Vísir - 24.04.1977, Side 21

Vísir - 24.04.1977, Side 21
21 VISIR Sunnudagur 24. aprll 1977 ...- - -flett upp í dagbók fró rigningarsumrinu 1972 ...þá er þar til máls aö taka að sunnanviö kirkjugaröinn í höfuöstaönum okkar tilvonandi, þar sem brekkan fer aö lækka viö syöri tjarnarendann...þar stóö einu sinni lítill torfbær með tveim burstum: og þiiin tvö vissu suörað tjörninni.” Brekkukotsbærinn var reistur á Jónsmessunnisuöur iGarði og stendur þar enn. 20. april 1972. Sumardagurinn fyrsti. „Fór á Eyrarbakka meö Jóni Laxdal og Kflhn- lenz.” Þannig hljóðar fyrsta tilvisun min til Brekkukotsannáls i dagbókinni frá 1972. Vikurn- ar á undan hafði Jón Þórarinsson dagskrárstjóri verið i stöðugu sambandi við forráða- menn norðurþýzka sjónvarpsins, NDR, vegna áætlaðrar kvikmyndunar þeirra á BrekkukotsannálHalldórsLaxnessá Islandi. Jón var strax mjög ákveðinn i aðislenzka sjónvarpið tæki þátt i kvikmyndagerðinni og átti stóran þátt i að myndin varð eins „islenzk” og raun varð á. Þegar ljóst var að NDR myndi óska eftir aðstoð islenzka sjónvarpsins við gerð leikmynda og búninga, setti Jón mig inn i málið, og fyrr en varði var ég kominn á kafigrásleppu og Garðar Hólm, verkefni, sem átti eftir að taka hug minn allan i hálft ár, viðamestu leikmyndagerð, sem ráðist hefur verið i hér á landi til þessa. Og allt i einu voru komnir menn frá Þýzkalandi að kynna sér aðstæður; Jón Lax- dal leikari, sem dvalið hafði um árabil i Evrópu, og Herr Kúhnlenz, þýzkur fram- kvæmda- og fjármálastjóri frá NDR. Þeir dvöldu hér i eina viku og fóru viða, haldnir voru fundir og gerð tilraun til kostnaðaráætlunar. Þegar þeir voru farnir tók ég bil á leigu og finkembdi suðvesturhorn landsins i leit að vænlegum upptökustööum. Finna þurfti heillega götumynd sem gat verið Langastétt, kirkjugarö með aldamótasvip og bæjarstæði fyrirsjálft Brekkukot, græna brekku sem hallaði niður að stórri tjörn, allt innan klukkutima aksturs frá Reykjavik. Og það verður að segjast, húsafriðunar- og umhverfisverndarmönnum til skapraunar, að þessir staðir eru vandfundnir; nútiminn hefur haldið innreið sina svo kyrfilega að varla fannst lófastór túnblettur aö þar væri ekki háspennulina, simastaur eða framræsluskuröur ásamt með öðrum þeim hervirkj- um nútimans, sem óþekkt voru með öllu um aldamótin; og varla sá götustúfur i sjávar- plássi að þar væru ekki i einni bendu gömul hús, drápuhliðarvillur, kaupfélög og bensintankar — að ógleymdum sjónvarpsloftnetum — og á móti hverju einu „góðu” húsi komu þrjú ,,vond”.Lengi var rennt hýru auga til Eyrarbakka bg þar var mikið mælt og myndað, en þegar tilkom þólti staðurinn ekki hafa til að bera þá reisn, sem tii- heyrði aðalgötu höfuðstaðarins, auk þess sem hann var of langt frá Reykjavik til að akstur með menn og tæki fram og til baka þætti fýsilegur. 2. mai: „Kostnaðaráætlun send meö telex til NDR kl. 17.00”. Eitthvað hefur sú ágæta áætlun bögglast fyrir brjóstinu á þeim þýzku, þvi ekki frétt- istfrá þeim fyrren um 20. mai og þá það helzt, að fyrrnefndur fjármálastjóri væri hætt- urog annar tekinn viö! Héti sá Steinlechner. Tímann fram til 13. júni notuðum við Jón Þórisson . aðstoðarleikmyndateiknari til gagngerrar heimilda- og gagnasöfnunar um timabilið um og eftir aldamótin, bæði Hibýli, verkhætti, klæðaburð og hártizku; fórum könnunar- og mælingaferðir á liklega staði og fluttum aðsetur okkar i leikmyndasafn sjónvarpsins og settum þar á fót sérstaka teikni- og vinnustofu. Leitað var að hentugu húsnæði til upptöku á inniatriðum og i þeim tilgangi skoðaðir allir tiltækir skálar og sal- irá höfuðborgarsvæðinu. Loks voru keyptir 40 rauðmagaraf kalliá Ægisiöunni og settir á is, fyrstu leikararnir voru fundnir. 13. júni. „Kl. 14.30: Steinlechner og Kern koma tii landsins”. Nýi fjármálastjórinn mættur ásamt norskum upptökustjóra. Næstu dagar fóru eftir Björn Björnsson Leikmyndagerðin fyrir kvikmyndina var mikiö mannvirki. Hér sjást nokkrir starfsmanna reisa Fredriksensbakari á Löngustétt. Bakariö varsiöan fullbúiö utan sem innan og fyiit brauöum og kök- um. Þar át Garöar Hólm 20 rjómakökur i einum rykk. Atriöið var tekiö átta sinnum. Ja, honum Jóni Laxdal var ekki fisjaö saman.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.