Tíminn - 27.08.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.08.1968, Blaðsíða 9
ÞREDJUDAGUR 27. ágúst 1968. TIMINN 9 ÉIÉM Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framifcvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarlnn Mraritisson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriðl G. Þorsteinsson. Pulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Steuigrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastrætl 7. Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Askriftargjald kr. 120.00 á mán tnnanlands — f femsasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Tímamótaþing Dagana 23.—25. þ.m. var háð að Laugarvatni 12. þing Sambands ungra Framsóknarmanria. Þingið sóttu rúm- lega hundrað fulltrúar víðs vegar að af landinu. Þingið bar þess Ijósan vott, að Framsóknarflokkurinn nýtur vax- andi fylgis meðal ungra manna í landinu. Það fór fram með myndarbrag og var forustumönnum samtakanna til mikils sóma. Merkilegast er þetta þing þó sökum þess, að það markar á vissan hátt tímamót í íslenzkri stjórnmálasögu. Þetta er fyrsta opna þingið, sem stjórnmálasamtök halda hérlendis. Öll fjölmiðlunartæki landsins, blöð, hljóðvarp og sjónvarp, höfðu fullan aðgang að því. Einnig fulltrúar annarra stjórnmálasamtaka og einstaklingar, sem þess æsktu. ÖU störf þess, sem máli skiptu, fóru þannig fram fyrir opnum tjöldum. Víða erlendis hefur sú venja skapazt, t.d. í Banda- ríkjunum og Bretlandi, að flokkarnir halda þing sín fyrir opnum tjöldum. í tveimur áðurnefndum löndum er þeim bæði hljóðvarpað og sjónvarpað samtímis. Þannig kynn- ast menn flokkunum og starfsháttum þeirra miklu betur en ella. Leyndin, sem víða annars staðar hvílir yfir störfum þeirra, verður minni og auðveldara verður að meta starfshætti þeirra og forustu. Líklegt verður að telja, að fordæmið, sem Samband ungra Framsóknar- manna hefur skapað hérlendis, með því að opna þing sitt, verði öðrum stjórnmálasamtökum til eftirbreytni. Þingið hefur orðið með þessum hætti tímamótaþing. Því er ekki að leyna, að meðal yngri kynslóðarinnar hefur á síðari árum aukizt gagnrýni og vantrú á stjórn- málaflokka, stjórnmálamenn og stórnmál yfirleitt. — Þetta birtist svo ýmist í formi andúðar eða áhugaleysis. Sumt af þessari gagnrýni á rétt á sér, en annað ekki. En það er ekki nóg að sjá ágallana, heldur er rökrétt fram- hald af því að reyna að bæta úr þeim. Og það gera menn ekki með neikvæðu nöldri út í horni eða með hávaða á götum og gatnamótum, heldur verður það að gerazt með jákvæðu starfi á þeim vettvangi, þar sem helzt er hægt að ná árangri. Floikkarnir eru slíkur vettvangur. Þeir eru áhrifamestu tæki lýðræðisskipulagsins og óhjá- kvæmileg tæki fyrir þá, sem hafa svipaðar skoðanir og vilja koma þeim fram. Það er hlutverk ungu kynslóð- arinnar að eiga sinn þátt í því, að þessum tækjum sé rétt og heiðarlega beitt. Það getur hún því aðeins gert, að hún hasli sér völl innan flokkanna og reyni að hafa þar heilbrigð og vaxandi áhrif. Tólfta þing Sambands ungra Framsóknarmanna var einnig að því leyti tímamótaþing, að það bar órvíræðan vott um vaxandi skilning ungs fólks á þessu sjónarmiði og vaxandi áhuga á því að láta hér til sín taka. SUF 30 ára í sambandi við 12. þing Sambands ungra Framsóknar- manna var minnzt 30 ára' afmælis sambandsins, en stofn- þing þess var haldið að Laugarvatni í júní 1938. Sam- band ungra Framsóknarmanna hefur á þessum tíma átt mikinn þátt í starfi og stefnumótun Framsóknarflokks- ins. Einnig hefur það þó látið sjálfstæðismálin og þjóð- ernismálin taka til sín og hvatt til þess, að þar væri staðið vel á verði. Þessa hlutverks þurfa ungir Fram- sóknarmenn að gæta vel áfram, því um sjálfstæði þjóðar- innar gildir það, að meiri vandi er að gæta fengins fjár en afla. Steingrímur Hermannsson: Eftir forsetakosningar Um fátt hefur verlð meira rætt undanfamar vifcur en for- setafcosningarnar 30. júní síð- astliðinn. Úrslit kosninganna hafa orðið aðalumræðuefnið viðast þar sem menn hafa hitzt. Þetta er eðlilegt. Tveir mætir menn leiddu saman hesta sína og hefði máti búast víA' litlum atfcvæðamun. Svo varð þó ekki. Menn ræða fram og aftur um hið gífurlega fylgi dr. Kristjáns Eldjárns, sem var ekki tilviljun ein. Þar kom fram þjóðarvilji, sem áreiðan lega á sínar sfcýringar. Að þeim leita menn. Þær verður sá stjórnmálaflokkur einnig að finna og skilja, sem vill komast heilu og höldnu í gegnum um- brotatíma næstu ára og vaxa. Sumir gera að vísu I»Hð úr forsetakosningunum; líkja þeim við prestskosningar og telja þær eiga lítið skylt við þjóðmál in almennt. Þessir menn vilja ekki hlusta á rðdd þjóðarinnar. Þeir vilja ekki læra. Hinir, sem leita skýringa, finna margar. Eftaust eru ýms ar þeirra vafasamar. Hér á eft ir ætla ég aðeins að draga frani þrjár, sem mér virðast augljós ar. f fyrsta lagi er ljost, að þjóð in metur mjög mifcils sinn arf, íslenzka menningu, sögu og tungu. Hún valdi þann mann inn, sem verið hefur árum sam an fremsti merkisberi og vörð ur þjóðararfsins. Kjósendur undirstrifcuðu þann vilja sinn, að þessir þættir verði metnir meira en verið hefur undanfar in ár. Alit frá stríðsánim hefur I vaxandi mæli gætt þeirrar stefnu hjá ýmsum íslenzkum forustumönnum og sérfræð- ingum þeirra að apa sem flest eftir öðnim þjóðum, sérstak- lega síðustu árin. Vitanlega ber að læra sem mest af því, sem vel er gert erlendis. Hins vegar verður ávallt að hafa í huga, að aðstæður f' ofckar dvergriki eni að flestu leyti gjörólifcar þvi, sem er viðast annars staðar. f efnahagsmálum er fylgt því, sem nefna mættí sjálfs stjórnarstefnu hinna háþróuðu íðnaðarrikja. Þó er efnahags líf hér fábreyttara og háð meiri og stórkostlegri sveiflum en í nofckrum öðrum vestr. Iðnd- um, að því er ég bezt veit. Afleiðingarnar eru efnahags erfiðleikarnir í dág. Hér verð Steingrimur Hermannsson ur að taka upp breytta stefnu, islenzka stefnu. Leitazt er við að meta Iífs kjörin með mælifcvarða mUI- jónaþjóðanna. Vitanlega getum við aldrei borið ofcfcar lífsfcjör lið fyrir lið saman við lífskjör annarra. Þau verða ekki metin í ,,innfluttum tertubotnum", eða, vöniúrvali í búðum, eða fjölfbreyttu skemmtanalífi og þannig mætti lengi telja. Við eigum hins vegar ýmislegt ann að, sem aðrar þjóðir eiga efcfci. Við eigum íslenzfca menningu, bófcnienntir pg, þjóðararf, ;sem vlð cigum að kappkosta að njóta. Við eigum einnig landið ofcfcar og v'ðáttu þess. Þetta er margra „tertubotna" virði. Það sldlur fólkið. Fjölskyldur leita í vaxandi mæli í frístund um sínum út með strönd eða upp til fjalla. Einnig á þessu sviði er þörf breyttrar stefnu, íslenzkrar stefnu. Það er sannfæring nn'n, að í forsetafcosningunum hafi fcom ið áfcveðið fram mat meirihluta þjóðarinnar á mikilvægl þjóðar arfsins, menningar ofcfcar, sögu og tungu og landsins i sjálf- stæðisbaráttunni og leitinni að batnandi lífsfcjörum. Því fcalli verður að Mýða. Forustumönn um ber að endurmeta stefnur i þjóðmálum í því Ijösi. í öðru lagl lét þjóðin í for setafcosningunum mjög ákveðið f Ijós þann vilja sinn að velja sjálf sinn mann. Kjósendur létu ekfci flofcka eða stjórnmála- menn segja sér fyrir verkum. Ljóst er, að þjóðin mehir ein- staklinginn meira en flokkinn. Efiaust er það svo oftar en við forsetakosningar. Við núverandi kosningaskip un til Alþingis n'kir flokksræði. Segja má að kjósendur fái að- eins að velja flokkinn en ekki manninn. Víða eni þelr, sem sitja í efstu sætum listanna sjálfkjörnir. Því ráða flokkarn ir fyrst og fremst. Þetta hefur leitt til óeðlilegrar hlýðni við flokksvaldið. Kjörnir fulltrúar þjóðarinnar eiga þó að sjálf sögðu að standa henni reikn- ingsskil gerða sinna en ekki flokknum. Núgildandi kosn- ingaskipun verður að breytast. Einm.kjörd. henta bezt okkur íslendingum. Að þeim ber að stefna. Þá fær fólkið að velja einstaklinginn og liaiin verður fyrst og fremst ábyrgur gagn vart því. Það er sannfæring mín, að þessi vilji þjóðarinnar kom greinUega fram í forseta kosningunum og honum ber að hlýða. í þriðja lagi er Ijóst, að ung ir menn og konur viija hafa stórum nieiri átírif á þróun þjóðmála en þau hafa í dag. Þetta kom glöggt fram I þrótt miklu starfi unga fólksins í kosningabaráttunni. Það átti einu stærsta þáttinn í glæsileg um sigri dr. Kristjáns Eldjárns. Að vísu er ég ekki sammála því, að úrslitin sýni algjört vantraust ungu kynslóðarinnar á öllum forustumönnum þjóð arinnar í dag. Að fullyrða sb'kt er of djúpt tekið í árinni. Eldri menn þurfa hins vegar að vikja fyrir hinum yngri og án bylt inga. Slflft þarf ekki að Iýsa vantrausti á ágætu starfi margra eldri manna. Það er að- eins eðlileg þróun. Núverandi kosningafyrir- komulag stuðlar að þrautsetu eldri manna. Einmenningskjör dæmi mundii lagfæra þetta tölu vert. Flokkarnir verða þó ef- Iaust að gera meira til þess að hlýða þessu kalli ungu kynslóð arinnar. Sá vilji þjóðarinnar kom glöggt fram í forsetafcosn ingunum. í forsetakosningunum mynd aðist breiðfylking frjálslyndra manna i landinu. Á þeiin grunni ber að byggja og hef ja þannig upp að nýju íslenzka sjálfstæðisbaráttu með íslenzkri stefnu og ,,íslandi allt". ÞRIÐJUDAGSGREININ Ölstríöi í Svíþjóð lýkur Mikil og hörS barátta hefur ver ið háð í Svíþjóð frá síðustu ára- mótum eða lengur um sölu á sterku öli í landinu. Sterkt öl hefur lengi verið bruggað og selt í Svíþjóð, en eingöngu selt frá áfengiseinkasölunni, eins og ann- að áfengi, og á stöðum, sem feng- ið hafa heimild hins opinbera til sölu eða veitingar áfengra drykkja. s Fyrir rúmlega hálfu ári var gerð nokkur undanþága frá lög- um og reglugerðum í þessum efn um vegna voldugrar sóknar ým- issa þeiirra aðila, sem kröfðust frjálsrar sölu á sterku öli. Var því óspart haldið fram, að öl væri tiltölulega meinlaus drykkur og neyzla sterkra drykkja (brenni- víns) myndi minnka að miklum mun. Sú staðhæfing kemur hins vegar algerlega í bág við neyzlu Norðurlandaþjóðanna, því að mörg undanfarin ár sýna opin- berar skýrslur, að neyzla sterkra drykkja hefur farið þar vaxandi, þrátt fyrir mikla ölsölu. Gildir þetta jafnt um Danmörku, Finn- land, Noreg og Svíþjóð. Undanþágan var fólgin í því, ,að leyft yar að selja sterkt öl á frjálsum' márkaði í tilrauna- skyni um óákveðinn tima í þrem- ur ömtum eÖa lénum í Svfþjóð: Gautaborg, Bahus og Vermalandi. Talið er, að alls hafi ölið verið selt í 2200 verzlunum í þessum þrem ömtum eða landshöfðingja- umdæmum. . Reynslan varð mjög neikvæð. Olsalan jófest stórlega frá því sem hún var, eða varð samkvæmt blaðafréttum átta sinnum meiri í Gautaborg, en 15—16 sinnum meiri í Vermalandi. Hófst fljótt mikil £agnr.vni á þetta hömlulausa sölufrelsí a sterka ölinu. Voru skólayfirvöld- in þar í fararbroddi, en flest á- hrifamestu dagblöð landsins vemu þeim öruggt brautargengi. 'f ljós kom, að drykkjuskapur Framhald a bls 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.