Vísir - 21.03.1977, Blaðsíða 11

Vísir - 21.03.1977, Blaðsíða 11
VÉSHt Mánudagur 21. mars 1977 11 Eirlkur er kvæntur Þórhildi Lindal sem lýkur laganámi i vor. Þau búa Ileigulbrið viö Tjarnargötu ásamt syninum I'ali sem er tæpra þriggja ára gamall. Þau hjón hafa bæðiáhuga á ferðalögum og reyna ao skooa sig um innanlands og utan þegar tækifæri gefst. Einnig hafa þau gaman af bldferoum til aö slappa af, en eftir að Eirlkur tók viö þessu starfihefur frlstundunum f ækkað og aö sjálfsögöu þarf Þörhildur að leggja hart ao sér viö námið. Þá hafa bæöi áhuga á leiklist og húsböndinn leikurjót- bolta einu sinni Iviku sér til hressingar. Þau voru sammála um að tdmstundirnar væru alltof fáar, en reyna að eyöa þeim saman eftir þvlsem viö veröur komið. „MJOG BRYNT AÐ SETJA REGLUR UM RÉTT EINSTAKLINGA SEM EIGA UNDIR HÖGG AÐ SÆKJA í SAMSKIPTUM VIÐ STJORNKERFIÐ ## — Rœtt við Eirik Tómasson aðstoðormann dómsmálaróðherra „Þær miklu umræður sem átt hafa sér stað að undanförnu um dómsmálin hafa að sumu leyti orðið til góðs. Min skoðun er sú, að þessi mál hafi lengi fallið i skuggann, meðal annars vegna áhugaleysis almennings. Hins vegar hafa árásirnar á Ólaf Jó- hannesson dómsmálaráðherra verið með öllu tilhæfulausar og hefðu þær haft við einhver rök að styðjast, væri ég ekki I þessu sæti". Þetta sagði hinn nýskipaöi að- stoðarmaður dómsmálaráð- herra, Eirikur Tómasson lög- fræðingur, meöal annars I spjalli við blaðamann VIsis. Ei- rikur er kornungur maður, að- eins 26 ára gamall. Hann starf- aði sem fulltrúi I dómsmála- ráðuneytinu þar til hann tók viö hinu nýja embætti á dögunum. Eins og eðlilegt er barst talið aö hinum miklu umræðum sem átt hafa sér stað um dómsmálin. Þær hafa farið fram á Alþingi, i fjölmiðlum og á götuhornum og þar hafa fallið stór orð. ólafur unnið mikið „Þótt það hafi verið æskilegt að dómsmálin kæmust í sjónmál þa er þvi ekki að leyna, aö margir þeirra sém haldið hafa uppi harðri gagnrýni á þau hafa gert það af annarlegum hvöt- um. Ekki vegná raunverulegs áhuga á úrbótum. Ölafur Jdhannesson hefur leg- ið undir mikilli gagnrýni, en hann hefur lagt fram fjölda lagafrumvarpa og að minum dómi er hann sá dómsmálaráð- herra, sem a.m.k. i seinni tið hefur gert mest til urbóta & þessu sviöi", sagði Eirikur. Hann kvað almenning standa i þeirri meiningu, að ráðherrann hafi rétt til afskipta af einstök- um málum. Það væri ekki rétt. Dómsmálaráöherra gæti til dæmis ekki skipað saksóknara að ákæra i ákveðnu máli. Hins vegar gæti samgönguráðherra — svo að tekið væri dæmi af handahófi — skipað vegamála- stjóra fyrir verkum. Dómstólarnir störfuðu sjálf- stætt án afskipta ráðherra. — En getur dómsmálaráð- herra ekki til dæmis óskað eftir þvi að rannsókn verði hraðað I ákveðnu máli? „Hann getur það að vísu, en það er alveg á valdi dómara, hvort hann gerir þaö eða ekki." Nam stjórnarfarsrétt Eirikur Tómasson útskrifað- ist frá lagadeild Háskólans vor- ið 1975. Með náminu vann hanir sem blaðamaður við Timann, fyrst við innlendar fréttir en slö- asta árið starfaði hann I erlend- um fréttum. Sumarið eftir að námi lauk tók hann að sér að gera kónnun á gjaldþrotamálum. Það var Lagastofnun Háskólans sem beitti sér fyrir þessari kónnun, að frumkvæði Þórs Vilhjálms- sonar núverandi hæstaréttar- dómara. Þessi mál höfðu ekki verið rannsökuð áður hérlendis og hefur könnun Eiríks komið i mjög góðar þarfir. „Um haustið 1975 fór ég síðan til Sviþjóðar á sænskum styrk og nam stjórnarfarsrétt við háskólann I Lundi. Einnig fór ég yfir sundið til Danmerkur og kynnti mér hvernig þessum málum er háttað hjá dönum. Mjög í'áir islendingar hafa lagt stund á þessi fræði, en á þeim hef ég sérstakan áhuga og vilja til að beita mér fyrir, að hér verði sett almenn stjórnsýslu- lög. Ég álit til dæmis mjög brynt að settar verði reglur um rétt einstaklinga sem eiga undir högg að sækja I samskiptum við stjdrnkerfið. En það er að mörgu leyti erfitt aö setja lög um þessi mál vegna erfiðra að- stæöna hérlendis. Taka þarf til- lit til réttaröryggis annars veg- ar og hagkvæmni og fljótvirkni i stjórnsýslunni hinsvegar", sagði Eirikur. — Kemur þetta ekki inn á hugmyndina um umboðsmann Alþingis sem talsvert hefur ver- ið til umræðu? „Hugmyndin um umboðs- mann Alþingis er góð, en meðan ekki eru til reglur fyrir hann að starfa eftif er hún ill fram- kvæmanleg að minum dómi. Akvarðanir stjórnvalda geta verið handahófskenndar. Ég er ekki að segja þar meö að þær séu það, þvi að minu áliti hafa yfirleitt valist góðir embættis- menn I helstu ábyrgðarstöður. Efling Rannsóknarlögreglu Að undanförnu hefur Eirlkur Tómasson unnið ásamt fleirum að undirbúningi þess að rann- sóknarlögregla rikisins taki til starfa, en það veröur 1. júli i sumar. Eirikur sagði, að þá yrði sú rannsóknarlögregla, sem starfarvið sakadóm Reykjavík- ur lögð niður. Rannsóknarlóg- regla rikisins mun annast rann- sókn allra meiriháttar brota- mála og er ætlunin að ef la hana til muna frá þvi sem yiö höfum átt að venjast meö rannsóknar- lögreglu hér til þessa. Eirikur Tómasson sagði að það væri mjög óheppilegt að lögregla og dómstólar væru á sömu hendi og með lögunum um hina nýju rannsóknarlögreglu væri þetta fsert til betri vegar. Húná að geta tekist á við stóraf- brot eins og morö og ýmis fjár- munabrot sem hingað til hefur ekki verið hægt að rannsaka sem skyldi. Ætlunin er að lög- fræðingar taki meiri þátt I ýms- um rannsóknum, en rann- sóknarlögreglan á að sjá um rannsókn fram aö ákæru, en þá hefst dómsrannsókn. „Það er hugmynd dómsmála- ráðherra að efla rannsóknarlög- regluna i áföngum, bæði með þviað senda menn utan til þjálf- unar og bæta við mönnum, ef tir þvl sem fé er veitt til." Starfið er pólitiskt — Er starf þitt pólitiskt, Ei- rikur? „Að sjálfsögðu starfa ég hér pólitiskt. Staða aðstoðarmanns gerir ráð fyrir þvi að ráöherra veljisér mann úr sama f lokki og skipan min er þvi pólitisk. — Ætlar þú að einbeita þér að stjórnmálum I framtiðinni? „Eg tek ekki endanlega ákvörðun um það, heldur eru það aðrir sem það gera. Stjórn- málastarf eitt sér er valtur at- vinnuvegur og ég hef mikinn áhuga á fræðimennsku á sviði lögfræðinnar. En eflaust ráðast framtiðaráform min nokkuð að þvi, hvernig mér falla störfin hér", sagði Eirikur Tómasson að lokum. — SG Texti: Sœmundur Guðvmsson Myndir: Jens Alexandersson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.