Tíminn - 27.08.1968, Blaðsíða 7
ÞftfÐJUBAGUR 27. ágóst 1968.
TIMINN
REYKVIKINGAR OG SAUDFED
í sumar hefur verið ritað mik-
ið í dagfalöH hér í borg um sauð
hald. Flest hafa þessi skrif ein-
kennzt af andúð á sauðfjárhaldi
borgarbúa og jafnvel hefur skeyt
um veriP beint að fjáreigendum
á miður vtðeigandi hátt. í mörgum
tilvikum hefur verið rætt og ritað
af meira kappi en forsjá, og hafa
borgaryfirvöldin átt drjúgan þátt
í að breiða út nokkurs konar æsi-
fregnir, sem tíðum hafa verið í
ætt við óheiðarlegan áróður. Það
teynist ekki þeim, er nokkuð
þekkja til þessara mála að leikinn
'haifi verið ljótur leikur af hálfu
ráðamanna borgarinnar, í því
skyni að vinna að útrýmingu sauð
fjár. Bi-rth- hafa verið úrdrættir
úr álitsgerðum varðandi sauðfjár
hald í borgarlandinu, og er það
þeim flestum sameiginlegt að vera
samdar af mönnum, sem annað
hvort eru haldnir kynlegu ofstæki
í garð sauðkindariynar eða búa
yfir mjög takmarkaðri þekkingu
til að fjalla um slík mál.
Eftir því sem borgin hefur stækk
að hafa ýmis vandamál varðandi
búfjárhald skotið upp kollinum,
og er slíkt alls ekki óeðlílegt,
og enginn skyldi lá mönnum þótt
þeir amist við ágengni sauðfjár
og annarra óboðinna gesta í görð
um sínum. Slák vandamál þarf að
leysa án fordóma og stóryrða, það
er vel gerlegt sé rétt á. málum
haldið. Nokkurs misskilnktgs hef
ur gætt varðandi þessi mál og væri
ekki úr vegi að atfauga hlutina í
réttu ljósi.
Sauðfé í lögsagnarumdæmi
Beyfcjavíkur hefur farið fækk-
andi á undanfömum árum. Fyrir
áratug vor hér á 5. þúsund vetrar
foðraðar fcindur, en í vetur sem
keið voru þær um 2,500. Flestir
eru fjáreigendur hér eldri menn,
og befur þeim farið stöðugt fækk
andi, en nær engir nýir hafa bætzt
í hópinn. Fjáreigendur líkt og
hestamenn hafa yndi og ánægju af
að hirða sínar skepnur, þetta er
þeirra áhugamál, sem þeir sinna
í frístundum. Fénu er gefið inni
frá haustnóttum til vors, en þá
er það flutt á afrétt, þar sem það
gengur til rétta. Fyrir kemur að
fé sæki niður í þéttbýlið, þama er
um að ræða tiltölulega fáar kind
ur, þar eð mestur hluti fjárins er
hagvanur á afrétti. Sumir hafa
haldið því fram að sauðfé sæki í
garða vegna ónógra haga. Engin
skynsamleg rök benda þó til að
svo sé. Garðarollurnar svokölluðu
eru í rauninni um flest líkar því
fé, sem sækir í tún í sveitum og
lítur ekki' við gróðri í úthaga,
þótt nægur sé. Fjáreigendum þyk
ir mjög miður, ef kindur þeirra
valda skemmdum, og markir
þeirra hafa það fyrir reglu að
lóga slíku vandræðafé á haustin.
Um mörg undanfarin ár hefur
stórum fjárhæðum verið vai-ið til
vörzlu borgarlandsins fyrir ágengi
búfjár. Nam sú upphæð rúmlega
hálfri milljón króna á síðasta ári
Engu að síður er vörzlunni mjög
ábótavant og hefur það greinilega
komið í ljós á síðari árum sam-
fara útþenslu þéttbýlisjns. Fjáreig
endur hér í borg hafa um árabil
lagt til, að borgarlandið verði
girt af með fjárheldri girðingu
og boðizt til að taka gæzluna í
sínar hendur. í fyrra var hafizt
handa um girðingaframkvæmdir,
og er það tvímælalaust spor í
rétta átt, en ekki kemur þó sú
girðing að fullum notum, þar eð
hún lokar ekki af borgarlandinu.
Ósk Fjáreigendafélags Reykjavík
ur um að þvi verði fengin gæzlan
í hendur hefur ekki verið tekin
til greina.
Nú hafa borgaryfirvöldin látið
þau boð út ganga, að útrýma eigi
sauðfé Reykvíkinga í haust þó með
þeim undantekningum, að áfram
megi stunda fjárbúskap á býlun
um Gufunesi, Engi, Reynisvatni
og Hólmi. Þau rök er færð fram,
að með þessum aðgerðum eigi að
leysa vandamálið um ágang sauð
fjár og þurfi fólk ékki að óttast
skemmdir á blómsturgörðum af
völdum kinda um ókomin ár.
Fljótt á litið virðist mörgum
þetta snjallt ráð, en sé betur
hugað að kemur í ljós að málið
er ekki svo einfalt. Það er óvé
fengjanleg staðreynd, að mikill
hluti þess fjár er veldur tjóni á
garðlöndum borgarbúa, er ekki
eign Reykvíkinga. Hingað sækja
kindur víða að, svo sem af Suð
urnesjum, Grafningi og úr öðrum
sveitafélögum í nágrenni borgar-
innar.
Með útrýmingu sauðifjár í Reykja
vík væri því enginn vandi leyst
ur og enn yrði að verja stórum
fjárhæðum til vörzlu borgarlands
ins, eins og verið hefur. Mjög virð
ist skorta á að forráðamenn borg
árinnar skilji eðli málsins og skal
engan undra, þótt fátt sé að gert,
er megi leiða til farsællar lausn
ar vandans. Ekki er þó svo, að
eigi sé þar að finna menn er vilja
ráða fram úr málinu á friðsam
legan hátt, heldur mun það sann
ast, að þeir eru kveðnir í kútinn
af þeim, er sækja málið af ofur
kappi og yfirgangi. Þar ræður
ekki sanngirni heldur ómerkur
áróður og hótanir um valdbeit-
ingu. Hefur jafnvel gengið svo
langt, að alið hefur verið á ó-
vild og úlfúð í garð fjáreigenda.
Sá tími mun koma, er slíkir ráða
menn verða að taka afleiðingum
orða sinna og gerða. Með víðsýni
og góðum vilja má leysa þessi
mál á þann hátt að allir' megi
vel vdð una.
Um 1960 fengu reykvískir fjár-
Ólafur R. Dýrmundsson í fjárhúsi sínu f Reykjavik
eigendur landskika undir fjártoúsa
byggingar við Breiðholtsveg. Á
land þetta fluttust margir þeir, er
urðu að víkja úr borginni vegna
útþenslu hennar; Þelta er hin svo-
nefnda Fjárborg. Árið 1964 ákváðu
borgaryfirvöld að úthluta fjáreig
endum landi til afnota í Ilólms-
heiði og skyldu þeir flytja þangað
með starfsemi sína. Forr^ðamenn
Fjáreigendafélags Reykjavíkur
áttu sammngaviðræður við Borgar
verkfræðing og aðra þá er fjölluðu
um þessi mál og árangur þessa
samstarfs var samningur uih leigu
á landi í Hólmsheiði, sem sam-
þykktur var af fulltrúum beggja
aðila árið 1966. Gerður var skipu
lagsuppdráttur af landinu og sett
ar reglur varðandi not þess og
varð það m. a. að samkomulagi
að fjáreigendur flyttu aðstöðu
sína í Fjárborg á þetta nýja land
og virtist þá sem þarna væri
merkum áfanga náð í samskiptum
borgaryfirvalda og fjáreigenda í
Reykjavik.
Skömmu éftir undirritun samn
ings dró þó ský fyrir sólu, því að
borgaryfirvöld töldu sig ekki geta
staðið við gerðan samning og
mundu fjáreigendur ekki fá land
í Hólmsheiði. Þar sarnningsrofið
réttlætt með því, að orðið gæti
hætta á mengun vatnsbóla, ef fjár
hald yrði leyft í Hólmsheiði, og
LJÚSASAMLOKURNAR
Heimsfrægu 6 og 12 v. 7” og 53A”
Mishverf H-framljós,
Viðurkennd tegund.
BÍ1.APERUR
— Fiölbreytt úrval —
Sendum gegn póstkröfu um land allt.
SMYRILL
Ármúla 7 — sími 12260.
málinu til stuðnings var birt jarð
fræðileg álifsgerð. Að margra áliti
er samningsrofið byggt á toæpnum
forsendum. Nú er það alkunna að
hestamönnum var um svipað leyti
úthlutað landi fyrir starfsemi sína
á landi, sem samkvæmt hinni jarð
fræðilegu álitsgerð telst til hins
svonefnda vatnasvæðis boi'garinn
ar. Mætti því álykta svo, að meiri
hætta stafaði af mengun vatns-
bóla, þar sem sauöfé ætti í hlut.
Engin skynsamleg rök mæla þó
með að svo sé málum farið, enda
ekki vitað til þess að meiri hætta
stafi af úrgangsefnum sauðfjár en
annarra lifandi vera. Vitað er og
að hrosstað og annar búfjáráburður
er víða borinn í garða á þessu
svæði og ótalin eru þau bílhlöss
af hrossataði, sem flutt eru í Heið
mörk og notuð þar til áburðar við
ræktun trjágróðurs. Þarna er
greinilega ekfci allt á hreinu og
ýmislegt stangast á. Mörgum er
það ráðgáta, hvernig það getur
staðizt með tilliti til þessa, að
hrossahald og búfjárhald yfirleitt
er leyft á þessu svæði óátalið, og
einnig veldur það furðu, hvernig
það getur samrýmzt heilbrigðri
skynsemi, að sauðfjárhald er leyft
á Hólmi, en Fjáreigendafélag
Reykjavíkur er samt svipt rétti til
að nota land þessarar sömu jarðar,
þar sem slikt er talið brjóta í bága
við almeningsheill. Á þessu og öðru
má sjá að ekki eru öll rök fyrir af
námi sauðfjárhalds byggt á traust
um grunni og hin öfgafulla bar
átta borgaryfirvalda gegn sauðfé
og eigendum þess er í hæsta máta
ódrengileg og sæmir lítt þeim er
hana heyja.
Á ýmsu hefur gengið um sam-
skipti fjáreigenda við borgaryfir-
völdin. Samstarfið var ágætt með-
an verið var að leggja drög að
samningi um landið í Hólmsheiði,
en svo brá við eftir samningsrofið,
að vægast sagt hefur verið komið
mjög ilia fram við fjáreigendur.
Er framkoma borgaryfirvalda öll
með endemum og er þar beitt
eilífum hótunum og reynt að láta
í það skína, að fjáreigendur séu
óalandi og óferjandi og vart tald-
ir til manna. Væri ráðamönnum
hollara að hafa í hug, að fjár-
eigendur eru fullgildir borgarar
Reykjavíkur ekki síður en þeir
og eiga þá réttmætu kröfu, að um
mál þeirra sé fjallað með skiiningi
og án öfga. Fjáreigendur eru og
hafa alltaf verið fúsir til að fara
samningaleiðina í þessu máli og
telja, að með því megi leysa þessi
mál á viðunandi hátt. Þeir leggja
til, að borgarlandið sé varið á-
gangi búfjár mefð tryggri girðingu
og þeim sé úthlutaður landskiki
fyrir fjárhús sín utan þéttbýlis-
ins. Ef vilji ráðam. er fyrir hendi
væri því hægt að ráða fram úr
þessum málum á friðsamlegan hátt
eins og horfur voru á, er samið
var um landið í Hólmsheiði.
Það hefur vakið undrun manna,
hve ólíkt afstaða borgaryfirvalda er
gagnvart hestamönnum annars veg
r en fjáreigendum hins vegr.
Hestamönpum er veitt framtíðar
aðstaða fyrir starfsemi sína, en
fjáreigendur eru ekki aðeins hund
eltir og sviknir heldur einnig synj
að um alla fyrirgreiðslu. Hvers
eiga fjáreigendur að gjalda?
Fjáreigendur í Reykjavík sætta
sig alls ekki við þann ójöfnuð og
hótanir um lögregluvald, sem þeir
hafa orðið að þola af hendi borg-
aryfirvalda.
Sú fullyrðing, að lausn vanda-
málsins um ágang búfjár útheimti
niðurskurð fjárins er ekki á rök-
um reist og munu fjáreigendur
spyrna við fótum gegn slíkum ó-
rétti. Niðurskurður sauðfjár í
lögsagnarumdæmi Reykjavíkur
mundi ekki leysa neitt vandamál
og er það eindregin krafa fjár-
eigenda svo og ýmissa ann^rra
borgara, að mál þetta sé tekið til
endurskoðunar, því að aldrei er
of seint að láta skynsemi-na ráða.
Svo virðist, sem borgaryfirvöldin
hafi hingað til ekki verið vanda
sínum vaxin, hvað viðvíkur lausn
þessa vandamáls, heldur gert það
mun flóknara en nauðsynlegt er.
Hvers má þá vænta frá hendi slíkra
manna, þegar þprf er á lausn hinna
stærri mála? Ólíklegt er að þá
dugi alltaf ti.1 hótanir og ofbeldi.
Ólafur R. Dýrmundsson.
A /H/W-'NNfrW fr^íl
SKARTGRIPIR
Modelskartgripur er giöt sem ekkl gleymist. —
• SIGMAR & PÁLMI •
Bverfisgötn 16 a. Siml 21355 og Laugav. 70. Simi 24910