Vísir - 21.03.1977, Blaðsíða 4

Vísir - 21.03.1977, Blaðsíða 4
4 c Mánudagur 21. mars 1977 Zfvmni' Umsjón: Gudmundur Péfursson ¦j fndver/or felldu 1 Indíru Gandhi og Kongressflokkinn Indversk kona með barn á armi gengur að kjörboröinu. — 320 milljónir voru á kjörskrá, og kjörsókn var meiri en dæmi eru áour um í Indlandi. Þrjátíu ára valdatök Kongressflokksins voru slitin upp um helgina eft- ir stórsigra Janata- flokksins í þingkosning- unum, þar sem Indíra Gandhi forsætisráðherra varð að þola niður- lægjandi ósigur í sínu kjördæmi og náði ekki einu sinni kosningu á þing. Talning var rúmlega hálfnuð/ en þó var Ijóst, að kosningabandalag stjórnarandstöðuflokk- anna f jögurra hafði unnið mikla sigra og á góðri leið með að vinna fleiri. Fer enginn i grafgötur um, að það voru neyðarástandslögin og handtökur stjórnarandstæð- inga, sem urðu Kongressflokkn- um að falli, en þau mál voru sett algjörlega á oddinn i þessum kosningum. Þar við bættust óvinsældir og beiskja vegna harðrar framgöngu yfirvalda i vönunaraðgerðum til lausna'r fjólksfjölgunarvandamálinu Stjórnarandstaðan í sigurvímu Þegar ljóst varð, að hverju stefni um úrslit kosninganna var neyðarástandslögunum af- létt i morgun, en fyrir þrem mánuðum hafði Indira numið úr gildi þyngstu frelsisskeröingar- ákvæði þeirra til þess að eðlilegt kosningastarf gæti farið fram. Um land allt fögnuðu stuðningsmenn stjórnarand- stöðunnar og voru strax i nótt komnir út á strætin til þess að krefjast sigurs. Þegar siðast fréttist af taln- ingu, hafði Janataflokkurinn hlotið 135 þingsæti, en Kongressflokkurinn 109 og aðrir flokkar minna. Hafði bilið Htið brúast frá þvi, að talið hafði verið i 224 kjördæmum, en þá hafði Jantaflokkurinn 122 þing- sæti og Kongressflokkurinn 94. Janataflokkurinn, kosninga- bandalag fjögurra stærstu stjórnarandstöðuflokkanna, hafði lofað kjósendum sinum að hann mundi nema neyðar- ástandslögin úr gildi, ef hann kæmist valda. Beindi hann spjótum sinum i kosningabar- áttunni fyrst og fremst að Indiru. Indíra komst ekki á þing I Rae Bareli heimakjördæmi Indiru tapaði hún með 55 þúsund atkvæða mun fyrir Raj Narain. Sonur hennar, Sanjay, sem bauð sig fram I fyrsta skipti til þings i nágrannakjördæminu, Amethi, tapaði með 75 þúsund atkvæða Indira Gandhi á kosningafundi I Uttar Pradesh, en þvl er nú spáð, að stjórnmálaferill hennar sé á enda. mun. — Þrir ráðherrar ur stjórn hennar náðu ekki kjöri, og eins nokkrir aðstoðarráðherrar. Þeirra á meðal voru Bansi Lal, varnarmálaráðherra og Hari Ram Gokhale, dómsmálaráð- herra, en þeir voru meðal aðal- hvatamanna neyðarástands- laganna. Raj Narain, sem fór með sig- ur af hólmi i kjördæmi Indiru, sagði, þegar úrslitin lágu ljós fyrir þar: „Sigurinn yfir Indiru Gandhi er sigur lýðræðis og bor gar aréttinda.'' Valdaferill œttarinnar á enda Indira Gandhi (59 ara), sem hefur verið forsætisráð- Jagjivan Ram, einn af leiðtog- um stjórnarandstððunnar, sem hefur áður átt ráðherrasæti I stjórnum Kongressflokksins (27 ár ráðherra). Hann þykir llklegastur til þess að að verða forsætisráðherra þeirrar stjórn- ar, sem við tekur. herra Indlands siðustu 11 ár, og oft kölluð voldugusta kona heims^ hefur . óskað viðtals i dag við forseta Indlands, Fakruddin Ali Ahmed, og þykir liklegt að hún muni biðjast lausnar fyrir sig og ráöuneyti sitt. Eftir ósigur hennar og sonar hennar, sem margir vildu lita á sem arftaka hennar siðar meir i stjórnmálum Indlands, telja margir, að á enda sé runn- ið valdaskeið þessarar voldugu ættar. Heita má, að Indira og áður faðir hennar, Jawaharlal Nehru hafi stjórnað Indlandi óslitið frá þvi landið öðlaðist sjálfstæði 1947. Menn búast við þvi, að Indira játi ósigur sinn og flokks sins i dag, og þvi er spáö, að stjórn- máíaferill hennar sé þar með á enda. Liklegastur arftaki henn- ar sem leiðtogi Kongressflokks- ins þykir vera Yeshwantrao Chavan, utanrikisráðherra, sem hélt velli i sinu kjördæmi með miklum meirihluta. Misreiknaði kjósenáur Þetta óskaplega tap Kongress- flokksins og Indiru fer fram úr þvi, sem menn höfðu búist við fyrir kosningarnar. Að visu blasti við vegna óvinsælda neyðarástandslaganna og vön- unaraðgerðanna að Kongress- '*»: flokkurinn mundi tapa miklu af meirihluta sinum. En fæstir gerðu sér grein fyrir, hvilikt hatur rikti meðal hinna 320 milljón kjósenda landsins. Flestir voru þeirrar skoðunar að Indira hefði gert skyssu, þegar hún boðaði til kosn- inganna fyrr i vetur. Virðist hún hafa misreiknað sig illilega i út- reikningum sinum. Þótt stjórnarandstaðan hefði verið i molum með leiðtoga sina i fangelsum fram á elleftu stundu, tókst henni á aðeins 3 mánaða bili að skipuleggja kosningabaráttuna. Indira hafði reitt sig á að bættur efnahagur landsins undir hennar stjórn og aukið öryggi i innanlandsmál- um kynni að vega upp á móti óánægjunni vegna réttinda- skerðingarinnar, en það brást algjörlega. Hurfu efnahagsmál- in alveg i skugga neyðar- ástandslaganna. Þar við bættist siðan óánægja með son hennar, Sanjay, sem hefur verið litt þokkaður af alþýðu vegna óbilgirni i fram- kvæmd vönunaraðgerða og út- rýmingu fátækráhverfa. Or fortiðinni skyggðu svo enn á gömul hneykslismál vegna spillingar stjórnmálamanna og embættismanna Kongress- flokksins, þar sem Indira sjálf var ekki undanskilin. Chirac sigraði í París Stjórn Valery Giscard D'Estaing Frakklands- forseta beið enn eitt áfallið, þegar kosninga- bandalag sósialista og kommúnista sigraði frambjóðendur hennar i sveitar- og bæjar- stjórnarkosningum um helgina. Eini meiriháttar sigurinn, sem stjórnarmeirihlutanum féll I skaut I þessari seinni umferð kosninganna, var tvíræður, þvi að þaö var sigur Jacques Chiracs I Parls, sem er viss um að veröa fyrsti borgarstjóri Parisarborgar i heila öld. Sigur Chiracs var þó um leiö ósigur D'Estaings forseta, þvl að frambjóðandi hans, D'Ornano iðnaðarráðherra, varð að lúta i lægra haldi. Raunar gekk fram- bjóðendum hans vlðast verr en frambjóðendum Chiracs D'Estaing forseti lét Chirac vikja úr forsætisráðherraembætti I fyrrasumar eftir ágreining þeirra um leiðir til að sigrast á kosningabandalagi vinstri- manna, sem hafa jafnt og þétt aukið við sig fylgi I kosningum undanfarinna ára — Vildi Chirac boða til kosninga áður en kjör- tlmabilið rynni út, en D'Estaing ekki. Eftir úrslitin i gær þykir útilok- að fyrir stjórnarflokkana annaö en biða með þingkosningarnar þar til næsta ár, þegar kjörtima- bilið rennur út og vonast til þess .að bæta stöðu sina áður. — Lita flestir á sveitarstjórnarkosning- arnar sem könnun á því, hvernig flokkunum mundi vegna I þing- kosningum. Þegar siðast fréttist af talriingu leit ut fyrir, að kosningabanda- lagið bætti við sig 1% frá þvl um helgina fyrir viku og fengi 52%, meðan hægri flokkarnir sætu enn með 46%. Vinstrimenn eru greinilega I meirihluta I landinu", sagði Francois Mitterrand, ieiðtogi sdsialista, sigri hrósandi, en minnstu munaöi, að hann sigraöi D'Estaing i forsetakosningunum 1974. Hann sagði það „mjög vel hugsanlegt og jafnvel liklegt" aö kosningabandalagið ynni sigur I þingkosningunum að ári. Af stjórnarinnar hálfu varð enginn til þess að andmæla full- yrðingum Mitterands, enda sitja sósialistar og kommúnistar I meirihluta i tveimur þriðju hinna 221 stærri borga og bæja I Frakk- landi eftir Urslitin. •j Kosningabondaiog sósíulisto og kommúnista með meirihiuta í 2/3 stœrri borga og bœja í Frakklandi. — Spáir ekki góðu fyrir stjórnarflokkana í þingkosningunum að ári. Tveir frambjóðendur hægri flokkanna. T.v. Jacques Chirac, sigurvegari kosninganna I Parls, sem bar sigurorð af D'Ornano, (t.h.) iðnaðarráðherra og frambjóðanda D'Estaings forseta

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.