Tíminn - 20.07.1968, Qupperneq 5
J
, *
LAUGARDAGUR 20. júlí 1968. TIMINN
Steindór Bjömsson frá Gröf
skrifar:
Örnefnafávizka og
hugsunarleysi
„Þessir góðu eiginleikar virð
ast vera allrikir meðal fjöl-
margra þeirra, sem skrifa í
daglblöðin okkar, svo og þeirra
fræði- og emibættismanna, sem
þeir fyrrnefndu leita upplýs-
inga fajlá, því þetta má sjá skýr
lega og oft daglega í blöðum
þeim er ég sé, og býst ég því
við að líkt sé víðar. Tek ég
hér nú eitt lítið dæmi:
f einu blaðinu um daginn
var stutt grein með fyrirsögn-
inni: „Undirlagið ræður end-
ingu olíumalarinnar."
Þar er í upphafi sagt: „ . . .
var olíumöl sett á 3—400 m.
kafla austurvegarins, þar sem
hann liggur um Svínahraun".
f 13.—14. línu síðar er sagt:
„Þessi kafli í Svínahrauni hef-
ur tekizt . . . . “
í 31.—33. línu þar síðar er
sagt: „ . . . . að þar sem spott-
inn hefði verið lagður í Svína
hrauni, væri undirlag . . . . “
Pg svo í 7. og 8. línu þar
á eftir er sagt: „ . . . . ánægð-
ir með áramgurinin í Svína-
hrauni . “
í hrauni — um hraun
Hérna vil ég fyrst athuga:
„í hrauni“. Ég held að yfirleitt
séu vegir ekki lagðir í land =
niður í landið, heldur um
land eins og skrifað var fyrst.
Vegir eru víst venjulegast
lagðir ofan á það jarðlag, sem
fyrir var, og heldur reynt að
hækka veginn upp heldur en
að grafa bann niður. — Vegir
eru lagðir um börð, holt, mela,
móa, hraun og sanda o.s.frv.
Þá er að athuga Svínahraun.
Gamli austur-vegurinn lá
um' endilangt Svínahraun, allt
frá vestasta enda þess, er
komið var upp af efstu Bola-
öldunni (en þar hefur nú um
skeið staðið söluskáli nálægt
því er brautin suður í Jósefs-
dal liggur út af veginum) og
allt upp og austur að Bola-
völlunum fyrir neðan Kolviðar
hól.
Svínafaraun er afar fornt,
helluihraun, og mikið gróið.
Hefur líklega verið grónara
áður fyrri þegar svín gátu hald
ið sig þar svo að hraunið fékk
nafn af þeim dýrum.
Löngu seinna hefur annað
hraun fallið norður yfir hellu
hraunið. Þetta hraun er allt
annarrar tegundar og ólíkt að
gerð, er mjög froðukennt og
er enn mjög lítið gróið. Er illt
yfirferðar, víðast ófært sauð-
kinduim og hestum. Þetta hraun
fékk nafnið Bruni af því hvað
það er líkt öskugjalli úr hlóð-
um (fornu eldstæðunum).
Þegar vegurinn, sem nú er
farinn, var lagður, var hann
lagður þvert suður af gamla
veginum fáum metrum eftir að
hann kom upp á vestursporð
Svínahrauns, og með mdkilli
uppfyllingu upp á norðurtagl
Atlahamars-ássins tbrautin suð
ur í Jósefsdal liggur samfaliða
ásnum, s'kammt vestur frá hon
um).“
Leiðir skiljast
Að lokum segir Steindór:
„Eftir að vegurinn er kom-
inn upp á ásinn liggur hann
þvert austur Brunann. Austar-
lega á Brunanum skiljast leið-
ir. Liggur þá annar vegurinn
til hægri suður í Þrengslin, en
hinn til vinstri norður og aust-
ur á Hellisheiðarleiðina, þar
sem vegurinn liggur vestan —
sunnan undir Reykjafjalli upp
í Hveradali.
Austurvegurdnn liggur -því
nú ebki nema um 100 til 150
metra á, um Svínahraun. Og
olíumalarkaflinn er alls ekki
í Svínahrauni, þ.-e. á vegimum
um Svínahraun, þennan stutta
kafla, sem vegurinn liggur á
því hrauni, heldur er hann á
kafla af veginum sem hæst
á Brunanum.
Þetta á hver maður að geta
séð, sem lítur á íslandskortið,
þar sem vegurinn er mankað-
ur á það. Og heilvita menn eiga
að geta sagt sér það sjálfir, að
vegur, sem er færður verulega
úr stað, liggur ekki áfram um
sama landsvæði og áður lá
hann.
Reykjavík, 17. júlí 1968.“
Bágt að standa í stað
Þá er hér grein frá Einari
Petersen. Hann segir:
„íslenzkt bændaþjóðfélag hef
ur háð baráttu sína fyrir lífi
sínu og tilveru í þúsund ár.
Sókn og sigrar manna á strönd
og í dal — manioa, sem bæði
höfðu kjark og hugvit — gerðu
fólkinu fært að lifa í landii
sínu og þroskast í samskiptum
við það.
Nú er kreppa að skella yfir
þjóðina, m.a. vegna þess að
valdamennirnir hafa knúið
hana til að lifa eins og Hrafna-
Flóki forðum og nota óljós eða
beinlínis villandi hugtök hag-
fræðinga sinna, t.d. Jóhannes-
ar Nordals og Jónasar Haralz
fyrir sínar kvöld- og morgun-
bænir. Stundum gætd maður
ætlað að þessir menn litu á þá,
sem framleiða verðmœti til
lands og sjávar, sem fjandmenn
sína, sem þurfi að fækka.
Eins og nú horfir, verður
naumast annað séð em margur
bóndinn flosni upp og verðá
öreigi í næstu framtáð, vegna
kals og sprettuleysis. En kalið
virðist mér stafa af rangri
stefnu í búskap og ræktun, þar
sem náttúruíögmálin eru þver-
brotin. Nágranni minn einn,
sem bar kalk á ofurlítinin skika
af túni sínu. getur nú í dag
horft á árangurinn m-eð nokk-
urri gleði, ekki aðeins af því
þar er líbt sem ekki kalið, held
ur líka af því, að samkvæmt
j-arðvegssýndshornum hefur
sýrustig orðið hagstæðara til
grasræktar og grasið sjálft
steinefnaríkara. Skeljasandur-
inn liggur á botni Faxaflóa og
eflaust víðar hér við land og
þar er gnægð kalks á öll þau
tún á íslandi, s:em þes-s þurfa.
Bændur eru nú beðnir að
bera á harðvelli og friða þau
lönd, sem e.t.v. væri unnt að
nytja til slægju. Fyrir einum
mánuði hefðu þessi tilmæli
ekki verið htægileg.
Tvennt þarf að
athuga
Fná mínum bæjardyrum séð
þarf í sumar að atHuga tvennt:
Hið fyrra er að bæta úr kalk-
skortinum, svo sem áður er að
vikið. Hitt er, að bændur verki
eins mikið vothey og mögulegt
er nú í sumar, en með því er
hægt að auka n-otagildd og
fóð-urmagn um allt að 50%,
miðað við þurrkvöll. Sláttutæt
ari og maurasýra koma þar í
góðar þarfir, ásamt nokkurri
verkmenningu. Vestfirzkir
bændur hafa sýnt og sannað, að
það þarf ekki vönduð og dýr
hús til að verka votfaeyið i,
og þeir geta fóðrað á votfaeyi
einu saman og fá þó vænstu
dilkana á haustin.
Og enn vil ég minna á, að
strax í sumar og haust þarf
að vinna land til græmfóður-
ræktar sumarið 1969. Á vorin
er of seint að brjóta landið til
þeirrar ræktunar og þá vinnst
oft ekki tími til að koma hús-
dýraáburðinum í flögin, þótt
það sé nauðsynlegt.
Búskapur á íslandi er nú að
komast í einskonar sjálfheldu,
som e.t.v. lýsir sér bezt í því,
að á s.l. ári voru keypt inm
meira en 50 þús. tonn af kjarn-
fóðri.
Við verðum að gera okkur
ljóst, að veðurfarið, sem við
höfum átt við að búa er bara
miðlungs-veðurfar, þegar litið
er yfir lengri tíma. Neikvæð
stjórnarstefna og þeir búskgpar
hættir, sem brjóta hin einföld
ustu en þýðingarmiklu náttúru
lögmál, mega ekki leiða til
meiri ófarnaðar en orðið er.
Það getur orðið dýr tálvon að
hugsa sem svo, að þetta ástand
batni af sjálfu sér. Og það er
betra að gera sér það Ijóst
áður en þjóðin flosnar upp.
En eins og ætið áður reynir
nú á manngildið, ekkd sízt af
því, að „foryistusauðirnir“ eru
orðnir bæði villtir og þreyttir.
Trúin flytur fjoll. — Vi8 fiytjum allt annað
SENPIBtLASTÖOI
BlLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA
VELJUM ÍSLENZKT <H> [SLENZKAN IÐNAÐ
I I I I I I I .. ......... ..... .1
RAFSUÐUTÆKI
handhæg og ódýr.
Þyngd 18 kg.
Sjóða vír 2,5—3,00
—3,25 mm.
RAFSUÐUÞRÁÐUR,
góðar teg. og úrval.
RAFSUÐUKAPALL
25, 35, 50 mm.
S M Y R I L L
Ármúla 7. Sím 12260. i
SKARTGRIPIR
Modelskartgripur sr gjöf sem ekki gleymist. —
• SIGMAR & PALMI -
Hverfisgötu 16 a. Sími 21355 og Langav. 70. Sími 24910
v
Ö
Framleiðnistyrkir til
brezkra togara
Brezka blaðið „Fishing News“
sem er málgagn togaraeigenda
í Bretlandi, skýrir frá því á for
síðu sinni 12. þessa mánaðar, að
Bretar hafi nú ákveðið að auka
styrki við togaraútgerðina, en
breyta um leið rækilega kerfi
því, sem gilt hefur um styrk-
veitingar til útgerðarfyrir-
tækja togara. Aukning styrkveit
inganna mun algerlega bundin
við þau fyrirtæki og skip, þar
sem framleiðni og aukin hag-
ræðing í rekstri skipanna og
rekstri fyrirtækjanna hefur átt
sér stað. Reglur um úthlutún
þessara framleiðnistyrkja og
hvernig meta skuli framleiðni-
aukninguna verða settar í sam-
vinnu útgerðarmanna og
ríkisstjórnarinnar. Þessar regl-
ur á svo að endurskoða að nýjn
eftir tvö ár.
„Endurskipulagningarstofnun
iðnaðarins í Bretlandi“ (The
Industrial Reorganisation Corp-
oration) hefur haft til rannsókn
ar útgerð og fiskiðnað í Bret-
landi að undanförnu og útgerð-
arfyrirtækin munu fá greiðan
aðgang að upplýsingum og að-
stoð við endurskipulagningu
brezku togaraútgerðarinnar í
því skyni að auka framleiðni og
' bæta rekstur, Fram til þessa
hafa styrkveitingarnar til brezku
togaranna verið bundnar við
gerðir skipanna en ekki á
neinn hátt við hagkvæmni
þeirra í rekstri eða árangri við
veiðar
Opinberir aðilar hafa tekið
það skýrt fram. að hér sé ekki
um venjulegar neyðarráðstafan-
ir til að bjarga brezka togara-
flotanum yfir verstu erfiðleik-
ana í bili, hér sé horft lengra
fram á veginn.
Sex milljarðar króna
í forystugrein 1 sama tölu-
blaði „Fishing News“ eru þess-
ar ráðstafanir gerðar að umtals
efni og þar greint frá erfiðleik-
um brezkrar togaraútgerðar og
telur að hún hafi á ýmsan hátt
dregizt aftur úr í samanburði
við útgerð Kanada, Japans, Nor
egs, Bandaríkjanna, Póllands og
Bandaríkjanua. Orðið hafi bylt-
ing í togaraútgerð á þessum
áratug og hafi Bretar þar ekki
fylgzt nógu vel með Er blaðið
mjög áfram um að styrkir til
brezkrar togaraútgerðar séu
bundnir við góð og aflasæl og
vel rekin skip og fyrirtæki. Það
eru þau fyrirtæki, sem hafa
möguleika til að komast vel yf-
ir erfiðleikana og efla rekstur
sinn og færa út kvíarnar. Með
þessum ráðstöfunum geta styrk-
ir til brezkrar togaraútgerðar
komizt upp i allt að 6 þúsund
og 3 hundruð millj. íslenzkra
króna árlega. Er bað engin smá
upphæð, sem Bretar teija að
þannig verði sky.nsamlega varið.
Hvað um ísland?
Þessar fregnir frá Bretlandi
eru ákaflega athyglisverðar
fyrir okkur íslendinga og ættu
að geta orðið okkur lærdóms-
ríkar. Við höfum látið okkar tog
araútgerð drabbast niður og
vanrækt að endurnýja 'hana og
efla með eðlilegum hætti, en
lagt henni margs konar fjötur
um fót. Á sama tíma hafa keppi
riautar okkar staðio fyrir bylt-
ingu útgerð cogara og gert
rekstur þeirra hagkvæmari og
árangursríkari Gaman væri að
Framhald á bls 15
i