Vísir - 05.03.1977, Page 10

Vísir - 05.03.1977, Page 10
10 Laugardagur 5. marz 1977 VTSIR Samvinna eða ný verðbólguholskefla Samtök launþega og vinnuveitenda hafa nú í aðal- atriðum mótað stefnu sína gagnvart þeim kjara- samningum, sem fyrir dyrum standa i vor. Eins og mál hafa skipast blasir ein megin hætta við og það er ný verðbólguholskefia. Kjarasamningarnir gætu þannig kallað yfir þjóðina efnahagslega ringulreið og alvariega lifskjaraskerðingu, þó að leikurinn sé vissu- lega til annars gerður. Að þessu sinni hljóta borgararnir því að gera rikari körfur en nokkru sinni fyrr til þeirra forystumanna, sem hlut eiga að máli af hálfu vinnuveitenda, laun- þega og ríkisvalds. Víðtæk samvinna þessara aðila er reyndar eina leiðin til þess að tryggja raunhæfar kjarabætur í þágu láglaunafólks. Aukning þjóðarf ramleiðslunnar leyfir ekki miklar almennar kauphækkanir. Það svigrúm sem fyrir hendi er í þessum efnum, þarf að nota til þess fyrstog fremst að styrkja stöðu þeirra, sem við erfið- astar aðstæður búa. Miklar almennar krónutöluhækk- anir kaupgjalds umfram aukna verðmætasköpun þjóðarbúsins hljóta á hinn bóginn að leiða til verð- bólguholskef lu. Dæmið verður ekki leyst á annan veg. Hér er i sjálf u sér ekki um ný sannindi að ræða. Allt eru þetta gamalkunnar staðreyndir. Við erum hins vegar í enn meiri hættu nú en áður við svipaðar aðstæður fyrir þá sök, að efnahagskerfið þolir ekki nýtt óðaverðbóguskeið. Hvorki heimilin né fyrirtækin geta axlað þá byrði. Þegar kjarasamningar hafa leitt til aukinnar verð- bólgu hafa allir aðilar þvegið hendur sinar. Launþegar saka vinnuveitendur um óbilgirni og áfellast stjórn- völd fyrir að banna ekki verðlagshækkanir með pennastriksaðferðinni þrátt fyrir hækkun framleiðslu kostnaðar. Vinnuveitendur gagnrýna bæði launþega og stjórnvöld fyrir að taka ekki nægjanlegt tillit til af- komu atvinnufyrirtækjanna. Stjórnvöidin afsaka sig loks með því, að lögum samkvæmt eigi þau ekki að hafa afskipti af frjálsum kjarasamningum. Allt þetta lýsir skorti á þjóðfélagslegri ábyrgð. Að þessu sinni verða afsakanir af þessu tagi tæplega teknar gildar. Borgararnir hljóta að kref jast þess, að þessir valdaaðilar hef ji pólitíska samvinnu i því skyni aðtryggja afkomuöryggi launþega með tilliti til raun- verulegra aðstæðna í efnahagslífinu. Borgararnir eiga ekki að láta nein-af þessum valdaaðilum komast upp með að skjóta sér undan þessari samfélagslegu ábyrgð. Reynsla undangenginna ára hefursýnt, að verðbólg- an er slíkur ógnvaldur að ekki verður við unað. Forseti Alþýðusambandsins lýsti yfir þvíá þingi sambandsins í vetur, að verðbólgan hefði öllu öðru fremur leitt til þeirrar kjaraskerðingar, sem launþegar hafa orðið að þola upp á síðkastið. Þessi ummæli bera vissulega vott um skilning for- ystu Alþýðusambandsins á þeim vanda, sem við er að etja i þessum efnum. En þessi skilningur þarf að koma fram í kröfugerð launþegafélaganna, þegar endanlega verður sest að samningaborði, og hann þarf ennfremur að koma fram af hálfu vinnuveitenda og ríkisvalds. óðaverðbólgan hefur ekki aðeins f för með sér efna- hagslega ringulreið og lífskjaraskerðingu, heldur leiðir hún til almennrar siðferðilegrar upplausnar í þjóðfélaginu. Hið hefðbundna pólitíska reiptog f fiokk- um og hagsmunafélögum má ekki verða til þess að kalla þetta böl yfir þjóðina. Misskilningur tveggja manna leiddi til ásiglingarinnar: - i ....hér er skipiö komiö nokkuö frá hafnargaröinum aftur....L]ósm. Gunnar Hjaltason Hvor um sig hélt að hinn œtlaði að bakka skipinu Hugsanlegt er aö misskiin- ingur hafi valdiö fyrstu ásigl- ingu Aliakom Progress á bryggjuna á Reyöarfiröi. Yfirheyrslum i sjópröfum vegna ásiglinganna lauk I gær. Fyrir hádegi var tekin skýrsla af islenskum leiösögumanni, sem fór um borö i skipiö ásamt starfsmanni skipaafgreiöslunn- ar á staönum, en eftir hádegi voru grisku skipstjórnarmenn- irnir kallaöir fyrir aftur. „Þaö er hugsanlegt, aö i fyrsta skiptiö, sem skipiö sigldi á bryggjuna, hafi veriö um ein- hvern misskilning aö ræöa”, sagöi Bogi Nilsson, bæjarfógeti á Eskifiröi, I viötali viö Visi I gær. „Aö sögn islendingsins fór hann um borö til þess aö segja grikkjunum til um siglingu inn fjöröinn, og ég held aö þaö sé ljóst, aö hann var ekki beöinn um annaö. Grisku skipstjórnar- mennirnir segjast hins vegar hafa beöiö um hafnsögumann, og aö þeir hafi taliö, aÖ islend- ingurinn væri kominn um borö til aö leggja skipinu aö bryggju”. Hvers vegna var bakkað of seint? „baö er ljóst aö islendingur- inn stjórnaöi hraöa skipsins inn eftir firöinum, en siöan þegar skipiö nálgast bryggjuna slær hann á stans og telur þá aö sýnu hlutverki sé lokiö. Siöan sigur skipiö áfram inn i bryggjuna. Þaö gæti veriö hálf til ein sjó- mila, sem þaö rann þannig áfram. Byrjaö var aö bakka eitthvaö áöur en skipiö lenti á bryggjunni, en þaö var samt sem áöur bakkaö of seint. Spurningin er þá hvers vegna var bakkaö of seint. Skipstjór- inn sagöist hafa taliö, aö hafn- sögumaöur væri um borö, og þvi beöiö eftir þvi aö hann bakkaöi, en þegar sér heföi sýnst aö mál- in væru aö komst I óefni, heföi hann gripiö fram i. Islendingur- inn sagöist hins vegar hafa ver- iö bvlinn aö ljúka hlutverki sinu, og grikkirnir heföu vítaö, aö þeir ættu aö leggja skipinu upp aö”, sagöi Bogi. Voru einir í seinni ásiglingunni Bogi sagöi, aö engir Islending- ar heföu veriö um borö í skipinu þegar þaö sigldi á ytri hafnar- garöinn á Reyöarfiröi. „Þeir telja, aö skipiö hafi þá snúist I straumi og þess vegna hafi ásiglingin oröiö”, sagöi hann. Griska skipiö mun eftir sem áöur taka farm á Reyöarfiröi, en þangaö kom þaö til aö sækja loönumjöl. —ESJ t VIsi i gær birtust nokkrar myndir frá áslglingunnl á Reyöarfiröi. Myndin hér aö ofan sýnir stefni skips- ins á hafnargaröinum... VÍSIR Ctgefandi:Heykjaprent hf. Framkv*mdastjóri:DavlöGuömundsson Kitstjórar :I>orsteinn Pálsson dbm. . ólafur Ragnarsson I Ritstjórnarfulltrúi: Brági Guðmundsson.a Fréttastjóri erlendra frétta:Guömundur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. BlaðamennrEdda Andrésdóttir, Einar Guöfinnsson, Ellas Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, GuBjón Arngrlmsson, Kjartan L. Pálsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur GuBvinsson, lþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjónsson. Akureyrarrititjórn: Anders Hansen. Ctlitsteiknun: Jón óskar Hafsteinsson og Magnús ólafsson. Ljóimyndir: Jens Alex- andersson, Loftíir Asgeirsson, Auglýiingastjóri: Þorsteinn Fr. SigurBsson. Dreifingaritjóri: SigurBur R. Pétursson. Auglýsingar: SIBumúla 8. Slmar 11660, 86611. Askriftargjald kr. 1100 á mánuði Innanlands. ’ Afgreiðsla: llverfisgata 44. Slmi 86611 ' Verð I lausasölu kr. 60 eintakiB. Ritstjórn: SIBumúla 14. Sfmi 86611, 7 Ifnur Prentun: Blaðaprent hf. Akureyri. Slml 96-19806.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.