Vísir - 24.04.1977, Qupperneq 10
10
Sunnudagur 24. apríl 1977 VISIR
[Forleggjarmn og skáldið
— Molar um samskipti
Ragnars í Smára og
Haíídórs Laxness
Langt er slðan leiöir þeirra
Halldórs Laxness og Ragnars
Jónssonar i Snuíra lágu fyrst
saman. Þeir kynntust hcima hjá
Guörúnu ekkju Þorsteins Er-
Iingssonar skálds, þar sem
margir listamenn i Reykjavik
komu saman i kringum 1920. Þá
var Ragnar nýkominn til höfuö-
staöarins til aö setjast á skóla-
bekk I Verslunarskólanum.
Ragnar segir frá þvi i viötali viö
Eimreiöina, aö hjá Guörúnu
hafi veriö kapprætt á hverju
kvöldi um bókmenntir, listir,
trúmál og stjórnmál og voru
umræöur fjörugar og menn
stundum hvassyrtir. Meöal
gesta voru Siguröur Nordal,
Daviö Stefánsson og Einar
Kvaran. „Kiljan talaöi t.d. enga
tæpitungu þegar hann var aö
deila viö menn” segir Ragnar.
„Hann var miskunnarlaus, en
undir sló hlýtt og viökvæmt
hjarta, — og alltaf jafn-
skemmtilegur”. Ekki liöu mörg
ár uns þaö samband batst milli
þeirra Halldórs og Ragnars sem
ekki hefur rofnaö, er Ragnar
varö forleggjari skáldsins og
hefur veriö siöan. Þaö var Ljós-
vikingurinn sem þeir Kristinn
E. Andrésson gáfu út saman.
Skömmu seinna stofnaöi Ragn-
ar Helgafellsútgáfuna og fyrsta
bók forlagsins var tslands-
klukkan eftir Haildór Laxness.
„Nánasti vinur Halldórs var
Erlendur i Unuhúsi„fluggáfaður
maöur”, segir Ragnar i Eim-
reiðarviötalinu. „Hann mælti
með mér við Halldór og við
verðlögðum bókina saman
ásamt Kristni. Það var dýrasta
bók á tslandi, sagði frændi
minn, Vilmundur landlæknir.”
Engir samningar
Halldór segir i grein um
Ragnar Jór.sson sextugan árið
1964 frá samskiptum þeirra, —
rithöfundar og forleggjara.
Greinin hefst á þessum orðum:
„Bágt er að segja hvar við
stæðum á Islandi ef við
eignuðumst ekki annað veifið
menn einsog Ragnar Jónsson i
Smára, sem gleyma þeirri stað-
reynd eða neita blákalt að taka
hana til greina, aö vér Is-
lendingar séum „fáir, fátækir
smáir.”
Og siðar i greininni segir
Halldór:
„Um bókaútgáfu Ragnars
Jónssonar ætti ég aö geta talað
nokkuð af sjálfsreynslu, þvi
hann hefur á siðastliönum tutt-
ugu og fimm árum liklega gefið
út eftir mig fleiri bækur en
nokkurn annan mann og ég að
minu leyti haft meira saman við
hann að sælda en nokkurn for-
leggjara annan, innanlands og
utan. En viðfeldnara væri að
þeir ungir höfundar sem góðs
hafa notið af áhuga hans fyrir
þvi að koma efnilegum lista-
mönnum til þroska, töluöu sinna
vegna um mann sem svo oft var
reiðubúinn að brjóta sig i mola
fyrir aðra. Svo ég viki aftur aö
þeim viðskiftum við Ragnar
Jónsson sem mér er kunnust, þá
held ég að útgáfur sem Ragnar
hefur annast af minum verkum
skifti nú nokkrum tugum, eða
fari jafnvel framúr hálfu
hundraði ef taidar eru allar
endurprentanir, sem af sumum
þessara bóka eru orönar fleiri
en tvær ef ekki fleiri en þrjár.
Um þau viðskifti er þar skemst
frá að segja að i öll þessi ár hef-
ur slikt trúnaðartraust verið
með okkur að ekki hefur komið
fyrir i eitt skifti að við höfum
gert samning um bók nema
stundum eitthvert lauslegt um-
tal, stundum varla einusinni
það. Þó hefur aldrei borið við að
snurða hlypi á þráðinn milli
okkar i þessum undirbúnings-
lausu viðskiftum, þvi hvert hans
orð hefur staöið sem stafur á
„Það er alltaf veru-
legurviðburður þegar
ný bók eftir Halldór
kemur út##
— segir Böðvar Pétursson hjó Helgafelli,
sem afgreitt hefur bœkur Halldórs
í rúman aldarfjórðung
„Það hefur alltaf veriö veru-
legur viðburöur þegar ný bók
eftir Halldór Laxness hefur ver-
ið að koma út, og óvenju mikið
annriki hjá okkur bæöi viö að
dreifa henni I bókaverslanir um
allt land og eins að afgreiða þá
áskrifendur, sem koma hingað
strax og þeir vita, aö ný bók
eftirHalldór er komin út,en þeir
eru þá oft búnir að biða lengi
óþolinmóðir eftir henni” sagði
Böðvar Pétursson, sem unniö
hefur við útgáfu og afgreiöslu
bóka Halldórs og annarra
Helgafellsbóka, i rúman
aldarfjóröung, I viðtali við
Helgarblað VIsis.
Böðvar hefur aðsetur I Unu-
húsi viö Veghúsastig, en þar
hefur útgáfan verið til húsa siö-
an um 1950. Aður var hún I
gamla Unuhúsinu við Garða-
stræti, en útgáfan hefur alla tið
verið nátengd þvi nafni.
„útgáfa á bókum Laxness
hefur alltaf verið snar þáttur I
útgáfu Helgafells”, sagði Böð-
bók og jafnvel lauslegur munn-
legur ádráttur verið gullsigildi
svo i smáu sem stóru, sem ekki
veröur alténd sagt um lögfræði-
lega þrautnjörvaða copyright-
samninga i ótal greinum einsog
maöur er sigerandi við útlend
fyrirtæki útum hvippinn og
hvappinn.”
Barn náttúrunnar
Um fyrstu kynní sin af verk-
um Halldórs Laxness segir
Ragnar i Eimreiöarviðtalinu:
„Ég man enn eftir þvi þegar
þrjár bækur komu út haustið
1919, Barn náttúrunnar eftir
Kiljan, Svartar fjaörir eftir
Davið Stefánsson og Fornar
ástir Sigurðar Nordal. Við
V.S.V., sem siðar skrifaði i Al-
þýðublaðiö og var mikill vinur
minn, lásum þessar bækur með
óskaplegri áfergju. Við lásum
þær næstum þvi upp til agna!
Mér finnst Barn náttúrunnar
alltaf eitt af merkustu verkum
Halldórs og segja mér margt
um þetta tröllvaxna ofurmenni
og skáldsnilling, sem mér
finnst, að ég hafi alltaf þekkt.
Ég hef kynnst honum best með
þvi að lesa þá bók aftur og aftur.
Og ég rekst á hana i öllum öðr-
um bókum hans.”
Skrifar sig til blóðs
1 viötali við Hrafn Gunnlaugs-
son og Davið Oddsson i útvarps-
þættinum Skúmaskot fyrir
nokkrum árum drepur Ragnar
einnig á kynni þeirra Halldórs.
Meðal annars koma þar fram
fróðlegar upplýsingar um
vinnubrögö skáldsins. Ragnar
segir: „Halldór skrifar jafnan
með litlum blýanti, og hann
skrifar með þessum sama blý-
anti þangað til fer að blæða úr
fingrunum undan blýantinum.
Þetta hef ég séð sjálfur.”
„Ég held að það sé leitun að
öörum manni I heiminum sem
vinnur jafn mikið að sinum
verkum og Halldór. Ég hef til
dæmis séð hjá honum fimm
mismunandi handrit aö Kristni-
naldi undir Jökli. Ég held að
lokahandritiö sé ekki mikið
meira en þriðjungur af þvi
fyrsta að lengd. Halldór styttir
og strikar út og rifur miskunn-
arlaust niður við uppskriftir
handritanna. Þetta gerir enginn
i jafnrikum mæli og Halldór
sem ég þekki til”
Mörg andlit
„Aður en bækurnar fara i
prentun les hann þær yfirleitt
fyrir okkur, nokkra kunningja
sina. Halldór er feiknarlegur
maraþonlesari. Hann las t.d.
Guðsgjafaþulu fyrir okkur og
las samfleytt i sjö klukkutima.
Og við slikan upplestur er hann
enn að finna staði annað slagið
þar sem hann stoppar og strikar
út, jafnvel þótt hann sé búinn að
ganga frá handritinu til prent-
unar. Hann breytir lika eftirað
Skáldiö aö störfum:,,Ég held aö þaö sé leitun aö öörum manni I heiminum sem vinnur jafn-mikiö aö
sinum verkumog Halldór”, sagöi Ragnar ISmára I útvarpsviötali.
heildarútgáfu á verkum
Halldórs Laxness, sem hófst ár-
ið 1949”.
41 bók i heildar-
útgáfu verka hans
Böðvar sagði, að I þessari
heildarútgáfu væri samtals 41
bók. Þar af væru 38 nú á mark-
aðnum, og ein væri að koma i
endurprentun, en það er Prjóna-
stofan Sólin. Hinar tvær, sem
ekki væru til sem stæöi, yrðu
einnig endurprentaöar siðar.
Og hvað kosta svo þessi
heildarútgáfa?
„Þær 38 bækur, sem nú eru til,
kosta hjá okkur 132.000 krónur”,
sagði Böðvar. „Það er töluvert
um að fólk kaupi heildarútgáf-
una f einu lagi, og þá gáfum viö
fólki kost á að kaupa bækurnar
með afborgunum. Útborgun er
þá yfirleitt fjórðungur verðsins,
en afganginn er siöan hægt að
Böövar Pétursson meö eina af bókum Halldórs Laxness. Ljósmynd
Jens
var. „A þessu timabili hefur
venjulega komiö út ein ný bók
eftir Halldór á ári, meö einum
eða tveimur undantekningum.
Auk þess er mikið um endur-
prentun eldri bóka i þeirri