Vísir - 15.03.1977, Page 11
VÍSLR Þriðjudagur 15. mars 1077
11
Opinber réttorhöld
og mól Hauks
Þaö hefur alltaf verið talið eitt
einkenna lýðræðisrikja, að þar
séu réttarhöld opin. i þvf felst,
að málflutningur sé munnlegur
og skjöl öll lögö fram I opnu
réttarhaldi.
I orði kveðnu eru réttarhöld
opin á islandi. Framkvæmd er
hins vegar áfátt, og þvf verbur
ekki neitað, að stundum gætir
tregðu hjá þeim, sem að mála-
rekstri standa, bæði einkamála
og opinberra mála, til þess aí
hafa réttarhöldin raunverulega
opin.
Aðferð Hæstaréttar w
Þeir sem. koma inn i dómhús
Hæstáréttar.taka eftir þvi, aC
trétafla með gleri fyrir hangir á
^instri hönd i ganginum við úti-
Jyrnar. A þessari töflu eru aug-
lýst þau mál sem taka á til
flutnings i réttinum. Er þar sagt
frá heiti málsins og málflytj-
endum og ennfremur hvaða dag
flytja eigi málin.
Þannig getur almenningur
fylgst með flutningi mála i
hæstarétti.
Hvergi annars staðar.
Þessi aðferð Hæstaréttar er
T Har<
Isknfí
a Idur
skrifar
“V
Blönda I
)
hvergi notuð af héraðsdóm-
stólunum. Þar getur al-
menningur hvergi gengið aö
auglýsingatöflu og séð hvaöa
mál séu á dagskrá i hverjum
dómsal.
Afleiðingar þessa eru þær, aö
þegar almenningur fær áhuga á
einhverju máli, reynist fulltrú-
um hans, m.a. fréttamönnum,
ákaflega erfitt að fylgjast meö
gangi málsins. Þess vegna er
gripið til þess að dómarinn sé
einlægt og sifellt að skýra út
gang málsins fyrir fréttamönn-
&*n?r9erd umb°dsrtm-
Hauks Pantb°kumá!
* •Sm&íæsj
....
^okkrar ath^ rð.
.handtökutna
1 99J
VEGNA grem»r"
gunnar og sr*—
um og getur hann þannig verið
að dæma málið óafvitandi.
Að fylgjast með
Meginröksemd þess að hafa
réttarhöld opin er að með þvl
móti gefist almenningi, þ.e.
fréttamönnum og öðrum slík-
um, kostur á að fylgjast með
gangi mála, gagnrýna það sem
miður færi og koma þannig I veg
fyrir óþarfa tortryggni.
Opin réttarhöld þýða það, að
fréttamaöurinn getur mætt i
réttarhaldinu; hann á að geta
fylgst meö öllu, sem þar fer
fram, — og raunar á að lesa upp
öll skjöl, sem lögð eru fram i
réttarhaldinu.
Fréttamaðurinn á siðan að
geta af þekkingu sinni dregið
saman niðurstöður réttarhalds-
ins og skrifað sina frétt um það.
Það heyrir til undantekninga
að slikt sér gert hér á landi og
það er fyrst og fremst sök
blaðanna.
Veita ekki aðhald
Blöðin hafa aldrei gert kröfu
um að réttarhöld væru auglýst
opinberlega fyrirfram. Þau
hafa alltaf sætt sig við einhliða
frásagnir þeirra, sem aö réttar-
höldunum standa.
Um daginn var litilsháttar
frétt um þaö I VIsi, aö frétta-
manni þess blaös, hafði verið
meinaður aðgangur að opnu
réttarhaldi. A ég þar við yfir-
heyrslur yfir Guðbjarti Pálssyni
sem fram fóru i Hegningarhús-
inu undir stjórn rannsóknar-
dómarans Steingrims Gauts
Kristjánssonar. Af frétt Visis
var ekki annað aö sjá en dómar-
inn hefði hent blaöamanninum
út án þess að loka réttarhaldinu.
Alvarlegt hneyksli, ef
rétt er.
Sé þessi frásögn VIsis rétt,
sem ég vona að sé ekki, hefur
þarna átt sér stað mjög alvar-
legt brot gegn grunnreglum
laga um opin réttarhöld. Svipuð
brot hafa m.a. átt sér stað I
. >*&(»& ***** í*«
Þannig getur almenningur fylgst með flutningi
mála Kœstaréttar
Sovétrikjunum og þá alltaf
verið fordæmd um allan heim.
Frásögn Visis vakti hins veg-
ar litla eftirtekt, og hvorki
blaðið né samtök blaðamanna
risu upp til varnar fyrir blaöa-
manninn og þann rétt aö mega
fylgjast með réttarhöldum.
Raunar var eins og öllum
þætti jafn sjálfsagt að fleygja
blaöamanni út úr réttarhaldi og
drukknum manni af veitingar-
húsi.
Frásagnir dómarans og
Hauks.
Framangreindar yfirheyrslur
voru I frægu máli gegn Hauki
Guðmundssyni. Siðan hefur þaö
gerst, að dómarinn hefur birt
eigin ritgerð um rannsókn sina
á málinu. Jafnframt hefur
Haukur skrifað athugasemdir
viö dómaraskýrsluna og segir
þar rangt frá skýrt.
Og hvorum á almenningur aö
trúa: báðir eru mennirnir þjón-
ar réttvisinnar.
. Mál Hauks Guðmundssonar
var rannsakað fyrir dómi. Það
þýddi að almenningur átti að fá
aö fylgjast meö, nema dómar-
inn ákvæöi sérstaklega aö loka
yfirheyrslunum. Þar sem þetta
mál hefur vakið mikla athygli,
efa ég ekki, að blaðamenn hefðu
fylgst með réttarhöldunum og
reyndu það raunar, sbr. blaöa-
mann Visis. Þessir blaðamenn
hefðu siðan skýrt frá þvi i blöö-
um sinum, hvað kom fram viö
yfirheyrslur, og greinargerö
dómara og Hauks hefði þar meö
veriö óþörf.
Ég veit að bent verður á aö
blaðamenn hafi ekki nægja
þekkingu á dómstólakerfinu til
þess aö skrifa um það. Slik mót-
bára hefur ætið veriö helsta
vopn andstæðinga prentfrelsis
og skoöanafrelsis I heiminum.
Fleiri sundlaugar og
aukin hvatning til
almennings að synda
Hér birtist önnur grein Jó-
hannesar Sæmundssonar
Iþróttakennara um sund og
sænskar rannsóknir á sund-
þjálfun:
Framfarir f sundtækni eru þvi
mjög jákvæð afleiðing af sund-
trimmi. Meö reglubundinni
sundþjálfun (trimmi) öölast
maður aukna færni til aö bjarga
sér I vatni, auk þeirra lfffræði-
legu áhrifa, sem sundiö hefur.
Meiðsl.
Meðan á þjálfuninni stóð, áttu
engin meiösl sér stað er leiddu
til þess að viökomandi varð að
hætta þátttöku I rannsókninni.
Þetta er mjög mikilvægt þvi þaö
hefur komið i ljós við athuganir
á öðrum iþróttagreinum, að
óþjálfuöu fólki er hætt við ýms-
um smámeiðslúm þegar það
hefur þjálfun, sem reynir nokk-
uð á likamann.
t Trygg Hansa rannsókninni
áhrifum hlaups voru meiðsl
nokkuö tiö, aðallega á ökkla og
hnéliöum. Af hópnum er tók þátt
I þeirri rannsókn voru 48%, sem
áttu i einhverjum erfiðleikum
að striða vegna smámeiösla.
t rannsókninni á sundinu
kvörtuöu tveir einstaklingar
undan eymslum I hnjám. Vegna
þess að viö bringusund reynir
töluvert á hné geta einstakling-
ar meö veik hné átt I einhverj-
um erfiðleikum. En þar á móti
kemur svo aö nokkrir af þátt-
takendunum sögðu frá þvi aö
ýmis liðamóta og vöðvaeymsl,
er þeir höfðu átt við aö striða
áöur, hefðu alveg horfið við
sundþjálfunina.
Þessi rannsókn leiðir greini-
lega I ljós að viö sundþjálfun
sem almenningsiþrótt er litil
hætta á meiðslum. Léttleiki
likamans i vatninu, gerir þaö aö
verkum að sund er sérstaklega
æskileg heilsuræktaaðgerö fyrir
þá, sem eru of þungir og einnig
fyrir fatlaða.
Breytingar á
likamsþyngd.
Meöalþyngd hópsins var 79,8
kg áöur og 78,7 kg eftir tilraun-
ina. Það bendir til svolltillar
megrunar meðan á þessu 10
vikna þjálfunartfmabili stóð.
Þetta eru samt fremur lítil áhrif
á llkamsþyngdina. Orsökin fyrir
þvl er sú, að það þarf tiltölulega
lltið brennsluefni (mat) til þess
að mynda mikla orku. Lauslegir
reikningar á orkueyðslunni á
æfingatlmanum er að meöaltali
5000kcal. fyrir hvern einstakan.
Þar sem reiknað er með að 1 kg
af fituvefi innihaldi u.þ.b. 6000
kcal. sést að erfitt er að megra
sig með sundþjálfun eingöngu ,
a.m.k. á skömmum tima. En
vegna þess að likamsþjálfun og
hreyfing stuöla að eölilegri
matarlyst og vinnur gegn ófáti,
er sund eða önnur likams-
áreynsla nauðsynleg til að halda
eðlilegum likamsþunga. Þeir,
sem neyta daglega 250-300 cal.
framyfir það, sem þeir brenna,
geta haldiö llkamþyngd sinni
eölilegri og komið I veg fyrir að
þeir fitni með þvi að stunda
sund 2-3x i viku, 10-30 min. I
senn.
Niðurlag
Þessi rannsókn staðfestir þaö,
sem margir áhugamenn um
sund hafa haldið fram árum
Seinni grein
saman. Sund er mjög æskileg
iikamsþjálfun fyrir alla.
Hættan á meiöslum er litil.
Möguleikar á að fá heilsubæt-
andi þjálfáhrif eru jafnmiklir og
ef hlaupið er, hjólaö eöa gengið
á skiöum, sem einnig er æski-
legar aðferðir til likamsþjálfun-
ar almennings.
Alls staðar i tæknivæddum
þjóðfélögum eykst þaö, aö' al-
menningur sé hvattur til að
stunda llkamsþjálfun likams
rækt. Margir vinna saman að
þessu markmiði og það þurfum
viö íslendingar einnig að gera.
Astæðan fyrir þessum áróðri er
augljós þeas. menn vilja fá
fólk til að vernda það, sem þvi
er dýrmætast, heilsu sina og
sinna.
Með þetta I huga liggur beint
viö að ætla aö sund geti oröið
enn almennara og virkara sem
liöur i fyrirbyggjandi heilsu-
vernd. Að lokum má spyrja
nokkurra spurninga. Eru sund-
staðirnir nægjanlega margir,
sérstaklega með þeirri aukn-
ingu á sundiökun, er á sér staö
og sem þarf aö aukast enn
meir? Eru sundfélögin reiðu-
búnin aö vinna meir að sundi er
stefnir ekki að metum og
„medalium”, og er þeim gert
það fjárhagslega kleift?
Eins lengi og sundstaðir eru
yfirfullir á þeim tlma, sem fólk
getur sótt þá og llta fremur út
sem vaðandi sildartorfa, veröa
engar umtalsverðar framfarir á
trimmsundi, sem hefur þann til-
gang að hafa liffræðilega bæt-
andi áhrif á fólk.
Og meðan sundfélögin hafa
ekki bolmagn til aö sinna al-
menningssundi, ásamt keppnis-
sundi, fást engir leiöbeindendur
til að standa fyrir sundþjálfun
almennings, en það hlýtur að
vera höfuöskilyrði, ef almenn-
ingssund á aö veita meira en
gott baö.
Fleiri sundlaugar, aukin
ivatning til almennings og
synda og miklu meiri stuðning-
ar við hin frjálsu Iþróttasamtök,
íru þau skilyrði, er verður aö
ippfylla svo að sund geti oröið
ann áhrifameiri almennings-
tþrótt en þaö er nú i dag.