Tíminn - 27.08.1968, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.08.1968, Blaðsíða 12
ÍÞRÓTTIR TIMINN ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 27. ágnst 1968. ¦ Rðn CÍaríce — baetti eigíð heimsmet. Clarke setur nýtt met Ástralíumaðurinin Ron Clarke setti um helgina nýtt heimsmet í 2ja mílna hlaupi, en hann hljóp vegalengdina á 8:19,6 mínútum og bætti þar með eigið met, sem hann setti í Svíþjóð í fyrra, um 2/10 sekúndubrot. Ron Clarke, sem er 31 árs, og heimsmethafi í mörgum hlaupalengdum frá 2 míf til 6 míl. er af mörgum talinn líklegur sigurvegari í 10 km. hlaupinu á Olympíuleik unum í Mexikó, en sjálfur spáir hann Keníumanninum K. Keinó sigri. Verða að leika aftur Fallbaráttuleikur Víkings og isafjarðar í 2. deild var háður á 'sunnudaginn og lauk honum með jafntefli 1:1. Verða liðin því að heyja mýjan leik og fer hann 'seimilega fram á fsafirði. West Ham sigraði Burnley í 1. deild í Englandi í gærkvöldi 5:0. „Silfur-liðið" fapaði fyrir Val í gærkvöld Fram í 2. sæti þrátt fyrir 4:2 tap fyrir Valsimönnum. Alf-Reykjavík. — f fyrsta sinn í 57 ára gamalli sögu íslandsmóts- ins í knattspyrnu, voru veitt silf- ur-verðlaun í mótinu handa því fé lagi, sem hlýtur 2. sæti. Fram varð í 2. sæti að þessu sinni, enda þótt liðið tapaði fyrir Val í gærkv. 4:2, í fjörugum og skemmti- legum leik. Tvívegis náði Fram for ustu í leiknum, en Valur jafnaði og skoraði tveimur mörkum bet- ur. Leikurinn var alls ekki ójafn, en hins vegar gerði það gæfumun inn, að Sigurður Dagsson í Vals- markinu varði af stakri prýði og sýndi sinn langbezta leik á keppn istímabilinu. Synd fyrir Val, að Sigurður skyldi ekki finna sig fýrr en í síðasta leik mótsins. Annars hefði liðið eflaust hlotið fleiri stig. Elmar Geirsson skoraði fyrsta mark leiksins á 2. mínútu eftir að honum hafið tekizt að hrista alla Vals-vörnina af sér. Hermann Gunn arsson jafnaði skömmu síðar eftir fyrirsendingu frá Bergsveini. Fram náði aftur forystu, 2:1, á 21. mín útu, þegar knötturinn hrökk af Vals vörninni til Helga Númason ar, sem brunaði upp og skoraði. En Adam þeirra Framara var ekki lengi í Paradís, því að fjór- um mínútum síðar tókst Gunn- steini Skúlásyni að jafna, 2:2, og Reynir bætti þriðja markinu við fyrir hlé. í síðari hálfleik skoraði Bergsveinn Alfonsson svo fjórða og síðasta mark Vals, 4:2. Bæði liðin áttu' ágæt tækifæri, sérstáklega Fram, en Sigurður Dagsson var Þrándur í Götu og varði hvað eftir annað meistara- lega. Það brá oft fyrir skemmtileg- um tilþrifum í þessum leik, þrátt fyrir i erfiðar áðstæður, en í gær- kvöldi gerði rigningarskiúrir og var Fram-liSiS, sem hlaut sHfur.verSlaunin, ásamt þjálfara sfnum, Karli GuSmundssyni og form. knattspyrnudei dl ar Fram, Hilmari Svavarssynl. iHW llll IMI—Ml——IWWHMIIWWI IM—IHBIII ¦IWHIB ¦ WllllW ¦l»>TW ffllllllT KR-ingar urðu fyrir aðkasti, þeg- ar þeir tóku við Islandsbikarnum KR hefur orðið íslandsmeistari 20 sinnum. Þegac KR-ingar gengu inn á Laugardalsvöllinn í gærkvöldi til ao' taka á móti sigurlaunun- um úr hendi Bjðrgvins Schram, formanns KSÍ, urðu þeir fyrir aðkasti nokkurra unglinga í stúkunni, sem hentu alls kon- ar rusli í þá og hrópuðu að þeim ókvæðisoirð. Þessi framkoma er ekki til fyrirmyndar og ættu vallar- starfsmeun að útiloka slíka »peyja" frá vellinum. Þegar Björgvin Schram af- henti KR-ingum íslandsbikar- inn, gat hann þess, að þetta væri 57. íslandsmótið frá upp- hafi, og í 20. sinn, sem KR ynni mótið. Valttr og Fram hafa unn ið 14 sinnum, Akranes 6 sinn- um, Víkingur 2 sinnum og Kefla- vik 1 sinni. Góð frammistaða Vestmannaeyinga Akureyringar sóttu ekki gull i greipar Eyjamanna, þegar þeir heimsóttu þá um helgina, en síð- asti leikur liðanna í 1 .deildar- keppninni í ár, fór fram í Vest- mannaeyjum og lauk með örugg- um sigri heimamanna, 4:2. Vel af sér vikið hjá Eyjamönnum, en með þessum sigri sínum bættu þeir 2 stigum við þau 7, sem þeir höfðu fyrir. Og það er stórglæsi- leg frammistaða hjá nýliðum f deildinni að hljóta 9 stig. Það var ekki gott knattspyrnu- veðu-r í Eyjum um helgina frem- ur en annars staðar. Háivaða rok og rigning. Eyjamenn léku undan vindinum í fyrri hálfleik og skor- uðu þá 3 mlörk. Siomar Pálsson skoraði fyrsta markið, Valur And ersen skoraði 2:0 og Tómas, út- herji, bætti þriðja markinu við. Það meirkilega skeði, að í síð- ari hálfleik áttu Eyjamenm mörg góð tækifæri, þótt á móti vindi væri að sækja. Akureyringar skor uðu 3:1, Númi Friðriksson, en Haraldur „gullskalli" Júlíusson, skoraði 4:1 fyrir Vestmannaeyjar. Annað mark Akureyringa skoraði Númi einnig. Úrslitin voru sanngjörn. Eyja- mena voru mun ákveðnari en Norðanmenn. Er næsta ótrúlegt, hve Akureyrarliðinu hefur hrakað mikið síðari hluta mótsins, en allt fraim að síðustu leikjunum var Akureyri forystulið L deildar. völlurinn glerháll og erfitt fyrir leikmenn að fóta sig. Annars mark aðist leikurirm af þýðingarleysi hans. Fram hafði þegar fyrir kik- inn tryggt sér silfurverðlaun hver( svo sem úrslitin yrðu. Valsmenn höfðu að litlu sem engu að keppa. Nýliði í hópi landsdómara, Ey- steinn Guðmundsson, dæmdi þenn, an leik og kom nokkuð vel frá leiknum. Liílar fréttir ffá lyftingamoti Því miður tókst okkur ekki í gær að afla npplýsinga um árangur Óskars Sigunpálsson- ar í lyftingam'ótijiu í Helsinki. í fréttaskeytum NTB frá mót- inu eru fáir Norðurlandaibúar á listanum yfir efstu menm í hinum ýrosu þynigdanfJokkaani en eins og kunnugt er, voru þátttakendur einnig frá Sovét- ríkjunum, Póllandi, Austo- Þýzkalandi og fJeiri austau- tjálds-löndum. Ekki var minnzt á Ar»ng»r í milliþiiingayigt, en í þeim flokki átti Ósbar að keppa. Vonanda fáum við feétt%: af árangri fijótlega. Walther Peiffer, þjálfari og Gunnar Felixson, fyrirliði KR, með islands- bikarlnn í gærkvöldi. (Tímamyndir Cunnar) STAÐAN Úrslrt í síðustu leikj4»m 1. deildar: Vestm.—Akureyri 4Æ KeÆlaviík—KR 2:2 Valur—^Fram 4:2 Lokastaðan varð þessi: KR lð 6 3 1 27:16 15 Fram 10 4 4 2 17:15 12 Akureyri 10 3 4 3 17:14 10 Valur 10 4 2 4 18; 16 10 Vestm. 10 4 1 5 16:21 9 Keflav. 10 s0 4 6 5:19 4 Markhæstu leikmenn urðu: Kári Árnason, Ak. 8 Ólafur Lárussion ER 8 Heigi Númason, Fram 8 Reynir Jónsson, Val 8 Akranes vann 6-2 Akranes sigraði Njarðv& í Bik arkeppni KSÍ með 6:2, en í hálf- leik var staðan 5:2. Akranes skor- aði fyrsta mark leiksins, en síðan skoraði Njarðvík, sem lék undan / sterkum vindi í fyrri hálReik, tvö mörk í röð. Skagamenn léku mun betur á, móti vindinum og skor- uðu fjögur mörk fyrir háMleik, en einungis eitt mark undan vindi. Þess má geta, að Hreinn Elliða- son skoraði 3-mörk fyrir Akranes, Matthías Hallgfimsson 2 og Guð- jón Guífmundsson 1. Knattspyrnuveður var mjög ó- hagstætt, rok og rigning og stóð vindurinn á annað markið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.