Vísir - 21.03.1977, Síða 10

Vísir - 21.03.1977, Síða 10
10 Mánudagur 21. mars 1977 VÍSIR Ctgefandi:Reykjaprent hf. í Framkvæmdastjóri: Davlft C<u6mundsson Ritstjórar:Dorsteinn Pálsson dbm. . ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Brági GuðmuAdsson.f Fréttastjóri erlendra frétta:Guömundur Pétursson. Umsjón meft helgarblafti: Arni Þórarinsson. Blaftamenn:Edda Andrésdóttir, Einar Guftfinnsson, Ellas Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guftjón Arngrlmsson, Kjartan L. Pálsson, óli Tynes, Sigurveig Jónsdóttii', Sæmundur Guftvinsson, Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Akureyrarritstjórn: Anders Hansen. Utlitsteiknun: Jón Oskar Hafsteinsson og Magnús ólafsson. Ljósmyndir: Jens Alex- andersson, Loftur Asgeirsson, Auglýsingastjórl: Þorsteinn Fr. Sigurftsson. Dreifingarstjóri: Sigurftur R. Pétursson. Auglýsingar: Siftumúla 8. Slmar 11660, 86611. Askriftargjald kr. 1100 á mánufti innanlands. ' Afgreiftsla: Hverfisgata 44. Simi 86611 * Verft I lausasölu kr. 60 eintakift. Ritstjórn: Slftumúla 14. Sfmi 86611, 7 llnur Prentun: Blaftaprent hf. Akureyri. Slmi 96-19806. Pólitískar hefðir Stjórnmálaumræður taka menn oft á tíðum mátu- lega hátíðlega. Og stundum er pólitíkinni líkt við leikhús fyrir þá sök fyrst og fremst, að þar skipta menn um gervi eftir því hvort þeir sitja í stjórnarstól- um eða skipa stjórnarandstöðu. Umræður þær, sem fram fara af flokkspólitískri hálfu um kjaramál, hafa oft varpað Ijósi á þennan þátt stjórnmálastarfseminnar. Stjórnarandstaðan hvetur gjarnan til mikilla kauphækkana, eggjar menn til baráttu og talar fjálglega um nauðsyn þess að sliðra sverðin. Talsmenn stjórnarflokka á hverjum tíma leggja hins vegar áherslu á, að menn taki mið af raunverulegum aðstæðum I þjóðarbúskapnum. Opinberir starfsmenn samþykktu fyrir rúmum þremur árum kjarasamninga, þar sem verulegt tillit var tekið til þeirrar miklu olíuverðhækkunar, sem þá hafði nýlega orðið. Þetta var í sjálfu sér mjög skyn- samleg og ábyrg afstaða, en um leið fremur óvenju- leg. Talsmenn þáverandi stjórnarandstöðu fóru óvirðu- legum orðum um þessa samninga, kölluðu þá olíu- samninga og hæddust að forystumönnum opinberra starfsmanna fyrir að hafa tekið tiilit til þeirra áfalla, sem þjóðarbúskapurinn hafði orðið fyrir. Þetta voru venjuleg stjórnarandstöðuviðbrögð. Á þessum tima hvöttu talsmenn vinstri stjórnarinn- ar á hinn bóginn til varfærni í kjaramálum, þrátt fyrir mestu verðbólguöldu, sem yfir landið hefur gengið. I forystugrein Þjóðviljans sagði að vísitöluuppbætur á laun þekktust hvergi nema hér á landi og þessi réttur verkafólks hefði átt sinn þátt i því að verðbólgan hefði verið meiri hér en í flestum nálægum löndum. Vinstri stjórnin lagði síðan til, að hluti kauphækkan- anna, sem samið var um í febrúar 1974, yrði afnuminn með lögum og vísitöluuppbætur bannaðar. Nokkrum dögum eftir að núverandi ríkisstjórn var mynduð haustið 1974 var Lúðvík Jósepsson enn sömu skoðunar og krafðist þess að komið yrði I veg fyrir að kaupgjald hækkaði eftir einhverjum vísitölureglum, því að ann- ars væri stoðunum kippt undan eðlilegum rekstri at- vinnufyrirtækjanna. Nú hafa stærstu verkalýðsflokkarnir, Alþýðu- bandalagiðog Sjálfstæðisflokkurinn, tekiðannan pól í hæðina, enda skipt um hlutverk. Ríkisstjórnin undir forystu sjálfstæðismanna hvetur mjög skynsamlega til hófsemi í kjaraákvörðunum í vor eins og vinstri stjórnin áður og bendir réttilega á, að kaupmáttur út- "flutningstekna þjóðarbúsins er enn 17% rýrari en fyrir þremur árum. Alþýðubandalagið hefur snúið við blaðinu og krefst fullra vísitölubóta og mikilla almennra launahækkana og blæs á öll mótrök, þar sem bent er á efnahagslegar þrengingar. I stað þess að benda á orsakasambandið á milli vísitölugreiðslna og verðbólgu er nú í forystu- greinum Þjóðviljans krafist stríðsaðgerða til að tryggja fullar vísitöluuppbætur. Þannig fara stjórnmálaumræður fram og óneitan- lega minna þær að sumu leyti á leikhús. En að sjálf- sögðu eru frávik frá þessum hefðbundnu vinnubrögð- um. Magnús Torfi ólafsson hefur t.d. upp á síðkastið ástundað eins konar pólitíska undantekningarstarf- semi. I forystugrein Alþýðublaðsins i síðustu viku komu einnig fram mjög skynsamleg viðhorf, sem með öllu voru laus við hefðbundin stjórnarandstöðuæsing. Þar , var með málefnalegum rökum bent á að taka yrði fréttum um góðan afla og hærra verð á erlendum mörkuðum með nokkurri varúð. Blaðið vakti athygli á þeim kostnaöarhækkunum, sem orðið hafa við fram- leiðsluna, og taldi því ekki sjálfgefið að þessi annars góðu tiðindi ættu að leiða til aukinnar einkaneyslu. „Að sjá í gegnum bísnessinn" Fyrir nokkrum árum slían gáfu ungir sjáifstæftismenn i Reykja- vfk út bók, er nefndist „Leyni- skýrslu' SÍA”. Haföi bókin aö geyma skýrslur og bréfaviö- skipti ungra Islenskra kommún- ista, sem voru viö nám I rikjum austan tjalds. Dvölin þar eystra haföi þau áhrif á suma þessarra manna, eftir þvi sem segir i bókinni, aö þeir snerust frá kommúnisma. Þóttust þeir sjá viö nánari kynni aö undir fögru yfirbragöi háleitra kenninga væri hinn sósialiski raunveru- leiki ómannúölegur og fráhrind- andi. Var þaö kallaö aö „sjá gegnum bisnessinn”, aö gera sér grein fyrir þessu. „Leyniskýrslur SÍA” vöktu talsveröa athygli, enda má jafn- an telja þaö til nokkurra tlö- inda, þegar þátttakendur I stjórnmálum, sem lengi hafa barist af eindrægni fyrir ein- hverri stefnu eöa kenningu, sjá skyndilega gegnum bisnessinn og sööla um. Nýtt uppgjör Einmitt um þessar mundir virö- ist I uppsiglingu annaö uppgjör af þessu tagi. Aö þessu sinni vill svo skemmtilega til, aö þaö eru einmitt útgefendur fyrrgreindr- ar bókar ungir sjálfstæöismenn, sem loks hafa hvesst augu sin og sjá nú I gegnum bisnessinn skýrt og greinilega. Fyrir skömmu gáfu ungir sjálfstæöismenn út blaö er nefn- ist „Bákniö burt ,og hefur aö geyma hugmyndir ungra sjálfs- tæöismanna um samdrátt i rikisbúskapnum. ! blaöi þessu er ráöist af mikilli einurö og meö gildum rökum gegn þeirri valdsöfnun rlkisbáknsins sem átt hefur sér staö undanfarna áratugi, og á þaö bent, aö frelsi og ráörúm einstaklinga til efna- hagsstarfsemi sé alvarlega skert. Efnahagslifiö sé njörvaö i viöjar ofstjórnunar opinberra aöila, banka, sjóöa, ráöa og stofnana, en vegvlsir þessa kerfis sé einatt illkynjuö pólitik, en ekki hagkvæmni. „Kaupin á eyrinni" Þessar upplýsingar eru is- lenskum blaöalesendum auövit- aö ekkert nýnæmi. Hitt er at- hyglisveröara aö höfundar „Báknsins” draga litla dul á, aö útþensla rikisbáknsins hefur fariö fram meö fullu samþykki flokks einstaklingshyggju og frjáls hagkerfis, Sjálfstæöis- flokksins, og i sumum tilvikum beinlinis fyrir frumkvæöi hans. Ennfremur, aö frá striöslokum hefur enginn islenskur stjórn- málaflokkur átt rikari þátt i aö f Síðdegisþnnkar j í 5 Finnur Torfi Stefánssoif skrifar: y stjórna bákninu og móta þaö i framkvæmdinni, en einmitt Sjálfstæöisflokkurinn. Hinir ungu reiöu sjálfstæöismenn eru og ómyrkir i máli um skýringar á þessum brigöum flokksins viö sjálfstæöisstefnuna. Atkvæöa- veiöar flokksins er þar megin- skýringin, þar sem hugsjónum er kastaö fyrir kjörfylgiö. Uppgötvanir ungra sjálf- stæöismanna um bákniö og Sjálfstæöisflokkinn eru fagnaöarefni. I þeim felst mikil- vægur sannleikskjarni, sem öll- um er hollt aö varöveita meö sér. Sjálfstæöisflokkurinn berst alls ekki fyrir frjálsu hagferi á Islandi. Hann berst ekki fyrir neinu hagkerfi. Hann berst fyrir þvi aö vera I ríkisstjórn.Því miöur gildir þetta einnig um fleiri islenska stjórnmala- flokka. Fyrsta tiiraun mistókst Fróölegt veröur aö fylgjast meö hvernig krossför ungra sjálfstæöismanna gegn bákninu reiðir af. Þess er skammt aö minnast, er augu ungra fram- sóknarmanna opnuöust fyrir nokkrum árum og hófu baráttu gegn stöðnuöu kerfi og úreltum flokkum. Sú barátta endaöi eins og kunnugt er með þvi aö ung- hreyfingin hrökklaöist úr Framsóknarflokknum, en meö- limir hennar dreiföust i aðra flokka og flokksbrot. Þeir, sem enn hafa sig I frammi i stjórn- málum sitja nú i skauti Alþýöu- bandalagsins og velta fyrir sér kosningatölum og atkvæöahlut- falli. Þrátt fyrir þessi sorglegu endalok má þaö ekki gleymast, aö upphlaup framsóknarmann- anna ungu var sennilega fyrsta alvarlega tilraunin til aö koma til áhrifa I íslenskum stjórnmál- um fólki, sem fætt er eftir striö. Næsta ætlar að heppnast I Alþýöuflokknum hafa ungir menn einnig séö gegnum „bis- nessinn”. Hvort sem þaö er fyr- ir viösýni forystumanna eöa einfaldlega vegna þess hve flokkurinn var máttlitill eftir kosningaósigra undanfarinna ára, þá hefur hin nýja kynslóö I Alþýöuflokknum þegar náö miklu af þeim árangri, sem ungir framsóknarmenn sóttust eftir á sinum tlma og unga sjálf- stæöismenn dreymir um nú. Ný stefnuskrá samin af ungu fólki hefur veriö samþykkt. Prófkjör hefur veriö lögleitt, og nýir menn hafa komist I áhrifastöö- ur. Auövitaö er ekki séö fyrir endann á kynslóöaskiptunum i Alþýöuflokknum, en byrjunin biröist lofa góöu. Svo undarlegt sem þaö má viröast hefur ekki bólaö á nein- um nýjum skilningi á „blsnessnum” innan Alþýöu- bandalagsins siöan ungu menntamennirnir austan tjalds fengu vitrunina foröum. Þar una menn enn viö viskuorð ell- innar. Þaö er skiljanlega alltaf erfiöara fyrir þá sem hafa tam- iö sér einstrengingshátt I skoöunum aö sjá hluti i nýju ljósi. Hver veit nema fordæmi ungra sjálfstæöismanna nú geti oröið tU þess aö hjálpa Alþýöu- bandalagsmönnum aö,brjóta is- inn.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.