Vísir - 25.05.1977, Síða 3
3
VISIR MiOvikudagur 25. mai 1977.
Þessikátihópur sölubarna varö einna fyrstur til aö sækja VIsi i hina
nýju afgreiðslu blaðsins viö Hlemmtorg I gær. Flutningur afgreiðsl-
unnar af Hverfisgötu ihúsakynnin viö Stakkholt 2-4 var til þess ætl-
aður aö spara sölubörnunum sporin, færa hana nær umferðaræöum
borgarinnar og með þvi auðvelda börnunum ferðina I hin ýmsu
borgarhverfi. Mynd: EGE.
Meðalupplag bóka
er aðeins um
1200 eintök
— bókaþing vill ýmsar róðstafanir
til eflingar bókaútgáfu
Upplag bóka hefur farið si-
minnkandi hér á landi siðustu
áratugina, og hefur meðalupplag
þannig fallið úr 2000 eintökum i
1200 eintök, en meðalsala á fyrsta
ári er komin niður i 800 eintök.
Einna uggvænlegast er ástandið
varðandi frumsamdar Islenskar
barna- og unglingabækur, þær
eru á hröðu undanhaldi.
betta kom fram i setningaræðu
örlygs Hálfdánarsonar á Bóka-
þingi Félags islenskra bókaútgef-
enda.
Á þinginu var samþykkt áskor-
un á stjórnvöld að hlutast til um
eftirfarandi aðgerðir til eflingar
islenskri bókaútgáfu:
1. Að felldur verði niður sölu-
skattur af bókum.
2. Að bókaútgáfunni sé ætlaður
einhver staður í bankakerfinu
og viðurkennt sé í reynd, að hún
sé iðnaður, sem veitir stórum
hópi manna atvinnu.
3. Að komiðverðiá fót stofnlána-
sjóði, sem veittgætilán til allra
viðameiri verka.
4. Að bókaútgefendum verði
greitt fyrir not bóka þeirra i
bókasöfnum og söfnin skylduð
til að kaupa ákveðinn fjölda
eintaka af hverri bók eftir
íslenskan höfund.
5. Að veitt verði á fjárlögum
nægilegt fé til þess að gera
könnun á stöðu íslenskrar
bókaútgáfu.
Aður en bókaþingið hófst var
haldinn aðalfundur félagsins, en
formaður þess er örlygur Hálf-
dánarson. Aðrir i stjórn eru Arn-
björn Kristinsson, Böðvar
Pétursson, Valdimar Jóhanns-
son, Hjörtur bórðarson, Brynjólf-
ur Bjarnason og Ragnar Gunn-
arsson. Framkvæmdastjóri er
Gisli Ólafsson, en félagið hefur
opnað skrifstofu og félagsheimili
að Laufásvegi 12 i Reykjavik.
—ESJ.
STRÍÐSSKAÐINN
Á BALDRI YFIR 40
MILUÓNIR KRÓNA
t gær afhenti Pétur Sigurösson forst. Landhelgisgæslunnar Jóni Jónssyni forst. Hafrannsóknarstofn-
unarinnar Baldur og hefur þá bætst eitt rannsóknarskip viö Islenska flotann. Meö þeim á myndinni er
bórður Asgeirsson skrifstofustj. I Sjávarútvegsráöuneytinu. Ljósm. Einar Gunnar.
Viögerðarkostnaður á skut-
togaranum Baldri eftir átökin i
þorskastriðinu verður aö likind-
um nálægt 45 milljónum króna.
Fullnaöarviögerö er nú lokiö á
skipinu og I morgun afhenti
Landhelgisgæslan skipið til
Hafrannsóknarstofnunarinnar,
sem var búin aö kaupa skipiö
skömmu áöur en þorskastríöið
hófst.
Samkvæmt upplýsingum
Tómasar P. óskarssonar fjár-
málastjóra Rikisskips er bók-
færöur kostnaður vegna viö-
gerða á Baldri nú 38,6 milljónir
króna, en ekki eru öll kurl kom-
in til grafar. Viðgerð er nýlokið
og allir reikningar þvi ekki
komnir fram, en Tómas bjóst
viö að heildarkostnaðurinn yröi
40-45 milljónir. Má benda á, aö
kostnaöur við viögerðir á Ver
nam liðlega 40milljónum króna.
Skipin eru tryggö fyrir þess-
um tjónum og veröa þvi trygg-
ingafélögin a6 greiöa reikning-
ana áður en yfir likur.
— SG
Ertu búinn að senda
getraunaseðilinn?
I-IVISRIER O
MAOURINN ■
l-IVIrR IER MÁOUMNN?
Myndin er af:
Sendandi:
Heimili:
Sveitarfélag
sýsla
Simi:
Hún fer þannig fram, að viku-
lega, á þriðjudögum, vörður birt
mynd i getrauninni, þar sem
andlit ákveðins einstaklings er
hulið. Með myndinni er texti,
sem á að gefa lesendum hug-
mynd um, hver maöurinn er.
Lesendur hafa siðan eina viku
til að útfylla meðfylgjandi seðil
og koma honum til Visis.
Við birtum hér fyrsta seðilinn
aftur til að minna iesendur Visis
á að senda okkur lausn sina sem
fyrst. Seðlarnir verða aö berast
ritstjórn Visis, Siðumúla 14, i
siðasta lagi þriðjudaginn 31.
mai.
Verðlaun eru vöruúttekt i
Vörumarkaðinum fyrir 15.000
krónur. begar getrauninni er
lokið eftir 10 vikur verður svo
dregið úr öllum bréfum, sem
boristhafa, um aukavinninginn,
sem er Electrolux ryksuga að
verðmæti 55.900 krónur.
15.000 krónur.
Getraunin, sem hóf göngu sina f
Vísi i gær.
Myndagetraun Vfsis — „Hver
er maðurinn?” hóf göngu sina I
blaöinu i gær.
Samningarnir í sjálfheldu
Framkvæmdastjórn Vinnuveit-
endasambands tslands kom sam-
an til fundar i dag og var þar rætt
um stöðuna i samningamálunum.
Samþykkt var að mótmæla sem
ósönnum fullyrðingum Alþýðu-
sambands tslands um að fulltrúar
V.S.t. hafi neitað að ræða við
samninganefnd A.S.t. siðustu
daga og með þeim hætti tafiö
samningaviðræður. Vinnuveit-
endasamband Islands hefur ekki
neitað neinum viðræðum. Hins
vegar hafa samningaumleitanir
tafist vegna þess hversu seinlega
gengur að fá öll sérsambönd og
félög innan Alþýðusambands
lslands til þess að fallast á sam-
ræmda afgreiðslu sérkrafna.
Siðustu daga hefur sáttanefnd
fyrst og fremst unnið að sam-
eiginlegri lausn á sérkröfum.
Meðan það ekki hefur tekist eru
samningarnir i sjálfheldu, þar
sem ekki þykir fært að ljúka gerö
rammasamnings um almenn
atriði kjaramálanna, nema áöur
sé lokið samningum um sérkröf-
ur. Ella kynni sú launastefna,
sem mótuð væri i rammasamn-
ingi að reynast nafniö tómt, eins
og Vinnuveitendasambandið hef-
ur áður bent á.
AUÐVELDARA
GETUR ÞAÐ
EKKI VERIÐ,,,
Murray mótorsláttuvélin slær
auðveldlega allar grasflatir og
hin framúrskarandi hönnun
gerir stjórnun auðvelda,
jafnvel á erfiðustu stöðum.
'unnai S4i zeh&öon h.f.
Glerárgötu 20 Akureyri
EINNIG HJÁ UMBOÐSMÖNNUM UM LAND ALLT