Tíminn - 05.07.1968, Síða 9

Tíminn - 05.07.1968, Síða 9
TIMINN 9 FÖSTLTDAGUR 5. júlí 1968. Tveir flækingar sátu í skurði við þjóðveg og voru að ylja sér við minningar frá hinum gömlu góðu dögum: — Þ'að v-ar munur, þegar maður ók um í sínum eigin vagni, — sagði annar klökkur. — Hvenær var nú það, — spurði hinn haria vantrúaður. — Þegar ég var barn, móðir mín ýtti honum á undian sér. mt — —Fáðu þér sæti, frú Jóna, Jósefína er í þann veg inm að a®ijúp'a eiginmann sinn. Forstjórinn sat við vaizlu- borðið með þrjú heiðursmerki glitrandi á brjóstinu. „Hvernig fenguð þér öll þessi heiðurs- merki“, sagði borðdaman með aðdáun í röddinni. Forstjórinn sagði henni það hreínskilnisiega: „Það þriðja fékk ég af því að ég hafði feng ið tvö, annað fékk ég af þvi að ég hafði fengið eitt — og þð fyrsta fékk ég vega þess að ég hafði ekkert fengið. — Ja nú læt ég verða af því að ganga í Nato — sagði hinn hreitldi eigdnmaður. Konan var nýbúinn að gefa hooum glióðarauga. Yfirsetukonan: — Mér er það mikil lheiður að tilkynna yður, prófessor að yður er fæddur lítill drengur. Pró'fessorinn önnum kafinn við skriftir: — Jæja, er það svo — biðjið þér hann að fá sér sæti og bíða, ég kem undir eins. Dómarinn: — Hefur yður ver ið refsað áður? Jón: — Já, fyrir tíu árum var ég sektaður um 20 kr. fyrir að baða mig þar sem bannað var að baða sig. 'Dómarinn: — En síðan? Jón: —- Nei, siðan hef ég ekki farið í bað. Hvenær fóruð þér fyrst að finna til í háfeinum. Krossgáta Nr. 60 Lóðrétt: 1 Hár 2 Reyki 3 Komast 4 Slæm 6 Biðji 8 Tímabils 10 Forfaðir 14 Hnöttur 15 Op 17 Lít. Ráðning á gátu nr. 59. Lárétt: 1 Kettir 5 Úti 7 Nón 9 Inn 11 GG 12 Óa 13 Ans 15 Sag 16 Öra 18 Ókát ’ Lárétt: 1 Dýrin 5 Andi 7 Komist 9 Draup 11 Gram.m 12 Tónn 13 Svei 15. Gljúfur 16 Reykja 18 Snéri saman. Lóðrétt: 1 Kóngar 2 Tún 3 TT 4 III 6 Snagar 8 Ógn 10 Nóa 14 Sök 15 Gat 17 Rá. 21 — Fyrirgefðu, sagði hann og snerti hönd hennar. — Ég hefði ekki átt að segja petta. Mér fannst það bara svo ótrúlégt, að menn skuli ekki hafa boðið þér sem ert svona falleg, út að borða og dansa, eða koma með þeim í aðra skemmtistaði. — Þeir gátu ekki boðið mér út þar eð þeir þekktu mig ekkert, svaraði Alloa. — Ef þú býrð á matsöluhúsi, þá hitturðu ekki svo margt fólk eftir vinnutíma. Ég fór stundum í kvikmyndahús með hinum stúlkunum eða ein í leik- húsið, en oftast sat ég ein heima og las. — Fannst þér aldrei, að þú færir á mis við eitthvað? — Stundum geri ég ráð fyrir, sagði Alloa. — En það var ekk- ert, sem ég gat gert í því. — Vogun vinnur, vogun tapar, sagði hann. — Ég vissi ekki á hvað ég átti að veðja. — Hefurðu þá aldrei verið ást- fangin? ----Nei. . — En ef þú yrðir nú ástfang- in af einhverjum, hvað mundirðu r gera? — Þá vona ég. að ég geti gifst honum, sagði Alloa. — Hvað ann- að gæti ég gert. — Ég segi það líka, hvað ann- að gætir þú gert? endurtók hann. — Þá er maður komipn á leiðar- enda ef svo má að orði komast. Hún horfði á hann og hrukk- aði ennið dálítið rugluð. — Hvað ertu að reyna að segja við mig. — Ég er að reyna að komast að því, hvernig þú ert, sagði hann og afvopnaði hana 'brosandi. — Mér finnst það svo ótrúlegt, að svona falleg og glæsileg stúlka eins og þú ert, skulir hafa slopp- ið svona lengi frá raunveruleik- anum. — Það fer eftir því, hvað þú kallar raunveruleika, sagði hún. — Ef þú átt við ástina þá er það rétt. En ef þú átt við lífið, þá er ég þér ekki sammála. Mér finnst fólkið, sem ég hef kynnzt í London ekkert frábrugðið því, sem ég þekkti í Skotlandi. Það var allt uppfullt af sínum vanda- málum og erfiðleikum. Allir voru að berjast fyrir einhverju, hvort sem það var nú peningar, staða eða tilfinningar og ást einhvers annars. — Og þú kærir þig ekki um neitt af þessu? — Þú ert að reyna að láta mig líta út eins og sérvitring, sagði Alloa. — Auðvitað langar mig í alla þessa hluti. Mig langar til að vinna mér inn mikla peninga. Mig langar að hafa á hendi starf sem foreldrar mínir gætu verið hreyknir af og mig langar til að verða ástfangin, óskaplega ást- fangin af einhverjum, sem elsk- aði mig á sama hátt. — Heldurðu, að þú verðir það án þess að gera eitthvað til þess, annað en að sitja heima og lesa í bók? — Ef það er ætlunin, að ég verði ástfangin, þá verð ég ást- fangin, sagði Alloa. — Það er gömul kona í þorpinu heima, sem sagði alltaf, þegar ég var lítil: Þú finnur þann rétta þegar tíminn er kominn. Ekkert í heiminum getur komið í veg fyrir það. — Stórkostleg forlagatrú, sagði Dix. — Mér þætti gaman að vita, hvort við förum ekki betur að hlutunum í Frakklandi — Áttu við. . . giftingar af sKpasemisástæðum? spurði Alloa. — Nú, svo þú hefur heyrt um þær? spurði Dix. -j- Já, auðvitað, svaraði Alloa. — Frú Derange. . . Hún hætti í miðjum klíðum, og mundi eftir því, að þetta var ekki hennar leyndarmál og ef hún ætti að vera trygg vinnuveit anda sínum, þá ætti hún ekki að tala um einkamál hans við blá- ókunnugan mann. — Frú Derange sagði mér frá þeim, lauk hún máli sínu. — Mér skilst, að í Frakklandi, jafnvel enn þann dag í dag séu hjóna- bönd ákveðin fyrirfram af for- eldrunum í betri fjölskyldum. — Ég held, að það sé algild regla meðal bænda og miðstétt- arinnar, svaraði Dix. — Sumir af aðlinum hafa afnumið þetta al- gjörlega en meirihlutinn heldur sig við forna hefð í þessum mál- um. — Hvernig fellur þér við það? spurði Alloa. — Ég hef séð dæmi þess, að þessi hjónabönd hafa verið mjög góð, svaraði Dix. — En auðvitað er það algengt í þessum hjóna- böndum, að bæði eiginmaðurinn og eiginkonan fara sínar eigin leiðir. — Áttu við, að þau elski þá | annað fólk, án þess að leysa upp hjónabandið? i — Já, maðurinn tekur sér ást- konu og konan elskhuga og hvor ugt gerir neina athugasemd við það. — Mér finnst það bæði rangt og viðbjóðslegt, sagði Alloa. — Gerum ráð fyrir, að stúlka elski mann sinn af öllu hjarta, og hann hafi einungis kvænst henni fyrir vilja foreldranna og líti á hjónabandið sem samning. Hvað þá? — Það er líka löglegur samn- ingur af hennar hálfu, svaraði Dix. — Ef hún elskar hann, þá verður hún e.t.v. svo lánsöm að fá hann til að elska sig á móti. — Ég er viss um, að þetta er ekki rétt, sagði Alloa. — Ástin hlýtur að verða að vera ástæðan fyrir því, að fólk gengur í hjóna- band. Hann brosti að ákafanum í rödd hennar. — Gerum ráð fyrir, að þér stæði til boða að giftast manni í mjög góðum efnum, sem gæti gef ið þér allt, sem hugur þinn girnt ist, séð fyrir föður þínum og móð ur, sem væri þér góður og elsk- aði þig, en sem þú gætir aldrei borið neinar tilfinningar til . aðr ar en að bera virðingu fyrir hon- um og þykja vænt um hann? Hverju mundir þú svara? — Ég mundi neita, sagði Alloa. — Ég mundi aldrei giftast nein- um nema sem ég elskaði. — Á hinn bóginn, ef þú yrðir ástfangin af manni, sem gæti ekki veitt þér neitt í lífinu, sem for- eldrar þínir væru mótfallnir, manni sem þú gætir ekki borið virðingu fyrir né dáðst að, en sem þú þrátt fyrir allt værir ást- fangin af. Hvað gerðirðu þá? Allou fannst eins og veitinga- staðurinn stæði skyndilega á önd inni, allir þegðu og biðu eftir svari hennar. Spurningin virðist hljóma í sífellu í huga hennar, eins og hún væri skrifuð þar með eldi. | Og hún hvíslaði svarið: — Ég veit það ekki! Ég veit það ekki! Fimmti kafli. Allou fannst hún sjá Frakk- land í fyrsta sinn, þegar hún ók pftir veginum í morgunsólinni. Hún hafði haft áhyggjur af bfln-1 um daginn áður og verið utan við sig vegna farþega síns og seinna hegðunar hans, að hún hafði ekki tekið eftir hinum fögru litum landslagsins, fegurð jarð- vegsins, skógarins og hvítþvegnu þorpanna með gömlu kirkjunum. Nú byrjaði hún að taka eltir fegurðinni í öllu, sem hún sá. Gráu kastalarnir sem stóðu dálít- ið frá þjóðveginum á bak við stór járnhlið og stundum kom hún auga á stærri og reisulegri bygg- ingar, umluktar trjám og vötn- um. Hún tók eftir glæsilegum hvítum Percheron hestum, sem unnu á ökrunum, geitunum sem voru tjóðraðar við vegarbrúnina, og hún sá prestana með barða- stóru hattana á höfðinu. Það var svo margt nýtt að sjá, að Allou gramdist sú staðreynd, að hún átti að vera komin til Biarritz um kvöldið og mátti því engan tíma missa. Samt hafði Dix krafizt þess að þau borðuðu saman hádegisverð í Bordeaux. — Ég ætla að gefa þér máltíð og vín, sem þú gleymir aldrei hér í landi vínberjanna, hafði hann sagt. I DAG Föstudagur 5. júlí 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Há- degisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.30 Við vinnuna: Tón- leikar. 14.40 Við, sem heima sitjum. Inga Blandon les sög- una „Eimn dag rís sólin hæst“ eftir Rumer Godden (5). 15.00 Miðdegisútvarp. 16.15 Veður- fregnir. íslenzk tónlist. 17.00 Fréttir. Klassísk tónlist. 17,45 Lestrarstund fyrir litlu börnin. 18.00 Þjóðlög. TiLkynningar. 18. 45 Veðurfregnir. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.30 Efst á baugi Tómas Karisson og Björn Jó- hannsson tala um eriend mál- efni. 20.00 Samleikur á liágifiðlu og knéfiðlu. 20.20 Kveðjr. til Siglufjarð-ar. Dagskrá í umsjó Þorsteins Hannessonar. 21.35 Negrasöngvar. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.15 Kvöldsagan: „Dómarinn og böðull hans“ eft ir F. Diirrenmatt. Jólhann Páls- son leikari les (6). 22.35 Frönsk tóniist 23.20 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 6. júlí | 7.00 Morgunútvarp 12.00 Há- § degisútviarp 13.00 Óskalög sjúkl ;■ inga 15.00 ITréttir 115.15 Á | ’ grænu Ijósi. Pétur Sveinbjarn 1 arson stj. Íumferðar þætti. 15.25 Laugardagssyrpa í umsjá Baldufs Guðlaugssonar. 17.15 Á nótum æskunnar. 17.15 Á nót um æskunnar. 17.45 Lestrar- stund fyrir litlu börnin 18.00 18.00 Söngvar í léttum tón. 18. 20 Tilfcynningar 18.45 Veður fregnir. 19.00 Fréttir. TiTkynn ingar 19.30 Daglegt líf. Árni X Gunnarsson fréttamaður sér | um þáttinn 20.00 Einsöngur í f útvarpssal: Guðmundur Jónsson ' syngur. 20.20 Leikrit: „D'álitil : óþægindi" eftir Harold Pinter | 21.15 „Fiddler on the Roof“ 1 Atli Heimdr Sveinsson kynnir íj lög úr söngleiknum eftir Joseph f Stein og Jerry Bock 22.00 Frétt I Ir og veðurfregnir. 22.15 Dans ; lög. 23.55 Fréttir í stuttu máli. Dagsikrárlok.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.