Vísir - 24.04.1977, Page 18

Vísir - 24.04.1977, Page 18
Sunnudagur 24. aprll 1977 visir | Hqlldér Laxness og lesendur hqns „Ekki uppóhalds- höfundur hjó mér" — segir Jónína Kristjónsdóttir menntaskóla- nemi ,,t>að er þó nokkuö slðan ég las fyrsta verk eftir Halldór Lax- ness en ég hef þó ekki lesiö mik- ið eftir hann” sagði Jónlna Kristjánsdóttir. nemi I Mennta- skólanum i Reykjavik sem viö hittum er hún var á leiöinni I skól- ann. ,,Ég las á sinum tima tslands- klukkuna. Einu leikriti hans, Prjónastofunni Sólinni kynntist ég þannig að það var grúppa sem ég var I er kom saman og las leik- rit Halidórs og ræddi um þaö. t vetur sá ég siðan Straumrof sem ntl er verið að sýna i Iðnó. Mér þótti gaman að þvl og fannst það vera vel upp sett leikrit. Halldór Laxness er ekki uppáhaldshöfundur hjá mér. En það er að minum dómi sjálfsagt að lesa bækur hans og kynna sér verk þessa eina Nóbelsskálds okkar islendinga. Ég hef raunar ekki kynnt mér mjög mikið islenskar bók- menntir. Ég hef búið lengi er- lendis. En ég hef gaman af bók- menntum og yfirleitt áhuga á þeim.” —EKG Jónina Kristjánsdóttir: — Kynntist Prjónastof- unni Sóiinni i grúppulesningu... „Hef ekkert lesið eftir Halldór" — segir Lilja Tryggvadóttir ritari „Ég hef ekkert lesið af bókum eftir Halldór Laxness” sagði Lilja Tryggvadótt- ír ritari hjá Heimspekideild Háskóla tslands, er við hittum hana utan við vinnu- stað hennar. ,,Ég byrjaði einu sinni á tslandsklukkunni en fannst hún of þung, þannig að ég hætti við” sagði hún. — „En ég á allt safnið”, bætir hún við. Égbýst þó við þviaðsiöar meir eigi ég eftirað Iesa bækur Halldórs.” „Hann hefur sér- stakan Lilja Tryggvadóttir: — Byrjaði einu sinni á tslandsklukkunni... — segir Gunnfríður Hermannsdóttir landafrœðinemi /#Ég hef ekki lesiö mikið eftir Halldór Laxness/ en nokkrar bækur þó"/ sagði Gunnfriður Hermanns- dóttir, nemi í landafræði i Háskóla íslands, er við lögðum fyrir hana þá spurningu hvort hún læsi mikið af bókum hans. „Það er mjög ánægjulegt að lesa bækur hans”, sagði hún enn- fremur. „Hann hefur sérstakan stil. Svo er hann lika okkar þekkt- asti höfundur úti I heimi. Það eru mörg verk eftir hann sem mér finnst góð. Til dæmis „Straumrof”, leikritiö hans sem nú er verið að sýna i annað sinn i Iðnó. Ég man hins vegar ekki eft- ir neinni einni skáldsögu eftir hann eða persónu sem fyrir hefur komið i bókum hans sem ég held meira upp á en aðrar.” —EKG Gunnfriður Hermannsdóttir: Það er ánægjulegt aö lesa bækur hans.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.