Vísir - 01.04.1977, Blaðsíða 11
visnt
Föstudagur
1. april 1977
Harkaleqar
deilur um
varnarmálin
— á þingi Norðurlandaráðs í Helsinki
en sagöi aö æfingar þýskra her-
manna á norskri grund væru ógn-
un og átaldi norömenn fyrir aö
leyfa þær.
Tryggve Bratteli, fyrrverandi
forsætisráöherra Noregs, svaraöi
finnanum. Sagöi hann aö þing og
rlkisstjórn réöu ekki blööunum. A
eftir honum stóö upp Kaare Will-
och form. norska hægri flokks-
ins og tók I sama streng. Kallaöi
hann ummæli Saarinens ergelsi
vegna frjálsrar pressu.
Greinilegt er aö nokkur uggur
er I mönnum vegna þessara
deilna. Margir af ræöumönnum
frá hinum noröurlöndunum fjöll-
uöu um þessi mál og minntu á aö
á þingi Noröurlandaráös ættu
ekki aö fara fram umræöur um
utanrikis og varnarmál.
Upphaf deilna þessara er, aö
fyrir skemmstu var flokki þýskra
hermanna boöiö aö taka þátt i
heræfingum Atlantshafsbanda-
lagsins I Noregi. Þetta voru
fyrstu þýsku hermennimir til aö
stiga fæti á norska grund frá lok-
um seinni heimsstyrjaldarinnar.
Rússar mótmæltu þessu ákaflega
og finnska stjórnin reyndi aö
beita áhrifum sinum til þess aö fá
norsku stjórnina til aö endur-
skoöa boöiö. — EKG/Helsinki
Deilurnar i Norðurlandaráði i gær urðu vegna heræfinga norðmanna og
þjóðverja i Norður-Noregi, og er þessi mynd af hermönnum að æfingum á
þeim slóðum.
tækni Inyt, enda liggur fáum meir á góöu
fjarskiptasambandi en eyþjóöum, en hins
vegarhefur veriösá hængur á þvi ráöi, aö
viss arfleifö frá árinu 1906 hefur nokkuö
tafiö fyrir þvi aö hin nýja þróun gengi i
garö, og vakiö um tima upp einskonar
nýjar simadeilur, þótt ekki geröu bændur
ferö sina til ráöherra aö mótmæla aö
þessu sinni.
HALLDÓR E. SAGÐIST
EKKI VILJA BRJÓTA
SAMNINGA AMÖNNUM
Mikla norræna ritsimafélagiö hefur
meö samningum viö islenzk stjórnvöld
annast simaþjónustuna viö Island allt frá
fyrstu dögum sæsimans. Ekki er aö efa aö
Mikla norræna ritsimafélagiö hefur haft
ómældar tekjuraf þessari þjónustu á liön-
um sjötiu árum. Samningar á tlmabilinu
benda til þess, aö eftir aö fyrsta
NEÐANMALS
Indriði
3. Þorsteinsson.
y
samningstimabilinu viö Mikla norræna
lauk hafi veriö uppi hugmyndir i landinu
um aö ná þessari þjónustu I eigin hendur.
Svo varö þó aldrei, og nokkru eftir aö
simasamband þaö, sem nú er notast viö
og er oröiö úrelt þing, varö enn aö gera
samninga viö Mikla norræna, og þá um
hlutdeild I jaröstöö. Halldór E. Sigurös-
son, ráöherra, sem fer meö simamál,
sagöi réttilega i ræöu, þegar sæsimann
bar hvaö hæst I umræöu, aö hann vildi
ekki brjóta samninga á mönnum. Atti
hann þá viö, aö samningum viö Mikla nor-
ræna.sem giltu til 1985, yröi erfittaö rifta.
Astæöurnar til þess aö áriö 1960 voru
geröir samningar viö Mikla norræna til
tuttugu og fimm ára, eöa til lengri tima en
áöur haföiþekkzt, og þaö viö upphaf nýrr-
ar aldar i fjarskiptum, eru alls ekki ljósar
og þær eröa enn óljósari viö þaö, aö á
löngu timabili voru ekki geröir samningar
viö Mikla norræna um slmaþjónustu
nema til fimm eöa sex ára.
EIN AF ÞESSUM FURÐUM
SEMOFT HENDA I
SAMSKIPTUM VIÐ
ÚTLENDINGA
Eölilegt mátti kalla, aö áriö 1906, þegar
simaþjónustan var aö byrja, yröi geröur
nokkuö langur samningur viö Mikla nor-
ræna. Hann gilti þó aöeins I 20 ár, eöa
fimm árum skemur en samningurinn,
sem geröur var 1960. Samningnum 1906
var mótmæltm.a. vegna þess aö mönnum
þótti hann ganga öndvert viö islenzka
sjálfstæöisbaráttu. Loftskeytasamband
kraföist ekki neins nema stangar viö
Rauöará. Engu aö sföur var sæsiminn
nauösynlegur. A þeim tlma, og kannski
aldrei siöan, höföum viö einir sér bol-
magn til aö halda viö eöa leggja nýja
simakapla. Þaö hindraöi okkur þö ekki I
aö gera samning til skamms tima lengi
vel eftir aö tuttugu ára timanum lauk.
Ekki skal getum aö þvi leitt hvaöa nauöur
rak okkur til aö gera tuttugu og fimm ára
samning viö Mikla norræna áriö 1960. Þaö
er hægt aö gera sér i hugarlund, aö full-
trúar hluthafa I Mikla norræna hafi viljaö
gera sjálfum sér þaö til lofs og dýröar aö
ná sem hagkvæmustum samningum viö
Islendinga — þessa útkjálkaþjóö — ein-
mitt þegar hyllti undir stórfelldar
breytingar á fjarskiptum. Tuttugu og
fimm ára samningur á sama tima og sæ-
strengir voru á útleiö er ein af þessum
furöum, sem ofthenda 1 samskiptum okk-
ar viö útlendinga.
MIKLA NORRÆNA VAR
EINNIG RIKI I RIKINU
Póst- og simamálastjórar, voru næsta
einráöir um málefni stofnunar sinnar
fram til ársins 1970, þegar sú breyting var
gerö aö símaþjónustan var látin heyra
undir ráöuneyti eins og aörar rikis-
stofnanir. Aöur haföi póst- og simamála-
stjóri aöeins ráöherra yfir sér, og sneri
sér beint tilhans meö þau mál, sem hann
taldi ráöherra varöa. Menn rekur eflaust
minni til þess, aö breytingin olli nokkrum
áhyggjum hjá simaþjónustunni, enda
höföu þeir simamenn löngumvanistþvi aö .
vera einskonar riki I rikinu. Mikla nor-
ræna var einnig riki i rikinu og
samningurinn frá 1960 bendir einmitt til
þess aö þar hafi tveir sjálfstæöir (sover-
eign) aöilar ráöiö ráöum sinum án þess aö
til kæmi umfjöllun almannavalds eins og
þings eöa rikisstjórnar. Eftir áriö 1970
heföi ekki veriö hægt aö fara þannig
framhjá kerfinu viö þýöingarmikla samn-
inga, og um leiö heföi veriö hægt aö koma
viö nokkrum vörnum, a.m.k. gagnrýni á
nauösynjarlausa lengd samningstimans.
Til viöbótar má geta þess, aö taxtinn, sem
Mikla norræna samdi um, var miöaöur
viö aö. Mikla norræna fengi nýjan sæ-
streng, Scottice, greiddan á sextán árum.
Reyndin varö sú aö strengurinn var
greiddur upp á miklu skemmri tima
vegna þess aö notkunin fór langt fram úr
áætlun. Þegar rikisvaldiö komst raun-
verulega inn i þetta mál eftir breytingu
áriö 1970 var þaö þess fyrsta verk aö
pressa niöur leigugjaldiö. Jafnframt var
Mikla norræna tilkynnt, aö kæmi til aukn-
ingar á rásum, umfram þær tuttugu og
niu sem opnar voru i Scottice, tækju Is-
lendingar upp eignarhluta. Eignuöust ís-
lendingar þannig 12% um tima I nýjum
kapli á svonefndri syöri leiö, þ.e. Fær-
eyjar-Skotland. Þessi eignarhluti var
seldur þegar núgildandi samningar um
jaröstöö voru geröir.
llalldór E. Sigurösson, ráöherra,
sem fer meö simamál, sagöi
réttilega I ræöu, þegar sæsimann
bar hvaö hæst i umræöum, aö
hann vildi ekki brjóta samninga á
mönnum.
SÚSAGA
ALLSTAÐAR EINS
Þótt Marconi-loftskeytin þættu ekki
nógu örugg á sinum tima hefur loft-
skeytasambandiö sigraö aö lokum. Jarö-
stöövaroggervihnettireru oröin öruggari
miöill og mikiö meöfærilegri en lagning
kapla 1 s jó. Aukin sjósókn og voldug veiöi-
tæki hafa lagzt á eitt meö aö valda mikl-
um slitum á sæsimastrengjum. Sú saga er
allstaöar eins, hvort sem menn bera niöur
viö lsland eöa Færeyjar, Grænland eöa
Kanada. Alls staöar eru togarar aö veiö-
um, eöa þá aö hafis slitur strengina. A
árunum 1962 til áramóta 1975 var sam-
bandslaustaf völdum skemmda I hundraö
daga i báöar áttir. A árinu 1976 einu voru
frátafirnar vegna skemmda álika miklar.
Og þaö viröist færast I vöxt aö kapallinn
sé hreinlega sagaöur i sundur komi hann
upp meö vörpunni. Svona viröist flýtirinn
vera mikill aö losna viö þennan ,,botn-
fisk”.
METNAÐUR ÞEIRRA
OG ÁGÓÐAVON
Ætlaö er aö jaröstööin veröi komin I
gagniö i ársbyrjun 1979. Vegna hennar
var samningurinn frá 1960 endurskoöaö-
ur. Þegar Mikla norræna gekk til þeirrar
endurskoöunar samningsins var alveg
ljóst, aö þeim var mikiö I mun aö láta ekki
brjóta á sér geröa samninga. Þeir voru
heldur ekki á þeim buxunum aö hverfa
snögglega frá samstarfi um þessi mál,
enda mætti þá álita aö þeir heföu ekki
komiö fram meö fullri sæmd I viöskiptum
viö okkur. Metnaöur þeirra og ágóöavon
lögöust þvi á eitt viö aö gera fulltrúa hlut-
hafa I Mikla norræna næsta erfiöa viö-
fangs. Viö endurskoöunina var ákveöiö aö
Mikla norræna og Landssíminn rækju sæ-
simann I sameiningu til ársins 1985. Taliö
er aö jaröstööin muni kosta um milljarö
islenzkra króna. Samkvæmt endur-
skoöuninni leggur Mikla norræna tiu
milljónirdanskra króna I jarðstööina, eöa
sem svarar 335 milljónum islenzkra
króna. Meö þessu eignast þeir um einn
þriöja i jaröstööinni, en sá eignarhluti
gengursjálfkrafa til Islendinga áriö 1991.
Hins vegar er þaö ákvæöi I nýja
samningnum, aö hægt er aö kaupa Mikla
norræna út ef viö viljum, þegar
samningurinn um kapalinn rennur út áriö
1985. Sameiginleg stjórn veröur sett yfir
þennan rekstur, og á Mikla norræna tvo
menn af fimm I henni. Jaröstöðin þýöir
mikiö rýmra samband viö umheiminn, en
geröhefurveriöáætlun um vaxandi rása-
fjölda allt til ársins 1991 en þá geta þær
veriö 237 á móti 29 i dag.
SJÓNVARPSMENN
HÖFÐU FRUMKVÆÐIÐ
Eins og sæsiminnáriö 1906 er jaröstööin
reist aö kröfu timans. Þaö voru sjón-
varpsmenn, sem fyrstir óskuöu eftir þvl
að héryröi komiöá fót jaröstöö hiö fyrsta.
Þeir hafa mikilla hagsmuna aö gæta I þvl
efni, eru árvökulir um nýungar I fjar-
skiptum og eru þannig meö áróöri slnum
aö leiöa yfir okkur nýja tlma i talslma-
sambandi viö útlönd, En þeim heföi aö
likindum ekki tekizt aö koma miklu til
leiöar I þessu efni, heföi breytingin á yfir-
stjórn simans ekki komizt á áriö 1970. Þá
væru þeir hjá Mikla iiorræna og simanum .
eflaust enn aö bauka einhvers staöar meö
sinn jaröstreng og áratuga langa
einokunarsamninga. Er svolitiö sorglegt
til þess aö vita aö simastofnunin skuli ekki
sjálf hafa haftfrumkvæöi aö efldum fjar-
skiptum, og hafa af þessum málum öllum
fengið þaö orö á sig aö vera ihaldssamt
höfðingjaveldi innan rikisins, sem sporni
viö nýungum séu þær ekki I samræmi viö
þarfir og óskirMikla norræna.En þetta er
ekki ný saga. Ekki veröur betur séö af
ýmsum öörum viöskiptasamningum okk-
ar til útlendinga en þar sé hann ekki öllu
stærri metnaðurinn fyrir hönd fööur-
landsins. iqÞ