Tíminn - 23.07.1968, Síða 12

Tíminn - 23.07.1968, Síða 12
12 ÍÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. júlí 1968. Settu 17 met í ferðinni Nú er flest af íslenzka sund- fólkinu, sem keppti í írlandi, Skotlandi og Norðurlöndunum, komið heim eftir velheppnað keppnisferðalag. Á tímabilinu 2. júlí til 16. júlí setti sundfólk ið hvorki meira né minna en 17 íslandsmet. Og tveir af sund- mönnum okkar, þeir Leiknir Jónsson og Guðmundur Gísla- son, náðu OL-lágmörkum í þess ari ferð. Leiknir í bringusundi, eins og áður hefur verið getið um, en Guðmundur í 200 m. fjórsundi, þar sem hann synti á 2:22,0 mín. Þetta skeði á al- þjóðlegu sundmóti í Stokkhólmi en þátttakendur í því móti voru frá öllum Norðurlöndunum og einnig frá Belgíu, Ítalíu, Júgó- slavíu, Tékkóslóvakíu, Vestur- Þýzkalandi, Austur-Þýzkalandi og Austurríki. Var íslenzka sundfólkið í 3., 4. og 5. sæti í sumum greinum og er það mjög góð frammistaða miðað við, hve um sterkt mót var að ræða. Áhorfendur 3,6 millj. Alls sáu um 3,6 millj. áhorfenda leikina í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu. Eru þá ótaldir allir þeir, sem fylgdust með keppninni í sjónvarpi. Langmest varð að- sóknin að síðustu leikjunum, þ. e. 8-liða keppninni, en 895 þúsund áhorfendur voru að þeim leikjum. Að einstökum leik var aðsóknin mest að leik Sovétríkjanna og Ungverjalands, en þann leik sáu 103 þúsund. Sigurmark á síðustu mín. B-lið KR átti í mestu erfiðleik- um með lið Völsunga frá Húsavík í bikarkeppni KSÍ. Léku liðin sam an um helgina og unnu KR-ingar 2:1. Sigurmarkið skoruðu þeir ekki fyrr en á síðustu mínútunni. Sigþór skoraði 1:0 fyrir Völsunga, en Baldvin Baldvinsson jafnaði fyr ir KR. Það var svo miðvörðurinn, Þorgeir Guðmundsson, sem skor- aði sigurmark KR á síðustu mín- útu leiksins. (Timamyndir: Gunnar) Frá keppninni í 400 m. grjndahlaupi. Sigurvegarinn, Halldór GuSbjörnsson, er þriðji frá vlnstrU Meistaramót íslands í frjálsíþróttum hófst í gærkvöldi: Betri árangur en náðist á mótinu í fyrra! Alf-Reykjavík. — Vart er hægt að tala um, að góður árangur hafi náðst á fyrsta degi meistaramóts íslands í frjálsíþróttum, sem hófst á Laugardalsvellinum í gærkvöldi, þótt árangur í sumum greinum hafi verið betri en á mótinu í fyrra og nokkur ný mótsmet hafi verið sett nú. Guðmundur Her- mannsson, KR, vann bezta afrekið með því að varpa kúlunni 17,70 metra, en það er 1 cm betra en fyrra mótsmet. Hafdís Helgadóttir, UMSE, var nálægt því að jafna íslandsmetið í hástökki kvenna, en hún stökk 1,50 metra. Núverandi met er 1,52 metrar. Eitt sveinamet var sett í gærkvöldi. Ólafur Þorsteinsson, KR, sem varð annar í 800 metra hlaupinu — á eftir bróður sínum, Þorsteini, — hljóp á 2,00,1 mín. Keppnisveður var ágætt í gær- kvöldi: Úrslit í einstökum greinum urðu eins og hér segir: 400 m. hlaup: Halldór Guðbjörnsson, KR 57,1 Trausti Sveinbjörnss., UMSK 58,4 Sigurður Lárusson, Árm. 60,0 Guðmundur Hermannsson varpar kúlunni í gærkvöldi. Hástökk (karla). Jón Þ. Ólafsson ÍR 1,94 Þróttur vann A-lið Þróttar átti í engum erfið leikum með b-lið Keflavíkur í bik- arkeppni KSÍ. Sigruðu Þróttarar 5:1. I liði Keflavíkur voru nokkur þekkt nöfn. Má nefna Rúnar „bítil“ Júlíusson og Jón Jóhannsson. Erlendur Valdimarsson, IR 1,84 Elías Sveinsson ÍR 1,80 Spjótkast: Valbjörn Þorláksson KR 60,32 Kjartan Guðjónsson, ÍR 56,84 Björgvin Hólm, ÍR 54,22 Kúluvarp (karla). Guðmundiur Hermannss. KR 17,70 Jón Pétursson, HiSiH 15.79 Erlendur Valdimarsson, ÍR 15.76 Kúluvarp (kvenna): 1. Emilía Baldursd. UMSE 10,48 2. Guðrún Óskarsd. HSK 9,67 3. Ólöf Halldórsd. HSK 9,55 Lamgstökk: Þorvaldur Benediktsson ÍBV 6,90 Valbjörn ÞorlákssonKR 6,90 Gestur Þorsteinsson UMSS 6,44 100 m. hlaup (kvenna): Kristín Jónsdóttir, UMiSK 13,1 Þuríður Jóhannsdóttir UMSE 13,6 Sigríður Þorsteinsd. HSK 13,6 Unnur Stefánsd., HSK 13,6 200 m. hlaup: Valbjöm Þorlálksson, KR 22,9 Reynir Hjartarso-n, ÍBA 23,9 Trausti Sveinbjörnsson UMSK 23,9 5000 m. hlaup: Jón H. Sigurðisson HSK 16r04,l Gunnar Snorrason, UMSK 16:37,3 Jón Guðlaugsson, HSK 18:46,6 800 m. hlaup: Þorsteinn Þorsteinss. KR 1:54,7 Ólafur Þorsteinsson KR 2d)0,l Þórður Guðmundss. UMSK 2:03,1 4x100 m. boðhlaup: Sveit KR 45,2 Sveit ÍR 46,7 Sveit Ármanns 47,6 Hástökk kvenna: Hafdis Helgad. UMSE 1,50 Ingunn Vilhjálmsd. ÍR 1,45 Unnur Stefánsd. HSK 1,40 Mótinu verður haldið áfram í kvöld á Laugardalsvellinum og hefst keppnin kl. 20,00. Aflar sér upplýsinga um ísl. knattspyrnu • Um þessar mundir er staddur hér á landi portúgalskur blaða- maður, sem sendur var gagn- gert til íslands til að afla upp- lýsinga um íslenzka knattspyrnu og þá sérstaklega Vals-liðið með tilliti til Evrópubikarkeppn innar, en eins og kunnugt er, leikur Valur gegn Benfica í 1. umferð. Hefur hinn portúgalski blaða maður átt viðtöl við nokkra leikmenn Vals, m. a. Hermann Gunnarsson, Reyni Jónsson og Gunnstein Skúlason. Einnig hef ur hann rætt við forráðamenn knattspyrnudeildar Vals. Þ. Ólafsson. Honum gengur sjaldan vel í keppni á Laugardalsvelllnum. Jón

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.