Tíminn - 20.07.1968, Síða 15

Tíminn - 20.07.1968, Síða 15
LAUGARDAGUR 20. júlí 1968. TÍMINN 15 SÍLD Framhald at bls, 2. eigu Kletts h.f. Er þetta þriðja sumarið sem skipið stund'ar síldarflutninga af fjarlœgum miðum til Reykjavíkur. í fyrra flutti Síldin um 30 þúsund lest ir síldar til Reykjavikur. Skipið fer aftur áleiðis á sömu slóðir á sunnudagsmorgun. Lítil síldveiði var í d'ag. Vit- að er um sjö skip sem fengu afla, en á miðunum eru nú um 50 síldveiðiskip. Um hádegi í dag var búið að salta í 2700 tunnur um borð í söltunarskipinu, sem Valtýr Þor steinsson hefur á leigu. Leggur það af stað til Raufiarhafnar næstu daga, og heldur síðan aftur á miðin. Þessi tilraun Val týs hefur gengið vonum betur til þessa og ef heldur sem horf- ir, má búast við að fleiri síid- arsaltendur geri út söltunarskip næsta sumar. Síldin suður af Svalbarða er stór og feit og ágæt tii söltunar. vinnurekendur hafi skyld- um að gegna gagnvart þeim, enda hafa þessir verkamenn í flestum tilvikum eytt beztu árum ævi sinnar í þjónustu þeirra. Atvinnu- rekendur geta því ekki fleygt verkamönnum frá sér eins og notuðu verkfæri, þótt starfsorka þeirra sé eitt hvað farin að minnka. Þessi nýja stefna atvinnu rekend'a gagnvart öldruðum verkamönnum knýr á um, að lífeyrissjóðsmál verkamanna verði tekin föstum tökum til úrlausnar, og því skorar fundurinn á stjórnarvöld að hraða sem rnest undirbún ingi og framkvæmd laga um lífeyrissjóð fyrir aHa lands menn. Jafnframt heitir fundurinn á almennu verkalýðsfélögin að taka þessi mál til með ferðar, því að lífeyrissjióður fyrir verkafólk þarf nú að verða í fremstu röð baráttu má'la þessara félaga." SÆKJA UM Pramhaia aí bls. 2. verði hér á haustmánuðum eða! fyrri hluta næsta vetrar, og því skorar fundurinn á ríkisstjórn og; aðra opinbera aðila, sem hafa á hendi stjórn þessara mála, að gera í tæka tíð ráðstafanir til að koma í veg fyrir atvinnuleysi og tryggja næga atvinnu fyrir alla. Auk sér stakra ráðstafana til atvinnuaukn ingar telur fundurinn nauðisynlegt, að taka verði til gagngerðar end urskoðunar þá meginstefnu í efna hags- og atvinnumálum, sem hér hefur ^verið ráðandi á undanförn um árum, og að sú endurskoðun verði.að hafa að markmiði atvinnu öryggi 'óg vaxandi kaupmátt al- mennings, því að þetta tvennt er ein jaðalforsénda fyrir hagsæld þjöðfélagsins.“ BJARNI FRÁ HOFTEIGI Framhald af bls. 16 tíu og sex ára að aldri. 'Hann var í hópi fremstu bókmenntagagnrýnenda hér á landi frá 1950 og síðan, og birtist bókmenntagagnrýni hans einkum í Þjóðviljanum , á árunum 1950—57, er hann starfaði þar sem blaðamað ur. Bjarni fæddist 25. apríl 1922 á Egilsstöðum í Vopna firði. Foreldrar hans voru bjónin Benedikt Gíslason og Geirþrúður Bjarnadóttir. Bjarni varð stúdent frá MA vorið 1944, en stundaði síð an nám í bókmenntum við háskólann í Uppsölum árim 1945—47. Bjarni var starfs maður hjá Bókaútgáfu Menn ingarsjóðs frá 1958. Eftir Bjarna liggja þessi rit: Þjóð in og kylfan, bæklingur, 1949. Sú kemur tíð, greina safn 1953. Þorsteinn Erlings sön, æyisaga, 1958 Sjálf- stæði íslands 1962. Auk þessa skrifaði Bjarni'nokkur útvarpsleikrit. Bjarni var kvæntur Öddu Báru Sigfúsdóttur. DAGSBRÚN Framhald af bls. 16 félagið sjái fyrir fjárhags legum þörfum þeirra, en eins og nú er ástatt í þeim efnum, vantar mikið á, að það sé gert. Það vita allir, að ellilífeyrir Almannatrygg inganna er nú fjarri því að nægja mönnum til framfær is, en verkamenn hafa ekki að öðru að hverfa. Meðan þjóðfélagið ekki sér öldruðu verkamönnum fyrir sómasamlegum lífeyrl, verður að líta svo á, að at- I Þ R O T T I R Framhald af bls. 13. heyra á þeim en að þeir murii senda sitt sterkasta lið til íslands. Margvíslegur misskilningur kemur fram í greinunum um fsland, t.d. er birt miynd af Melavellinum og sagt, að sá völlur sé leikvöllur Vals og þar muni leikurinn fara fram. Þá halda Portúgalar, að á ís- landi búi um eitt hundrað þús. manns og að flest eldfjöllin á íslandi séu virk og óttast, að þeir hitti á gjósandi eld- fjöll hér. Portúgölsku leikmennirnir létu þess getið í viðalinp, að þeir hlökkuðu til að leika í sólskini að kvöldi til, en slíkt hafa þeir ekki gert áður. (Hér má skjóta inn í, að tæplega fer leikurinn fram í miðri viku, ef leikið verður í september, en Valsmenn hafa þegar skrif að til Benfica og farið fram á,. að leiknum verði flýtt). Að lokum má geta þess, að í blaðinu „A Bola“ eru rakin úrslit í leikjum Vals í Evrópu bikarkeppninni til þessa — gegn Standard Liege, Jeunesse De Esch og Vasas — og birt eru nöfn Valsleikmannanna, sem léku með liðinu 1965—66. A VfDAVANGI Framhald af bls. 5 heyra álit íslenzkra togaraút- gerðarmanna á þessum breyting um, sem nú eiga sér stað í Bret landi, og hvor^ þeir teldu að þar hefði verið gefið gott for- dæmi sem okkur væri hollt að fylgjast með og fara eftir. í HÉIMSFRÉTTUM Framhald af 8. síðu. ekki þröngvað á Saigon-stjórn ina. Afstaða Thieu og fylgi- sveina hans er enn sém fyrr, að þ j óðf relsishreyf ingin sé nokkuð, sem Hanoi-stjórnin hafi búið til, og njóti einskis fylgis meðal alþýðunnar í S- Víetnam. Eigi hreyfingin því enga aðild að fá að viðræðum um frið í Vietnam, né stjórnar- myndun að friðarsamningi loknum. Þessi afstaða Saigon stjórnarinnar mun reynast Bandaríkjastjórn erfið, þegar raunverulegir samningar hefj- ast. Á FERÐ SINNI um Suður- Víetnam lagði Clifford hvað eftir annað áherzlu á, að hlut- verk hers Saigon-stjórnar ætti að auka, en hlutverk banda- rísks herliðs að minnka. Þetta hefur ýtt undir ótta ráða- manna í Saigon um, að Banda- ríkjamenn semji frið í Víet- nam á grundvelli einhvers kon ar stjórnaraðildar þjóðfrelsis- fylkingarinnar. Herma fréttir, að sums staðar í Saigon sé ótt- inn við þetta svo ríkur, að auðugir Víetnamar séu farnir að flytjast til annarra landa með stríðsgróða sinn. Lítillar breytingar er að vænta í Víetnammálinu á fundinum í Honolulu. Er raun ar við því að búast að helztu viðburðirnir í Víetnammálinu á næstunni verði á vígvellin- um, þótt allir raunsæir menn viðurkenni nú að þar verði sig- ur aldrei unninn. Elías Jónsson. WALLACE .... Framhaid aí bls. 9. slitum kosninganna. Það gerði því baráttumönnum beggja flokka kleift að halda fram með réttu, að sérhvert atkvæði sem á Wallace félli í kosning- unum, væri glatað atkvæði. í öðru lagi yrði þetta repu- blikönum í suðurfylkjunum — en þar er baráitta þeixra fyrir kosn. til fulltrúadeildarinnar hvað áköfust — öflug hvatn- ing til þess að tryggja sínum frambjóðanda sem allra flest atkvæði, jafnvel í þeim fylkj- um, þar sem Wallace virðist nú nálega viss um að ná meiri- hluta. í þriðja lagi fengi þetta demókrötum í hendur öfluga röksemd til þess að beita við óánægða flokksmenn, eða þá, sem líklegastir eru til að verða óánægðir með val frambjóð- andans, hvort sem McCarthy eða Humphrey verður fyrir val inu. Minni likur eru þá til, að þeir, sem undir verða á flokks- þinginu, taki þann kost að vitja heima á kosningadag- inn ef þeir vita fyrirfram, að hvert einasta atkvæði geti ráð- ið úrslitum að þessu sinni. MEST er þó um það vert, að slíkt samkomulag færði kjós endum í landinu heim sann- inn um, að stjórnmálaflokkarn ir séu þess um komnir að láta hagsmuni þjóðari'nnar sitja í fyrirrúmi með því að ganga fyrirfram frá samkomulagi, sem tryggi, að forsetinn sé kjörinn í almennum kosning- um og komi í veg fyrir, að æðsta embætti í landinu sé selt George Wallace að veði. Verði ekki að þessu ráði horfið geta afleiðingarnar orð ið hinar hörmulegustu. Þá gæti sagan frá 1876 sem bezt endur- tekið sig, hætta væri á lang- varandi óreiðu og óvissu í stjórnmálunum, kviksögurnar gengju fjöllunum hærra mán- uð eftir mánuð, ýmis konar samsæri yrðu gerð og hvers konar óhreinleg hrossakaup I Mikkd Úrval Hljíimsveita I 120 Ara revnslaI Ponic og Einar, Ernir, Astro og Helga. Bendix, Solo, Sextett Jóns Sig., Tríó. Kátir félagar — Stuðlar. Tónar og Asa. Mono Stereo. Hljóm- sveit Hauks Mortens, — Geislar frá Akureyri. Pétur GuSjónsson. færu fram. Þetta yrði opin- bert hneyksli sem auðveldlega gæti rutt um þeim stoðum al- menns trausts, sem hið borg- aralega þjóðfélag okkar á að hvíla á, en eru þegar farnar að láta á sjá. laugaras Simar 32076 og 38150 Ævintýramaðurinn Eddy Chapman (The Triple Cross) tslenzkur textl. Endursýnd kl. 5 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. slmi 22140 Fréttasnatinn (Press for time) Sprenghlægileg gamanmynd f iitum frá Rank. Vinsælasti gam anleikari Breta, Norman Wis- dom leikur aðalhlutverkið og hann samdi einnig kvikmynda handritið ásamt Eddie Leslie. fslenzkur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9 18936 Porgy og Bess Hin heimsfræga stórmynd i Ut um og Cinema Scope með Sidney Poitier Endursýnd aðeins í dag kl. 5 og 9 Slnri' 11544 Elsku Jón íslenzkur texti Stórbrotin og djörf sænsk ást arlífsmynd. Jar) Kulle Christine Scollin Bönnuð yngri en 16 ára Endursýnd kL 5 og 9. síðustu sýningar. T ónabíó Slm 31182 Hættuleg sendiför (Ambucb Bay) Hörkuspennandi ný amerjsk mynd I Utum. íslenzkur texti. Sýnd kl. 5 og 9 Bönnuð börnum innan 16 ára MMFNmwm Lokað \7egna sumarleyfa Síml 114 75 Hugsanalesarinn (The Misadventures of Merlin Jones). MPM Walt Disney-gamanmynd með íslenzkum texta. Sýnd kl. 5 og 9. Sími 50249. Fólskuleg morð Spennandi sakamálamynd eft- ir Agatha Christy. íslenzkur téxti. Sýnd kl. 5 og 9 Sinu L1384 Orustan mikla Stórfengleg og mjög spenn- andi ný amerísk stórmynd i litum. og Cinemascope. ísl. texti. Bönnuð innan 14 ára. Sýnd kl. 5 og 9. ^ÆJARBíP Slmi 40184 Fórnarlamb safnarans Spennandi ensk-amerísk kvik mynd. Terency Stamp Samatha Eggar íslenzkur texti. Bönnuð börnum. Sýnd kl. 9 Hreykslið í kvenna- skólanum bráðfyndin og skemmtileg þýzk gamanmynd sýnd kl. 5 og 7 41985 Firebalí 500 íslenzkur texti. Hörkuspennandl, ný kappakstursmynd i litum Panavision, Sýnd kl. 5,15 og 9 Bönnuð börnum innan 12

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.