Vísir - 12.04.1977, Blaðsíða 10

Vísir - 12.04.1977, Blaðsíða 10
10 Þriftjudagur 12. april 1977. t VÍSIR Otgefandi:KeykJaprent hí Framkveindat>tjóri:DavI& GuOmundsson *» Ritstjórar:t>orsteinn Pálsson dbm. ólafur Kagnarsson Kitstjórnarfulltrúi: öragi Gubmundsson. Fréttastjóri erlendra írétta: Guömundur Pétursson. Um- sjón meA helgarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guöfinnsson, Elfas Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guöjón Arngrimsson, Kjartan L. Pálsson, óli Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guövinsson. Iþróttlr: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson. Akureyrarritstjórn: Anders Hansen. Utlitsteiknun: Jón Oskar Hafsteinsson og Magnús ólafsson. Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson. Sölustjóri: Páll Stefánsson. Auglýsingastjóri: Þorsteinn Fr. Sigurösson. Dreifingarstjóri: SigurÖur R. Pétursson. Auglýsingar: Siöumúla 8. Slmar 11660, 86611. Askriftargjald kr. 1100 á mánuöi innanlands. Afgreiösla: Hverfisgata 44. Simi 86611. Verö I lausasölu kr. 60 eintakiö. Ritstjórn: Siöumúla 14. Sfmi 86611, 7 Ifnur. Prentun: Blaöaprent hf. Lœkkum skattana Opinber skattheimta hefur lengi veriö bitbein I stjórnmálaumræðum. Grundvallarágreiningur I allri þjóðfélagspólitík snýst I raun og veru um það I hversu ríkum mæli ríki og sveitarfélög eigi að ráðstafa tekj- um fólksins i landinu. En staðreynd er, að þeir hafa heldur sóttá, sem vilja auka umsvif ríkisvaldsins og þá um leið draga úr sjálfstæði borgaranna. Við lifum á þeim tímum, þar sem stjórnmálamenn vilja gera allt fyrir alla og reisa sjálfum sér minnis- varða með ríkisframkvæmdum. Því hefur komið fram á sjónarsviðið harla óvenjulegur flokkur, sem vill auka ríkisumsvif án þess að rýra ráðstöfunartekj- ur einstaklinganna að sama skapi. Þessi f lokkur hefur átt fulltrúa í öllum gömlu hefðbundnu þingflokkun- um. Gengi hans hefur verið mikið og m.a. komið fram i hallarekstri rikissjóðs. Sú staðreynd, að stjórnmálamenn hafa verið smeykir við að auka skattheimtuna í samræmi við ríkisumsvifin, sýnir, að þrátt fyrir alla kröfugerð er það rikjandi sjónarmið meðal borgaranna að einstakl- ingarnir eigi að ráðstafa sjálfir sem mestu af tekjum sínum án opinberrar íhlutunar. Það ber aðeins vott um stjórnmálalegan veikleika að lofa hvoru tveggja í senn að lækka skatta og auka ríkisumsvif. Þetta átti sér stað á eyðslustefnutimanum, sem hófst i byrjun þessa áratugs. Og segja má að fyrir þá sök m.a. hafi rikisf jármálin veriðá hálfgerðri ringul- reið. Það var fyrst á síðasta ári, að núverandi fjár- málaráðherra tókst að ná sæmilegu haldi á f jármál- um ríkisins eins og skýrsla hans um afkomu ríkissjóðs árið 1976 ber vott um. Á siðasta ári lækkuðu ríkisútgjöld t.a.m. í hlutfalli af þjóðarframleiðslu úr rúmlega 31% niður i rúmlega 27%. Með þessu var komið í veg fyrir tíu milljarða króna aukna skattheimtu, sem orðið hefði, ef hlut- fallinu hefði verið haldið óbreyttu. En i þessu sam- bandi er þó á það að líta, að skattheimta opinberra að- ila ríkis og sveitarfélaga, hefur þrátt fyrir þetta hækkað i hiutfalli við þjóðarframleiðslu. Árið 1970 var skattheimta opinberra aðila um það bil 30% af þjóðarframleiðslu, en er nú rúmlega 35%. Þessum tölulegu staðreyndum þarf að breyta. Hug- myndir verkalýðshreyfingarinnar um verulega lækk- un óbeinna skatta gætu í framkvæmd verið snar þátt- ur i þeim umskiptum. En að sjálfsögðu verða menn að átta sig á því lögmáli, að útgjöldin verður að tak- marka að sama skapi. Að nokkru leyti má þó draga úr opinberri eyðslu með skynsamlegri stjórnun en verið hefur á sumum sviðum. Ungir sjálfstæðismenn gagnrýndu fyrir skömmu óhóflegar lántökur ríkisins að undanförnu, er þeir telja bera vott um óráðsiu. Láta mun nærri að þrjár krónur af hverjum fjórum, sem teknar hafa verið að láni upp á síðkastið, hafi farið til orkufram- kvæmda af ýmsu tagi. Þar er að visu um mikilvægar framkvæmdir að ræða. En á engu sviði hefur þó ríkt jafn mikil óráðsía í f járfestingarmálum, þar sem arðsemissjónarmiðum hefur verið vikið til hliðar og minnisvarðahugmyndir verið látnar sitja í fyrirrúmi. Með skynsamlegri stjórn á þessu sviði hefði mátt draga úr óhóflegri skuldasöfnun og orkumálayfirvöld hefðu komist hjá þeirri hörðu gagnrýni, sem fram hefur komið hjá ungu fólki í öðrum stjórnarflokknum. Kjarni málsins er sá, að ríkisvaldið má hvorki með óhóflegri skattheimtu né skuldasöfnun binda um of hendur borgaranna. Við höfum gengið of langt I þessu efni og því þarf að snúa blaðinu við. „Nauðsynlegt oð sameina þau þrjú félög bókagerðar- manna, sem nú starfa hérlendis" segir Ólafur Emilsson formaður Hins íslenska prentarafélags í samtali við Vísi í tilefni af 80 óra afmœli samheldninnar í þessu elsta stéttarfélagi landsins Þessi mynd var tekin i kaffisamsæti HtP á sunnudaginn. Viö fremsta boröiö er Jón Þóröarson, en hann vann mjög lengi i prent- smiöjunni Eddu og er einn heiöursfélaga HtP, og Enge Lund söng- kona. Aö baki þeim má sjá Steingrfm Guömundsson fyrrv. forstj. Kíkisprentsmiöjunnar Gutenberg og Eggert Arnórsson fyrrv. gjaldkera þar. Þaö var mikiö um dýröir fyrir páskana þegar Hiö islenska prentarafélag hélt hátiölegt 80 ára afmæli félagsins. Kom fjöldi manns saman á Hótel Borg. Menn spjölluöu saman yfir kaffisopa, ávörp voru flutt, gjafir afhentar og lesin upp heillaskeyti, sem félaginu höföu borist. Þetta elsta stéttarfélag lands- ins var stofnað 4. april 1897 og stóöu að stofnun þess 12 prent- arar ilr tsafoldarprentsmiðj- unni og Félagsprentsmiðjunni. Það sem helst knúði á um félagsstofnunina var prent- nemafjöldinn. Var mikið at- vinnuleysi meðal fullnuma prentara, þar sem prentsmiðju- eigendur vildu spara meö þvi að hafa sem mest af nemum i vinnu. Eftir 7 ára starf tókst félaginu að öðlast viðurkenn- ingu prentsmiðjueigenda sem samningsaðili fyrir prentara i landinu. Góðra stunda minnst. Frá þessu 80 ára timabili er margs að minnast bæöi frá bar- áttumálum og félagslifi. Var nokkuð af þvi siðarnefnda rifjaö upp með kvikmyndasýningu i gamla Tjarnarbiói. Var þar sýnd kvikmynd sem tekin var i feröalagi prentara að Hólum árið 1940 i tilefni 500 ára sögu prentlistar á tslandi. Þá var sýnd mynd frá 50 ára afmælishófi félagsins og loks 30 ára gömul kvikmynd frá sumarbústaðahverfi prentara við Laugarvatn, en þeir voru einna fyrstir til aö uppgötva þennan nú svo vinsæla sumar- dvalarstað. Nýi tíminn Ýmis ný vandamál steðja nú að prentarafélaginu meö til- komu nýrra framleiðsluhátta i bókagerð. Olafur Emilsson formaður HIP sagði I samtali við Vísi að bráðnauðsynlegt væri að sameina þau þrjú félög bókagerðarmanna sem eru hér á landi, Grafiska sveinafélagið, HtP og Bókbindarasamband Islands. Með þvi móti yröi auð- veldara að ráða við þau verk- efni sem blasa við þessum félögum. Sagði hann aö þótt gott samstarf væri meðal félaganna yrðu þau sterkari undir einni stjórn, sérstaklega þar sem at- vinnurekendur eru komnir i eitt félag. „Þaö sem er brýnast er að efla samheldnina og samstarfið meöal félagsmanna,” sagði Olafur. „Verkalýðsmálin i land- inu eiga erfitt uppdráttar vegna þess að hinn almenni félags- maður sinnir ekki málum félagsins sem skyldi. Það er nauösynlegt að félagsmenn hugsi ekki fyrst og fremst hvað félagið geti gert fyrir þá, heldur hvaö þeir geti gert fyrir félag- ið.” Aö nýta þekkinguna. Ólafur sagöi að mikil bóka- og bókmenntaþjóð eins og við islendingar þurfi að eiga áfram kunnáttumenn á þessu sviði. Þvi sé nauösynlegt að nýta þá þekkingu sem fyrir er i landinu og bæta við hana með tilkomu Ljósm.: Ágúst Björnsson nýrra tækja. Sagði hann þurfa að gera stórátök i endurmennt- unarmálunum og gera prentur- um mögulegt ,að fylgjast meö breyttum timum. Dregist aftur úr I laun- um. Ólafur kvað kaupgjaldsmálin vera oröin mjög brýn. Prentar- ar hefðu dregist mjög aftur úr i launum. Iðnaðarmenn séu nefndir einu nafni i samningum, en það sé ekki rétt, þvi mikið bil hafi myndast milli þeirra sem vinna i ákvæðisvinnu og tima- kaupsiðnaðarmanna. Þeir siðar nefndu yröu nú að teljast lág- tekjufólk. „Miðað við prentara erlendis er tsland orðið láglaunasvæði i prentiön. Eingöngu þess vegna er orðið ódýrt aö prenta hér á landi miðað við viða erlendis. Þetta hefur verið rætt i Sambandi prentiðnaðarmanna á Noröurlöndunum og hafa prentarar á hinum Norðurlönd- unum áhyggjur af þróun þess- ara mála. Hafa þeir til þess fyllstu ástæðu, þar sem bóka- forlög i Noregi og Færeyjum eru þegar farin að senda hingað prentverk,” sagði ólafur Emilsson. —SJ. Bilalestin sem fór til Hóla á 500 ára afmæli Einn af fyrstu sumarbústöðum prentara I prentlistar á islandi. Laugardal.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.