Tíminn - 20.07.1968, Side 1

Tíminn - 20.07.1968, Side 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið í síma 12323 mmrnm 149. tbl. — Laugardagur 20. júlí 1968. — 52. árg. Auglýsing 1 Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. Jónas látinn AK-IGÞ-Reykjavík, föstudag. Jónas Jónsson frá Hriflu lézt að heimili sínu, Hávallagötu 24 í Reykjavík á tíunda tímanum í kvöld. Síðustu vikur hafði heilsu hans hrakað nokkuð, en hann hafði þó ferli- vist fram undir síðustu helgi. Þá kenndi hann sjúkleika og lá eftir það rúmfastur. Dró síðan smátt og smátt af honum síðustu daga unz yfir lauk, en andlegu þreki hélt hann til síð- ustu stundar. Með honum er horfinn af sjónarsviðinu cinn stórbrotnasti áhrifamaður í ís- lenzku þjóðlífi á þessari öld. Hann ákvað ungur að vinna íslandi aJ.lt sem hann mátti. í upphafi starfsferils hans beið þjóðin eftir sínum stærsta sigri, sjálfstæðinu. Jónas hét því að undirbúa þann sigur og gekk til leiksins með liugarfari sjálfboðaliðans. Jónas Jónsson er fæddur í Hriflu í Ljósa- vatnshreppi í Suður-Þingeyjarsýslu hinn 1. maí árið 1885. Hann var því áttatíu og þriggja ára þegar hann andaðist. Foreldrar hans voru Jón Kristjánsson, bóndi í Hriflu, og kona hans, Rannveig Jónsdóttir. Alsyst- kin Jónasar voru Kristján bóndi í Fremsta- felli, sem látinn er fyrir nokkrum árum, og Friðrika, ljósmóðir, sem er á Jifi, háöldruð. Jónas varð gagnfræðingur frá Gagnfræða- skóla Akureyrar tvítugur að aldri, en næstu þrjú árin stundaði hann framhaldsnám í Askov, Kaupmannahöfn, Berlín, Oxford, London og París. Árin 1907—08 nam hann við Kennaraháskólann í Kaupmannahöfn, en hafði veturinn á undan kennt við unglinga- skóla í heimabyggð sinni. Eftir námsdvalir erlendis gerðist Jónas kennari við Kennaraskólann í Reykjavík, og kenndi við hann frá 1909 til ársins 1918, en það ár gerðist Jónas skólastjóri Samvinnu- skólans, er þá var stofnaður. Var hann skóla- stjóri frá stofnun skólans til ársins 1927, en tók aftur við skóJastjórn 1932 og gegndi því starfi samfleytt til ársins 1955. Ritstjóri Skin- faxa var hann frá 1911—17. Jónas Jónsson var fyrst kjörinn á þing, landskjörinn, árið 1922. Átti hann sæti á þingi, sem landskjörinn, til ársins 1933, þeg- ar Suður-Þingeyingar kusu hann á þing og alla tíð síðan til ársins 1946. Hann var dóms- og menntamálaráðherra árin 1927—31 og 1931—32, og formennsku í Fi'amsóknar- flokknum gegndi hann í tíu ár, eða á tíma- bilinu 1934—44. Á hinum pólitíska ferli gegndi Jónas fjölmörgum trúnaðar- og for- ustustörfum, sem hér verða ekki talin. Jónas Jónsson kvæntist Guðrúnu Stefáns dóttur vorið 1912. Guðrún var dóttir Stefáns Sigurðssonar bónda á Granastöðum í Köldu- kinn. Þau eignuðust tvær dætur, Auði og Gerði. Þau hjón voru jafnaldrar, en Guðrún andaðist 15. janúar 1963. Sagan mun fella þann dóm um Jónas Jóns- son frá Hriflu, að hann hafi verið áhrifarík- asti og stórbrotnasti stjórnmálamaður þjóð- arinnar á hinu söguríka tímabili milli sjálf- stæðisheimtar og lýðveldisstofnunar. En á- hrifa hans gætti þó á miklu fleiri sviðum þjóðlífsins, því að atgervi hans var svo vaxið, að af honum mátti gera marga menn, og hefði hver verið í fylkingarbrjósti sinnar sveitar. Hann var vaxinn af kjarnameiði ís- lenzkra bændaætta og fóstraður í þeirri menn ingu, sem á rætur sínar í allri Islendinga- sögunni en varð einnig heimsborgari í sögu, bókmenntum og stjórnmálum. Hann var jafnaldri og samstai’fsmaður ís- lenzks sjálfstæðis, haslaði sér fyrst völl í ung- mennafélögunum og varð þar andlegur leið- togi rúmlega tvítugur. Næsta skref hans var að fylkja liði framfaramanna í þjóðmálum og marka línur innlendrar stjórnmálabaráttu við endurheimt sjálfstæðisins. Hann varð helzti hvatamaður að stofnun Tímans og Framsóknarflokksins, og stórvirkastur og áhrifaríkastur alh*a þeirra, er um þjóðmál rituðu hér á landi næstu áratugi og svip- mesti foringi Framsóknarflokksins í þeirri giftumiklu framfarasókn, sem hér hófst eftir 1927. Stórvirki hans á þingmannsferli og stuttu valdaskeiði eiga sér ekki hliðstæðu. Jafnframt var hann sverð og skjöldur sam vinnuhreyfingarinnar í landinu langa hríð og stofnandi og forsjármaður skóla hcnnar. Hann var hugsjónaríkari, hugkvæmari og áræðnari en aðrir stjórnmálaforingjar á þesSum tíma. Ritsnilld hans var alla tíð með viðurkenndum yfirburðum og þekking hans og skilningur á sögu og bókmenntum meðj eindæmum. Rit- verk lians í blöðum og bókum eru vafa- lítið meiri en nokkurs annars manns, er á íslenzku hefur ritað. Við fráfall Jónasar Jónssonar frá Hrifl.u sér Tíminn og Framsóknarflokkurinn á bak stofnanda sínum og stórbrotnasta foringja um langt skeið, en þjóðin kveður mann, sem verið hefur sterkari áhi-ifavaldur í lífi henn- ar, hugsjónum og framfarabaráttu en flestir eða allir aðrir á mótunarárum hins únga þjóðríkis. Slíkum manni eru allir landsmenn tengdir og finna til umskiptanna við fráfall hans.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.