hún á fullkominn rétt á sér, svo fremi sem menn hafa staðreyndir og sannleika að leiðarljósi.” Pólitískar hreinsanir? „En hvaö verður nú um þinn pólitiska feril?” „Það er ákaflega erfitt aö meta á þessu stigi, ég verð bara að sjá hvernig þetta kemijr út. En i borgarstjórn er nú um helmingur fulltrúa opinberir starfsmenn, þannig að það eitt að ég er nú orðinn opinber starfsmaður, hindrar ekki áframhald.” „Hvað mina setu i borgarstjórn snertir þá get ég aðeins sagt að svo framarlega sem mfnir um- bjóöendur treysta mér og aðrar aðtæöur eru fyrir hendi, gef ég kost á mér aftur.” „Nú er sagt aö það standi yfir miklar pólitiskar hreinsanir i Framsóknarflokknum og að brottför þin frá Tímanum sé einn liður I þeirri hreinsun?” ,,Já, ég hef heyrt sögur um póli- tiskar hreinsanir I flokknum i Reykjavik. En þaö er regin mis- skilningur. Hvaö mig snertir per- sónulega þá var ég bara oröinn þreyttur og vildi breyta til.” „En hvað viltu segja um lætin sem hafa orðið út af stöðuveiting- unni?” „Mér finnst þetta fjaðrafok hálf spaugilegt, og það gætir mikils ósamræmis I gagnrýninni. Annarsvegar hefur mátt skilja að þetta sé einhver allra eftir- sóknarverðasta staða á landinu, en hinsvegar er þetta kölluö auð- virðileg skransala, eins og vinir minir á Þjóðviljanum orða það og Eiöur Guðnason ýjaði að i sjón- varpinu.” „Ég vil nú helst ekki móöga nokkurn mann, en ég er nú þeirr- ar skoðunar að ýmislegt sem er á boðstólum hjá Sölu varnarliðs eigna, sé mun nýtilegra en það andlega skran sem fyrrnefndir aðilar hafa upp á að bjóða i sinum fjölmiðlum.” Veitingin pólítísk „En er þetta ekki pólitisk veit- ing?” „Jú, ég tel að svo sé. Allar stöðuveitingar eru meira eða minna pólitiskar. Ég vil minna á að hjá Reykjavikurborg eru 37 eða 38 af æðstu embættismönnum borgarinnar, flokksbundnir eða yfirlýstir sjálfstæðismenn.” „Þetta stafar auðvitaö af þvi að borgarstjóri velur sér samstarfs- menn sem hann treystir og þekkir vel. Mér finnst þetta ósköp eðli- legt. Og mér finnst einnig eölilegt að ráðherrar noti sömu aðferö.” „Slikar stööuveitingar mega þó ekki fara útfyrir ákveðinn ramma. Það má ekki augljóslega ganga framhjá mönnum sem hafa menntun, reynslu og hæfi- leika. En það er eðlilegt að menn velji sér til samstarfs þá sem þeir þekkja vel.” „Og hvernig leggst svo nýja starfið i þig?” „Mér list ágætlega á það. Allt starfsfólkiö hefur tekiö mér mjög vel og ég hugsa gott til samvinnu við þaö. Ég fór lika framá við Helga Eyjólfsson, fyrirrennara minn, að hann yrði mér til ráðu- neytis fyrst i stað, og hann féllst góöfúslega á það.” „Ég er honum mjög þakklátur fyrir þaö. Ég veit aö hann var far- sæll i þessu viðkvæma og vanda- sama starfi og að ráð hans verða heil. —ÓT Það er nú ekkibeinlinis hægt að kalla þetta skran. Ný flugvél Arna á ísafirði: „Vélin reynist Ijómandi" „Vélin hefur reynst ljóm- andi”, sagði Hörður Guðmunds- son fiugmaður, sem nú hefur fengið nokkra reynslu af nýju Islander flugvélinni sinni, sem Vísir skýröi frá- að hefði veriö keypt til tsafjarðar fyrir skömmu. Hörður kvað nóg hafa verið aö gera og hann væri byrjaður að fljúga af fullum krafti. A morg- un fer hann til dæmis meö 40 skólabörn úr Reykjanesi í Isa- fjarðardjúpi til tsafjaröar. Þaðan taka þau farþegaflugvél Flugfélagsins til Akureyrar i skiðaferð. Höröur vildi koma þeirri leið- réttingu viö frétt blaösins fyrr I vikunni, að hann heföi sjálfur veriö flugstjóri á heimleiðinni, en Helgi Jónsson flugmaður með sér. —EKG Hörður Guðmundsson i hinni nýju flugvél Arna hf. Ljósmynd VIsis Loftur. „Verið að drepa menn niður" — Kaupmenn reiðir vegna lœkkandi álagningar „Arib 1973 var áiagning á osti 23 prósent. Núna er hún 4 prósent. Það er verib að drepa menn niður með þessum aðgerðum”, sagði Giumar Gunnarsson kaupmaður i kjötversluninni Laugavegi 32 en kaupmenn eru nú afar óánægðir Sýning til styrktar soroptimistasjóði Sýning á keramiki, postuiini og glerskreytingum hefst i versluninni Kirkjumunir i Kirkjustræti I Reykjavik á laugardag. A sýningunni eru hlutir sem unnir voru á fimm vikna námskeiði á vegum list- og vcf naöarskóla Sigrúnar Jónsdóttur. Allur aðgangseyrir sem inn kemur vegna sýningarinnar rer.nur til styrktarsjóös Soroptimista I Reykjavik. Sá sjóður hefur það hlutverk að veita námslán og námsstyrki ungmennum sem farið hafa hal- loka I lifinu. —EKG með þá lækkun sem orðib hefur á álagningu mjólkur- og land- búnaðarvara. „Og I sambandi við lækkun álagningarámjólk vil ég segja að hún er beinlinis hlægileg,” sagöi Gunnar ennfremur. „Sex- mannanefndin beitir kröftum sin- um til að lækka smásöluálagning- una á mjólk á viökvæmum tim- um. Það er á sama tlma og kaup- menn eru að steypa sér I skuldir til að geta fjárfest I þeim tækjum Að sögn rlkissaksóknara mun Stefán Jóhannsson félagsráb- gjafi verða kallaður fyrir dóm- stól I ávana- og flkniefnamálum til aö gera nánari grein fyrir fullyrðingum sinum um að hasssala nái inn i framhalds- skóla borgarinnar. sem nauösynleg eru eftir að mjólkursala var gefin frjáls.” Gunnar sagði ab álagning á kjöt I heilum skrokkum væri 6 pró- sent, en verðlagsstjóri heföi lýst þvi yfir aö 12 til 15 prósent álagn- ing þyrfti að vera á þessum vör- um, til að þær stæbu undir rekstrinum. „Hvernig smásalan er leikin með þessari álagningu er bein- linis þjóðarböl”, sagði Gunnar. —EKG Fullyröing Stefáns kom fram á fundi með fréttamönnum fyrir einum sex vikum, en hann mun ekki hafa veriö beðinn um að rökstyðja þessa skoöun sina fyrir yfirvöldum fyrr en —SG Kallaður fyrir fíkniefnadómstólinn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.