Vísir - 25.05.1977, Side 10
10
Mi&vikudagur 25. mai 1977. VISIR
VfSIR
Ctgefandi .Kfykjuprent hf
Framkvæmdustjóri:DavIO GuOmundsson
Kitstjórar :t>orsteinn Pálsson ábm.
ólafur Ragnarsson
Kitsljórnarfulltrúi: Bragi GuOmundsson. Fréttastjóri crlendra frétta: Guömundur Pétursson Um-
sjón meö helgarblaOi: Arni Þórarinsson. Blaöamcnn: Edda Andrésdóttir, Einar K. Guöfinnsson,
Ellas Snæland Jónsson, Finnbogi Hermannsson, Guöjón Arngrlmsson, Kjartan L. Pálsson, óli
Tynes, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guövinsson Iþróttir: Björn Blöndal, Gylfi Kristjánsson.
Akureyrarritstjórn: Anders Hansen. C'tlitsteiknun: Jón óskar Hafsteinsson og Magnús Ólafsson.
Ljósmyndir: Jens Alexandersson, Loftur Asgeirsson.
Sölustjóri: Páll Stefánsson. Auglýsingastjóri: t>orsteinn Fr. Sigurösson. Dreifingarstjóri: Siguröur
R. Pétursson.
Auglýsingar: Sföumúla 8. Slmar 822M, 84411. Askriftargjald kr. 1344 á mánuöl innanlandt.
Afgrciöala: Hvcrfisgötu 44. Slmi 84411. Vcrö I UusasWu kr. 74 eintakiö.
RiUtjórn: SiOumála 14. Slmi 84411, 7 llnur. Prcntun: BUOaprcnt kf.
Arðsemi og lífskjör
Láta mun nærri að þrjár krónur af hverjum f jórum,
sem opinberir aðilar hafa fengið að láni upp á
siökastið, hafi farið til orkuframkvæmda af ýmsu
tagi. Eins og sakir standa eru framkvæmdir á sviði
orkumála einn veigamesti þátturinn í fjárfestingu
þjóðarbúsins. Arðsemi þessarar f járfestingar skiptir
því miklu máli fyrir afkomu fólksins í landinu.
Verkalýðshreyfingin hefur að undanförnu haldið
því fram, að borgararnir fengju ekki i launaumslög-
unum sama hlut af þjóðartekjunum og þekkist með
öðrum þjóðum, er nærri okkur standa. A það er að líta
i þessu sambandi, að við höfum varið stærri hluta af
þjóðartekjunum til fjárfestingar en flest þróuð riki.
En hlutfallslega hefur þessi mikla fjárfesting ekki
skilað arði að sama skapi og hjá öðrum þjóðum.
Ástæðan fyrir þessu er m.a. sú, að sósialísk sjónar-
mið, þar sem arðsemiskröfum er hafnað, hafa ráðið
of miklu um skipan orkuframkvæmda. Núverandi
borgaraleg ríkisstjórn hefur t.a.m. fylgt fram í öllum
meginatriðum alveg sömu stefnu i þessum efnum og
vinstri stjórnin, sem á undan sat. Kjarni málsins er
sá, aðarðsemisjónarmið hafa ekki verið þungamiðjan
aðbaki þeim ákvörðunum, sem teknar hafa verið, svo
ekki sé dýpra í árinni tekið.
Ráðist var í að reisa gufuafIsvirkjun við Kröflu í
einni skyndingu fyrir átta til tíu milljarða króna.
Þessi mikla f járfesting stendur nú orkulaus í annan
endann og markaðslaus í hinn eins og Jónas Elíasson
prófessor lýsir aðstæðum í þessu efni í grein hér í
blaðinu fyrir tveimur dögum.
Ljóst er, að brýnt raforkuvandamál norðlendinga
mátti leysa á mun ódýrari og skjótvirkari hátt með
lagningu byggðalinunnar frá Geithálsi. Þetta hefur nú
verið ákveðið að gera eftir að Ijóst er orðið að Kröflu-
virkjun kemst ekki i gagnið í bráð. En ef þetta hefði
verið gert í upphafi, hefði mátt tímasetja Kröflu-
framkvæmdirnar í samræmi við orkumarkaðinn.
Jónas Eliasson prófessor segir í grein sinni hér í
blaðinu, að röng timasetning Kröfluvirkjunar um
f jögur ár þýði gifurleg aukaútgjöld i f jármagnskostn-
aði. Kjarni málsíns er vitaskuld sá, að við hefðum
getað náð sama árangri með minni tilkostnaði.
I grein sinni varpar Jónas Elíasson fram nokkrum
spurningum um aðhald í orkumálum. Hann spyr t.d.,
hvort það sé nægjanlegt aðhald að leggja fram laga-
frumvarp um Blönduvirkjun, sem hvorki er f járhags-
lega né tæknilega undirbúin. Og hann varpar þeirri
spurningu fram, hvort það sé aðhaldssemi að lofa
austfirðingum virkjun heima í héraði meðan
rannsókn á hinu mikla orkuforðabúri Austurlands er á
skrifborðsstigi?
Gagnrýnum spurningum af þessu þessu tagi er unnt
aðhalda lengi áfram. Prófessorinn spyr t.d. réttilega,
hvort það sé aðhald í opinberum framkvæmdum að
gefa loforð um virkjanir vítt og breitt um landið, eftir
að búið er að gefa út leyfi fyrir virkjun við Hraun-
eyjarfoss. Og hann spyr, hvort það sé aðhaldsemi að
halda áfram sömu stefnunni í rafhitunarmálum, þeg-
ar vitað er að sú orkusala er rekin með fimmföldum
halla.
Þegar á þessar aðstæður er litið kemur glöggt í I jós,
að i opinberum framkvæmdum hefur ekki verið hug-
að sem skyldi að arðseminni. Þetta á einkum við í
orkumálum. Og vegna mikilla umsvifa á þeim vett-
vangi koma óskynsamlegar ákvarðanir áþreifanlega
niður á þjóðarbúskapnum í heild.
Hvort tveggja er, að fjárfesting er hér mjög mikil
og hún hefur ekki skilað nægjanlega miklum arði.
Þess verður þvi að kref jast af opinberum aðilum, að
þeir leggi rikari áherslu á arðsemin en áður. Það
skiptir miklu máli fyrir afkomu þjóðarbúsins og al-
menn lífskjör fólksins í landinu.
„Fréttamennirnir
kvörtuðu undan því
að finna engar beina
grindur í Konsó"
„Núna förum við til að
starfa hjá öðrum þjóð-
flokki sem aldrei hefur
verið unnið fyrir áður og
má segja að hann sé
gleymdur umheiminum.
Landið hefur verið
mjög i fréttum siðan
bylting var gerð þar fyr-
ir tveimur árum og
Haile Selassie keisara
steypt af stóli. Blöð hafa
og það með eiginkonu og
fimm börn skuli snúa
aftur til landsins af
frjálsum vilja?
Skiiii Svavarsson sagöi blátt
áfram, aö þörfin væri brýn I
— Rœtt við Skúla Svavarsson kristni-
boða sem starfar í Eþíópfu
Það er búið að reka
amerisku trúboðana úr
landi, en við sem erum
frá Norðurlöndum höf-
um verið látnir i friði”,
sagði Skúli Svavarsson
kristniboði, sem hélt i
morgun á ný til Eþiópiu
þar sem hann hefur
starfað mörg undanfar-
in ár.
fullyrt að hinir nýju
valdhafar hafi látið
myrða mikinn fjölda
fólks og þar riki ógnar-
stjórn. Þeir sem þori að
hafa uppi minnstu mót-
mæli séu umsvifalaust
handteknir og oftar en
ekki látnir gjalda við lifi
sinu. Hvernig má það
vera að nokkur maður
landinu fyrir fræöslu og hjúkrun
innfæddra. í héraöinu þar sem
Konsó þjóöflokkurinn býr hefur
kristniboöiö héöan veriö starf-
rækt i 23 ár.
„Nú eru innfæddir aö taka viö
stjórninni þar. Þetta tekur allt
mjög langan tima, þvi fyrst þarf
aö kenna fólki aö lesa og skrifa
áöur en hægt er aö veita þvi frek-
ari menntun. Viö höfum veriö
þarna meö eina sjúkrahúsiö og
eina skólann á svæöi sem telur
um 90 þúsund Ibúa,” sagöi Skúli,
Réttindi kennara
Fyrir rúmri viku var i Morgun-
blaöinu óvenjugóö grein um
skólamál. Gunnar Markússon
skólastjóri i Þorlákshöfn skrifaöi
af skynsemi og þunga um eitt
mesta mein islensks skólakerfis:
vegna kennaraskorts eru ráönir
til kennslu menn sem ekki hafa
þá lágmarksmenntun sem tilskil-
in er aö lögum, eöa jafnvel menn
sem eru i raun óhæfir til kennslu
vegna persónulegra ágalla.
A seinustu árum hafa veriö
geröar ýmsar breytingar á skóla-
kerfinu. Sumar þessara breyt-
inga kalla menn helst stórfelldar
og vilja meö þvi lofa þær. Engar
þessara breytinga hafa þó snert
þetta vandamál eöa tekiö tillit til
þess, þvert á móti stefna ýmsar
breytinganna til þess aö vandi
vaxi.
Sem dæmi má nefna aö fyrir-
hugaöar breytingar á framhalds-
skólum hljóta aö valda verulega
aukinni eftirspurn eftir kennur-
um, en alls engar ráöstafanir
hafa veriö geröar til aö auka
framboö hæfra kennara. Séra Guö-
mundur Sveinsson, skólastjóri
Fjölbrautarskólans i Breiöholti,
sagöi reyndar i útvarpserindi um
daginn aö svona ætti þetta aö
vera, þessir skipulaghættir væru
nú mest i tisku úti i heimi.
Hvar skyldi þetta vera tlska?
Þaö gæti veriö hughreysting aö
heimsækja slikan staö og sjá þá
aö Halldór Laxness haföi þrátt
fyrir allt rangt fyrir sér þegar
hann lét einhvern segja aö islend-
ingar væru enn ómerkilegri þjóö
en danir ef þaö væri hægt.
Skúlun og kennsluhæfi-
leikar
Nú er þaö aö sjálfsögöu ljóst aö
menntun manns eöa öllu heldur
skólun ræöur ekki úrslitum um
Dr. Halldór
Guðjónsson dósent
skrifar um réttindi
kennara og segir að
leggja œtti óherslu
ó hvort tveggja, að
lœrðir og reynslulitlir
starfsmenn öðlist
reynslu og reyndir
en lítt lœrðir
starfsmenn afli sér
menntunar
þaö hvort hann er hæfur kennari.
Þess eru mörg dæmi aö litt skóla-
gengnir menn séu frábærir kenn-
arar, og jafnframt eru þess mörg
dæmi aö lang-skólagengnir menn
reynist liöónýtir kennarar.
Til góörar kennslu þarf, auk
kunnáttu i fræöunum eöa listinni,
myndugleik einhvers konar,
næmi á þarfir nemenda og þann
færleik eöa handbragö sem ekki
veröur kennt eöa öölast má af
reynslu. Kennari sem hefur
myndugleik, næmi og gott hand-
bragö en litla kunnáttu, er vafa-
laust miklu betur til starfs sins
fallinn en annar sem kann
reiöinnar býsn en skortir þessa
þrjá hæfileika.
t þessu er kennsla i engu frá-
brugöin öörum störfum: Þaö sem
aö lokum ræöur úrslitum um
hvort menn rækja störf sin vel er
aldrei þaö aö þeir hafi bréf upp á
hitt og þetta, heldur einmitt og aö
sjálfsögðu þaö að þeir rækja
störfin vel.
Þessum óumdeilanlegu staö-
reyndum tefla menn oft fram til
aö réttlæta þann siö aö ráöa rétt-
indalausa menn til kennslustarfa.
En þetta eru heldur haldlitil rök.
Aö visu nægja þau til aö benda á
aö þær menntunarkröfur sem
geröar eru til kennara i lögum og
reglugeröum geta aldrei veriö
annaö en þær lágmarkskröfur
sem auðveldast er aö ganga eftir
— umfram þessar kröfur veröur
aö láta starfsreynslu skera úr um
hæfi. Jafnframt má af þessu sjá
aö skynsamlegt er aö framfylgja
þessum lágmarkskröfum af
nokkurri mildi — svo aö unnt sé
aö laöa þá menn til kennslu sem
hafa til hennar náttúrugáfu en lit-
il próf.
Starfsbætur
Þaö liggur I augum uppi aö
skólakerfiö ætti aö gera hvort
tveggja i senn aö stuöla að þvi aö
lærðir en reynslulitlir starfsmenn
þess öölist reynslu, og aö reyndir
en litt lærðir starfsmenn afli sér
menntunar. A hvorugt viröist
lögö nokkur veruleg áhersla og
trúlegt er aö af þessum sökum
séu stórir hópar kennara annað
hvort vansælir I starfi eöa búi við
ósæmandi öryggisleysi sem þeir
geta ekki bætt úr sjálfir. Þaö er
mannskemmandi aö geta ekki
rækt starf sem maöur hefur lært
til en ræöur ekki viö af einhverj-
um tiltölulega auöleibréttum sök-
um. Hitt er siölaust af yfirvöldum