Tíminn - 27.08.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.08.1968, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 27. ágúst 1968. TIMINN 3 STRAND EKH-Reykjavík. Á scinni timanum í eitt aðfara- nótt sunnudags heyrði radióið á Siglufirði neyðarkall, sem reynd- ist koma frá skipbrotsmannaskýli Slysavarnafélags íslands í Furu- firði á Austur-Ströndum. Voru þá fjórir menn af vélbátnum Sæ- dísi frá Bolungarvík komnir í skýl ið og báðu þeir um aðstoð þar ,eð bátur þeirra hefði strandað skammt frá skýlinu. Töldu þeir þó ekki bráða hættu vera á ferð- 'um. Vélbáturinn Fönn frá ísafirði var næst strandstaðnum og kom báturinn þangað kl. 4.30 á sunnu- dagsmorgun. Þegar til kom, Framhald á bls 14. LÍKIN FUNDIN Fyrir nokkrum do*gom fundust lík tveggja manna rekin á Siglu nesi. við athngun kom í ljós að /þetta voru lák félaganna tveggja sem fórust með trillubátmrm Njáli frá Siglufirði í vor. f dag fer fram ' minningarathöfn um sjómennina í Siglufjarðarkirkju. ' ' vv v *-™-----"."~^—W • V Sltemmdir á framleiðsluvörum, vélum og húsum trésmiðjunnar voru gífurlegar eins og myndin ber með sér. (Tímamynd Gunnar) Geysimikið tjón í Trésmiðju Kristins Ragnarssonar vegna bruna: 150 eldhúsinnréttingar í Breiðhoitsibúðir ónýtar ^...¦o:.>;.;.,v.-<:>-.:.k.™>>: Neöri myndin sýnir útihúsin eftlr brunann, en á efri , Inn endanlega. , myndinni er verið að ná út heyinu til að slökkva eld- Myndir: Sævar Jóhannesson) KJ—Reykjavík, mánudag. Geysilegt tjón varð á laugardagskvöldið, er eldur kom upp í Tré- smiðju Kristins Ragnarssonar við Nýbýlaveg 52 í Kópavogi. Gjöreyði- lögðust þarna m. a. um 150 eldhúsinnréHingar á mismunandi fram- leiðslustigi, er fara áttu í íbúðir Framkyæmdanefndar byggingaáætl- unar í Breiðholti. Bruninn var tilkynntur í síma til Slökkviliðsins í Reykjavík klukkan rúmlega tólf á miðnætti, og voru þegar sendir fimm bruna bílar á staðinn, en þegar slökkvi- liðsmenn komu upp á Öskjuhlíð- ina, bar eldtungurnar í verkstæð- inu við himin, og var þá allt slökkviliðið kallað út, og < aðstoð fengin frá Slökkviliði ^Reykjavík- urflugvallar. Trésmiðjan var í MIKIÐ TJONER ÚTIHÚSBRUNNU SJ-Reykjavík, mánudag. Á laugardagskvöldið kom upp eldur í útihúsum í bænum Skarði f Þykkvabæ. Félagsbú er að Skarði, og búa þar þeir Grettir Jóhannsson og Egill Friðriksson ásamt fjölskyldum sinum. Heim- ilisfólk var allt inni við, enda ill- veður hið mesta úti, rok og rign- ing, er hringt var af næsta bæ niilli kl. níu og hálf tíu á laugar- Framhain á hls 15 r Frestað áð rífa Fjár- borg vegna lögbanns! ¦ KJ-Reykjavík, mánudag. f dag klukkan eitt átti að fara að framfylgja samþykkt borgarstjórnar, um að rifa svo kallaða Fjárborg í Breiðholti í Reykjavík, en eigendur kindakofanna þar fengu að- gerðum frestað með lögbanni. Svo sem kunnugt er, þá hef- ur lengi staðið í stríði á milli eigenda þessara kindakofa og borgaryfirvalda; en borgar- stjórn mun oftar en einu sinni íhafa samlþykkt, að hiisin yrðu > fjarlægð. f dag átti svo að framfylgja f þessum samlþykktum borgar- stjórnar, en lögmaður húseig- endanna fékk því framgengt, að fulltrúi yfirborgarfógeta legði lögbann á aðgerðir. Að því er borgarverkfræð- ingur tjáði blaðinu í dag, þá mun borgin krefjast hárra trygginga vegna lögbannsins, en það mál mun ekki hafa F'-amriald a ols 14 gömlum húsum, og svo viðbygg- ingu. Voru innréttingarnar tilbúnar í eitt stigahúsið, og átti að byrja að setja þær upp í dag. Þá voru- margir hlutar innréttinganna, sem eftir voru, tilbúnir. Auk þessa var unnið að smíði innréttinga og, þilja fyrir aðra aðila, er af þessu, ljóst að geysilegt tjón hefur orð- ið í brunanum á framleiðsluvör- um. Þá eyðilögðust allar vélar, sem margar hverjar voru af full-' komnustu gerð, og húsið er auk þess gjörónýtt, og verður að byggja það frá grunni að mestu,. ef byggt verður á sama stað. Bruninn veldur því, að einhver seinkun verður á afhendingu í-' búða Framkvæmdanefndarinnar í' Breiðholti, en eigandi trésmiðj-' unnar og fulltrúar Framkvæmda-, nefndarinnar voru á fundum um, málið í dag. Um tuttugu menn unnu í tré- smiðjnni, og hafa þeir allir misst' atvinnuna, um tima a.m.k. Voru þetta alls þrjú hús, en, aðeins eitt með steyptum veggj- um. Eldur var kaminn í svo til allt verkstæðið, er slökkviliðið; kom á staðinn, og beindist slökkvi starfið því einkum að því að verja íbúðarhús, ef með þyrfti, sem var í um fjörutíu metra fjarlægð, en vindurinn stóð af bálinu á það, og svo geymsluhús sunnan við . trésmiðjuna. Heldur lítið var um vatn í næsta nágrenni, og varð að leggja vatnsleiðsiu um fjögur hundruð Framhald á bls. 14 Kraninn, sem nota átti í Fjárborg í dag, en níðurrifi kindakofanna var frestað með lögbanni. (Tímamynd Gunnar)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.