Vísir - 24.04.1977, Síða 12

Vísir - 24.04.1977, Síða 12
12 Sunnudagur 24. aprll 1977 VISIR VISIR Sunnudagur 24. aprll 1977 13 þess svokallaðar þjóðfélagslegar skáldsögur. „Þó ég tæki ekki þátt I stjórnmála- umræöu nema fáein ár á vinstri væng, eru samt stjórnmál það eina sem sum- ir menn spyrja mig um. En það er leiðigjarnt aö vera alltaf að endur- segja það sem maður sagði um stjórn- mál á Hitlerstímanum. Hitler hafði þá gáfu að snúa mönnum til Stalins.” Afmæli? Hann sagðiöll afmæli vera alveg fyrir utan sig. ,,Ég drekk ekki einu sinni súkkulaði á afmælinu minu, aukinheldur meir”, hafði hann sagt þegar ég hringdi og spurði um afmælisspjall i Heigarblaðið. Samt gaf hann sér tima. Við sátum og spjölluðum eitt regnvott síðdegi að heimili hans við Fálkagötu i Reykja- vik. Sýning Leikfélags Reykjavíkur á Straumrofi var i burðarliðnum, og hann kom beint úr leikhúsinu. Á með- an við ræddum saman hringdi júgóslavneskur blaða- maður að biðja um viðtal, og vikuna á eftir var von á hjúum frá BBC. Sitthvað fleira var á döfinni og hann hafði i ýmis horn að lita. Maður fékk þetta samviskubit sem stundum gerir vart við sig i þessu starfi blaðamannsins: að vera sifellt að trufla og tefja fólk sem hefur i nógu að snúast. Ég hafði orð á þessu. Hann tók þvi ljúflega og bauð vindil. „Nei, nei”, sagði hann. „Þetta er allt i lagi góði. Gerðu svo vel. Ég hef nógan tima. Endalausan tima”. Og þar sem hann sat i sófanum i rökkurkyrrðinni og reykti pipu fannst manni að það væri rétt. Hann hefði endaiausan tima. „En það hefur ekki verið mér að þakka Afmœlisspjall við Halldór Laxness Viðtal: Árni Þórarinsson Myndir: Loftur Ásgeirsson I. Afmæli og aldur Að halda upp á afmæli mun vera ein aðferð til að merkja viö timann. Hall- dór Laxness segist aldrei hafa haldið upp á afmælin sin. „Um það leyti árs sem afmælið mitt ber upp á hef ég gjarna veriö á feröa- lagi”, segir hann. „Oft hef ég eytt þeim degi beinlinis I farartækjum eða I einhverri litlendri borg. Heima hef ég aldrei haft neitt tilstand i kringum af- mæli og mun ekki hafa það heldur núna. Afmælisdagar skipta ekki máli. Ekki fyrir afmælisbarnið að minnsta kosti. Ég hef á hinn bóginn ekkert á móti þvl ef góðir vinir vilja gera sér og afmælisbarninu glaöan dag. Og blöðin hafa smekk fyrir afmælisdögum”. . Hann kveöst ekki veröa Uppnæmur fyrir afmælisviötölum I blööum. „Ef ég má vera aö þvl aö skrafia viö menn, svona undir eínu eða ööru yfirskini, þá hef ég ekkert á móti þvl. Eg er engin mannafæla”. Þannig aö þér finnst þú ekki neitt til- takanlega eldri þótt þessi sjötugastijog fimmti afmælisdagur renni upp? „Nei, aldurinn kemur ekki allt I einu, heldur smátt og smátt. Sem bet- ur fer. Ef maöur er hraustur tekur maöur ekki eftir aldrinum. Maöur furöar sig aðeins á aö vera oröinn svona gamall samkvæmt kirkjubók- inni”. ________ II. Að búa á islandi Ég spyr hvernig honum hafi yfirleitt llkað að lifa og starfa hér á landi nú hin siöari ár. „Það hefur verið þjáningarlaust fyr- ir mig. Ég hef veriö svo heppinn aö vera heilsugóöur. Ég hef stundaö verk mitt án þess aö vera háöur ýmsum al- gengum óþægindum sem menn hafa I llfinu, svo sem leiöinlegri vinnu og lágu kaupi og þess konar. Mér finnst aö vissu leyti ágætt aö eiga hér heima. Ég hef búiö þannig um mig aö mér hefur tekist aö lifa stórslysalaust og umgangast fólkiö I kringum mig and- skotalaust. Ég finn mig fast tengdan þessu landi okkar. Ég met mikils þaö frelsi sem mér er skapaö til þess aö vera Islenskur rithöfundur. Töluverö viökynning af þjóöinni veldur þvl aö fátt kemur manni á óvart meö árun- um.” Hvaö er þaö helst sem þó kemur flatt upp á þig? „Ja, viö skulum taka bjórmáliö. Ég hef alltaf jafn gaman af því. Það er slgilt skemmtiatriði fyrir mig hvenær sem það kemur upp. Ég les allar greinar með og á móti bjórmálinu. Alltaf jafn undrandi, — og aö vissu leyti hrifinn.” _______ III. Bjórmál og önnur mál Tekurðu sjálfur afstöðu? „Nei, ekki fyrir aöra”. En fyrir sjálfan þig? „Ég hef alltaf drukkiö bjór”. Helduröu aö viö yröum verri þjóö ef okkur yröi leyft aö drekka bjór? „Ég veit svei mér ekki”, segir hann og hlær. „Ég hef aldrei spurt mig aö þvl. Viö hvaö er átt meö þvl aö þjóöin veröi verri eöa betri af einhverju sem hún lætur onl sig? Bjórmálið er hins vegar meinlaus og skemmtilegur vit- lausraspítali, sem þjóðin breytist I alltaf á fárra ára fresti. Stundum.eru til aö mynda kallaöir til vopna allir kvenmenn f landinu, — fólk sem sann- anlega veit ekkert hvaö bjór er. Þaö hefur aldrei sannast aö nokkur kven- maöur á Islandi hafi drukkiö bjór frá landnámstíö og til þessa dags. Þaö er alveg loku fyrir þaö skotiö aö nokkur núlifandi kvenmaöur hafi smakkaö bjór á íslandi, því bjór hefur ekki sést hér almennt slöan 1915. Þær konur sem hafa orðiö fyrir þeirri hremmingu að fara sér aö voöa af bjór, þær hljóta aö vera orðnar nokkuö aldraöar. Þess vegna er svo gaman aö þeim áhuga sem þær sýna á þessu máli. Ég hef haft svo mikla skemmtun af þessu aö ég skrifaöi einusinni eina þrjá eöa fjóra kapltula um máliö. Þaö var I Guösgjafaþulu”. „Þessi töfrandi hæfileiki..” Er þetta einhver sérstakur hæfileiki sem viö höfum, aö búa okkur til svona skringileg deilumál? „Já, ætli þaö ekki”, segir hann. „Þessi töfrandi hæfileiki sem viö höf- um til þessað missa ráð og rænu út af gersamlega þýðingarlausum málum. Það má segja að bjórmálið á tslandi sé næstum þvi eins mikiö stórmál og zet- an. Þetta er vist úthafseyjasálarlífið.” Halldór kveöst reyndar ekki leggja sérstakt kapp á aö kynna sér gang venjulegrar stjórnmála- og þjóö- málaumræöu. Segist ekki gera þar mikinn greinarmun á sjónarmiöum eins og er. „Þegar maöur eldist kann maöur alltaf röksemdirnar utanbókar og veit öll viöbrögöin fyrirfram. En ég les blööin. Ereiginlega mikill blaöalesari, les mikiö útlend blöö”. Finnst þér lltiö I islensku blööunum? „Nei, þaö er nú heilmikiö skrifaö I þau, einkum skemmtiefni. Eins og bjórmáliö. Og svo náttúrulega loönan sem gefur frá sér þessa voöalegu fýlu, einhverja hina verstu sem fundist hef- ur á tslandi.” Eg spyr hvernig honum þyki þjóö- málaumræðan nú, samanborið við þá tiö þegar hann var sjálfur hvað virk- astur á þeim vettvangi og skrifaði auk „í einhverju hólfi...” Leiðast þér stjórnmál núna? „Nei”, svarar hann og dregur seim- inn. „Nei. Ég hef bara gaman af þvl að brjóta heilann um alvarleg stjórnmál. Ég fylgist alltaf meö þeim af athygli. En hér eru engin alvarleg stjórnmál. Hér rlkir hálfkæringur i stjórnmálum. Við erum I einhverju hólfi út af fyrir okkur, þar sem við á einhvern hátt komumst hjá þvl að taka þátt I raun- verulegum stjórnmálum. Við erum dálltið utan við heiminn. Meðal annars vegna legu okkar landfræöilegrar”. Og hvað eru alvarleg stjórnmál I þlnum augum? „Það er hvernig heiminum er stjórnað” Ertu svartsýnismaður I þvi sam- bandi? „Ekki kannski meiri en aðrir menn. En ýmsar hreyfingar eru uppi I stjórn- málum sem ekki gefa mikla ástæðu til sérstakrar bjartsýni”. Fyrir allnokkrum árum var það bomban svokölluð sem hvíldi þungt á mönnum.... „Já, bomban. Það er ekki eins mik- ið talað um bombuna núna eins og var eftir strlðið. Þessi bomba hefur tekið út sinn þroska I Imyndun heimsins. Kannski verður hún gleymd þegar á að fara að brúka hana. En hættan á kjarnorkustyrjöld er náttúrulega hug- mynd sem heyrir undir alvarleg stjórnmál”. IV. Sorgarleikurinn og skripaleikurinn_________________ Ég inni hann álits á þeim blikum sem á lofti eru innanlands, til að mynda umræðunni um það hvort spill- ing og rotnun hafi grafið um sig I is- lensku þjóðfélagi hin slðari ár. „Við þurfum að skilgreina svo margt”, svarar hann, „áður en við för- um að kveða upp dóma um hvað sé rotið og hvað sé heilbrigt. Fyrir þá sem ekki eru flokksbundnir eru þessi mál svona frekar til skemmtunar. En fyrir menn sem eru ástríöufullir stjórnmálamenn er þetta afskapleg alvara. Þó er ég ekki aö halda þvl fram aö þau mál sem veriö er aö dispútera um séu I rauninni sérstak- lega skemmtileg. Hér fyrr meir var lengi vel mjög alvarlegt fólk á Islandi. Alvarlegt I þeim skilningi aö þaö llf sem fólk lifði i landinu var þjakað af vondu stjórnarfari. Ég man þegar ég var að fara hér um landiö, bæði upp til sveita og I sjávarplássin, — á þeim ár- um þegar ég var að safna mér I skáld- sögur eins og Sölku Völku, Sjálfstætt fólk, Heimsljós — þá var llf I landinu erfitt og hart; mjög sorgleikskennt. Núna er það miklu meira I ætt viö skrípaleik”. Auður og Halldór Laxness fyrír utan Gljúfra- stein „Ég með alla m jólkur ilöngunina! ’ ’ Þaö þykknar I honum er hann hugs- ar til þessarar breytingar. En hvaö veldur henni, aö hans mati? „Þaö er erfitt aö svara þvl. Þegar menn hætta aö lifa þjáningarfullu lifi vegna veikinda eöa fátæktar þá viröist þjóö eins og islendingar halla sér aö skrlpaleiknum. Ég man eftir mörgum feröum minum um landiö fyrir fjöru- tlu til fimmtlu árum, þegar margir áttu bágt. Þá var oft lltið að blta og brenna og mikið erfiði. Einu sinni ferðaöist ég meö landpósti. Viö gistum á fátækum bæ hátt til fjalla austan- lands, þar sem ekki var til mjólk. Þar var gömul kona á bænum, sem varö svo hrifin þegar viö tókum upp mjólk- urflösku aö hún spuröi hvort við gæt- um gefið sér sopa, eins og I einn bolla, sem við gerðum. Siðan fór hún aö sofa. Hún vaknaði aftur að afliöinni óttu, „Þessi bomba hefur tekið út sinn þroska i Imyndun heimsins. Kannski veröur hún gleymd þegar á aö fara aðbrúka hana..” „Ef þú staöfestir atburö I þvi sem þú segir eða skrifar, þá komast menn ekki hjá aö taka mark á þér. En ég held aö enginn tæki mark á þér ef þú færir að boöa idealisma núna...” 4*

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.