Vísir - 21.03.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 21.03.1977, Blaðsíða 10
10 > ¦'•>' Mánudagur 21. mars 1977 VISIR VISIR tJtgeiandi:Reykjaprenthf. í FramkvxmdastjórhDavfðGuðmundsson \ RitstjðranÞorsteinn Pálsson ábm. Olafur Ragnarsson RUstjórnarfulltrúi:BrágiGu6mundsson.»FréttastjórlerlendrarrétU:Gu6mundurPétursson. Umsjon meb helgarblaöi: Arni Þðrarinsson. Blaoamenn: Edda Andrésdóttir, Einar GuMinnsson, Ellas Snœland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guöjón Arngrlmsson, Kjartan L. Pálsson, Oli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir', Sæmundur GuQvinsson, tþröttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Akureyrarrltstjórn: Anders Hansen. Ctlitsteiknun: Jón Oskar Hafsteinsson og Magnús Olafsson. Ljósmyndlr: Jens Alex- andersson, Loftur Asgeirsson, Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurðsson. Drelflngarstjdrí: Sigurbur R. Pétursson. Auglýsingar: SIÐumúla 8. Sfmar 11660. 86611. Afgreibsla: Hverfisgata 44. Slmi 86611 Ritstjorn: Sföumúla 14. Sfmi 86611, 7 Unur Akureyri. Sfmi 96-19806. Askriftargjald kr. 1100 a mánuoi innanlands. VerO f lausasölu kr. 60 eintakib. Prentun: Blabaprent hf. Pólitískar hefðir Stjórnmálaumræður taka menn oft á tiöum mátu- lega hátíðlega. Og stundum er pólitíkinni líkt við leikhús fyrir þá sök fyrst og fremst, að þar skipta menn um gervi eftir því hvort þeir sitja í stjórnarstól- um eða skipa stjórnarandstöðu. Umræður þær, sem fram fara af flokkspólitískri hálfu um kjaramál, hafa oft varpað Ijósi á þennan þátt stjórnmálastarfseminnar. Stjórnarandstaðan hvetur gjarnan til mikilla kauphækkana, eggjar menn til baráttu og talar fjálglega um nauðsyn þess að slíðra sverðin. Talsmenn stjórnarflokka á hverjum tíma ieggja hins vegar áherslu á, að menn taki mið af raunverulegum aðstæðum í þjóðarbúskapnum. Opinberir starfsmenn samþykktu fyrir rúmum þremur árum kjarasamninga, þar sem verulegt tillit var tekið til þeirrar miklu olíuverðhækkunar, sem þá hafði nýlega orðið. Þetta var í sjálfu sér mjög skyn- samleg og ábyrg afstaða, en um leið fremur óvenju- leg. Talsmenn þáverandi stjórnarandstöðu fóru óvirðu- legum orðum um þessa samninga, kölluðu þá olíu- samninga og hæddust að forystumönnum opinberra starfsmanna fyrir að hafa tekið tillit til þeirra áfalla, sem þjóðarbúskapurinn hafði orðið fyrir. Þetta voru venjuleg stjórnarandstöðuviðbrögð. Á þessum tíma hvöttu talsmenn vinstri stjórnarinn- ar á hinn bóginn til varfærni í kjaramálum, þrátt fyrir mestu verðbólguöldu, sem yf ir landið hef ur gengið. i forystugrein Þjóðviljans sagði að vísitöluuppbætur á laun þekktust hvergi nema hér á landi og þessi réttur verkafólks hefði átt sinn þátt i því að verðbólgan hefði verið meiri hér en í flestum nálægum löndum. Vinstri stjórnin lagði síðan til, að hluti kauphækkan- anna, sem samið var um í febrúar 1974/ yrði afnuminn með lögum og vísitöluuppbætur bannaðar. Nokkrum dögum eftir að núverandi ríkisstjórn var mynduð haustið 1974 var Lúðvik Jósepsson enn sömu skoðunar og krafðist þess að komið yrði í veg fyrir að kaupgjald hækkaði eftir einhverjum visitölureglum, því að ann- ars væri stoðunum kippt undan eðlilegum rekstri at- vinnufyrirtækjanna. Nú hafa stærstu verkalýðsflokkarnir, Alþýðu- bandalagiðog Sjálfstæðisf lokkurinn, tekið annan pól í hæðina, enda skipt um hlutverk. Ríkisstjórnin undir forystu sjálfstæðismanna hvetur mjög skynsamlega til hófsemi í kjaraákvörðunum í vor eins og vinstri stjórnin áður og bendir réttilega á, að kaupmáttur út- "flutningstekna þjóðarbúsins er enn 17% rýrari en fyrir þremur árum. Alþýðubandalagið hefur snúið við blaðinu og krefst fullra vísitölubóta og mikilla almennra launahækkana og blæs á öll mótrök, þar sem bent er á ef nahagslegar þrengingar. I stað þess að benda á orsakasambandið á milli vísitölugreiðslna og verðbólgu er nú í forystu- greinum Þjóðviljans krafist stríðsaðgerða til að tryggja fullar visitöluuppbætur. Þannig fara stjórnmálaumræður fram og óneitan- lega minna þær að sumu leyti á leikhús. En að sjálf- sögðu eru frávik frá þessum hefðbundnu vinnubrögð- um. Magnús Torfi ólafsson hefur t.d. upp á síðkastið ástundað eins konar pólitíska undantekningarstarf- semi. I forystugrein Alþýðublaðsins í síðustu viku komu einnig fram mjög skynsamleg viðhorf, sem með öllu voru laus við hefðbundin stjórnarandstöðuæsing. Þar , var með málef nalegum rökum bent á að taka yrði fréttum um góðan afla og hærra verð á erlendum mörkuðum með nokkurri varúð. Blaðið vakti athygli á þeim kostnaöarhækkunum, sem orðið hafa við fram- leiðsluna, og taldi þvi ekki sjálfgefið að þessi annars góðu tiðindi ættu að leiða til aukinnar einkaneyslu. Að s/ó í gegnum bísnessinn" Fyrir nokkrum árum slöan gáfu ungir sjálfstæöismenn f Rcykja- vík ut bók, er nefndist „Leyni- skýrslir SÍA". Hafði bókin að geyma skýrslur og bréfavið- skipti ungra fslenskra kommiin- ista, sem voru vift nám f rikjum austan tjalds. Dvölin þar eystra haföi þau áhrif á suma þessarra manna, eftir þvi sem segir i bókinni, að þeir snerust frá kommúnisma. Þóttust þeir sjá við nánarí kynni aö undir fögru yfirbragði háleitra kenninga væri hinn sósialiski raunveru- leiki ómannúölegur og fráhrind- andi. Var þaö kallaö að „sjá gegnum bisnessinn", ao gera sér grein fyrir þessu. „Leyniskýrslur SIA" vöktu talsverða athygli, enda ma jafn- an telja þaö til nokkurra tið- inda, þegar þáttlakendur I stjórnmálum, sem lengi hafa barist af eindrægni fyrir ein- hverri stefnu eða kenningu, sjá skyndilega gegnum bisnessinn og söðla um. Nýtt uppgjör Einmitt um þessar mundir virð- , ist f uppsiglingu annað uppgjör af þessu tagi. Að þessu sinni vill svo skemmtilega til, að það eru einmitt útgefendur fyrrgreindr- ar bókar ungir sjálfstæðismenn, sem loks hafa hvesst augu sin og sjá nú 1 gegnum bisnessinn skýrt og greinilega. Fyrir skömmu gáfu ungir sjáústæðismenn út blað er nefn- ist „Báknið burt ,og hefur að geyma hugmyndir ungra sjalfs- tæöismanna um samdrátt i rikisbúskapnum. í blaði þessu er ráöist af mikilli einurð og með gildum rökum gegn þeirri valdsöfnun rfkisbáknsins sem átt hefur sér stað undanfarna áratugi, og á það bent, að frelsi og ráorúm einstaklinga til efna- hagsstarfsemi sé alvariega skert. Efnahagsiifið sé njörvað i viðjar ofstjórnunar opinberra aöila, banka, sjóða, ráða og stofnana, en vegvisir þessa kerfis sé einatt iUkynjuð póiitfk, en ekki hagkvæmni. „Kaupin á eyrinni" Þessar upplýsingar eru is- ienskum blaðalesendum auðvit- að ekkert nýnæmi. Hitt er at- hyglisveröara að höfundar „Báknsins" draga litla dul á, að útþensla rikisbáknsins hefur farið fram með fullu samþykki fiokks einstaklingshyggju og frjáls hagkerfis, Sjálfstæðis- flokksins, og i sumum tilvikum beinlfnis fyrir frumkvæði hans. Ennfremur, að frá striðslokum hefur enginn islenskur stjðrn- málaflokkur átt rikari þátt i að ( Síodegisþonkqr ) í í '¦ iiih. i L J^ %^^ ^ í m J^^HBSP^ ¦¦ 4 USJ c 3 Finnur Torfi Stefánsson skrifar: ..' y stjórna bakninu og móta það í framkvæmdinni, en einmitt Sjáifstæðisflokkurinn. Hinir ungu reiðu sjálfstæðismenn eru og ómyrkir i mali um skýringar á þessum brigðum flokksins við sjálfstæðisstefnuna. Atkvæða- veiðar flokksins er þar megin- skýringin, þar sem hugsjónum er kastað fyrir kjðrfylgið. Uppgötvanir ungra sjálf- stæðismanna um báknið og Sjálfstæðisi'lokkinn eru fagnaðarefni. t þeim felst mikil- vægur sannleikskjarni, sem öll- um er hollt að varðveita með sér. Sjálfstæðisflokkurinn berst alls ekki fyrir frjálsu hagferi á íslandi. Hann berst ekki fyrir neinu hagkerfi. Hann berst fyrir þvi að vera I rflcisstjórn.Þvf mibur gildir þetta einnig um fleiri islenska stjórnmála- flokka. Fyrsta tilraun mistókst Fróðlegt verður að fylgjast með hvernig krossför ungra sjálfstæðismanna gegn bákninu reiðir af. í>ess er skammt að minnast, er augu ungra fram- sóknarmanna opnuðust fyrir nokkrum árum og hófu baráttu gegn stöðnuðu kerfi og úreltum flokkum. SU barátta endaði eins og kunnugt er með þvi að ung- hreyfingin hrökklaöist úr Framsóknarflokknum, en með- limir hennar dreifðust I aðra flokka og flokksbrot. Þeir, sem enn hafa sig I frammi i stjorn- málum silja nú i skauti Alþýðu- bandalagsins og velta fyrir sér kosningatölum og atkvæðahlut- falli. Þrátt fyrir þessi sorgiegu endalok má það ekki gleymast, að upphlaup framsóknarmann- anna ungu var sennilega fyrsta alvarlega tilraunin tii að koma til áhrifa i Islenskum stjórnmál- um fólki, sem fætt er eftir strið. Næsta ætlar að heppnast 1 Alþýðuflokknum hafa ungir menn einnig séð gegnum „bis- nessinn". Hvort sem þaö er fyr- ir viðsýni forystumanna eöa einfaldlega vegna þess hve flokkurinn var máttlitill eftir kosningaósigra undanfarinna ára, þá hefur hin nýja kynslóð í • Alþýðuflokknum þegar náð • miklu af þeim árangri, sem ungir framsóknarmenn sóttust eftir á sinum tíma og unga sjálf- stæðismenn dreymir um nú. Ný stefnuskrá samin af ungu fólki hefur veriö samþykkt. Prófkjör hefur verið lögleitt,. og nýir menn hafa komist I áhrifastöð- ur. Auðvitað er ekki séð fyrir endann á kynslððaskiptunum i Alþýðuflokknum, en byrjunin birðist lofa góðu. Svo undarlegt sem það ma virðast hefur ekki bólað á nein- um nýjum skilningi á „bfsnessnum" innan Alþýðu- bandalagsins siðan ungu menntamennirnir austan tjalds fengu vitrunina forðum. Þar una menn enn við viskuorð eli- innar. Það er skiljanlega alltaf erfiðara fyrir þá sem hafa tam- ið sér einstrengingshátt 'I skoðunum að sjá hluti I nýju Ijosi. Hver veit nema fordæmi ungra sjálfstæðismanna nú geti orðið til þess að hjálpa Alþýðu- bandalagsmönnum að brjóta is- inn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.